Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 1
VERKflfllflÐURinn XXVIII. árg. Laugardaginn 8. desember 1945 45. tbl. Viðskiftasamningur milli íslands oglAlmennur fundur á Akureyri skorar á F i n n I a n d s undirrifaður ríkisstjórnina að láta lögin um héraða- 4. þ. m. var endanlega gengið frá viðskiftasamningi í Helsinki milli íslands og Finnlands, og undirrit- aði Pétur Benediktsson, sendiherra í Moskva, samninginn þann dag. í samningnum heita m. a. báðir að- ilar gagnkvæmum inn- og útflutn- ingsleyfum, ennfremur heita báðir aðilar því að greiða fyrir viðskipt- um á milli einstakra verzlunarfyrir- tækja í viðkomandi löndum. Samkv. samningnum seljum við Finnum saltsíld, hraðfrystan fisk, lýsi og ull, en fáum í staðinn efni í síldartunnur, blaðapappír og ýms- ar aðrar pappírsvörur, eldspítur, húsgögn, sportvörur, vinnuáhöld, búshluti og fræ. Samningur þessi er einn árangur af ferðalagi þeirra Einars Olgeirs- „Sovétríkin æskja engra herstöðva á Islandi", segír Molotoíf Stokkhólmsblaðið Morgontidn- ingen skýrir frá því, eftir fréttarit- ara sínum í Moskva, að í veislu, sem Molotoff, untanríkisþjóðfulltirúi Sovétríkjanna, hélt fulltrúum er- lendra ríkja í Moskva, að kvöldi hins 7. nóvember sl., hafi Molotoff drukkið skál Péturs Benediktsson- ar, sendiherra íslands í Moskva og sagt um leið: „Sovétríkin æskja engra herstöðva á Islandi." sonar og Péturs Benediktssonar í haust um mið- og austur Evrópu, sem fór svo mikið í taugarnar á Al- þýðubl., Tímanum og Vísir. 500 þús. kr. til heima- vistarhúss M. A. Skólameistari Mentaskólans á Akureyri, Sigurður Guðmundsson, hefir tjáð blaðinu, að sér hafi bor- izt sú vitneskja frá mentamálaráð- herra, Brynjólfi Bjarnasyni, að fjár veitinganefnd Alþingis hafi sam- þykt 500 þús. kr. fjárveitingu til byggingar heimavistarhúss Menta- skólans á Akureyri. Þá gat skólameistari þess, að vökumaður hefði verið ráðinn að skólanum vegna hinnar miklu eld hættu í þessu stóra timburhúsi. Ein bókaverslun í bænum, BÓKABÚÐ RIKKU, hefir NEITÁÐ að auglýsa í „Verkamanninum". mál- gagni stærsta stjórnmála- flokksins í bænum. Ráðherraiundur þrigqja stórþjóða í Moskva Kjarnorkumálin verða rædd þar. Tilkynnt hefir verið í London,, Moskva og Washington að utanrík- isráðherrar Stóra-Bretlands, Ráð- stjórnarríkjanna og Bandaríkjanna muni koma saman á fund í Moskva mjög bráðlega til að skiftast á skoð- unum um ýms mikilvæg mál. Eitt af þeim málufh, sem talið er að ráðherrarnir muni ræða eru kjarnorkumálin. bönn koma til framkvæmda Söfnunin í kosningasjóð. í gærkvöldi var komið í kosninga- sjóðinn frá söfnunardeildunum: 1. deild kr. 175.00 2. deild kr. 200.00 3. deild kr. 215.00 5. deild kr. 460.00 6. deild kr. 170.00 7. deild kr. 485.00 8. deild kr. 150.00 9. deild kr.210.00 10. deild 100.00 11. deild kr. 200.00 12. deild kr. 100..00 14. deild kr. 195.00 15. deild kr. 180.00 Auk þess á skrifstofuna kr. 858.00. Almennur borgarafundur um á- fengismál var haldinn á Akureyri mánudaginn 3. des. s. 1., að tilhlut- an ýmissa félagasamtaka í bænum, bæjarstjórnar og skóla. Snorri Sigfússon skólastjóri setti fundinn með ávarpi og stýrði hon- um, en ritari var Eiríkur Sigurðs- son kennari. Þessir fjórir menn fluttu stuttar framsöguræður: Þorsteinn M. Jóns- son skólastjóri, Brynleifur Tobias- son menntaskólakennari, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir og Ár- mann Dalmannsosn, form. íþrótta- bandalags Akureyrar. Auk