Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1954, Síða 1

Verkamaðurinn - 08.01.1954, Síða 1
vERKfltnflÐURi nn 070 lft/L XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 8. janúar 1954 1. tbl. Sósíalistar! Munið fundinn í ’kvöld kl. 8.30 í Ásgarði. Stjómin. Frystihúsnefnd hefur lokið sfarfi og skilað einróma áliti til bæjar- sfjórnar um byggingu hraðfrystihúss Útlit er fyrir að flótti sé að bresta í liði þeirra, sem hingað til hafa staðið í vegi þessa mikla framfaramáls Skömmu fyrir áramótin bárust frystihúsnefnd nýjar áætlanir frá Gísla Hermannssyni, verkfræðingi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, um byggingu og rekstur hraðfrysti- húss hér í bænum. Þegar er þessar áætlanir lágu fyrir kom frystihús- nefnd saman til funda, sem lauk með því að nefndin, en í henni eiga sæti Tryggvi Helgason, Friðjón Skarphéðinsson, Helgi Pálsson og Haukur P. Ólafsson, skilaði ein- róma áliti til bæjarstjórnar, og er þar lagt til að ráðist verði í bygg- ingu frystihússins hið fyrsta. Alit sitt rökstyður nefndin með áætlunum þeim, sem Gísli Her- mannsson hefur gert og munu sanna greinilega þær röksemdir, sem Tryggvi Helgason og aðrir sósíalistar hafa haldið á lofti og beitt í tveggja ára baráttu sinni fyrir þessu stærsta hagsmunamáli bæjarins. í áliti sínu bendir frystihúsnefnd á þá miklu atvinnulegu þýðingu sem rekstur hraðfrystistöðvar muni hafa fyrir bæjarbúa og telur ennfremur að brýn nauðsyn sé orðin fyrir togaraútgerðina hér að eiga kost á þessari þriðju aðalverk- unaraðferð fiskjarins, ef vel eigi að fara. Þá telur nefndin einnig að frystihús mundi auka að mun rekstraröryggi Krossanesverksmiðj Frá MÍR Stórmyndin „Lífið í skógunum“ sýnd n. k. sunnudag MÍR er aftur að hefja starfsemi sína eftir jóla- og nýársfríið. N.k. sunnudag verður kvikmyndasýn- ing ásamt stuttu erindi í Ásgarði (Hafnarstræti 88). Sýnd verður myndin „Lífið í skóginum“ (sönn skógarsaga). Myndin er í eðlileg- um litum og fjallar um líf skógar- dýranna í þeirra eigin heimkynn- um, og er hún afburða skemmti- leg og fróðleg. Eru allir hvattir til þess að sjá hana, en einkum er hún athyglisverð fyrir unglinga og böm og vel fallin til þess að vekja áhuga þeirra á dýralífinu. Sýningin hefst kl. 4 síðdegis. Næstk. þriðjudag verður að öllu forfallalausu félagsfundur og mun þá m. a. Eyjólfur Ámason segja fréttir frá Sovétlýðveldun- um. unnar, með því hráefni sem það mundi geta skapað henni. Allt eru þetta röksemdir, sem bæjarfulltrú- ar sósíalista, Verkamaðurinn og aðrir talsmenn frystihúsbyggingar- innar hafa verið óþreytandi að beita og smám saman hafa sann- fært yfirgnæfandi meirihluta bæj- arbúa um réttmæti og nauðsyn málsins, allt frá því að Sósíalista- félag Akureyrar átti frumkvæði að því að það var tekið á dagskrá bæjarstjómar. Þessar röksemdir hafa nú fengið endanlega staðfestingu með hinum nýju áætlunum Gísla Hermanns- sonar, eins færsta manns sem þjóðin hefur á að skipa í þessum efnum og með einróma áliti frysti- húsnefndarinnar. Útgerðarfélagið byggi og reki frystihúsið. I áliti nefndarinnar er því haldið fram, að til þess að unnt verði að samræma sem bezt hagsmuni tog- araútgerðarinnar og öruggan rekst- ur frystihússins, sé hagkvæmast að Útgerðarfélag Akureyringa