Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.10.1952, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.10.1952, Blaðsíða 4
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Asgrímur Albertsson. Blaðstjórn: Jakob Arnason, Sigurður Róbertss., Þórir Daníelss. VERKfllílDURinn Föstudaginn 3. október 1952 Prentverk Odds Björnssonar h. f. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafél. Akureyrar, Hafnarstr. 88. Opin kl. 4—7 alla virka daga nema laugardaga. — Sími 1516. Askriftarverð 30 kr. árgangurinn. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Sveinn Bjarman aðalbókari « Fæddur 5. júní 1890. Dáinn 22. september 1952 „Skjótt hefir sól brugðið sumri," flaug mér í hug, er ég heyrði dánarfregn þessa listfenga, gáfaða og góða drengs. Mér var reyndar kunnugt um, að hann hafði átt við vanheilsu að stríða um margra ára skeið, en eigi að síður kom þessi harmafregn mér á óvart. Sveinn Bjarman fæddist að Nautabúi í Skagafirði hinn 5. júní 1890. Foreldrar hans voru Arni Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir, er þar bjuggu þá, en síðar að Reykjum í Tungusveit, þar til er þau fluttust til Akureyrar skömmu eftir síðustu aldamót, en þá gerðist Árni bankagjaldkeri, svo sem kunnugt er. Ámi Eiríks- son var af góðum skagfirzkum ættum og hinn mesti merkismað- ur. Hann var mjög söngelskur og lék prýðilega á orgel. Steinunn kona Áma var dóttir séra Jóns að Mælifelli, hins ágæta söng- manns, Sveinssonar læknis, Páls- sonar. Sveinn Pálsson var víð- frægur vísindamaður og eigi síð- ur kunnur fyrir dugnað og dreng- skap. — Móðir Steinunnar var Hólmfríður, dóttir séra Jóns Þor- steinssonar í Reykjahlíð. Var Steinunn orðlögð mannkosta- og myndarkona, og var heimili þeirra hjóna mjög rómað fyrir menningarbrag. Gat ekki hjá því farið, að börnin, sem ólust upp á slíku heimili, þar sem vinna, bækur og sönglist voru að jöfnu í hávegum höfð, bæru þess merki alla ævi sína. Ég kynntist Sveini sál. ekki fyrr en um og eftir 1920, og þau kynni voru ekki mikil fyrstu ár- in, en þau áttu eftir að aukast og verða ógleymanleg. Við áttum einkum eitt sameiginlegt áhuga- mál: sönglistina. Hann lék prýði- lega á hljóðfæri og hafði aflað sér furðumikillar þekkingar á söng- list, og áhugi hans var logandi. Og hann hafði mikinn áhuga á fleiri fögrum listum, einkum var skáldskaparlistin honum hug- stæð, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann var líka vel hagmælt- ur, þótt hann léti lítið yfir því sjálfur og flíkaði því ekki að jafnaði. Það er ekki efamál ,að Sveinn Bjarman hefði orðið ágætur tón- listarmaður, ef hann hefði getað lagt út á þá braut. Til þess hafði hann marga hæfileika: ágætt eyra og hljómnæmi, innri skiln- ing og tilfinningu og þá auðlegð hjartans og hlýju, sem er grund- vallaratriði allrar sannrar listar. Hann var óvenjulega vandaður maður í þess orðs bezta skilningi, enda hvers manns hugljúfi, þeirra er nokkur kynni höfðu af honum. Sveinn fékkst nokkuð við söng- stjórn, og fórst það vel. Kom þar mjög í ljós smekkvísi hans í með- ferð laga. Einn vetur stjórnaði hann „Geysi" og annan vetur Karlakór Akureyrar (1942—43). f söngför Karlakórs Akureyrar til Reykjavíkur 1938 var hann fararstjóri. Minnist ég þeirrar ánægjulegu samvinnu með sökn- uði. — Hann var heiðursfélagi Karlakórs Akureyrar. Öll störf, er Sveinn sál. Bjarm- an tók að sér, rækti hann með dugnaði og trúmennsku. Starf aðalbókara við Kaupfélag Ey- firðinga er bæði umfangsmikið og vandasamt, en ég held að það sé ekki ofmælt, að hann hafi leyst það snilldarlega af hendi. Allir hinir mörgu vinir og kunningjar Sveins Bjarmans harma fráfall þessa ágætismanns, þótt hinir nánustu ástvinir eigi þar einkum um sárt að binda. Blessuð sé minning hans. A. S. IDJA- (Framhald