þeirra tóku eftirtaldir menn til máls: Helgi Valtýsson, Hallur Helgason, Lárus Thorarensen, Bjarni Hall- dórsson, Rósberg Snædal, Jónas Jónsson og Áskell Snorrason. Á fundinum mættu um 300 manns og kom þar fram mikill á- hugi á að takast mætti að ráða bót á vaxandi áfengisnautn þjóðarinn- ar og því böli er hún veldur. Voru þessar tillögur þar sam- þyktar einum rómi: 1. Almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn 3. des. 1945,skor- ar á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma nú þegar til framkvæmda. 2. Almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn 3. des. 1945, tel- ur með öllu ófært . að auðvelda mönnum að ná í áfengi, með því að fjölga útsölustöðum þess, eða á annan hátt, og mótmælir því öll- um ráðstöfunum hins opinbera er stefna í þá átt. 3. Eins og nú er komið málum, og með tilliti til þeirra aðstæðna, sem skapast hafa vegna hinnar stór- auknu áfengissölu og áfengisnautn- ar hér, átelur almennur borgara- fundur á Akureyri, haldinn 3. des. 1945, þá fyrirætlun ríkisstjórnar- innar að ætla að stórminka fjár- framlög til lögregluhalds á Akur- eyri, þar sem vitanlegt er að mikið af starfi lögreglunnar er vegna ölv- unar, sem er bein afleiðing áfengis verslunar ríkisins hér á staðnum. Fundurinn lýsir sig samþykkan ný- lega gerðri samþykt bæjarstjórn- ar Akureyrar um þetta mál. 4. Almennur borgarafundur, haldinn á Akureyri 3. des. 1945, skorar á stofnanir, félög og félaga- sambönd í bænum, að taka áfengis-' málið til rækilegrar umræðu og athugunar, og hefja samstarf um ýmsar úrbætur á áfengisbölinu við alla þá aðila í bænum, sem að því vilja vinna. Jafnframt telur fundurinn sjálf- sagt, að mjög beri að takmarka vínveitingarleyfi til samkomuhalda í bænum, að óbreyttum ástæðum. Kosningaskrífstofa Sósíalistaflokksins í Hafnarstræti 88 er opin alla virka daga kl. 4—7 e. h. Komið og athugið hvort þér eruð á kjörskránni, sem liggur þar frammi Kosninganefnd Sósíalistaflokksins. Hrísarión fást ennþá. Verzlun Jóns Egils. Bazar HúsmæSraskóla Akureyrar verður haldinn á morgun (sunnudaginn 9. des.) í Verklýðshúsinu kl. 4 e. h. — Nefndin. Ályktun 5. þings Sósíalistaflokksins um sjálfstæðismál íslendinga „Fimmta þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, lýsir yfir, að það telur sjálfsagt, að Alþingi og ríkisstjórn gangi ríkt eftir því, að stórveldi þau, sem hér hafa hernaðarstöðvar, hverfi burtu með heri sína samkvæmt gerðum samningum. Þingið lýsir því yfir, að flokkurinn muni beita öllum áhrifum sínum og öllu því afli, sem hann hefir yfir að ráða, gegn því, að nokkurt erlent ríki fái hernaðarstöðvar hér á landi, og er þess full- vís, að ekki komi til mála, að Alþingi ljái máls á því, að veita nokkru erlendu ríki slíkar stöðvar, enda hefir Alþingi ekkert um- boð til að hefja samninga um afsal á landsréttindum. Ennfremur skorar þingið á alla íslendinga, hvar í flokki sem þeir eru, að standa sem einn maður gegn sérhverri kröfu eða ósk erlends ríkis um ítök hér á landi og fylkja sér fast saman um sjálf- stæði hins unga lýðveldis. Jólapappír margar tegundir. Verð 30 aura örkin. Bókaverzlunin EDDA, Ak. MARGAR TEGUNDIR AF Jólakortum nýkomnar. Bókaverzlunin EDDA Nýkomið! AMERÍSKT smjör. VÖRUHÚSIÐ H.F. Islendinaasögurnar alþýðuútgáfa Sigurðar Krist- jánssonar er vaSalaust ein- hver besta jólagjöfin. Bókabúð Akureyrar * KAUPIÐ HAPPDRÆTTISMIÐA S. I. B. S. *

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.