Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.01.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. janúar 1954 VERKAMAÐURINN 5 VERKHinflDURinn - VIKUBLAÐ. - Útgeíandi: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Ámas., Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 1954 r verður að vera ár einingar alþýðunnar á Islandi Listi alþýSunnar gegn afturhaldinu Það er orðinn fastur siður að áramót séu tími reikningsskila, þá séu gerðir upp reikningar liðins árs og áætlanir gerðar fyrir næsta ár og reynt að rýna í, hvað það muni bera í skauti sínu. Hér á eftir verður reynt að draga ályktanir af þeim atburðum, sem gerzt hafa í stjórnmálabaráttunni síðasta ár og hvers vænta megi á þessu nýbyrj- aða. I. Það ætla eg að ekki verði skipt- ar skoðanir um, að úr viðsjám milli stórveldanna hafi' verulega dregið á árinu, og þeim öflum, sem nú heyja baráttu fyrir varan- legum friði hafi enn aukist ás- megin. Vopnahlé í Kóreu, stór- aukin viðskipti milli auðvalds- landanna og landa sósialismans, árangur þings friðarhreyfingarinn- ar, alþjóðasambands verkalýðs- félaga og æskulýðsmótið í Búka- rest, svo að nokkrir athyglisverðir atburðir ársins séu nefndir, sanna þá staðhæfingu. Eg ætla það ekki bjartsýni úr hófi fram að vænta þess, að það ár, sem nú er nýhafið, verði ár nýrra sigra alþýðu allra landa í baráttu hennar fyrir varanlegum friði og að á því ári dragi enn úr viðsjám auðvalds og sósialisma. Innan nokkurra daga hittast ut- anríkisráðherrar fjórveldanna í Berlín, en alllangt er nú um liðið, síðan þeir háu herrar hafa setið við sama borð og vissulega eru ekki margir mánuðir siðan slíkur fundur hefði verið óhugsandi. — Flestum dómbærum mönnum ber saman um, að á næsta leiti sé gíf- urleg kreppa í Bandaríkjunum. Óhjákvæmilega hlýtur hún að lama auðvaldsheiminn að meira eða minna leyti og um leið gera æ fleirum ljósa yfirburði hinna sósíalistisku landa. Horfur eru á að styrjöldin í •Indó-Kína verði til lykta leidd á árinu og efnahagsþróun sósíalis- tisku ríkjanna mun þróast hraðar en nokkru sinni fyrr og þau þeirra, sem lengst eru á veg komin, bjóða íbúum sínum stórum betri kjör en þau auðvaldslönd, sem bezt eru á vegi stödd í þeim efnum. Allt þetta stuðlar að eflingu friðarins, hugsjón og þrá alls mannkyns. n. Stjórnmálaþróunin innanlands markaðist á árinu af baráttunni fyrir sjálfstæði landsins, baráttu alþýðunnar í landinu við auðvald Ameríku og innlenda leppa þess. í þeirri baráttu hefur hvort tveggja verið um að ræða, sigra og ósigra. Svo gæti virzt, að kosningarnar sl. sumar væru mikill sigur fyrir hernámsflokkana, og þá sérstak- lega íhaldsflokkinn. Svo var þó ekki, ef nákvæmlega er að hugað. Bæði Framsóknarflokkurinn og íhaldsflokkurinn töpuðu fylgi og Alþýðuflokkurinn fékk aðeins einn kjördæmakjörinn mann og tapaði í sínum traustustu kjördæmum. En andstaðan gegn hernáminu var klofin. Stofnaður hafði verið nýr stjórnmálaflokkur, ^óðvarnar- flokkurinn, með þá stefnuskrá eina að berjast gegn hernámi landsins, en lét það samt vera eitt af sínum fyrstu verkum, að hafna allri sam- vinnu hernámsandstæðinga. Af- leiðing þessarar sundrungar var sú, að Sósíalistaflokkurinn, sem einn allra flokka hefur ávallt barizt heill og óskiptur gegn yfirgangi ameríska auðvaldsins í landinu, tapaði fylgi í