Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.12.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 21.12.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN VERKAM AÐU RJNN. Ótjetandi: Sósíalistaféltig Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Árnaaon, Skipatötu 3. — Simi 466. Blaðmtnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hveru laugardag. Lausasóluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Pnntverk Oddt Bjömaaonar. Bœkur „Langavitleysa" afturhalds- ins í húsnæðismálunum er orðin allt of löng Yst við Hríseyjargötu hér í bæ gefur að líta hús eitt alllangt en lágt í lofti. Hús þetta er eign Ak- ureyrarbæjar og bygt fyrir tilstilli núverandi bæjarstjórnar, sem á fyrsta valdiári sínu gerði þessa litlu tilraun til að bæta úr húsnæðisleys- inu í bænum. Bæjarbúar hafa nefnt byggingu þessa „Lönguvitleysu". Svo var fegurðarsmekkur for- göngumanna þessa fyrirtækis mik- ill og sómatilfinningin rík, að ekki mátti byggja slíkt minnismerki í stíl við mannabústaði, heldur fjós, og varð til þess, auðvitað, að ganga á snið við byggingarsamþykt bæjarins. Þá hefir ekki til þessa mátt fullgera byggmguna innan eða utan og hefír það e. t .v. átt að sýna, að þossi „Langavitleysa" bæj- arstjórnarinnar væri öendanleg. — Því miður verður þó ekki annað sagt, en að þetta minnismerki, sem núverandi bæjarstjórn reisti í byrj- un síns valdatíma, er allt of íburð- armikið og glæsilegt til þess að það gefi rétta mynd af hagsýni og úr- ræðum ekkjupars afturhaldsins í bæjarstjórninni. Sfðastliðin 3 ár hefir bæjarstjórnin ekki sýnt annan lit á því, að bæta úr brýnasta hús- næðisskortinum, heldur en þann, að kaupa einn „bragga" óg tvö æfa- gömul timburhús og hluta svo þessa hjalla í sundur fyrir þá, sem ekki eiga annars úrkosta en taka hverju sem bíðst. Þannig kemst bærinn yfir einar 8—10 íbúðir(!) til viðbótar „Lönguvitleysu". En hitt virðist svo aukaatriði í augum afturhaldsins í bæjarstjórninni, sem almenningi mun sýnast mestu máli skifta, en það er, að fé það sem bærinn er búinn að verða af með til þessara „framkvæmda" í hús- næðismálum, mundi hafa nægt til að koma upp 8—10 íbúðum í nýj- um byggingum, ef hagsýni hefði verið við höfð. Þannig birtist for- ystuhæfileiki ekkjuparsins, sem J. J. talaði svo fagurlega um á sínum „Dagvinnudögum". Sh'kur er spila- gangurinn í hinni óendanlegu „lönguvitleysu", sem Framsókn hefir spilað víð íhaldi, í bæjar- stjórnsalnum undanfarin fjögur ár. Skyldi alþýða manna hér í bæ ekki vera orðin á eitt sátt um það, að reka þessa spilamenn frá spila- borðinu við næstu bæjarstjórnar- kosningar og biðja þá að spila sína „lönguvitleysu" einhvers staðar annars staðar og á kostnað sjálfra sín. Það er napurt grín, sem „Dag- ur" gerir að sér og sínum þegar sem eru alltaf vinsælar jólagjafir: Þrjú ævintýri, eftir Stefán Jónsson. Sagan af Gutta og sjö önnur Ijóð, eftir Stefán Jónsson. Jólin koma, eftir Jóhannes úr Kötlum. Ömmusögur, eftir Jóhannes úr Kötlum. Það er gama nað syngja, eftir Stefán Jónsson. Hjónin á Hofi, eftir Stefán Jónsson. Vasasöngb'ókin. Jólavaka, í bókinni er alt það helsta, sem skráð hefir verið liér á landi um jólin. hann birtir undir fyrirsögn með sjö leturbreytingum „tillögur" Fram- sóknarmanna í húsnæðismálum. — Þannig ætlast blaðið víst til, að bæj- arbúar gleymi „þætti" Framsókn- arafturhaldsins í húsnæðismálum bæjarins undanfarin ár. En „Dag- ur" þarf ekki að halda, að menn muni ekki „lönguvitleysu" KEA- mannanna í bæjarstjórninni. Þeir hafa spilað þar í fjögur ár, en aldr- ei dottið til hugar, að koma með tillögur til úrrjóta í húsmeðisvand- ræðum borgaranna og heldur