Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.12.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 15.12.1945, Page 1
STEFNUSKRÁ Sósíalistaflokksins á Akureyri um bæjarmálefni Akureyrar Úthlutun ellilaunanna. Á fundi bæjarst.jórnar sl. þriðju- dag var samþykt að úthluta kr. 437.640.00 til ellilauna og örorku- bóta. í fyrra var úthlutað kr. 408.10.5.00. Þrátt fvrir þessa hækk- un eru ellilaunin og örorkubæturn- ar hungurskamtur. Sósíalistaflokkurinn á Akureyri lítur á það sem sitt mesta skyldustarf, að vinna af alefli fyrir stefnu alþýðunnar og annara framfaraafla í land- inu, — sem eru nú önnum kafin við að byggja upp atvinnuvegi lantls- manna til að tryggja öllum vinnufærum mönnum lífvænleg störf. — Vill flokkurinn beita sér af öllum mætti fyrir því, að uppbyggingin nái fram að ganga í bæjarfélagi Akureyrar í svo ríkum mæli, að varanlega verði afmáður úr lífi Akureyrarbúa hinn illi smánarblettur fyrirstríðsáranna: atvinnuleysið, senr hefir óhindrað fengið að berja á heimili fjöldamargra bæjarbúa hvern vetur. Húsnæðismál hinnar efnalitlu alþýðu er e'itt hinna mestu verkefna, sem sósíalistar munu vinna að á þann hátt, að bæjarfélagið hverfi frá hinum ófullnægjandi, fáhnkendu aðgerðum til að firra menn útilegu, en horfið verði að varanlegum aðgerðum gegn húsnæðiserfiðleikunum með því, að bæjarfélagið láti byggja íbúðarhús árlega í svo stórum stíl, að hröðum skrefum færist í það horf, að öll heimili í bænum búi við holl og nægilega rúmgóð húsakynni með sanngjömum kjörum. Á traustum grunni atvinnulífsins vill Sósíalistaflokkurinn byggja framfarir í heilbrigðis- og menningarmálum bæjarbúa: koma upp nýju, fullkomnu sjúkrahúsi, setja á stofn í nýjum, vönduðum húsakynnum heimili fyrir gamla menn og konur, svo að þar með verði lagðir niður hinir ómannúðlegu lnakningar, sem ýmsir af elstu íbúum bæjarins hafa orðið fyrir. Fullnægjandi lífeyrir verði látinn f té öllum þeirn, sem ekki geta unnið. Og síðast, en ekki síst, er besta ósk allra sósíalista að vinna að batnandi menningarskilyrðum æskulýðsins og gera honum mögulegt að auðga að fjölbreytni og kostum alt íþrótta- og félagslíf sitt. Sósialistaflokkurinn telur, að einkaframtak i beenum muni ekki duga, nema að mjög litlu leyti, til að leysa af hendi nauðsynlegan vöxt í at- vinnuframkvæmdum og húsabyggingum, svo að náð verði framan- greindum árangri um verulega framfaratíma á næstu árum. Þessvegna beri bæjarfélaginu skylda til að hafa forustu um atvinnu- og húsnæðis- mál í bænum, svo að fullnægjandi verði fyrir íbúana. Til þess að ná þess- um árangri vill Sósíalistaflokkurinn vinna að eftirtöldum framfaramál- um, sem mest eru aðkallandi: Bæjarstjórnin samþykkir að láfa nú þegar hefja vinnu við hafnargarðinn á Tanganum Félag járniðnaðarmanna skorar á bæjarstjórn að láta smíða dráttarbrautir Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar 27. nóv. s. 1. báru sósíalistar fram svohljóðandi tillögu, er var vísað til hafnarnefndar: „Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarnefnd að láta nú þegar hefja vinnu við hafnarmannvirki þau, er ákveðið hefir verið að koma upp á Oddeyrartanga og láta vinna við þau óslitið í allan vetur að rninsta kosti 60—70 manns.“ Hafnarnefnd ákvað að láta hefja vinnu við garðinn nú þegar og samþykti bæjarstjórn þá ákvörðun nefndarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Hinsvegar var engin samþykt um það gerð, hvað margir yrðu látnir rinna við verkið í einu og Erlingur Friðjónsson. sem er í hafnarnefnd, lét svo um mælt á bæjarstjórnar- fundinum um samþykt hafnar- nefndar, að það hefði verið ,,þegj- andi samkomulag (í hafnarnefnd- inni) um að svo stæði fram yfir kosningarnar". Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lá eftirfarandi erindi frá félagi járniðnaðarmanna : Við undirritaðir félagar í félagi járiðnaðarmanna á Akureyri, skorum hér með á bæjarstjórn Ak- ureyrar að hefjast handa um fram- kvæmdir hinna fyrirhuguðu hafn- armannvirkja innan Glerárósa, og sömuleiðis um smíði að minsta kosti tveggja þeirra dráttarbrauta, sem á skipulagsuppdrættinum er gert ráð fyrir. (Framhald á 4. síðu). I. í atvinnumálum. a) Sjávarútvegurinn verði aukinn með því, að keypt verði minst fimm ný fiskiskip. Verði stofnað til togaraútgerðar frá bænum með minst tveim nýjum skipum, sem rekin verði undir sömu framkvæmdarstjórn, og verði bæjarfélagið eigandi að minsta kosti annars skipsins. Auk þess greiði bæjarfélagið fyrir einstaklingum eða félögum bæjarmanna og örvi I til kaupa á minst þrem nýjum vélskipum, hentugum til síldveiða og fisk- veiða að vetrar- og vorlagi, — á svipaðan hátt og nokkrir aðrir bæir hafa gert — með vaxtalausum lánum um nokkurra ára bil 50—75 þús. kr. á hvert nýtt skip. b) Tunnuverksmiðjan verði endurbygð og búin vel nýjum vélurn og rekin minst sjö mánuði árlega. c) Hafnarmannvirkin á Oddeyrartanga (norðanverðum) verði bygð eins og fyrirhugað var fyrir tveim árum, og byrjað verði með vori kom- andi að byggja tvær dráttarbrautir fyrir skip, og sé önnur þeirra það stór, að taka megi í hana stærstu íslensk fiskiskip. Gerðar verði aðrar nauð- synlegar framkvæmdir þar á staðnum til að greiða fyrir vexti og við- gangi þess iðnaðar, sem hér er til staðar um nýbygging skipa og við- gerðir. d) Torfunefsbryggjan (syðri) verði stækkuð svo mikið, að stærstu skip, sem flytja vörur til landsins, geti orðið afgreidd við hana. Komið verði' upp við þá bryggju rúmgóðri viiruskemnju (hafnarhúsi) með nýtísku útbúnaðii e) Viðbótarvirkjun Laxár verði undirbúin með stærri iðnað og upp- hitun bæjarins fyrir augurn, og framkvæmdir lrafnar næsta ár. f) Unnið verði að því að koma upp á Akureyri niðursuðuverksmiðju og hraðfrystistöð og niðurlagningu kryddsíldar í stórum stíl. g) Nú þegar verði athugað til fullnustu úm afkomuskilyrðí fyrir neta- og nótahnýtingaverksmiðju og strigaverksmiðju, og ráðist verði í að (Framhald á 4. síðu). Tunnusmíði ætti að geta hafist hér upp úr áramótunum ef bærínn selur ríkinu verksmiðjuna Ríkisst jórnin hefir, að tilhlutan I atvinnumálaráðherra lagt fyrir Al- þingi frumvarp til laga um tunnu- smíði. Þar, sem hér er um merkilegt mál að ræða, sem snertir Akureyri m. a. alveg sérstalelega, birtum vér hér með frumvarjið í heild ásamt meðfylgjandi greinargerð: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að láta reisa og st;nfr;ekja tvær tunnuverk- smiðjur, aðra á Akureyri, hina á Siglufirði, þegar rannsókn hefir leitt í ljós, að tunnusmíði hér á landi er samkepnisfær við erlenda tunnuframleiðslu bæði hvað verð og gæði snertir. 2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að kaupa eða taka á leigu tunnuverk- smiðjur á Akureyri og Siglufirði og starfrækja þær. 3. gr. Til þess að standast kostnað af framkvæmdum samkvæmt lögum þessum heimilast ríkisstjórninni að taka að láni alt að 3 milj. króna. 4. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka eignarnámi lóðir, hús og önn- ur mannvirki vegna tunnuverk- smiðjanna. 5. gr. Tunnur þær, er tunnuverksmiðj- ur ríkisins framleiða, skulu seldar síldarsaltendum. (Framhald á 5. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.