fyrsta skipti í sögu sinni. En þrátt fyrir þetta hafa mikil- vægir sigrar unnist í sjálfstæðis- baráttunni og voru útvarpsumræð- urnar frá Alþingi um hernáms- samninginn ljósastur vottur þess á hvert undanhald hernámsflokk- arnir eru komnir, og hversu mjög þeir eru farnir að óttast dóm þjóð- arinnar yfir gerðum sínum. Það verður verkefni íslenzkrar alþýðu á þessu ári, að sameina fylkingar sínar til að reka flóttarm, sem sprottinn er í lið andstæðing- anna. Hún verður, hvað sem ráð- um misvitra foringja líður, að vera vaxin því sögulega hlutverki að leiða sjálfstæðisbaráttuna fram til sigurs, en það verður því aðeins gert að allir hernámsandstæðingar verði sameinaðir í eina órofa fylk- ingu, hvað sem pólitískum skoðun- um að öðru leyti líður, og að sköp- uð verði stjóm í heildarsamtökum verkalýðsins, sem nýtur trausts og fylgis alls þorra verkalýðsins. Þetta eru þau meginverkefni, sem árið 1954 leggur alþýðunni á herðar, reynslan mun skera úr því, hvort hún reynist þessu verkefni vaxin. Sósíalistaflokkurinn mun fyrir sitt leyti gera allt, sem i hans valdi stendur, til að þetta megi takast, enda er mikið í húfi fyrir þjóðina alla, en það er lengra mál en svo að rakið verði hér. I þeirri trú, að íslenzk alþýða sé hlutverki sínu vaxin, óska eg henni góðs og gleðilegs árs 1954. — Þ. * FRÁ LEIKFÉLAGINU. Sýning- ar á Fjölskyldu í uppnámi eru nú að hefjast að nýju. Verða sýningar n.k. laugardags- og sunnudagskvöld. Aðgöngumiða- sala er í Samkomuhúsinu. Opin eftir kl. 5 leikdagana. Fátt vekur meixi athygii, í sambandi viö iramboðin hér í bænum ,en það hve gersamlega verkalýðshreyiingin í bænum er hundsuð af öllum ílokkum, nema Sósíalistailokknum. Eng- inn einasti maður sem á nokk- urn hátt getur talizt fulltrúi eða talsmaður verkalýðsstéttarinnar hetur iundið þá náð tyrir augum flokksklíkanna að vera skipað í nokkurt sæti sem til greina get- ur komið. Alþýðuflokkurinn hef- ur embættismarm í 1. sæti, einn . stærsta atvinnurekanda bæjar- ins i 2. sæti, síðan enn embættis- mann, Framsóknarflokkurinn hafði rúm fyrir 1 verkamann á lista sínum, þegar komið var að 9. sæti! Annars er þar vart nokk- ur maður með ,Jægri“ titil en „— stjóri“. Ihaldið komst einnig af með 1 verkamann í 9. sæti, en bætir það upp með samtals 11 kaupmörmum og íorstjórum. Þjóðvarnarflokkuritm stássar með afdankaðan Framsóknar- bæjaríulltrúa í því eina sæti, sem hann er að reyna að telja sjálfum sér trú um, að harm hafi möguleika á að fá. Engitm þessara flokka telur verkamenn hæfa til þess að eiga fulltrúa í bæjarstjórn, engirm þeirra telur sjómenn koma til greina sem bæjarfulltrúa og allir sniðganga þeir konurnar, sem þó eru rúmlega helmingur kjósenda. Framboð þessara ilokka sýna svo greinilega, sem orðið getur, að þeir vilja að bæjarstjóm verði skrafskjóðusamkunda feit- ustu embættismannarmann, at- vinnurekendanna, kaupmann- arma og íorstjórarma, sem sé rif- in úr öllum tengslum við alþýð- una í bænum og þar sem hags- munamál hermar eru vegin og mæld með mæli og vog þeirra stétta. Jafnvel kortunum, sem þó skipa þessa flokka, er ýtt til hliðar af ótta við að þaðan gætu heyrzt raddir framfara og marm- úðar, þrátt iyrir öll flokksbönd. Gegn öllum þessum flokkum og því afturhaldi, sem hrósar nú sigri yfir öllum frjálslyndum hræringum innan þeirra, býður