Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.12.1945, Blaðsíða 2
2 VERIAMAÐURINN ÆSKU LÝÐSSÍÐAN Vökum og vinnum! I dag eru liðin 27 ár £rá því að sambandslagasamningurinn við Dani gekk í gildi og við öðluðumst aftur fullt athafnafrelsi í landi voru, eftir 656 ára yfirráð erlendra ríkja, sem á okkar mælikvarða voru stórveldi. í þessi 656 ár varð ís- lenska þjóðin að heyja svo harða lífsbaráttu, að erfitt mun að finna slíks dæmi meðal nágrannaþjóða vorra. Mannfallið í þessari baráttu var oft mikið, en þó lifði altaf ein- hver hluti þjóðarinnar eftir hverja nýja raun, hverja nýja plágu. ís- lenska þjóðin reyndist ósigrandi, hvort sem að henni sóttu höfuð- skepnur jarðarinnar, erlendir ein- okunarkaupmenn, ranglátir vald- hafar eða drepsóttir. Hún þoldi, eins og skáldið sagði: „ís og hung- ur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða." En þrátt fyrir allar þær hörm- ungar, sem á þjóðinni dundu, leyndist frelsisandinn altaf með henni, og á nítjándu öldinni bar hún gæfu til að eignast þá menn, sem börðust með oddi og egg fyrir frelsi og framförum lands og þjóð- ar. Og þessir menn háðu ekki bar- áttu sína til einskis. Árangurinn varð sambandslagasamningurinn frá 1. desember 1918, og sporið til fullkomins sjálfstæðis: Stofnun hins íslenska lýðveldis 17. iúní 1944. En eins og máltækið segir, að oft sé meiri vandi að gæta fengins fjár en afla þess, þá verðum við að minnast þess, íslendingar, að við getum glatað sjálfstæði voru aftur, ef við stöndum ekki sí og æ á verði um það. Á þeim verði megum við aldrei sofna. — Og einmitt nú ger- ist þess meiri þörf, en nokkru sinni fyr, að við séum vel á verði, því að mjög virðist nú sjálfstæði vort í hættu statt, er eitt af voldugustu ríkjum heims beiðist þess, að við af- hendum því til umráða hluta af fósturjörð okkar. Það þarf reyndar ekki að efa, að allir, sem vilja heita íslendingar og elska land og þjóð, eins og þeir menn gerðu, sem heimtu frelsi vort og sjálfstæði úr höndum Dana, leggjast á eitt gegn öllum slíkum kröfum erlendra ríkja. En það er ekki nóg, að segja nei, þegar aðrar þjóðir ásælast land vort, heldur verðum við að sýna þeim, að við sé- um færir um að búa í voru landi sem sjálfstæð þjóð, sem ekki þurfi að lifa á bónbjörgum hjá öðrum ríkjum. Ef við ætlum okkur að lifa fram- vegis í fullu frelsi, algerlega óháðir öðrum, þá verðum við að skapa hér fyrirmyndarríki í bókstaflegum skilninig þess orðs. Og það er hægt, ef framfaraöflin í landinu fá að ráða. Það er hægt, ef tekið er á málunum með festu og kjarki. Við erum tiltölulega auðug þjóð, búum við auðugustu fiskimið í heimi, höfum góð skilyrði til kvikfjárrækt- ar, og í fallvötnum landsins býr næg orka, til að reka margskonar iðnað. Það liggur því í augum uppi, að hér ætti hver og einn að geta lifað við góð kjör og almenna velmegun. En mikið vantar á, að svo sé nú, enda hefir hinn svo- nefndi Framsóknarflokkur ráðið mestu um stjórn landsins flest ár frá því við öðluðumst sjálfstæði vort. Og stjórn þeirra og hagnýting á auðlindum landsins þarf ekki að kynna hér. Hún er Akureyringum og öðrum landsmönnum svo kunn, að ekki gerist þess þörf, að eyða rúmi blaðsins, að þessu sinni, til að lýsa „framkvæmdum“ þeirra manna. Ef við óskum eftir auknum fram- förum og bættum kjörum allrar al- þýðu í landinu, þá dugir okkur ekki að láta hina „nostursömu hirðukarla“ Framsóknar eða aðra álíka postula fara með æðstu völd í þjóðfélaginu. Við getum ekki búist við miklum breytingum til batnað- ar frá þeim mönnum, sem trúa á hið gamla boðorð, að alt komi með tímanum, og breyta stöðugt eftiri því. Núverandi ríkisstjórn hefir gert allmiklar og lofsverðar ráðstafanir til aukningar togara- og fiskibáta- flota landsmanna. Það er einn þátt- urinn í hinum fjölmörgu nýsköp- unaráformum hennar, sem miða að því að hagnýta betur en verið hefir auðlindir lands og sjávar. Og, því miður, getum við ekki neitað því með góðri samvisku, að þetta er fyrsta ríkisstjórnin á íslandi, sem sýnir, f verki, verulegan áhuga fyrir verklegum framförum og aukinni velmegun þjóðarinnar, enda er þetta í fyrsta skifti, sem íslenskir sósíalistar hafa átt sæti í ríkisstjórn og haft aðstöðu til að láta áhrifa sinna gæta að nokkru. Að vísu hafa loforð Framsóknarflokksins fyrir kosningar oft verið fögur og ginn- andi, en hvar eru framkvæmdir þeirra? Enginn flókkur hefir haft jafngóða aðstöðu til að láta ljós sitt skína og sanna vesölum kjósendum ágæti sitt. En ljós Framsóknar- flokksins hefir skinið ákaflega dauft. Þeir hafa lofað miklu fyrir hverjar kosningar, en svo þegar þær hafa verið um garð gengnar og kjósendur hefir farið að lengja eftir efndunum, þá hafa svör þeirra tíð- ast verið eitthvað á þessa leið: Já, | bíðið þið bara rólegir, kjósendur j góðir, við skulum koma þessu öllu j í framkvæmd, ef þið aðeins eruð j nógu þolinmóðir. Sjómenn, þið j skuluð fá ný og góð skip, en þau geta bara ekki komið strax, við get- um ekki gert allt í einu. Og ef þið hafið þá farist með gömlu skipun- um, eða eruð komnir undir græna torfu fyrir elli sakir, ja, þá skuluð þið hugga ykkur við það, að börn ykkar eða barnabörn fái að njóta nýju skipanna. Og, ef við glötum einhverjum erlendum mörkuðum á þessum tíma, sem við verðum að bíða, þá verðum við að reyna að vinna þá aftur. Já, við verðum að reyna það, og við skulum vona, að það takist. Og þið, bændur, sem alla tíð hafið verið stoð okkar og stytta, síst af öllu skulum við gleyma ykkur. En þið verðið samt enn um hríð að gera ykkiyr ánægða með gömlu og úreltu vinnutækin, því að fyr eða síðar skuluð þið fá nýjar og betri vinnuvélar, því er okkur óhætt að lofa, en við getum samt ekki ennþá sagt um hvenær það verður. Og þið skuluð fá raf- magn út um ykkar dreifðu bygðir, er,- pað verður auðvitað langt þangað til. Samt skulum við vona, að þið lifið það, að rafmagn lýsi og hiti býli ykkar, en ef svo verður ekki, þá er a. m. k. víst, að einhverj- ir* afkomendur ykkar hljóta að njóta þess, og þá megið þið vera ánægðir. Umfram alt missið ekki trúna á okkur. Og þið megið ekki flytja saman í bygðahverfi eða reisa samvinnubú, því að þá getur svo farið, að þið farið að hugsa eins og presturinn í Eyjafirði forðum. En það megið þið alls ekki gera. Þá er nefnilega hætt við, að við missum tangarhaldið á ykkur. — Og verka- menn góðir, þið verðið að fara að fylkja ykkur um Framsóknarfl., annars eigið þið ekki á góðu von.Ef þið hættið