Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Ót&siandi: Sósíalistafélttg Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Amason, Skipagötu 3. — Simi 466. BlaBneind: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. ‘ ^ Prentverk Odda Bjömssonar. Hvar er staiin? „Vísir“ og Morgunblaðið, Tíma- dótið og Rakblaðsliðið á bágt um þessar mundir. Útgefendur og rit- stjórar þessara blaða hafa upp- götvað það, að Stalin sé horfinn á einhvern dularfiítlan hátt og Vísir og Mogginn voru ekki lengi að leysa þessa stórkostlegu gátu, þessi vönduðu fréttablöð, sem aldrei hafa mátt vamm sitt vita, tilkyntu að Stalin væri dauður — og létu svo fylgja sögunni að sennilega hefðu herforingjar úr Rauða hernurn stytt honum aldur, því á aðra lund gátu fyrnefnd, kristileg blöð vart hugsað sér að Stalin gæti dáið. — Síðan sögum þessum var komið á kreik, hittir maður naumast þá aft- urhaldssál á götu, sem ekki spyr: Hvar er Stalin? Er slík umhyggja nú á dögum næsta fágæt og ber vott um takmarkalausa náungansást. — Til eru þó þeir, sem telja að þessar sögur og spurningar séu sprottnar af einhverju öðru en mannást og dálæti á Stalin marskálki. Vísir, Morgunblaðið, Tíminn og Alþýðubl. hafa þrásinnis frætt les- endur sina á því, að okkur varðaði ekkert um hvað væri að gerast í Ráðstjórnarríkjunum. Við ættum heldur að hugsa um okkar land og okkar þjóð. En liví þá þessar sögur og sífeldu spurningar um Stalin? Er <rití kanske svo komið, að útgef- endur fyrnefndra blaða geti ekki sofið nema að vita nákvæmlega hvern einasta dag í hvaða borg og í hvaða húsi — og helst herbergi — Stalin er staddur? Vér verðum að segja þessum ágætu blöðum að oss er nákvæm- lega sama hvort Stalin er í Moskva, Kief, suður á Krímskaga, í Georgíu eða einhversstaðar annarsstaðar í Ráðstjómarríkjunum. Vér lítum hinsvegar þannig á, að Vísir, Morgunblaðið, Tíminn og Alþýðublaðið ættu heldur að spyrja þingmenn viðkomandi blaða og aðra helstu stuðningsmenn þeirra: Er það í anda Jóns Sigurðs- sonar, forseta, að selja Bandaríkja- auðvaldinu ísland? Eða væri það kanske ekki meir í anda miljóna- mæringanna í Reykjavík, sem eru að kaupa eða byggja sér „villur“ fyrir 500 þús. kr.? Þessi blöð ættu líka frekar að spyrja: Hvað getum við gert til að stuðla að því, að allir sem geta unnið fái vinnu? Eða: Hvað getum við gert til að þeir sem búa í óhæfum húsakynnum fái við- unandi húsnæði? Og afturhaldið hérna á Akureyri ætti að spyrja: Hvar eru hafnar- mannvirkin á Oddeyrartanga, sem við samþyktum fyrir löngu að Kristinn Jóhanness. FRÁ NOLLE Kristinn Jóhannesson frá Nolli andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar 27. I'yrra mánaðar, eftir stutta legu, en angvarandi vanheilsu. Kristinn var fæddur á Nolli við Eyjafjörð 1886 og var því 59 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Björnsdóttur og Jóhannesar Guð- mundssonar, sem þar bjuggu; voru ^að myndar- og dugnaðarhjón. — Þeim hjónum varð 4 barna auðið og kornust flest þeirra á legg. Ekki er ósennilega að einhverntíma hafi verið þröngt í búi á Nollarheimil- inu, þegar börnin voru flest í ómegð og aðeins ein fyrirvinna, snemma haía systkinin séð þörfina fyrir að vinna, láta sitt ekki eftir iggja að létta störfin. Kristinn var í föðurhúsum til 19- ára aldurs og fluttist þá til Akur- eyrar og hafði þar heimili til dayðadags. Hann var tvíkvæntur, seinni kona hans var Björg Ósland. þau áttu 3 börn, eitt í ómegð er hann lést. Hann var góður vörður síns heimilis, enda aldrei óvinn- andi. Hið hróplega ósamræmi milli auðs og nektar, þrátt fyrir.dugnað og framtakssemi hinna snauðu, hef- ir snemma mótast í huga Kristins, enda hafði hann, sem einn hlekkur í baráttukeðju verkamanna og sjó- manna, réttan skilning á bættum kjörum hins vinnandi fólks. Hann talaði ekki á mannfundum og túlk- aði ekki skoðanir sínar í blöðum, til þess var hann of dulur maður, en