h.f. eigi frystihúsið og annist rekstur þess. Leggur nefndin til að bæjar- stjóm styðji félagið til þessara framkvæmda með fjárframlögum (aukningu hlutafjár) og á annan tiltækilegan hátt. Flótti brostinn í lið andófsmanna. Sýnt er af þeim tíðindum, að Haukur P. Ólafsson, fulltrúi Jak- obs Frímannssonar í frystihÚ9- nefndinni, hefur ekki séð sér ann- að fært en að fylgja áliti Tryggva Helgasonar og Helga Pálssonar, að flótti er brostinn í lið þeirra kyrr- stöðu- og afturhaldsafla, sem fram til þessa hafa komið í veg fyrir að bygging hraðfrystihúss kæmizt í framkvæmd. Allt bendir til þess að þeir sem bera ábyrgð á því mill- jóna tjóni, sem bæjarfélagið i heild og verkalýðurinn í bænum sérstak- lega hefur beðið af framkvæmda- leysinu, þori ekki, nú þegar dómur almennings vofir yfir þeim, að halda fjandskap sinum til streytu — a. m. k. fram að 31. jan. Það er athyglisvert að ritstj. Dags, sem nú í haust ritaði hverja greinina af annarri, hverri annarri heimskölegri og fyllri af heift gegn frystihúsmálinu, hefur nú — eftir áramótin — lagt niður skottið og birtir nú, 6. þ. m., ágæta grein eftir einn útgerðarmann bæjarins, þar sem krafizt er tafarlausra aðgerða um byggingu frystihússins. Hræðslugæði eða sinnaskipti? Þann flótta, sem nú er brostinn í lið afturhaldsins, verður almenn- ingsálitið og sá þrýstingur sem það getur skapað — nú fyrir kosning- arnar — að reka af öllu því afli, sem alþýða bæjarins og aðrir þeir sem hér eiga ríkra hagsmuna að gæta, eiga yfir að ráða, og knýja þannig fram raunhæfar aðgerðir og fullkomlega bindandi skuld- bindingar — fyrir kosningar — því saga undangenginna ára hefur margsannað að þeim mönnum, sem hafa staðið í vegi þessa máls, er ekki treystandi, ef þeir hafa nokkra smugu til undankomu fyrir sókn almennings, og það verður áreiðanlega reynt að finna slikar smugur, ef unnt er. í sambandi við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar bæjarins fyrir þetta ár, mun íhaldinu og Framsókn gefast tækifæri til að sýna hvort sinnaskipti þeirra eru alvarlega meint eða hvort aðeins er um að ræða hræðslugæði nú fyrir kosn- ingamar. Skal engu spáð um það, að sinni, hvemig þeir standast þá raun. En víst er um það að raun- hæfasta tryggingin fyrir framgangi þessa stóra hagsmunamáls verður sú að efla Sósíalistaflokkinn, sem frumkvæðið átti að hraðfrystihús- málinu og hefur haft fomstuna fyr- ir framgangi þess, til sem mestra áhrifa í bæjarstjórn á næsta kjör- tímabili. FIMMTUGUR: Þorkell V. Ottesen prentari í dag 4 Þorkell V. Ottesen, prentari, fimmtugsafmæli. Hann hefur starfað að prentiðninni í samfleytt 34 ár, því nær allan tímann hjá Prentverki Odds Björnssonar, en prentnám hóf hann hjá Oddi Bjömssyni 16 ára að aldri. Það er því orðið ærið starf, sem liggur eftir þennan dugmikla og hæfa iðnaðarmann, þótt aldurinn sé ekki hærri, og margir, sem eiga honum þakkir að gjalda fyrir vel unnin verk. Á það ekki sízt við um Verkamann- inn, en Ottesen hefur sett blaðið í 32 ár og lagt í það starf hina mestu alúð eins og öll önnur störf sín. Árnar blaðið þessum ágæta starfsmanni allra heilla á þessu merkisafmæli hans og þakkar honum löng og ánægjuleg samskipti. LAKÐ i' 8 0 K A S ,A r M Áætlun Gísla Hermannssonar BYGGINGIN. Þær