Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.12.1945, Blaðsíða 4
4 VERIAMAÐURINN VERKAMAÐU RINN. Ótýeiandi: Sósíaliitafélag Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Amason, Skipaéötu 3. — Simi 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snaedal, Eyjólfur Áinason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélaga Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Oddt Bjömaaonar. Stefnuskrá Sósíalistafl. (Framhald a£ 1. síðu). koma upp framleiðslustöðvum í- þessum greinum, ef rannsókn í því efni leiðir í ljós, að afkomuskilyrði séu hér fyrir hendi. h) Smábátaeigendum verði ætlað ákveðið pláss, í skipakvínni syðst, fyrir báta sína, og bygt verði fisk- markaðspláss við höfnina, og því valinn staður, þar sem best hentar fiskimönnum og fiskkaupendum. i) Jarðboranir eftir heitu vatni í nágrenni bæjarins verði teknar upp aftur, enda taki ríkið þátt í þeim kostnaði að minsta kosti að hálfu. II. Bygginga-og skipulagsmál a) Bæjarfél'agið láti byggja árlega 20—25 nýjar íbúðir, tveggja til þriggja herbergja, og séu þær bún- ar öllum nauðsynlegum þægindum ásamt nægilega rúmgóðri lóð. íbúð- irnar séu látnar á leigu eða seldar við svo hagstæðum kjörum, að við- ráðanlegt verði þeim, sem ekki eru svo efnum bvinir, að þeir geti kom- ið sér upp húsakynnum af eigin rammleik, enda verði þeir látnir ganga fyrir um leigu eða kaup á íbúðunum, sem í mestri þörf eru um nýtt húsnæði. b) Sjúkrahúsið nýja verði bygt á næsta sumri, og verði það svo rúm- gott og vel búið að öllum tækjum til lækninga, hjúkrunar og að- hlynningar fyrir sjúklinga og starfs- lið, að til fyrirmyndar verði. c) Barnaskólahús verði bygt á Oddeyrinni ofanverðri, og verði það svo stórt, að nægi eðlilegum vexti bæjarins um næstu tvo til þrjá áratugi. d) Kenslusundlaug, yfirbygð, verði gerð austan við sundlaug bæj- arins. e) íþróttahúsið verði fullbygt, og íþróttasvæði skipulagt og bygt í samráði við íþróttafélögin í bæn- um. f) Gatnagerðin verði nægilega endurbætt. Allar nýjar götur verði nægilega breiðar, og þær eldri breikkaðar, þar sem því verður við komið. Allar aðalumferðagötur bæjarins verði malbikaðar eða steyptar, og til þeirra framkvæmda verði fengin ný, stórvirkari tæki og vélar. Allar aðrar götur verði grjót- púkkaðar nægilega þykku grjótlagi, götukantar steinlagðir, og gang- stéttiir beggja megin gatna, þar sem því verður við komið. g) Lagður verði vegur inn með höfninni, neðan við Samkomuhús- brekkuna. h) Gerðar verði ráðstafanir til þess að bærinn eignist allar lóðir innan takmarka Akureyrarkaup- staðar, svo fljótt sem við verður komið. III. Jarðræktarmál. a) Ræst verði fram, veglagt, girt og plægt alt vel ræktanlegt gras- lendi, sem nú er í eigu bæjarins, og verði bæjarbúum l^tið það í té við vægri leigu. b) Keyptar verði upp allar þær jarðir, sem falar kunna að vera í nágrenni bæjarins. IV. Menningarmál. a) Bókhlaða verði bygð fyrir bókasafn bæjarins. b) Félagsheimili fyrir æskulýð bæjarins verði komið upp, og bæj- arfélagið leggi til án endurgjalds góða lóð fyrir þá starfsemi og styðji byggingarframkvæmdir að öðru leyti með fjárstyrk. c) B'arnaleikvöllum verði komið upp í Innbænum og á Norður- brekkunni. d) Stofnað verði dagheimili fyrir börn á góðurn stað í bænum, og það rekið af bæjarfélaginu. e) Elliheimili verði stofnsett í nýjum, vönduðum húsakynnum, og það rekið af bæjarfélaginu. f) Verklýðsfélögunum í bænum verði látin í té án endurgjalds lóð á góðum stað í bænum undir hús fyrir starfsemi sína. g) Bæjarfélagið hafi forgöngu um, að upp verði komið í bænum almenningsþvottahúsi, þar sem konum gefist kostur á að þvo þvott sinn við bestu vinnuskilyrði, eða þær geta fengið hann þveginn gegn hæfilegri greiðslu. Verði nú þegar leitað upplýsinga og álits sérfróðra manna um byggingarkosriað, fyrir- komulag á. rekstri o. s. frv. og leit* að eftir kaupum á nauðsynlegum vélum. g) Lystigarður bæjarins verði stækkaður, og komið verði upp í garðinum náðhúsum og húsi fyrir gæslumann garðsins. h) Bygt verði tafarlaust fullkom- ið náðhús í miðbænum. i) Bæjarfélagið taki í sínar hend- ur allan kvikmyndahússrekstur í bænum. Hafnarmannvirkin (Framh. af 1. síðu). Stærð þessara brauta álítum við heppilega: Sú minni taki upp skip upp í 200 tonn. Sú stærri taki upp skip upp í 800 tonn. Akureyri, 23. nóv. 1945. (25 nöfn). GREINARGERÐ: Margt hefir verið rætt og