Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMABURINN / CHKH>íKH>ÍH>íH>iKHKH>iKHKHKHKHKH5*fr^0-O-SHK!'O'f>-ÍH> * Íí 0-0-0 ChKh><h> i> Ö ChKkJO- KVHLDSKEMMTUII Verkalýðsfélögin minnast 28. afmælis rússnesku verka- lýðsbyltingarinnar í Verklýðshúsinu miðvikudaginn 7. nóv. kl. 8x/á e. h. (hefst stundvíslega). D a g s k r á: 1. Skemmtunin sett 2. Ræða (J. I.) 3. Upplestur (T. E.) 4. Söngur (nýr kór) 5. Gamansögur 6. Dans Nefndin. Húsmæðraskólafélag Akureyrar hefir ákveðið að gefa félagskonum kost á að hafa kaffi- samdrykkju í nýja húsmæðraskólanum miðvikudaginn þ. 14. þ. m. — Konur þær, sem óska að vera þátttakendur, verða að hafa ákveðið sig í síðasta lagi á laugardaginn þ. 10. þ. m. Askriftarlistar liggja frammi í verzlununum: Hamborg, Björk og útibúum KEA í Höepfner, Hamarstíg og Alaska. STJÓRNIN. | Tilkynning i s Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Viðskipta- | I ráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á innlendum eggjum ] I frá og með 1. nóvember 1945: j í heildsölu kr. 16.00 I smásölu kr. 18.60 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Við- ] I skiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dagsett 31. júlí ] ! 1945. i i | ! Reykjavík, 31. október 1945. VER ÐLAGSST J ÓRIN N. I Ráðstjómarlýðveldin vísa veginn. (Framh. af 1. síðu). horfið með hruni nazismans. F.n því fer fjarri. Afturhaldið, sem víg- bjó herskara Hitlers, elur enn í brjósti þá von, að geta safnað liði til að etja gegn Ráðstjórnarríkjun- um. Gömlu, margtuggnu lygasög- urnar um Ráðstjórnarríkin eru þuldar enn í óteljandi útgáíum og afbrigðum. Á alla lund er reynt að gera Ráðstjórnarríkin tortryggileg í augum annara þjóða. Hverskonar lausafregnum er dreift daglega um víða veröld í þessum tilgangi. Vofa Hitlers þeysir nú á atomsprengju um gjörvallan auðvaldsheiminn. Afturhaldið byggir nú allar sínar vonir á, að með atomsprengjum sé hægt að ná því marki sem Hitler var ætlað að ná. Þær vonir munu einnig bresta. Þær þjóðir, senr hungraðar, tötr- um búnar og nær vopnlausar vörð- ust innrásarher 14 þjóða, þar á meðal fímm stórvelda og gjörsigr- uðu villihjarðir Hitlers, verða ekki sigraðar. í þeim býr líf mannkyns- ins sjálfs og vísar veginn til fegurra og fullkomnara lífs en oss hefir dreymt um. NÝJAR BÆKUR, íslenskar og danskar teknar upp í dag. BÓKABÚÐ AKUREYRAR. Málverkin hurfu, og það úði og.grúði af fylkingum margskonar jrræla liðinna alda, sem fóru að teygja fram ógnandi hnefa sína. Og hin tvö voru-niðursokkin framan við mynd og voru í öðrurn heimi. Næsti vetur var öðruvísi en áður, hjá hinu unga, glaðværa pari í Montrouge-götu. Þóra stundaði nám í málaraskóla, en þegar Haraldur kom heim frá stofnuninni hafði ekkert verið hirt um eldamennsku, svo hann varð að búa til matinn sjálfur. Hún fór á hverju kvöldi til Café de Versailles til þess að vera með listamönnúnum, og Haraldur dvaldi heima og las eða var úti á fundum. Og kæmi það fyrir, að þau sætu sam- an kvöldstund við Ijósið af litla lampanum sínum sátu þau þögul tímun- um saman. Og af og til bar það við að annað þeirra leit upp og horfði á hitt, eins og bilið á milli þeirra yrði æ breiðara. I V V. Dag einn í maí, er sólin skein og laukknapparnir sprungu út, kom Haraldur Mark gangandi upp Carl Jóhannsgötu. Hann leit í kringum sig, hann átti von á því að hitta Wilse lækni, sem hann hafði talað við nokkur orð í símann. Og þarna kom loksins langi náunginn með gler- augun skáskerandi yfir Stúdentalundinn. Þrjú ár voru síðan þessir tveir vinir höfðu verið saman, og þeir staðnæmdust ósjálfrátt skyndilega til þess að athuga, hvort hinn hefði breytst mikið. „Komstu með skipi í nótt?