Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1954, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 08.01.1954, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 8. janúar 1954 JÓN INGIMARSSON, formaður iðjur félags verksmiðjufólks: Hvað þarf að gera iii þess að tryggja öllum arðvænlega atvinnu? Allt frá fyrstu tíð hafa verka- lýðssamtökin beitt áhrifum sínum og valdi, til þess að tryggja með- limum sínum næga atvinnu við arðvaenleg störf, jafnhliða því, sem þau hafa verðlagt vinnuna og bætt vinnukjörin, í samræmi við verð- lagsástand á hverjum tíma. Þessari viðleitni verkalýðsins eða baráttu' réttara sagt, hefur jafnan verið mætt með mikilli andstöðu hinna afturhaldssinn- uðu manna í þessu bæjarfélagi, sem ekki hafa verið trúaðir á það, að nein þörf væri á skipu- lagningu atvinnunnar. Því síður, að bæjarfélaginu sem slíku, bæri nein skylda eða knýjandi nauð- syn til að hafa afskipti af at- vinnumálunum og vinnuöryggi verkafólks, heldur væri einstakl- ingsframtakið þess fullkomlega megnugt að halda því í horfinu, og veita næga atvinnu á öllum árstímum. En verkafólk á Akureyri þekk- ir af reynslunni, að atvinna sú, sem hið marglofaða, svokallaða einstaklingsframtak, hefur átt að veita, hefur algerlega brugðist, og brugðist svo hrapallega, að jafn- vel þeir, sem hafa lofað það mest, vilja nú ekki við því líta, og eru hvað óðast að hreiðra um sig á skrifstofum bæjar og bæjarstofn- ana, útgerðarfélaga, hlutafélaga o. fl. o. fl., að ógleymdum þeim er raða sér á hina breiðu jötu rík- isins, og allt á þetta lið sammerkt í því, að vilja hafa sinn hlut á þurru, eins og það er kallað, og krefjast alls af öðrum. Hið árstíðabundna atvinnuleysi, sem við er að stríða hér á Akur- eyri, er mesta og erfiðasta vanda- málið, sem bíður nú úrlausnar, og það er erfiðast fyrir það, að van- rækt hefur verið að búa þannig í haginn fyrir komandi tíma, sem þurft hefði, þannig að aukning atvinnutækja hefði verið í sam- ræmi við vöxt bæjarfélagsins. Og þetta hefur orsakast af því, að alþýða manna hefur í alltof ríkum mæli treyst þeim óábyrgðu flokk- um, sem stjómað hafa bæjarmál- efnum imdanfama áratugi, og sem aldrei hafa haft trú á að hægt væri að gera neitt til fram- þróunar, er tryggt gæti næga at- vinnu handa verkafólki í þessum bæ, jafnt að sumri til sem að vetri, og skal eg tilfæra örfá en glögg dæmi: 1. Haustið 1932 gerði verkalýð- urinn á Akureyri kröfu til bæj- arstjómar Akureyrar um það, að hún léti smíða, þá um veturinn, 50 þús. tunnur í tunnuverk- smiðjunni, sem þá átti að standa ónotuð. Slíkt gekk ekki hljóða- laust af, eins og eldri menn mun reka minni til, en að lokum sam- þykkti bæjarstjórn þetta þó, að því tilskyldu að verkamenn ynnu verkið fyrir mikið lægri laun en þá giltu, sem verkamennirnir auðvitað neituðu. En þar sem aft- urhaldsmeirihluti bæjarstjórnar- innar trúði því, að ekki væri hægt að smíða tunnur hér á Akureyri nema verkamenn stórlækkuðu kaup sitt, vildi meirihluti bæjar- stjórnarinnar heldur efna til eins hins mesta verkfalls, sem hér hefur verið háð, heldur en að greiða verkamönnum réttmæt laun. Nú minnist enginn á það, að ekki sé hægt að smíða síldar- tunnur á Akureyri með því að greiða fullt, umsamið kaup. 2. Afturhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar, og