teikningar, sem nú liggja fyrir, em miðaðar við, að húsið sé staðsett við syðstu bryggju Tangans, svö- nefnda Höpfnersbryggju. Ráðgert er að byggja tvær álmur. Verður önnur álman (B-álma) 27x15 metrar, tvær hæði, en hin ( A-álman) 25x15 m. og 5 m. af því 2 hæðir en 20 m. ein hæð. Auk þess hom 2 hæðir, þar sem álmurnar mætast, og bygging fyrir vélar 10.5x8 m. í krikanum á milli þeirra. Ennfremur skúrbygging 6 m., er tengi núverandi skúr við þá álmu, sem liggur með- fram Sjávargötu. Núverandi skúrbygging verði fyrir alls- herjar-fiskmóttöku. Fiskþvottur og hreistmn fari fram í nýja skúrnum, milli núverandi skúrbyggingar og vestur- álmu hússins. Vinnsla á flökun, snyrtingu’ og pökkun verði á neðri hæð í B-álmu, og er henni ætlað þar 25x15 m. pláss. Uppi yfir þessu plássi er að hluta ætluð geymsla fyrir umbúðir o. fl. 20x10 m. Þegar varan er tilbúin, er hún flutt með lyftum upp á aðrahæð og fryst og kössuð þar, en þaðan gengur hún í geymsluklefa A-álmu. Á hominu, þar sem álmurnar mætast, er ætlunin að hafa uppgöngu, snyrtiherbergi og skrifstofu. í A-álmu em ætlaðar 2 frystigeymslur, önnur 1400 rúmmetrar, er tekur 800 tonn af frystum flökum. Hin geymslan er 450 rúmmetrar og er ætluð fyrir 250 tonn af ís. Gert er áð fyrir, að sett verði upp ísvél, er vinni 15 tonn af ís á sólahring. Verður hún staðsett í turni yfir ísgeymslunni. Húsið uppkomið er áætlað kr. 3.2 millj. með tilheyr- andi vélum. En í sambandi við þá kostnaðaráætl. er rétt að taka fram, að þá em vélar aðeins reiknaðar fyrir 8 tonna afköst á flökum á 12 tímum, en væm afköstin aukin upp í 12 tonn, mundi stofnkostnaður hækka um ca. 160 þús. kr. En í því húsrými, sem hér er ráðgert mætti auka afköstin úr 8 tonnum upp í nær 20 tonn á 12 klst. með því einu að bæta við vélum. REKSTURINN. í þeirri áætlun, sem fyrir hendi er, er reiknað með 5700 tonna afköstum árlega af fiski, sem ætti að gera um 1690 tonn af flökum. Ennfremur framleiðsla á 3200 tonnum af ís. Úrgangur úr þessu fiskmagni, sem yrði að fara til vinnslu (í Krossanesi), mundi verða um 3400 tonn. Auk þessa nokkuð af þunnildum, sem nýtt yrðu til neyzlu. Með þessu fiskmagni er gert ráð fyrir að rekstur húss- ins sé tryggður. Iðnaðarmennirnir og bæjarsfjórnarkosningarnar Skömmu áður en framboð voru ákveðin ritaði Iðnaðarmannafélag Akureyrar öllum stjómmálaflokk- unum bréf og óskaði eftir því að allir ilokkamir hefðu faglærðan iðnaðarmann í öruggu sæti á list- um sínum. Er það að sjálfsögðu réttmætt að iðnaðarmenn séu ekki snið- gengnir við val bæjarfulltrúa, a. m. k. að öðm jöfnu, og hefði vissu- lega ekki verið ástæðulaust að aðr- ar vinnustéttir hefðu gert líkar ályktanir. Hitt skiptir þó að sjálf- sögðu meginmáli fyrir iðnaðar- mannastéttina að hagsmuna henn- * ar sé gætt í bæjarstjórn og sam- ráð haft við þá um sérmál þeirra. Enginn flokkanna hér í bæ hefur fleiri faglærða iðnaðarmenn á lista sínum en Sósíalistaflokkurinn, en þar em þeir sex að tölu eða nær þriðjungur þeirra er listann skipa. Þessir menn eru Óskar Císlason, byééinéameistari oé iormaBur Múraraiélaés Akureyrar, Ólaiur Toriason, vélstjóri á toéaranum Kaldbak, Jóhann Indriðason, jám- smiður, iormaður Sveinaiélaés Framhald á 4. síðu.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.