af bls. 1). hrósað happi yfir þessum full- trúakosningum, ætti það að gæta hófs í gleði sinni. Iðja var áreið- anlega ekki til þess stofnuð að verða einhver skóþurrka at- vinnurekenda og það mun hún ekki verða. Iðjufólkið mun læra af þessum úrslitum að standa betur saman um sitt félag og láta ekki utanfélagsmönnum haldast uppi að sundra röðum sínum. Iðja, eins og önnur verkalýðs- félög, hafa áreiðanlega brýnna verkefni nú og framvegis en að verða vettvangur pólitískra átaka, en það er ætlun aftur- haldsins. Iðnverkafólkið þarf að sameinast um hagsmunamál sín undir forystu þeirra, sem mest og bezt vinna félaginu til eflingar og hagsmunum fólksins til fram- dráttar. Nýkomið: Diska-serviettur, margar stærðir. Hillupappír, margir litir. Dúkkulísubækur og lita- bækur, margar teg. Skóla- og skrifstofuvörur í miklu úrvali. Bókabúð Akureyrar. ir A sunnudaginn kemur er hinn árlegi söfnunardagur Samb. íslenzkra berklasjúklinga. — ¦k Tóniistarskólinn verður settur að Lóni, kl. 5 e. h. í dag. TÉr Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður opið til útlána í vetur frá 2. okt. þriðjud., föstud. og laugardaga kl. 4—7 e. h. — Lesstofan opin á sama tíma alla virka daga. — Fyrir utan bæjarmenn innan Eyjafjarðar- sýslu, sem eiga óhægt með að sækja safnið á útlánstíma, verð ur safnið opið til útlána kl. 1.30 —3 e. h. alla föstuuaga. k Sósíaíistafél. Akureyrar held- ur félagsfund nsestk. þriðjud. kl. 8.30 e. h. í Hafnarstræti 88. Á dagskrá eru atvinnumál, vetrarstarfið og að lokum verður sýnd kvikmynd. •k Fimmtugur varð sl. mánudag Daníel Kristinsson, til heimilis í Hafnarstræti 88 hér í bæ. k Fertugur varð sl. laugardag Sigtryggur Helgason gullsmið- ur hér í bæ. k Þann 26. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jó- hanna Sigurðardóttir, Gránu- félagsgötu 39, Akureyri og Arnbjörn Vigfús Krístjánsson, bifreiðastjóri frá Kópaskeri. — Heimili brúðhjónanna er að Snartarstöðum við Kópasker. — Þann 27. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband í Reykja- vík Jón Ragnar Steindórsson, flugnemi, Víðivöllum 18, og ungfrú Auður Albertsdóttir. — Heimili brúðhjónanna er að Grenimel 2, Reykjavík. • Frá Skákfél. Akureyrar. Æf- ingar hefjast föstud. 3. október. Teflt verður í Verkalýðshús- inu tvisvar í viku, miðviku- daga og föstudaga. k Bridgefélag Akureyrar heldur aðalfund sinn í Verkalýðshús- inu n.k. þriðjud. kl. 8.30 e. h. *k Kantötukór Akureyrar. Söng- æfing í kvöld kl. 8.30 í kirkju- kapellunni. k Munið Þjóðviljahappdrættið. Miðar eru seldir í skrifstofu Sósíalistafél. Akureyrar, Hafn- arstræti 88, hjá Ásgrími Al- bertssyni gullsmið og í Bóka- búð Akureyrar. — Komið á skrifstofuna og takið blokkir til sölu. •k Bifreiðarslys varð sl. laugard. framan við húsið Aðalstræti 74. Lítil telpa hljóp í veg fyrir bifreiðina A—45 og rakst bif- reiðin á hana með þeim afleið- ingum að hún lærbrotnaði og meiddist á höfði. Líðan telp- unnar er nú batnandi. #n##*#*^##**#^#\##^####.»##»"-##V#^^#-##v#^-#.#^#.#^^##s##^#s#.##^###'##^###^#'##» Sósíalistafélag Akureyrar heldur félagsfund í Hafnarstræti 88 þriðjudaginn 7. október, kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. FÉLAGSMÁL 2. ATVINNUMÁL 3. VETRARSTARFIÐ 4. KVIKMYND 1 Félagar, fjölmennið slundvislega! STJÓRNIN. Osvífin skaítheimta - (Framhald af bls. 1). er miðað við í landinu, samþykkir hún að miða skattheimtuna við gömlu vísitöluna og hefur þann- ig meir en tvöfaldað skattana. í stað þeirra 220 þúsund króna, sem sambandsþingið gerði ráð fyrir, og orðið hefðu rúmlega 320 þús. með hinni viðurkenndu vísi- tölu, munu tekjur sambandsins nú í ár verða rúmlega 490 þús- und krónur eða nærri hálf millj. króna. Þessi fjárkúgun sambands- stjórnar er alvarlegt umhugsun- arefni fyrir meðlimi