ekki stuðningi ykkar við þessa bölvaða sósíalista, þá skuluð þið eiga okkur á fætur. En, þótt þið takið nú Framsóknartrú, verðið þið að ganga atvinnulausir enn um hríð. Það er óframkvæmanlegt að sjá öllum fyrir stöðugri atvinnu á næstunni, en þið skulið fá hana ein- hverntíma. Á meðan þið ekki fáið hana, verðið þið að sætta ykkur við það, að „sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“. Þetta hefir verið pólitík Fram- sóknar undanfarin ár, og hver get- ur treySt slíkum flokki?'—- Það get- ur enginn, sem hugsar og brýtur þjóðmálin til mergjar. Og allra síst getur nokkur treyst honum nú, þegar sjálfstæði vort er í hættu statt, því að eftirtektarvert er það, að það skuli einmitt hafa verið Jónas Jónsson, fyrverandi formað- ur flokksins, sem fyrstur varð til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við kröfur hins erlenda ríkis. Og þó að honum hafi nú verið vikið úr formannssæti, sökum fyrirsjáanlegs fylgishruns, ef hann hefði setið þar áfram, þá skyldi enginn halda, að Jónasarandinn lifi ekki ennþá í flokknum. Nei, ef við ætlum okkur að halda áfram að lifa, sem sjálfstæð þjóð í þessu landi, þá verðum við að velja okkur aðra og betri menn til að stjórna hinu íslenska ríki, en við höfum tíðast gert eftir að við end- urheimtum frelsi vort. Minnumstj Hvar er þitt frelsi? Hvar er þitt frelsi og framtak hópur fátæklinga í öllum löndum? Hví ert þú fífl og fávís glópur flæktur í þínum eigin böndum? A jörðin ekki gnótt af gæðum til gjafa öllum bömum sínum? Hvort ákvað guð í hæstum hæðum, að hallað skyldi rétti þínum? Hvort veistu ekki að þú hefir það afl í krafti samtakanna, sem fyllra líf og farsæld gefur og frelsi í þágu allra manna? Og þínum hag til bóta að breyta þig brestur samtök, dug og vilja. Hví reynirðu ekki að lausn að leita og lífsaðstöðu þína að skilja. En þar er víst við Glúm að glíma, við griðum engum þarf að búast, því valda- og auðmenn vorra tíma, með vopnum öflgum gegn þér snúast. Hve geigvænt, ef hið gamla hryndi! Á grimdar kúgun byggist vörnin. Mátturinn gefur öll mannréttindi, mentun er fyrir ríku bömin. En fjöldinn á sem fæst að vita, og fyrir jöfrum valdsins skríða, og fyrir skornum skamti strita, hans skyldur eru að þegja og hlýða. En vildarkjör þeim veitast mega, sem verja ranglætisins boðun. Og vei þeim, svei þeim, ef þeir eiga sín eigin mið og frjálsa skoðun. Hver breytni samkvæmt boði hniki, þó bendi annað sálar myndin. Hver athöfn háð skal eftirliti, eitt orð var jafnvel dauðsyndin. í krafti mannvits kröfur rísa gegn kúgun, sem að slíku veldur, og vonir þeirra veginn lýsa, sem völdu dauðann miklu heldur. Það er svo hægt að banna og boða, hann beygir margan, valdsins rosti. Frelsi og rétt má fótum troða í fáein ár að minsta kosti. En spum sú rís með gleði gruni sem geisli í öllu myrkri kífsins, hvort nokkurntíma takast muni að teppa alveg framsókn lífsins? Hún fjandmenn lífsins feiga hrellir. Og fólkið má því aldrei gleyma: að enginn, enginn fjötur féllir á frelsið til að hugsa og dreyma. Árvakur. þess, íslendingar, og sýnum það áþreifanlega í kosningum þeim, sem fram eiga að fara í vetur og á komandi vori. *• J*

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.