Sósíalistaflokkurinn fram al- þýðulista sirm, skipaðan fulltrú- um alþýðusamtakarma, verka- marma, sjómanna, alþýðu- kverma, iðnaðarmanna, bílstjóra og áhugamörmum um alþýðu- málstaðirm af ýmsum stéttum. Efstu sæti listans skipa íormenn verkamarma- og sjómannasam- takanna, ein helzta forustukona í samtökum verkakvenna, for- maður í félagi iðnverkafólks\ valinkurmur iðnaðarmaður, bíl- stjóri, sem gengt hefur fjölda trúnaðarstarfa fyrir stétt sína og vélstjóri úr togaraflotanum. Yfir listanum í heild er hressilegur svipur. Ungir menn og konur með nýja og óþreytta krafta bjóða fram lið sitt í fremstu röð, við hlið hinna eldri og reyndari, sem um langan aldur hafa skól- ast í harðri baráttu fyrir verka- lýðssamtökin og meðlimi þeirra. Listi Sósíalistaflokksins er í reyndirmi listi allrar alþýðustétt- ar bæjarina og fleirum og fleir- um er að verða Ijóst að barátt- an, sem íramundan er um kjör- fylgi í kosningunum snýzt íyrst! og fremst um það, hvort þrír fulltrúar verða kjörnir af þeim lista. Um hitt munu alþýðukjós- endur almennt hvergi hirða, hvort það verður Guðmundur Guðlaugsson eða Marteirm Sig- urðsson sem ná kosningu, eða hvor verður hlutskarpari at- virmurekandirm Sverrir Ragnars eða atvirmxirekendakandidat AI- þýðuflokksins, sem beitt er sem agni til að veiða íhaldsatkvæði. En það skiptir miklu máli fyrir konur bæjarins, hvort þær eign- ast traustan fulltrúa í bæjar- stjórn og fyrir alla alþýðu manna, hvort verkalýðsstéttin á það marga fulltrúa þar, að sókn hennar í atvirmumálum og fram- faramálum bæjarins yerði ekki stöðvuð og málsvörn fyrir hana ekki kæfð í klíkusamkundu GÓÐIR AKUREYRINGAR! Eins og getið hefur verið um í blöðum bæjarins, hcíur verið ákveðið að hef jast handa um íjár- söfnun til kaupa á vönduðu pípu- orgeli í Akureyrarkirkju og hef- ur verið stoínaóur sjóður í þeim tilgangi. Við undirritaðir vorum á síðasta safnaðarfundi kjörnir í nefnd til þess að vinna með sóknarnefnd Akureyrar að fjársöfnuninni. Við snúum okkur hér með til bæjarbúa og heitum á þá til drengilegs stuðnings þessu mál- efni, — bæði einstaklinga og félög. Þótt hver einstakur geti ef til vill ekki lagt fram stóra fjárhæð, þá „safnast þegar saman kemur“, en mikið fé þarf til kaupa á góðu pípuorgeli. Nú kann einhver að spyrja: Er nokkur þörf á þessu? Er ekki orgel aað, sem nú er í kirkjunni, nægi- lega gott? Og eru gefendur þess samþykkir þessari ráðagerð? Því er til að svara, að Vilhjálm- ur Þór, forstjóri, hefur fyrir hönd þeirra hjóna tjáð sig samþykkan þessari hugmynd, og gefið leyfi til að Hammondorgelið verði selt, að andvirði þess gangi til kaupa á vönduðu pípuorgeli. Þegar þau hjón, af alkunnum höfðingsskap, keyptu Hammond- orgelið og gáfu Akureyrarkirkju, voru þessi hljóðfæri svo til nýkom- in á markaðinn, (fyrst 1935), og bundu margir allmiklar vonir við, að þarna væri á ferðinni orgel, sem ef til vill myndi taka við af pípu- orgelinu. Þessar vonir hafa brugðist. Eðli Hammondorgelsins er svo frá- brugðið pípuorgelinu, að hér er raunverulega um tvær tegundir hljóðfæra að ræða, þó ýmis hljóm- brigði Hammondorgelsins séu skemmtileg, þegar veikt er leikið, er tónmyndun þess of vélræn og skortir tóninn því eðli hins lifandi tóns. Kemur þetta æ skýrar í ljós, eftir því sem tónninn verður sterk- ari og lýsir sér