fleiri háttsettir menn, trúðu því ekki, hvorki fyrir né eftir stríð, að hægt væri að gera út togara frá Akureyri með góðum árangri og fundu því allt til foráttu og töfðu fyrir framgangi þeirra mála með því vali sem þeir höfðu í bæjar- stjórninni, og nokkrir milistéttar- menn dönsuðu einnig villtir í þessari sömu trú, svo lengi sem fært var. Allir bæjarmenn vita nú hvaða björg togaramir hafa fært í bú og hvaða atvinnu þeir hafa veitt. enda minnist enginn á það leng- ur, að ekki sé hægt að gera út togara frá Akureyri. En oft var búið að fella þetta baráttumál sósíalista í bæjarstjómum hér, áður en það loks náði fram að ganga. 3. Nú er hafin barátta fyrir byggingu hraðfrystihúss, það er mál málanna í dag, það er mál, sem sósíalistar hafa tekið upp og ætla að berjast fyrir til sigurs. En hvað heyrum við, þegar rætt er um þau mál? Sama trúleysið og áður hjá ráðandi mönnum borg- araflokkanna í bæjarstjóm og hjá sumum harðvítug andstaða, sama sagan endurtekur sig sem fyrr. Því verður mér á að spyrja, getur nokkur sá alþýðumaður, sem hugsar um hag sinn og sinna, veitt þessum vantrúuðu og væru- kæru mönnum brautargengi lengur? Eg segi: Nei engan veginn, ef hann vill vera köllun sinni trúr og styðja meðbróður sinn í Iífsbaráttunni. Allri alþýðu er ljóst, að með byggingu hraðfrystihúss og starf- rækslu þess, jafnhliða fiskherzlu og söltun o. fl. vinnsluaðferðum, skapast mikil atvinna bæði handa körlum og konum, og færi þá langt til að vetraratvinnuleysið yrði úr sögunni. Og væru þá ekki mestar líkur fyrir því, að hægt yrði að létta af alþýðu manna þeim þungu sköttum og skyldum, sem nú herja hvert verkamanna- heimili og eru að sliga, jafnvel þá, sem hafa fasta atvinnu hvað þá hina, sem hafa stopula vinnu árið um kring og fleiri ár í röð. Hér þarf því að gera mikið átak til framfara og sköpunar atvinnu tækja, ef bæta á úr atvinnuleys- inu og stöðva flóttann úr bænum. Eg sagði í upphafi, að verka- lýðssamtökin hefðu beitt áhrif- um sínum og valdi til þess að tryggja meðlimum sínum meiri atvinnu. Þau ráð, sem verkalýðs- samtökin hafa gefið í þessum efn- um ,hafa reynzt giftudrjúg, og getur verkalýðurinn og samtök hans verið ánægð með þá áfanga sem náðst hafa, en ekki má nema staðar og leggja árar í bát. Áfram þarf að halda og með meiri djörf- ung og festu en áður, margt vandmaálið er enn óleyst, sem verkalýðurinn þarf að hafa af- skipti af, því að án hans verður trúlega ekkert gert í þeim efnum, og þess vegna þurfum við að standa betur saman en verið hef- ur, og við þurfum að gera meira: Við þurfum að átta okkur betur á þeirri staðreynd, að bæjar- stjómin er sá vettvangur þar sem um meiri háttar atvinnumál verður fjallað. Það er þess vegna, sem verkafólkinu og allri alþýðu er það brýnni nauðsyn en ef til vill nokkru sinni fyrr, að hafa þar fleiri fulltrúa, og því fleiri full- trúa, sem verkalýðurinn á þar, því fyrr og því betur verða þau vandamál leyst, sem nú steðja að alþýðu þessa bæjar. Hraðfrystihúsmálið á dagskrá bæjarstjórnar í gærkvöldi stóð yfir fundur í bæjarráði um frystihúsmálið og var honum ekki lokið er blaðið var fullbúið til prentunar. Bæjarstjórnarfundur verður n.k. þriðjudag kl. 5 og verður frysti- húsmálið væntanlega aðalmál þess fundar. Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins er í Hafnarstræti 88, gengið inn að sunnan. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f. h. og kl. 1—10 e. h. alla virka daga. Allir stuðningsmenn al- þýðulistans við bæjarstjórnar- kosningarnar eru hvattir til að hafa sem oftast samband við skrifstofuna, til þess að veita upplýsingar og taka að sér óleyst verkefni. Söfnun fyrir kosningasjóð listans er hafin og er framlög- um veitt viðtaka í skrifstof- unni og hjá ýmsum einstak- lingum. Allir til starfa fyrir sigri alþýðulistans. * MÍR Samkoma í Ásgarði sunnu- daginn 10. janúar kl. 4 e. h. Sýnd verður kvikmyndin: LÍFIÐ í SKÓGUNUM. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. - Iðnaðarmennirnir og bæjarstjórnar- kosningarnar Framhald af 1. síðu. járniðnaðarmanna, Jóhannes G. Hermundss., trésmíðameistari, Lár- us Björnsson, trésmíðameistari og Eyjólfur Árnason, gullsmiður. Við þessa valinkunnu iðnaðar- menn og við samtök iðnaðarmanna mun Sósíalistaflokkurinn hafa samráð og samstarf um öll hags- munamál þeirra og ættu nöfn þeirra fulltrúaefna, sem hér hafa verið nefnd, að nægja til þess að sýna það að iðnaðarmenn treysta Sósíalistaflokknum til þess að standa á rétti þeirra og að hann mun verða þess trausts verðugur. Akureyri! Nágrenni! Höfum fyrirliggjandi yfir 40 teg. af fata- og dragtar- efnum — spönfik, ensk, pólsk, sænsk efnl. Veljjð ykkur efnið þar sem úrvalið er mest. Saumum einnig úr tillögð- um efnum. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar, Landsbankahúsinu 3. hæð. Sími 1596. |! Viðtalstími minn á Sjúkrahúsinu er kl. 2-3 e. h. alla virka daga nema laug-í; ardaga kl. 11.30-12.30 f. h. - Sími 1405 j| Gengið inn um norðausturdyr. GUÐM. KARL PÉTURSSON. ; Stpóm MÍR. Móðir okkar MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hríseyjargtu 8, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar 1. jan- úar síðastl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 9. þ. m. kl. 2 e. h. Böra og tengdabörn. Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Námskeið halda áfram í skólanum eftir áramót, í mat- : j: reiðslu, fatasaum og sniðteikningu. Upplýsingar veittar í síma 1199. j VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR. Skattstofa Akureyrar !; veitir aðstoð við að útfylla skattaframtöl alla virka daga frá :; kl. 10—12 og 1.30—7 til loka janúarmánaðar. Síðustu viku !; mánaðarins verður skattstofan þó opin til kl. 10 á kvöldin. 1; Athygli framteljenda skal vakin á því, að hin nýja gerð j; af framtalseyðublöðum gerir ráð fyrir mikið nákvæmari jj upplýsingum um flesta hluti en áður. Þeim, sem ætla að fá jj aðstoð á skattstofunni er því bent á, að hafa með sér allar j: þær upplýsingar, sem með þarf til þess að hægt sé að gera !; skýrsluna með nákvæmni. !; Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á árinu, !; eru áminntir um að skila launaskýrslum fyrir 15. þ. m. ; j Þeir sem ekki hafa fengið eyðublöð send heim til sín fyr- jj ir 10. þ. m., eru beðnir að vitja þeirra til skattstofunnar. !; Þeim, sem ekki skila framtölum fyrir 31. þ. m. verður ;j gerður skattur. !; Akureyri, 5. janúar 1954. Skattstjórinn á Akureyri. ; j Hallur Sigurbjörnsson j: settur. 1

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.