Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 3
VEX.KAMABURINN 3 Æ S*K U L Ý é B Kosningarétturinn ÐSSIÐAN Eitt af þeim málum, sem mesta I athygli hefir vakið meðal æskulýðs- ins, eru þær umbætur, sem farið hefir verið fram á, að gerðar væru á núgildandi kosningalöggjöf. Sam- kvæmt þeirri löggjöf verða menn að hafa náð tuttugu og eins árs aldri, til þess að hljóta kosningarétt og kjörgengi. Hafa gild rök verið færð fyrir því, að nauðsyn beri til þess, að færa aldurstakmark þetta niður, að minsta kosti um þrjú ár, eða að kosningaréttur og kjörgengi verði miðað við 18 ára aldur í stað stuttugu og eins. Þegar kosningaaldurinn var lækk- aður niður í 21 ár úr 25, var stigið þýðingarmikið spor í áttina að al- mennu jafnrétti, en þar með var ekki sagt að þróun þessara mála hefði náð lokamarkinu. Enda þótt þetta gæti talist viðunandi lausn fyrir 25 árum síðan, horfa málin öðruvísi við í dag. Tæknilegar og menningarlegar framfarir síðustu ára, hafa orsakað það, að unga fólkið stendur nú margfalt betur að vígi, til þess að kynna sér þau mál, sem efst eru á baugi með þjóðinni á hverjum tíma, heldur en fyrir 20 til 30 árum síðan. Þá er mentun og orðin miklu almennari en áðvir var, og fólkið lærir yngra. Þarf ekki annað en líta á ársskýrslur skól- anna til þess að sjá, að meðalaldur nemenda hefir farið ört lækkandi hin síðari ár. Eftir því sem menn verða fyr aðnjótandi almennrar mentunar, ættu þeir að verða fyr færir um að gera sér grein fyrir vandamálum þjóðarinnar og taka afstöðu til þeirra eftir eigin dóm- greind og sannfæringu. Þá kem eg að því atriði, sem þyngst verður á metunum. Eftir niðurstöðum þeirra, sem hafa kynt sér þessi mál rækilega, eru 15 til 20 af . hverju hundraði vinnandi manna á aldrinum 18 til 21 árs og sennilega svipaður hluti starfandi kvenna, en um það eru ekki tölur fyrir hendi. Það getur varla talist annað en sanngjörn krafa, að þessi hluti þjóðarinnar, sem að öllu leyti ber sömu skyldur og aðrir þjóðfé- lagsþegnar, hljóti einnig sömu rétt- indi. Það getur því ekki talist ann- að en hróplegt ranglæti, að svo stór hluti þjóðarinnar skuli vera útilok- aður frá því að hafa áhrif á opin- ber mál. Ýmsar afturhaldssálir hafa snúist öndverðar gegn þessu máli, sem og öðrum nýjungum sem stefna að auknum mannréttindum. Ef til vill halda þeir menn, að ís- lensk æska sé algjörlega áhugalaus um stjórnarfarið í sínu eigin landi, eða hún láti sér á sama standa um sín eigin velferðarmál, eða kann- ske þeir haldi að henni komi slíkt ekkert við, og megi því engu um það ráða. Eg held því fram, að ís- lensk æska sé mjög áhugasöm um farsæla framtíð lands síns og vel- gengni þess til sjáfar og sveita og eg lield því einnig fram, að íslensk æska, hafi fullkominn rétt til þess að hafa, með atkvæði sínu áhrif á velferðarmál þjóðarinnar og livaða stjórnarform hún velur sér. Ekki hefir þessu máli verið jafnvel tekið, meðal ráðandi manna, og búast hefði mátt við. Aðeins Sósíalista- flokkurinn hefir tekið ákveðna stefnu með þessu máli, og hreyft því opinberlega. Sambandsþing Æskulýðsfylkingarinnar hefir einn- ig tekið það til meðferðar og beint þar að lútandi áskorun til stjórn- arskrárnefndar. Aftur á móti eru borgaraflokkarnir sem milli steins og sleggju og hafa, til þessa, ekki þorað að taka neina ákveðna, opin- bera afstöðu, en róa samt gegmþví undir niðri. Þeir búast sýnilega ekki við því, að eiga miklu fylgi að fagna meðal æskulýðsins, enda hef- ir afstaða þeirar til hagsmunamála hans ekki verið á þann veg, að þeir geti búist við mikilli hrifningu úr þeirri átt. Ef þeir tækju aftur á móti ákveðna afstöðu gegn því, gætu þeir búist við enn frekara fylgishruni en orðið er, meðal unga fólksins. Jafnvel ,,pabbadrengirnir“ gætu tekið upp á því, að hætta að láta hugsa fyrir sig, en færu að hugsa sjálfstætt um rnálin, en þeir vita það ósköp vel, að sjálfstæð, Heilbrigðismál æskunnar hér á íslandi, eru og hafa verið mjög ófullkomin og framkvæmd þeirra fram úr hófi slóðaleg. Þegar minst er á, að eitthvað mætti betur fara, eða halda mætti betur á málunum, er annaðhvort vitnað í, að verra hafi þetta nú verið hér áður í gamla daga og að þetta sé altaf að batna, eða mönnum er bara sagt, blákalt, að þetta komi þeim ekkert við og þeir skuli bara hugsa um sjálfa sig. Svona hefir afturhald allra tíma snúist gegn framfaramálum og gerir víst á meðan sú tegund manna, sem við höfum gefið sam- heitið íhald, er til. Hvað því líður, að verra hafi ástandið verið hér áður, er það víst sannarlega satt, þó að heilbrigðisástandið nú í dag batni ekkert við það, að við getum fundið annað