Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Hvora leiðina á heldur að fara? Almennur borgarafundur var haldinn á Akureyri 3. des., að til-' blutun skóla, félaga og félagasam- banda hér í bænum, um bindindis- mál. Fjórar tillögur komu fram, voru þær samþyktar með öllum greiddum atkvæðum. Fundurinn var fremur fámennur, að öðru leyti var hann hinn ánægjulegasti. — Ræðumenn virtust á einu máli um það, að vín og neyzla þess væri þjóðarböl, sem þyrfti að ráða fram úr, ef e’kki, þá væri tilvera lands og byggjenda þess í bráðri liættu. Ekki minnist eg þess að fram kæmi tillaga sem áskorun á þing og stjórn, að beita sér fyrir algerðu vínbanni, annars var eitthvað um það rætt, að mig minnir, en ekki samþykt, heldur hitt að þingið beitti sér fyrir héraðabönnum eða einhverju, þessu máli til úrbóta, enda hefir áður verið skorað á stjórn landsins, í tíma og ótíma, að afnema vínsölu um land allt og að sjálfsögðu verið fyrir hendi meiri hluti þjóðarvilja í því efni. Svarið hefir verið neikvætt, byggt á þeim forsendum að ekki væri hægt að verða við þessari sanngirn- iskröfu fólksins. í fyrsta lagi vegna þess að þetta væri óhjákvæmileg tekjulind fyrir ríkiskassann, að láta áfengið flæða hindrunarlaust yfir landið, og þá kanske hitt, að stór hluti löggæzlumanna færu á vonar- völ ef það yrði afnumið, en þetta síðarnefnda er að sjálfsögðu óþarfa getsakir, þó hinsvegar að hverjum manni skiljist, að mikill meirihluti lögreglumanna um land alt eigi at- vinnu sína undir því, að áfengir drykkir séu um hönd hafðir og vel- sæmið rneira og minna brotið, ann- ars er það út af fyrir sig ekkert stór- mál, þó nokkrir lögregluþjónar bættust við í atvinnuleysingjahóp- inn, í þeirri von að þeir fengju ein- hverjar snapir á sumrin eins og við hinir. Hitt er aðalatriðið og hlýtur ætíð að vera nr. 1, sérstaklega vegna æskulýðsins í landinu, að reyna að útrýma víninu alveg, og firra þar me<$ þjóðina vandræðum á kom- andi tímum. En það var nú ekki þessi hlið málsins, sem ég ætlaði að ræða hér, þó hún sé að vissu leyti vel þess verð, til þess skortir mig þekkingu á málinu, og veit, eða þykist vita, að þeir láti sig málið einhverju skifta, sem færastir eru. Það, sem kom mér aðallega til að skrifa þessar línur, er það, að á meðan við búum við vínöld og áfengið flæðir inn í landið og fjöldi manna kann ekki með áfengi að fara, hvernig eigum við að kenna fólkinu, sem notar það, að neyta þess í hófi, eða hætta því alveg? Um þetta komu sundurleitar raddir fram á fundinum. Einn ræðumanna sagði’ Við megum ekki gleyma sterkasta vopninu gegn áfengisbölinu, og það er, almenn- ingsálitið. Við bindindismenn þurfum að sýna þessum drykkju- mönnum sérstakan viðbjóð og dýpstu fyrirlitningu, þá kannske sæu þeir að sér. Annar fundarmað- ur undirstrikaði sérstaklega þessa setningu, að svona ætti almenning- ur að umgangast þessar föllnu sálir o. s. frv. Eg veit, að þessum góðu mönn- um gengur ekkert nema gott eitt til. Þessi aðferð er að mínum dómi alröng við menn, sem djúpt eru sokknir, og kannske við alla, sem neyta víns á vissum augnablikum. Mitt álit er, að sýna þurfi þeim samúð og hlýju, ræða um skað- semdir vínnautnarinnar, tala um heimilisástæður, draga upp skýra mynd af konu þeirra og börnum eða foreldrum, reyna með sannfær- andi krafti að leiða þá af villu síns vegar, á betra og bjartara lífssvið. Eg var staddur í höfuðstað lands- ins síðastliðinn vetur, og átti tal við einn varðstjóra lögreglunnar þar, og meðal annars barst talið að slarkinu þar í borg, hve margir gistu kjallara varðhússins, vegna skaðsemda vínsins, hvað sumir starfsmenn stúknanna þar á staðn- um ynnu þýðingarmikið starf í þágu reglunnar. Hann, sagði: Til dæmis kemur Sigfús Sigurhjartar- son, alþingis., marga morgna, fyrir allar aldir, til þess að ræða við þessa næturgesti, sem aðeins höfðu rask- að friðhelgi borgaranna, með því að vera dálítið»hátt uppi kvöldið áður. Þetta gat líka verið fyrsta fall ein- hvers þeirra og kannske það síðasta, vegna þess að þessi mæti maður kunni að umgangast þá með alúð en ekki fyrirlitningu. Hafa áhrifa- rnenn reglunnar hér á Akureýri þennan sið? Ef svo er, tel eg betur farið en heima setið. Bjarni M. Jónsson. íslenskar þjóðsögur 1-3 ÓLAFS DAVÍÐSSONAR er yeglegasta jólagjöf. Bókaverzlun Þorst. Thorlacius Jðlagjafðbækurnar flestar, sem auglýstar eru daglega í blöðum og útvarpi, eru í Bókctverzlun Þorsteins Thorlacius ^<hKHKhKhKhKhKhKhKhKhKhKHKhKhKhkhkhkhkhk«hKhkhKhKhKhKkKhK Bók ársins 1945 ÓDÁÐAHRAUN eftir ÓLAF JÓNSSON framkvæmdastj. Ræktunarfél. Norðurlands með um 300 m/ndum er komin í bókaverzlanir Hrauntröll í Ódáðahrauni. Fjalla-Bensi. Skoðið þessa stór-fallegu og merku bók hjá næsta bóksala

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.