í því, að tónblær- inn verður harður og líflítill, og getur orðið óþægilegur fyrir eyrað, ef sterkt er leikið. Þessa galla hef- ur ekki tekizt að laga. Þá eru færri nótur á fótspili (pedal) Hamm- ondorgelsins en venjulegt er á pípuorgelum, svo að þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að leika öll orgelverk á það. Þar sem orgeltón- list er yfirleitt samin fyrir pípu- orgel, verður hún ekki leikin á broddborgararma. Slíkt verður ekki ef þrir efstu menn á lista Sósíalistaflokksins ná kosningu, og það má takast og skal takast með einbeittu og dugmiklu starfi fram að kosrtingum. Andstæðingar verkalýðsstétt- arirmar eru þessa dagana lostnir felmtri yfir þeim góðu viðtökum, sem listi Sósíalistaflokksins hef- ur hlotið meðal bæjarbúa og al- veg sérstaklega yfir því vaxartdi umtali, sem fram fer leynt og Ijóst meðal kverma t bænum, af ýmsum stjórnmálaskoðunum, um það að tryggja Guðrúnu Guðvarðardóttur sæti í bæjar- stjórn. Það felmtur mun fara dagvaxaxndi fram til 31. jan. og taka á sig ýmsar myndir, en mun, um það er líkur, leysast upp í réttmæta sjálfsásökun þeirra manna, sem hafa hundsað alþýðu bæjarins svo eftirmirmi- lega með framboðum sínum, sem nú er reynd á orðiru Hammondorgel, nema hún afflytj- ist meira eða minna, þar sem eðli hljóðfæranna er svo ólíkt. Hammondorgelið er hins vegar betur fallið til að leika á það létt- ari tónlist, t. d. í stíl við tónlist þá, sem leikin er á svonefnd Bío- orgel. Af þessu leiðir, að organleikarar vilja yfirleitt ekki halda orgeltón- leika á Hammondorgel, þegar leika á klassiska orgeltónlist. Þar sem Akureyrarkirkja er höfuðkirkja hér norðanlands og Akureyri næst- stærsti bær landsins, þarf að vera aðstaða til að taka á móti þeim orgelleikurum, sem hér ber að garði og skapa þá aðstöðu, að bæj- arbúum gefist kostur á að hlýða á þá, en af framansögðu er ljóst, að sú aðstaða er ekki fyrir hendi. Hér er því um beint menningarmál að ræða fyrir bæinn. Þá mundi gott pípuorgel setja enn hátíðlegri blæ a þær athafnir, sem fram fara í hinni veglegu kirkju bæjarins. Ennfremur má minnast á, að truflanir á rafmagni mundu ekki þurfa að hindra orgelleik í kirkj- unni, ef pípuorgel væri þar. Þótt belgurinn verði rafknúinn, má blása hann með handafli (eða fót- afli), ef rafmagn bregzt. En eins og menn vita, hafa oft orðið óþægi- legar truflanir á kirkjulegum at- höfnum vegna rafmagnstruflana, þar sem með engu móti verður leikið á Hammondorgel, ef svo ber undir, enda er tónninn myndaður með rafmagnssveiflum í hátalara. Við heitum nú á alla Akureyr- inga að sameinast um þetta metn- aðar- og menningarmál. Eins og áður er að vikið, þarf sú fjárhæð, sem hver einstakur legg- ur fram, ekki að vera stór, ef þátt- takan verður nógu almenn. Fyrst fámennari söfnuðir, svo sem í Vestmannaeyjum og á Eyr- arbakka (Eyrbekkingafélagið) hafa séð sér fært að kaupa pípu- orgel í kirkjur sínar, ætti okkur Akureyringum ekki að verða skotaskuld úr því. Nú á næstunni munu söfnunar- listar verða bornir um bæinn. Ef til vjll næst ekki til allra, og eru þeir þá góðfúslega beðnir að snúa sér til einhvers okkar nefndar- manna með framlög sín. Á þrettánda dag jóla 1954, Páll Sigurgeirsson, Jakob Tryggvason, Árni Bjömssotu Avarp til Akureyringa

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.