verra. Á mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar hafði fólk aldrei almennilega í sig, þó að gott árferði væri og fólkið helmingi færra en nú, hvað þá þeg- ar hörð ár komu. Enda fór það svo að almenningur stráféll úr hungri, eða sjúkdómum, sem af vaneldi leiddi, hvenær sem eitthvað bar út af um árferði. Þessi mannfellir varð rökrétt íhugun er ekki líkleg til þess að f jölga stuðningsmönnum þeirra. Þeir hafa því tekið þann kostinn að minnast sem minnst á þessi mál. Annars kom þessi af- staða þeirra til rökhugsunar mjög greinilega í ljós, í „dagskipan" Hannesar á Horninu", sem birt var í Alþýðublaðinu fyrir nokkrum vik- um síðan og endurprentuð var í „Degi“. Þar er skorað á alla hátt- virta kjósendur, að ákveða strax hvaða flokk þeir styðja við næstu kosningar, en loka síðan eyrum sín- um og athygli fyrir öllu því, sem þjóðmál snertir. Menn eiga sem sagt að játast undir fyrirfram ákveðna ,,trú“ og fylgja henni síð- an í blindni, an allrar hugsunar. Menn eiga ekki að venja sig á þann ósóma, að reyna að gera sér grein fyrir sambandinu milli orsaka og afleiðinga og draga síðan rökréttar ályktanir af þeim niðurstöðum sem þeir hafa fengið. Annað ráðlagði Ari fróði í sinni bók, þar sem hann sagði: að skylt væri að hafa það er sannara reyndist. Hans kenning er sú, að slá engu föstu að órannsök- uðu máli. Fyrst er að kynna sér málin, en síðan að taka afstöðu til þeirra. Sé þessu heilræði fylgt, er- um við á réttri leið til þess, að verða landi og þjóð til «m mests gagns, en það er takmarkið, sem æskan keppir að. til þess, að hreinsa alla þá veik- bygðu burt úr þjóðinni, en eftir lifðu aðeins þeir, sem hraustastir voru og sterkbygðastir, þeim var líka alt bjóðandi, ónóg fæða og ónýt hús. Svona hefir ástandið í heilbrigðismálum þjóðarinnar ver- \ ið fram á þennan dag, og erum við, j æskan í dag, fyrsta kvnslóðin, sem upp vex í þessu landi við nokkurn veginn sæmileg skilyrði, þó að langt sé frá, að fullkomið geti talist, hvað húsnæði og ýmislegt annað snertir. Fram á síðutsu ár hafa eng- in sjúkrahús verið til í landinu og nú í dag er ástandið svo, að óvið- unandi má teljast. Þau fáu sjúkra- hús, sem til eru í landinu, eru öll l yfirfull og mörinum alstaðar holað niður, en samt bíðnr fjöldi manns eftir rúmum. Hér á Akureyri er eitt 40 ára gamalt sjúkrahús, sem fyrir löngu er orðið úrelt og ónýtt. Nú í vor eru góðar vonir með, að nýtt verði bygt eftir margra ára þóf og þjark við afturhaldið í bæjar- stjórninni. Á Alþingi hafa verið samþykt lög, þar sem ríkið á að reka og kosta að mestu sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi, og er þá vonandi, að úr þessu neyðarástandi rakni. En það er ekki nóg að fá sjúkrahúsið, það er bara fyrsta sporið að almennri heilsuvernd. — Við verðum að fá nákvæmt heilsu- eftirlit, þar sem hver einstaklingur og þó sérstaklega hvert æskumenni er skoðað, með jöfnu og ákveðnu millibili, sér að kostnaðarlausu, og reynist maðurinn ekki að öllu leyti heilbrigður, sé honum séð fyrir sjúkrahúsvist, eða dvöl á hvíldar- eða hressingarheimili. Það ástand, sem nú er ríkjandi, að einungis þeir, sem í skólum eru, séu skoð- aðir, — ef skoðun skyldi kalla, — er ekki sæmandi menningarþjóð. Við krefjumst þess, að komið verði á hið bráðasta reglubundnu og lög- festu kerfi heilsueftirlits með ungl- ingum fram að vissu aldurstak- marki, t. d. 20—25 ára aldurs, og ©kki verði neitt kák þar ríkjandi, eins og verið hefir fram til þessa með skólaskoðunina. Það sjá allir menn, hve tilgangslaust það er, að vera að fylgjast með heilsu barna, sjjón, heyrn og tönnum, og svo auð- vitað berklaprófum, fram að 14 ára aldri, en láta þau svo algjörlega eft- irlitslaus á hættulegasta og við- kvæmasta tímabili æfinnar, því tímabili, sem þau eru talin standa berskjölduðust fyrir þeim sjúk- dómi; sem æskunni stafar mest hætta af, og hefir lagt fleiri æsku- menn í gröfina en nokkur annar, nefnilega berklunum. Takmarkið er, að útrýma þessum vágesti æsk- unnar eins og sullaveiki og holds- veiki hefir nú verið útrýmt með þjóðinni og skapa heilbrigða og (tápmikla æsku í landinu, sem fær | verður um að gegna skyldum sín- um við hið unga lýðveldi. „Því æskan í dag er þjóðin á morgun". ____________________J G. RÚSÍNUR og SYESKJUR fást enn. Söluturninn Norðurg. TIL JÓLAGJAFA. Undirföt Silkisokkar Gjafakassar fyrir dömur og herra Steyptar myndir, margar gerðir Barnaleikföng o m. m. fl. Söluturninn Norðurg. TIL SÖLU: 3 armstólar (notaðir). Upplýs, í Munkaþverárstræti 15. S. Þ. HvaÖ er gert í heibrigÖis- málum œskunnar?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.