ritað um hinar fyrirhuguðu dráttar- brautir, og þær byggingar á hafnar- mannvirkjum, sem þar að lúta, en sem ekki hefir orðið samkomulag um, þar sem ósamkomulag hefir ríkt um þessi mál, sem svo eru að kallandi fyrir atvinnulíf og allar stéttir innan bæjarfélagsins mundu hafa gott af, þar sem allar iðngrein- ar mundu stór aukast og óhemju vinnu yrði veitt inn í bæinn. Okk- ulr er mörgum kunnugt um, sem í járniðnaðinum vinna, og liöfum verið að reyna að fá hingað togara, og önnur skip til viðgerðar, að það hefir altaf strandað á því, að ekki hefir verið hægt að taka skipin í dráttarbraut og framkvæma allar þær aðgerðri á skipinu, sem það þarf. Oft er talað um, af hverju út gerðarmenn fari með alla þessa óhemju vinnu út úr landinu, það er ekki af því, að vinnan sé svo mik ið dýrari eða ver af hendi leyst hér. Það er af því, að það eru til tvær dráttárbrautir fyrir togara. Sem sé tvo togara er hægt að taka á land til aðgerðar í staðinn fyrir 6—8, ef ekki á að fara með vinnuna út úr landi. Svo bætast við 30 nýjir togar- ar, sem alla vantar uppsátur, til hreinsunar og aðgerðar. Hvað geta útge'rðarmenn gert annað en að fara með skip sín þangað, sem þeir fá aðgerð á þeim. Það er hreint og beint skammarlegt fyrir okkur ís- lendinga, að Færeyingar skuli vera búnir að koma sér upp fjórum dráttarbrautum frá 600 tonn upp í 2000 tonn eða stærri. En við með allan þennan skipa- kost, sem verður yfir 70 stór skip, Söfnunin í kosningasjóð. í gærkvöldi var komið í kosninga- sjóðinn: Frá 1. deild kr. 175 00 Frá 2. deild kr. 500.00 Frá 3. deild kr. 215.00 Frá 4. deild kr. 10.00 Frá 5. deild kr. 460.00 Frá 6. deild kr. 360.00 Frá 7. deild kr. 485.00 Frá 8. deild kr. 250.00 Frá 9. deild kr. 310.00 Frá 10. deild kr. 300.00 Frá 11. deild: kr. 325.00 Frá 12. deild kr. 100.00 Frá 14. deild kr. 245.00 Frá 15. deild kr. 360.00 Auk þess hefi rkomið á skrifstofuna kr. 1231.00. Tökum á móti fatnaði í hreinsun og pressun til 18. þ. mán. „GUFUPRESSAN“ Skipagötu 12 höfum tvær dráttarbrautir, 6—8 er það minsta. Er nú ekki tími til kominn, að við förum að vakna til dugs og dáða, þar sem um jafn rnikið er að ræða eins og aukna vinnu inn í bæ- inn, sem mundi nema svo miljón- um skifti um árið. Myndi auka inn-» flutning fólks um fleiri hundruð manns. Mundi auka alla verslun í stórum stíl hér í bænum og til sveita, og mundi veita fleiri hundr- uð manns trygga atvinnu. í staðinn fyrir verði dráttarbrautirnar ekki bygðar hér, þá verða þær bygðar annarsstaðar, líklega einhversstaðar á Norður- eða Austurlandi, og svo í Reykjavík. Þá flytur fólkið héðan og víðar frá úr atvinnuleysinu í at- vinnuna. Hvað er þá að gera hér, öll versl- un minkar stórum. Sveitir nágrenn- is í stórri hættu, þar sem kaupgeta er engin, og verða ekki annað en skattaálög á atvinnulítið fólk, sem ráfar um götur bæjarins fleiri mán- uði á ári hverju. — Að okkar áliti er enginn staður betri hér, en sá, sem bæjarstjórn hefir valið, sem sé út við Glerá. Félagið getur því miður ekki gefið upplýsingar um kostnað við að byggja dráttarbrautir, en vill í því sambandi benda á, að lítið kauptún eins og Stykkishólmur, hefir á árunum 1943—1945 bygt dráttarbraut sem tekur upp skip upp í 180 tonn, og var kostnaður við hana kr. 300.000.00 og er hún eign hafnarsjóðs eingöngu. I Stykk- ishólmi eru um 700 íbúar, í sömu hlutföllum ætti ekki að verða erfitt fyrir Akureyrarbæ að koma upp tveimur dráttarbrautum. Á fundum félagsins hefir komið til umræðu á hvern hátt félagið geti lagt fram sinn skerf til þessa máls, og hefir helst komið til mála að félagsmenn legðu fram vinnu sem hlutafé. Ennfremur vill félagið vinna að stofnun hlutafélags, sem keypti eða leigði dráttarbrautirn- ar, þegar þær væru fullgerðar. KOSNINGASKRIFSTOFA SÓSÍALISTAFL. í Hafnarstræti 88 (gengið inn að sunnan) er opin alla daga frá kl. 4—7 e. h. — Kjörskráin liggur þar frammi og ættu kjósendur flokksins að líta þangað inn og at- huga hvort þeir eru á kjörskránni og gefa upplýsingar um þá kjósendur, sem eru f jarverandi úr bænum. Jóla-eplin OG EF TIL VILL APPELSÍNUR koma með e.s. Snæfell og verða að líkind- um seld fyrripart næstu viku. — Því mið- ur kemur svo lítið af eplum, að skammt- urinn verður aðeins 2 kíló á félagsnúmer. Afgreitt verður út á Skömmtunarseðil KEA, reit nr. 5. Kaupfélag Eyfirðinga og útibú.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.