Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.01.1949, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 28.01.1949, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN ^XXII. árg. Akureyri, föstudaginn 28. janúar 1949 4. tbl. Þátttaka íslands í hernaðarhandalagi teflir sjáífstæði og tilveru þjóðarinnar í voða Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna telnr, að lialda beri fast við liina ævarandi hlutleysisyfirlýsingu frá 1918 Grunnkaup hækki til jafns við vöxt dýrtíðarinnar ef kaupránslögin verða ekki afnumin Sífellt fjölgar þeim aðilum, sem taka eindregna afstöðu gegn þátt- töku íslands í Norður-Atlantshafs- tiandalaginu og verður það með hverjum deginum greinilegra, að öll þjóðin, að undanteknum nokkr- um Bandaríkjaagentum, er ein- öregið andvíg hvers konar þátttöku > hernaðarbandalagi, en telur þvert á móti að halda beri mjög fast við yfirlýsinguna um ævarandi hlut- leysi. Svohljóðandi samþykkt var gerð ■ þessu máli á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 23. þ. m.: „Fundur í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna á Akureyri, haldinn niánudaginn 23. janúar 1949, telur, að þátttaka Islands í hvers konar hernaðarbandalagi myndi tefla sjálfstæði, menningu og jafnvel til- veru þjóðarinnar í voða, og beri henni því að halda fast við yfirlýs- mgu sína um ævarandi hlutleysi er gefin var 1918. Verði íslandi boðin þátttaka í Norður-Atlantshafs- bandalagi, telur fundurinn, að Þjóðin öll eigi að svara því með Þjóðaratkvæði.“ A fjölsóttum fundi Sósíalistafé- lags Reykjavíkur í fyrrakvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Sósíalistafélag Reykjavíkur var- ar þjóðina við þeirri geigvænlegu hasttu að ríkisstjórn íslands hafi nú Þegar skuldbundið sig til að koma Islandi í hernaðarbandalag Vest- Urveldanna og sé staðráðin í að '.ramkvæma það áform sitt, að Þjóðinni fornspurðri, með aðstoð Þeirra sömu afla, sem svikust aftan a8 Islendingum með samþykkt Keflavíkursamningsins. Jafnframt gerðum, sem meiri hluti útvarps- ráðs hefur beitt til að kæfa frjáls- an fréttaflutning og frjálst orð í landinu með því að neita að birta fréttir og ályktanir frá fundum þjóðvarnarmanna. Heitir félagið á alla þjóðlega, ærlega Islendinga og öll félagssamtök í landinu að hefja nú þegar mótmæli og hindra með valdi samtaka sinna, að ríkisstjórn- in fái framið þann verknað, sem tortímt gæti frelsi, menningu og sjálfri tilveru íslenzku þjóðarinn- ar.“ Samkomubannið verður framlengt Að því er héraðslæknir hefur tjáð blaðinu, hefur verið ákveðið að framlengja samkomubannið enn um óákveðinn tíma. Þó að veikin virðist mikið í rénun, koma þó enn alltaf 2, 3 og jafnvel fleiri ný til- felli á dag, svo að ekki þótti til- tækilegt að upphefja bannið. „Suoin verour tyrir brotsjó Það óhapp henti „Súðina", er hún var á leið til Neapel með salt- fisk í síðustu viku, að hún fékk á sig brotsjó 65 sjómílur sunnan við Vestmannaeyjar. Laskaðist skipið allmikið ofanþilja, svo að loft- skeytaklefi og íbúð skipstjóra eyði- lagðist. Sneri skipið þegar til Vest- mannaeyja og þaðan til Reykjavík- ur til viðgerðar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri hefur sent Alþýðusam- bandi Islands eftirfarandi sam- þykkt: „Fundur, haldinn í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri, sunnudaginn 23. jan. 1949, telur, að kaupránslögin frá 1947, ásamt stórvaxandi dýrtíð, sem beint og óbeint er aukin með aðgerðum nú- verandi ríkisstjórnar, hafi nú þeg- ar lækkað lífsstig verkafólks svo, að lengur verði ekki við unað. — Beinir fundurinn því þeirri áskor- un til stjórnar Alþýðusambands Is- lands, að hún geri nú þegar ráð- stafanir til að framkvæma sam- þykkt síðasta sambandsþings um grunnkaupshækkanir til jafns við vöxt dýrtíðarinnar, verði lögin um Flokkur David Ben Gurion fjölmennastur í Ísraelsríki Þingkosningar fóru fram í fyrsta skipti í Israelsríki sj. þriðjudag. Almennt var gert ráð fyrir, að flokkur David Ben Gurion forsæt- isráðherra, Verkamannaflokkurinn, yrði hæstur, sumir spáðu meira að segja að hann myndi fá hreinan meiri hluta. Svo fór þó ekki, því að flokkurinn fékk 35% atkvæða, næstir eru Sameiningarflokkur trú- aðra 13%, Vinstri jafnaðarmenn 12%, hermdarverkaflokkur Irgun Zwei Leumi 11 % og kommúnist- ar 3%. Allalvarlegir vatnavextir eru nú í Markarfljóti i Eyjafjallasveit. — Fyrra miðvikudag kom jakastífla i fljótið og þar eð ekki var undinn bráður bugur að því, að ryðja henni úr vegi, með sprengingu, er það nú talið óhugsandi. Þegar er farið að flytja fólk af þeim bæjum, sem í mestri hættu eru, þar eð fljótið hefur rofið tvö skörð í varn- festingu vísitölunnar ekki afnum- in.