Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN XXXIII. árg. Akureyri, íöstuHaginn 3. febrúar 1950 8. tbl. Urslit bæjarstjórnarkosninganna: Afhyglisverðustu úrslilin eru sigur Sósíalislaflokksins í NeskaupstaS Alþýða landsins verður að gera sér það ljóst, að afíurhaldið mun í skjóli kosningaárslitanna grípa til stórfelldra árása á lífskjör hennar Um það verður vart deilt, að eftirtektarverðustu úrslia bæj-o arstjórnarkosninganna sl. sunnudag, eru hinn stórglæsilegi sigur Sósíalistaflokksins í Neskaupstað, en um það er nokkuð ritað á öðrum stað liér í blaðinu í dag. Hins er ekki að dyljast, að afturhaldsflokkarnir hafa komið þannig út úr þessum kosningum, að þeir munu nú telja sér flesta vegi færa, enda mun þess varla verða langt að bíða, að ,,bjargráðin“ margumtöluðu fari að sjá dagsins ljós og þó óefað í formi allt að 50% gengislækkunar ásamt Itanni við kauphækkunum og fleiri kúgunarráðstöfunum gegn verkalýðnum. Með þessu er þó ekki sagt, að brautin verði allt of greið fyrir afturhaldið. Afturhaldinu hefur ekki tekizt að brjóta þrótt og baráttuhug alþýðunnar á bak aftur, Sósíalistaflokkur- inn hefur haldið velli þrátt fyrir meiri, ósvífnari og fosafengn- ari áróður en nokkru sinni fyrr, og meðan Sósíalistaflokkur- inn er óbugaður eru því takmörk sett, hversu langt er hægt að ganga í skerðingu lífskjara almennings í landinu.' Um kosningarnar á Akureyri er ritað á öðrum stað hér í blaðínu í dag. Hér fara á eftir úrslit kosning- anna í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Seinni tölurnar eru fjöldi bæjarfulltrúa, en tölumar í svig- um eru atkvæðatölur í bæjar- stjómarkosningunum 1946. Skammstafanir: A = Alþýðu- flokkur, F = Framsóknarflokkur, Sós = Sósíalistaflokkur, S = Sjálfstæðisflokkur. AKUREYRI. Sós 728 — 2 (819 — 3), A 548 — 2 (684 — 2), F 945 — 3 (774 — 3), S 1084 — 4 (808 — 3). H AFN ARF JÖRÐUR. Sós 285 — 1 (278 — 1), A 1331 — 5 (1187 — 5), S 974 — 3 (773 — 3). REYKJAVÍK. Sós 7501 — 4 (6946 — 4), A 4047 — 2 (3952 — 2), F 2374 — 1 (1615 — 1), S 14367 — 8 (11833 — 8). AKRANES. Sós 181 — 1 (199 2), A 405 Fimm sækja um bæjav- stjóraembættið Að því er blaðið hefur frétt, eru fimm umsækjendur um bæjar- stjórastöðuna hér á Akureyri. Þess ir 5 umsækjendur em: Steinn Steinsen bæjarstjóri, Bergur Sig- urbjörnsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri, Stefán Ág. Krist- jánsson sjúkrasamlagsstjóri og Jón Þorsteinsson lögfræðingur. ■ 3 (297 — 2), F 172 — 1, S 460 — 4 (532 — 5). ÍSAFJÖRÐUR. Sós 147 — 1 (252 — 1), A 690 — 4 (666 — 4), S 585 — 4 (534 — 4). SAUÐARKROKUR. Sós 53 — 0 (47 — 0), A 144 — 2 ( 144 — 3), F 120 — 2 (84 — 1), S 208 — 3 (190 — 3). SIGLUF JÖRÐUR. Sós 519 — 3 (495 — 3), A 440 — 3 (474 — 3), F 212 — 1 (142 1) , S 349 — 2 (360 — 2). ÓLAFSFJÖRÐUR. Sós 100 — 1 (109 — 2), A 79 — 1 (87 — 1), F 102 — 2 (135 — 2) , S 171 — 3 (121 — 2). HÚSAVÍK. Sós 196 — 2 (202 — 2), A 163 — 2, F og S 258 — 3, (A, F og S 349 — 5). Cóð sala hjá „Svalbak“ Fyrir skömmu síðan seldi togar- inn „Svalbakur" afla þann er hann tók úr Kaldbak í Grimsby. Voru það alls 3800 kits fyrir 12,626 sterlingspund. Þykir það ágæt sala eftir því verið hefur undanfarið. Virðist verðið á brezka markaðin- um nokkra hærra nú en verið hef- ur undanfari, en alls óvist er, hvort hér er nema um stundarfyrirbrigði að ræða. Kosningarnar á Akureyri: Borgaraflokkarnir hælast um yfir sfundarsigri, en Sósíalisfar eiga effir sem áður síðasta leikinn Kosningarnar á Akureyri hafa orðið borgarablöðunum hér í bæ mikið tilefni til gleðisöngs. Bera þeir mjög saman úrslit þessara bæjarstjórnarkosninga og þeirra sem fram fóru árið 1946, hins veg- ar má lítið minnast á Alþingis- kosningarnar í haust, enda er sá samanburður afturhaldinu lítt hag- stæður. Þá er heldur ekki á hitt minnst, að sú sókn, sem hafin var gegn Sósíalistaflokknum með tilkomu hrunstjórnar Stefáns Jóhanns, Ey- steins og Bjama Ben., hefur alger- lega farið út um þúfur. Sósíalista- flokkurinn er ólamaður, styrkleika- hlutföllin í þjóðfélaginu í heild hafa lítið breytzt. Orsakir þess, að Sósíalistaflokk- urinn hefur misst verulega at- kvæðamagn frá því í fyrri kosning- Halda þau að miklum sigri sé að fagna? Eorgarablöðin keppast við að boða tap sósíalismans!! SEYÐISFJORÐUR. Sós 51 — 1 (92 — 2), A 110 — (118 2), F 53 — 1 (74 — 1), 152 — 4 (153 — 4). Óll borgarablöðin hér á Akur- eyri og væntanlega einnig annars staðar á landinu, keppast nú við það, hvert sem betur getur, að telja almenningi trú um, að þær bæjarlstjómarkosningar, sem nú eru nýafstaðnar, sýni að þjóðin sé að verða fráhverf sósíalismanum, „straumurinn liggi aftur til hægri“, eins og „Isl.