stéttarfélag- anna. Á sama tíma sem tekjur félaganna hafa lítið sem ekkert aukizt, því að ekki hefur þótt vænlegt að hækka mikið árgjöld félagsmanna eftir að atvinnu- leysið og skorturinn tók fyrir al- vöru að herja á heimilum verka- fólksins, þá tvofaldar sambands- stjórnin skattheimtu sína af fé- lögunum. Þetta þýðir það, að þeim er gert stórum erfiðara fyr- ir með sína starfsemi og kannski er sambandsstjórn ósárt um það. Það fer að verða nokkurt íhug- unarefni fyrir félagsmenn hvað félögin fá fyrir þessi gífurlegu útgjöld. Hvemig er t. d. viðhorfið hér á Akureyri? Skattar þeir, sem sambandsstjórn heimtar af félög- unum hérna munu nema hátt á annan tug þúsunda króna. Það eina, sem félagsmenn hér hafa orðið varir við af starfsemi sam- bandsins, er svo það, að mann- veslingur Jón nokkur Hjálmars- son, kenndur við Fjós, hefur sést skjótast hér milli húsa eða læp- ast um i jeppa og hefur æfinlega komið upp óværð við veru hans hér. Þá sjaldan manntetur þetta hefur sýnt sig á fundum félag- anna, þá hefur það verið til að stuðla að sundrungu og úlfúð, en jafn oft hefur hann orðið sér og húsbændum sínum til skammar. Hvað verður svo af þessum gífurlegu fjárfúlgum, sem krafð- ar eru af félögunum? Því er erf- itt að svara. Ekki er vitað að starfsemi sambandsins hafi auk- izt það, að svo aukins fjár hafi verið þörf. Ekki er safnað í sjóði, því að sambandstjórn ber sig mjög aumlega, þegar hún "er að heimta inn skattana og áminnst- Herstjórnartilkynning Braga Bragi er auðsjáahlega farinn að hugsa sér sig í hlutverki mikils hershöfðingja. í blaðsnepli sín- um sl. þriðjudag birtir hann stóra herstjórnartilkynningu: „Gamalt vígi kommúnista hrunið". í gleði sinni' yfir „sigri" sínum í Iðju kemur hann svo upp um það, hvernig hann og hans nótar líta á þessi mál. Þeir skoða verklýðs- félögin réttilega sem vígi félags- mannanna og þar af leiðandi til- raunir sínar til að ná þar yfir- ráðum sem árásir á þessi vígi. Iðja hefur verið vígi „kommún- ista" í þeim skilningi, að félags- menn hafa ávallt staðið þar sam- an um sitt félag og sína forystu- menn, sem sumir eru „kommún- istar" en aðrir ekki. Þar hefur ávallt ríkt hin bezta eining, þar til nú, að erindrekum stéttarand- stæðinganna tókst að sundra röðum þess í þessum kosning- um. Hins vegar veit hvorki Bragi né aðrir, hvort Iðjufélagar hafa verið eða eru nú að meirihluta fylgjandi „kommúnistum" í stjórnmálum. Sennilegt að svo hafi ekki verið og sé ekki nú. Það eru miklar tálvonir hjá Braga og öðrum dindlum aftur- haldsins ,ef þeir halda að nú sé Iðja „hrunin". Atvinnurekend- urnir eiga áreiðanlega eftir að komast að raun um að þeim hefur ekki tekizt að yfirbuga félagið. ur sendill hennar gengur hér sem bónbjargarmaður milli félaganna ef þau eiga ógreiddan eyri í skatt til að kría út aura fyrir næsta málsverði eða til að komast í næstu sveit. Hvað verður þá af peningun- um? Væntanlega verða gefin svör við því á næsta sambands- þingi. Á fyrri stjómarárum Al- þýðuflokksins í Alþýðusam- bandinu ríkti sem kunnugt er hin mesta spilling, þegar m. a. voru tekin erlend lán, sem námu hundruðum þúsunda til útgáfu Alþýðublaðsins og Alþýðusam- bandið síðan látið borga. Sporin hræða og ferill núverandi ráða- manna í ASÍ hefur einkennst af öðru meir en heiðarleik í með- ferð á fé verkalýðssamtakanna. | Haustið nálgast Þd fara meeðurnar að hugsa um vetrarfötin handa fjölskyldunni. Gefjunardúkar, garn og lopi verða nú eins og endranœr bezta skjólið gegn vetrarkuldanum. Gefjunarvörur henta bezt íslenzku veðurfari og þœr fást i fjölbreyttum gerðum, miklu litaúrvali og verðið er mjög hagkvœmt. Ullarverksmiðjan GEFJUN -***#*>**#****### fr#######^###^#^#####^»###^#*#*#####>######>#####ti

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.