“ í þessu sambandi er rétt að benda á það, að mörg verkalýðs- félög víðs vegar um landið hafa krafist þess, að kaupráænsákvæði dýrtíðarlaganna frá 1947 verði þegar afnumið. Þegar sýnt þótti, að afturhalds- flokkarnir í bæjarstjórninni ætluðu sér að hafa að engu það atriði mól- efnasamningsins frá 1946, sem kveður á um byggingu íbúðarhúsa, bundust nokkrir verkamenn sam- tökum um að byggja sér íbúðarhús upp á eigin spýtur. Stofnuðu þeir því á sl. vetri Byggingarsamvinnu- félag verkamanria og hófu fram- kvæmdir á sl. vori. Eru nú í bygg- ingu á vegum félagsins á milli 10 og 20 einbýlishús við nýja götu hér í bænum, Rauðumýri. Þegar í upphafi varð það ljóst, að það sem erfiðast yrði félaginu viðureignar yrði útvegun lánsfjár til bygginganna, enda má svo heita, að allur lánamarkaður til jafn nauðsynlegra framkvæmda og argarðinn, sem er þarna með fljót- inu, og fellur nú mestallt vatns- magn fljótsins um þessi skörð. Talið er, að land allra jarða Eyjafjallasveitar sé í hættu vegna þessara vatnavaxta, en jarðimar eru um 40. Miklum erfiðleikum er bundið að komast um sveitina, þar eð vegurinn er nú víða á kafi í vatni. Steindór Sigurðsson, rithöfundur, látinn Aðfaranótt föstudags sl. lézt á sjúkrahúsinu hér í bæ Steindór Sigurðsson rithöfundur. Steindór var fyrir alllöngu síðan þjóðkunn- ur maður fyrir ritstörf sín, og munu margir kannast við bækur hans, svo sem „Meðal manna og dýra“, „Eitt og annað um menn og kynni“, „Eg elska þig“ o. fl. o. fl. Steindór hafði átt við langvar- andi vanheilsu að stríða, var m. a. lengi sjúklingur á Krjstneshæli. byggingu íbúðarhúsa, sé gersam- lega lokaður. Nú hefur verið lagt til hliðar á undanfömum árum nokkurt fé á fj'árhagsáætlun bæjarins ætlað til íbúðarhúsabygginga. Mun nú vera í þessum sjóði um 200 þús. krónur. Eins og áður segir var sýnt, að þetta fé yrði ekki af bænum notað til byggingar íbúðarhúsa, heldur myndu fulltrúar afturhaldsflokk- (Framhald á 4. síðu). Verkamenn á Stokksevrisvara j ríkisstjórninni Við kosningu fulltrúa á sam- bandsþing í verkalýðsfélaginu á Stokkseyri í haust sigraði Breið- fylkingin með nokkrum atkvæða- mun. Þetta félag hélt aðalfund sinn fyrir nokkrum dögum, og var listi einingarmanna um stjórn, sjálf- kjörinn, þar sem Breiðfylkingin þorði ekki að stilla. Kosning trún- aðarmannaráðs fór þannig, að tveir listar komu fram og hlaut listi ein- ingarmanna 47 atkv. en listi Breið fylkingarinnar 45 atkv. Sú breyting, sem hefur orðið í þessu félagi frá því í haust, sýnir glögglega að verkalýðurinn er að átta sig á hvað gera þarf til að vemda hagsmuni sína. „Fravda64 spáir fjárhagskreppu í Bandaríkjunum í leiðandi grein í blaði Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, þann 2. janúar sl. er spáð fjárhagskreppn í Banda- ríkjunum og öllum hinum kapítaliska heimi. í grein- inni, sem rituð er af V. Téprakov, er sagt að á þcim tíma, sem liðinn er frá stríðslokum, hafi endurreisnar- áætlnn Sovétríkjanna gengið framúrskarandi vel, en á sama tíma aukast stöðngt erfiðleikar hinna kápítalisku landa, sökum óleysanlegra, fjárhagslegra mótsetninga. „I ijllum kapítaliskum löndum,“ heldur Téprakov áfram, ,,minnkar kaupmátturinn kerfisbundið, og fram er kom- in ringulreið, sem stjórnirnar eru ekki færar um að ráða við. Kapítalisminn hefur reist sjálfum sér hurðarás um öxl, og öllum er það ljóst, að harís bíður hrun. Hann sýnir daglega, að liann er ekki fær um að skapa hinum /innandi hluta íbúanna viðunandi skilyrði. Margar jarðir í hættu vegna stíflu í Markarfljóti Líkur til að lán fáist hjá bænum til íbúðarhúsabygginga Milli 10 og 20 hús eru í byggingu á vegum Byggingarsamvinnufélags verkamanna

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.