ekki fengist til að hlusta á og því síður styðja tillögur sósíalista í þessum málum. Nei, þeir virðast vera fyrst að sjá það núna, að h'klega séu nú einhver brögð að húsnæðisleysi í bænum! Það er fullseint séð, og þá tekur enginn trúanlega, þótt þeir reyni nú að láta líklega og rubbi upp á elleftu stundu tillögum í hús- næðismálum og birti þær í „Degi" með ótal letur-sétteringum. Sama máli gegnir um „ekkjumenn" íhaldsins. Þeir hafa spilað „löngu- vitleysnna" lon og don með KEA- mönnunum og unað sér vel. Það er vitað, að íhaldið bíður upp á ný andlit við bæjrastjórnarkosningarn- ar núna, en það breytir engu. Það eru ekki andlitin á þeim Ólafi og Indriða, sem menn fordæma, held- ur það, að þeir eru öruggir mál- svarar afturhaldsins og athafnaleys- ið er þeirra köllun vegna íhalds- stefnu Sjálfstæðisflokksins yfirleitt. Það eina og aðeins eina, sem tryggt getur að bærinn hefjist þeg- ar handa um stórfelldar byggingar- liamkvæmdir til að leysa húsnæðis- vandræðin, er að sósíalistar verði það sterkir í bæjarstjórninni, að til- lögur þeirra nái fram að ganga. Stefna Sósíalistaflókksins á Akur- eyri er sú, að bærinn eigi að láta byggja hér 20—25 íbúðir á ári hverju, sem látnar verði við sann- gjörnu verði til leigu eða kaups til þeirra, sem örðugast eiga með hús- næði. Þeir, sem á annað borð vilja ekki „lönguvitleysuna" áfram, fylkja sér því um stefnu og lista sósíalista við bæjarstjórnarkosning- arnar í janúar næstkomandi. >«JM»M>ai»»«t»l»»»ft»»nw»ai»$»i Atvinna Tvær stúlkur með gagnfræðaprófi, eða hliðstæðri menntun, geta fengið atvinnu við landssímastöðina hér, frá 1. jan .næstk. — Eiginhandarumsóknir, þar sem get- ið er aldurs og menntunar, sendist undirrituðum fyrir 27. þessa mánaðar. Símstjórinn á Akureyfi, 18. desember 1945. Gunnar Schram. ÚTHLUTUN SKÖMMTUNARSEÐLA fyrir tímabilið janúar—júní 1946, fer fram á Úthlut- tinarskrifstofunni dagana 28., 29. og 30. þ. m., kl. 10-12 f. h. og 1-6 e. h. Úthlutunarskrifstofan lKHKHKHKB>«H>í><H><HKHKHttB^ •lllllllllllllfHI||||||MIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIHII)llllllllllllll|IlllllllllllMIIIMIIlllllIllllllMIIIIIIIIIIIIIHHI«IIMIIIIIIIIIIIII(IIIlltlll|ll^ Frestur til þess að telja fram til skatts er til 31. janúar 1946. — Aðstoð við framtöl er veitt í skattstofunni, Hafnarstræti 85, 3. hæð, alla virka daga í janúarmánuði frá kl. 1.30— 3.30 og 4—7.30 e. h. Þeim, sem ekki telja fram á fyrr- nefndum tíma, verður áætlaður skattur. Skattstjórinn. •'•lll'lltlMI IIII Hlt IIIIIIIIIIIIIIIIIIII lltll IIIIIII lllllllllllll IIIII Hlllll 11)11111111111 II 11(11111 III HIHIIIMMHIHHtllM lllllllttltli Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt og tekjuskattsviðauka ársins f 1945, hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu í síðasta ^ lagi fyrir lok þessa árs. Á það, sem þá verður ógreitt, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, er var 25. október síðastliðinn. 4?. Akureyri, 7. desember 19 Bæjarfógeti. UM JÓLIN verða mjólkur- og brauðbúðir vorar opnar svo sem hér segir: Laugardaginn 22. des. til kl. 6 síðd. Sunnudaginn 23. des„ frá kl. 10 til kl. 2 síðd. Aðfangadag 24. des. til kl. 4 síðd. Jóladag 25. des. lokað allan daginn. 2. jóladag 26. des. opið frá kl. 10 til 12. Gamlaársdag 31. des. opið frá kl. 9 til 4. Nýjársdag 1. jan. lokað allan daginn. Athygli skal vakin á því, að mjólkur- og brauðútsölurnar í Brekkugötu 47 og Hamarstíg 5 verða lðkaðar sunnudag- inn 23. des. og 2. jóladag. Þessar búðir verða einnig lokaðar : dagana 2. og 3. janúar n. k„ vegna vörutalningar. Kaupfélag Eyfirðinga

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.