“ spurði Wilse, um leið og þeir tókust í hendur. „I morgun með bátnum frá Havre. Þú mátt vera viss um að það hefir verið dásamlegt ferðalag.“ „Þá helir líklega konan þín ekki verið sjóveik?“ „Konan mín — nei, því hún varð eftir í París.“ „Hvað! Varð hún eftir?“ Haraldur Mark sneri ósjálfrátt upp á yfirskeggið, um leið og þeir gengu saman upp götuna. „Jæja, kona mín, sjáðu tfl, hún — hún ætlar að vera þar eitt ár enn og stunda nám í málaraskóla. Það vildi svo ánægjulega tif að það fundust úrræði til þess. Hún er í rauninni skramhi lagin. Nei, en líttu nú á þetta hérna — ha, ha, ha, eg verð að hlæja.“ „Hvað er það sem þér finnst svona skemtilegt?" „Fjarlægðirnar hérna, maður.“ Haraldur nam staðar og horfði frá Stórþinginu og fram hjá Grand og upp eftir í áttina til Háskólans, og svipur hans varð eins og hann væri í brúðuleikhúsi. „Sýnist þér það vera svo lítið!“ „Eg vissi ekki, að allar f jarlægðirnar hérí bænum væru bara tvö skref. Nei, eg verð að hlæja. Standir þú lijá Stórþinginu og kveikir. í vindli þínum, þá brennur eldspýtan alveg upp að hallarbakkanum. Það er óviðjafnankgt. Og við sem gengum hér á sjö löngum námsárum og töldum okkur trú um, að þetta hér væri stór borg.“ „Æ, já, vertu nú ekki stærilátur, þó að þú komir frá Evrópu." „Þeir röltu st'undarkorn saman á götunni, Wilse læknir gerði grein fyrir því hvað orðið hefði um félaga þeirra, flestir þeirra voru dreifðir út um bæi og sveitir, tveir höfðu lent í Ameríku og aðeins fáeinir voru áfram hér í borginhi. Sjálfur hafði hann einmitt byrjað sem sérfræðing- ur í húðsjúkdómum. „Já, já,“ sagði hann - „um það hefir þú sjálfsagt margt nýtt að segja. Á Pasteur-stofnuninni fengju þeir chimpance-apa til að smitast af lús- um.“ Haraldur kinkaði kolli, en hló síðan þurrum hlátri. „Hvað — hlærðu nú aftur?“ „Góði eg verð að fá leyfi til að hlæja. En heyrðu, eigum við ekki að skilnaði að fara og fá okkur glas saman.“ „Að skilnaði? Þú ætlar þó ekki að 'fara samstundis af stað aftur?“ * 4» Haraldur brosti og virtist ekki vilja ræða það frekar. Þeir fóru inn á Grand. Haraldur Ítað um portvín, og hinir tveir vinir sátu við gluggann og skáluðu saman. „Þú hefir sjálfsagt lokið starfi til að taka doktorsnafnbótina mina!“ spurði Wilse. Hann brosti aftur og horfði út á götuna, þar senr fólk skundaði fram og aftur. „Veitstii hvað eg dáist að hjá þessum manneskjum," sagði Haraldur skyndilega án þess að svara spurningu hins. „Jú, það er sljóleikahæfi- lciki þeirra. Þær vita að sjálfsögðu, ef þær vilja hugsa sig um, að í þessu andartaki gerast ttræðilegustu atburðir allt í kringum þær, og samt sem áður ganga þær þarna og skreyta sig og svalla og hlæja og láta fiðluna syrgja. Horfi maður á þessar frúr, sem koma beint frá sætabrauðsbúð- inni, þá gæti maður haldið, að heimurinn væri yfirfullur af súkkulaði og góðum kökum. Nú jæja, það er í rauninni vitska — lífernislist. (Framhald). I

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.