við kjörborðið greiddi hann það gjald, sem hverjum góðum og stétt- vísum láglaunamanni ber að gjöra. Eg kyntist Kristni í fyrsta sinn vorið 1928, það var í kalsa veðri að hann vann við aðgerð skips og báta af miklu kappi, Jressu verki þurfti að flýta, í fyrsta lagi vegna þess að skipið átti að vera ferðbúið daginn eftir, og hitt, að smiðurinn sjálfur var ráðinn matsveinn á þetta skip, sem hann var að gjöra sjófært. byggja. Eða: Hvar er sjúkrahúsið, sem við samjryktum einnig snemma á þessu ári að byggja? Eða: Hvenær verður byrjað á því að starf ræk j a tunnuverksmið juna? Hvenær koma ný veiðiskip til bæj- arins til að forða honum frá gjald- þroti? Hvar er Matthíasarbókhlað- an? Hvenær verður rafstöðin við Laxá stækkuð? Hvar var framsýni okkar þá, er hún var bygð? Hvað er fjármálavit okkar búið að skaða bæinn um margar miljónir? Þannig ætti afturhaldsliðið að spyrja, ef það vildi breyta eftir þeirri kenningu sinni að hugsa um ísland og íslensku þjóðina, hag Ak- ureyrar og íbúa hennar. En afturhaldið veit upp á sig skömmina og forðast að ympra á slíkum spurningum, en spyr í þess stað: Hvar er Stalin? af því að það á enga ósk heitari, en að hann sé dauður. Þannig er smettið á hinu „kristilega", „kirkjurækna" aftur- haldi, sem veit að í nafninu Stalin felst eins rnikil vitska, framsýni og atorka eins og heimska, skammsýni og athafnaleysi í orðinu afturhald. Kristinn var með afbrigðum fjöl- liæfur til allra verka og sanrvinnu- þýður, aldrei var sagt æðruorð hvað sem á móti blés, hann var hvers manns hugljúfi og vildi allra bón gjöra, sem til hans leituðu, enda var það svo, að hánn gat rétt öðr- urn hjálparhönd á meðan heilsan leyfði, en okkur gleymdist að gjöra hið sama, annars bað hann sjaldan og kvartaði aldrei. Þegar eg kom í síðasta skifti í heimsókn til Kristins, þar sem hann lá í Sjúkrahúsi Ak., helsár, fanst mér hann vera kominn í samfélag framliðinnar móður ogvirtisteinsk- is þurfa með sem hjúkrunarlið gæti í té látið. Þannig er viðskiln- aður góðra manna. Þegar þú ert kvaddur og þér þökkuð góð samfylgd, fer vel, að það sé gjört með þessum orðum: Far þú heill til Ijóssins landa, látnf vinur, trúr og hreinn. Þjáning nær.ei þér að granda. þar sem dróttinn ræður einn. B. 111■■11111 ■ ii11 NÚ ER HÚN KOMIN: Afmælisdasabókiti } með stjörnuspám fyrir hvern dag Hún segir yður í fám orðum hver er lyndiseinkunn i yðar og spáir yður í framtíðina. Hún opnar augu [ yðar fyrir möguleikum yðar í lífinu og gefur yður i holl ráð. Latlð vini yðar skrifa nöfn sín í hana — | fylla hana af nöfnum, — og þér þekkið J)á betur. 1 1 Þetta er tilvaldasta gjöfin ungum mönnum til i vina og vandamanna I Bókin er falleg, prentuð í 2 litum, gyllt á forspjaldi | og kyli, og kostar aðeins kr. 33.00. — BÓKAÚTGÁFAN BALDUR, AKUREYRI AKUREYRARBÆR Löytök Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og á hans ábyrgð og að undangengnum úrskurði verða eftirtalin gjöld til Akureyrarbæjar fyrii yfirstandandi ár tekin lögtaki að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. 1. Útsvör, sem fallin eru í gjalddaga samkvæmt lögum nr. 66, 1945. 2. Fasteignagjöld. 3. 011 ólokin gjöld til Hafnarsjóðs Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 10. Nóv. 1945. F. SKARPHÉÐINSSÖN. r-mmsmmt ^<HS<BÍH><H><H><B><H!H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><HS<í<H><H><B><HS<H>; Tilkynning Bilanir á rafmagnskerfi bæjarins tilkynnist eftir lokunar- tíma í Síma 482, SIGURÐUR HELGASON. - í síma 149 EMIL JAKOBSSON. Viðgerðir á leiðslum innanhúss eru ekki framkvæmdar af Rafveitunni. RAFVEITA AKUREYRAR. hKBKHKH«hS<h><h>WSh><hKh><h><hh><hkh><h><hKhhKh><h><h><hkhHKh>í>< Leikfélaé Akureyrar hefir nú hafið starfsemi sína á þessum vetri með því að súna Lénharö fóéeta. Dómar um með- ferð leikenda á hlutverkum sínum bíi næsta blaðs.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.