“ orðar það í gær. Svona einfaldlega líta hlutimir líka út fyrir augum þess, sem lítur fljótt á þá, án þess að skyggnast um, og gera sér rökrétta grein fyrir orsökum þeirra úrslita, sem bæjar- stjórnarkosningarnar sýndu, en þær eru að nokkru leyti raktar ó öðrum stað hér í blaðinu i dag og skal ekki frekar út í það farið. Eitt er athyglisvert við þessi skrif borgarablaðanna. Þau minn- ast eins lítið og-þau framast geta á kosningaúrslitin í Neskaupstað, einmitt þau úrslit, sem athyglis- verðust eru og sýna greinilegast, hvert stefnir. Hvergi, þar sem afturhaldsflokk- arnir hafa farið með stjórn bæjar- félaga undanfarin ár, vinna þeir nú neinn þann sigur, sem nálgist það, að vera sambærilegur við sig- ur sósíalistanna á Norðfirði. Ein- mitt þessi staðreynd er glöggt dæmi yfirburða sósíalistanna. Þar sem þeir fó tækifæri til að sýna I VERKI hvað þeir vilja, safnast al- menningur undir merki þeirra, þrátt fyrir allan áróður og blekk- ingar afturhaldsins, sem gengið hefur fjöllunum hærra undanfarið. (Framhald á 4. síðu). um voru að nokkru raktar hér í blaðinu eftir alþingiskosningarnar og gildir að mörgu leyti það sama um þessar nýafstöðnu bæjarstjórn- arkosningar. Afturhaldsflokkunum hefur tek- izt að villa almenningi svo sýn, að hann tekur mark á fleipri þeirra fyrir kosningar, trúir því, að þarna séu að verki flokkar, sem inn við beinið séu ekki svo afturhaldssam- ir, sem „kommúnistarnir" vilja vera láta. Einnig kemur það mjög til, að þeir menn, sem þessir flokk- ar tefla og hafa teflt fram til bæj- arstjómarkjörs, eru margir að góðu kunnir og villir það marga. I kosn- unum er ekki baráttan um menn heldur stefnur. Sá maður, sem er mjög afturhaldssinnaður og and- stæður öllum framförum, getur í persónulegum viðskiptum verið lipur og frjálslyndur. Hitt ætti engum launþega að geta dulizt, að afturhaldsflokkarnir eru fyrst og fremst fulltrúar stétta, sem eru andstæðar hagsmunum þeirra og því má aldrei gleyma, að pólitíska baráttan er fyrst og fremst stéttabarátta, barátta um það, hvort fámenn stétt atvinnu- rekenda og annarra peningamanna á að hafa völdin í þjóðfélaginu eða alþýðan, hinn vinnandi fjöldi. Árangur borgaraflokkanna í þess- um kosningum er sá, að hafa um stundarsakir getað falið stéttaátök- (Framhald á 4. síðu). NESKAUPSTAÐUR. Sós 415 —- 6 (294 — 5), A, F og S 243 — 3 (A 132 — 2, F 87 — 1, S 83 — 1). VESTMANNAEYJAR. Sós 371 — 2 (572 — 3), A 280 — 1 (375 — 2), F 404 — 2 (157 — 0), S 737 — 4 (726 — 4). (Framhald á 4. síðu). norii ngiimsson, Dalvík, látinn Nýlátinn er hér á sjúkrahúsinu Björn Arngrímsson frá Dalvík. Bjöm hefur haft mikil afskipti af verkalýðsmálum í þorpinu og var í stjórn Alþýðusambands Norður- lands. Skemmtikvöld á sunnudaginn Athygli skal vakin á auglýsingu frá Sósíalistafélögunum á Akureyri í blaðinu í dag um skemmtikvöld í Verkalýðshúsinu á sunnudaginn, 5. þ. m., kl. 8.30 e. h. Sérstaklega skal á það bent, að öllu starfsfólki C-listans á kjördag er boðið á skemmtunina. Togarinn „Yörður" ferst í hafi Fimm manns létu lífið Á sunnudagskvöldið varð það slys 165 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum, að togarinn Vörður sökk í hafi er hann var á leið til Bretlands með fiskfarm. Á sunnudaginn kom mikill leki að skipinu, sem skipverjum tókst ekki að ráða við. Togarinn Bjarni Ólafsson frá Akranesi kom á vett- vang og tókst, þrátt fyrir mikinn sjó og veðurhæð að bjarga 14 manns af áhöfn togarans, en 5 fór- ust. Hafa skipverjar á Bjarna Ól- afssyni unnið frækilegt björgunar- afrek. Þeir, sem fórust, voru: Jens Jens- son, 1. vélstjóri, Patreksfirði, Jó- hann Jónsson, 2.*vélstjóri, Patreks- firði, Guðjón Ólafsson, 2. stýri- maður, Patreksfirði, Halldór Áma- t son, kyndari, Patreksfirði, Olafur Jóhannsson, háseti, Tálknafirði,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.