Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 1
vERKflnurouRifin XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 15. janúar 1954 2. tbl. Stuðningsmenn C-LISTANS! Hafið stöðugt samband við kosn- ingaskrifstofuna í Hafnarstræti 88. Kotnið og veitið upplýsingar og fáið upplýsingar varðandi starfið fyrir alþýðulistann. Sjómennirnir og bæjarstjórn- arkosningarnar Sjómannastéttin er vax- andi stétt hér í bænum. Þótt bátaútvegur hafi hér dregist saman að miklum mun síð- ustu áratugina hefur, með tilkomu togaraútgerðarinn- vaxið upp í bænum stór hópur ungra og vaskra sjó- manna, sem á engan hátt gefa stéttarbræðrum sínum annars staðar eftir, að harð- fengi og skyídurækni og sem nú leggja einna drýgstan hlut af mörkum til framfæris bæj arféíaginu og íbúum þess. Sjómarmastéttin er, að verðleikum, lofuð í rasðu og riti — við hátíðleg tækifæri — en þegar á reynir vilja þeir gleymast þeim, sem hæst gala. Nægir i þv'i sam~ bandi að nefna þá hörðu baráttu sem togarasjómenn- irnir hafa orðið að heyja til að knýja fram lágmarks- hvíldartíma og mannsæm- andi kjör. Nú við bœjarstjórnarkosn- ingarnar hafa sjómennirnir fíka gleymzt ölfum fíokkum nema Sósíafisfafíofcknum. — Enginn sjómaður hefur fund izt verðugur eða viljugur til þess að skipa sæti á lista þeirra flokka, sem á undaníörtmm éira- tugum hafa streitzt gegn ölíum hagsmunamálum sjómanna- stéttarinnar. C-LISTINN hefur í öðru öruggu sæti sírtu eirm reyndasta forustumann íslenzkra sjómanna, Tryggva Helgason, mann sem hefur írá æskuárum og til þessa dags stundað sjómennaku á flestum tegundum fiskiskipa og gjörþekkir kjör sjómanna. Tryggvi hefur nú í nœr ruftuáu ér verið formaður Sjómanna- fétags Akureyrar og átt mikinn og oft stærstan hlut að sigrum sjómannastéttarinnar í kjarabaráttu hennar á því tímabili, allt frá því að hann hóf brautryðjendastarf sitt um kauptryggingar síld- veiðisjómanna 1936 og til þess er 12 stunda hvíldartíminn á togurunum náðist fram. Og erm, er þetta er ritað, aitur Tryggvi við samningaborð tyrir bátasjómermina, sem nú eiga lífskjör sín að verja fyrir atvinnurekendum og ríkisstjórn aiturhaldsins. í 7. sæti C-listans er Ólafur Torfason, 1. vélstjóri á togaran- um Kaldbak, einn hinna ungu togarasjómanna, sem vaxið hafa af verkum sínum og reynst hlutgengir til hinna vandasömustu ábyrgðarstarfa. Vinsælt maður og ágætlega metinn af atarfs- bræðrum og óðrum sem til hans þekkja. Er C-listanum að þvi mikill styrkur að hafa svo ágætan fulltrúa togarasjómanna ofar- lega við fulItTÚakjörið. Sjómenn! Sameinist allir sem einn um C-LISTANN. X C Breytingarlillögur bæJarfulllrúa Sósíal- istailokksins viS fjárhagsáætl. bæjarins Leggja til að gjaldaliðir verði lækkaðir um kr. 342.000, fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði að- eins innheimtur með 100% álagi í stað 400 og 500 þús. kr. varið til frystihúsbyggingar \ff++++**~+++++>S++-+-P*+++++^ Góðar viðskiptahorfur við Austur-Evrópu Horfur eru nú á, að viðskipti íslendinga við Austur-Evrópu verði meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr.- í Reykjavík er nú stödd samninganefnd frá Póllandi og eru líkur fyrir því að viðskipti okkar við það land verði meiri en áður. Von er á innan skamnw íamn- inganefnd frá Rúmeníu, en við skipti hafa ekki verið við það land að undanförnu. Heyrzt hef- ur, og segjast sunnanblöðin hafa fyrir því góðar heimildir, að meðal þess sem Rúmenar vilji af okkur kaupa sé 10 þús. tonn af freðfiski. Bæjarfulltrúar Sósíalistaflokks- ins hafa borið fram tillögur sínar til breytinga á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Eru þessar helztar: Fasteignaskatturinn. Hinn ósanngjarni fasteigna- skattur af íbúðarhúsnæði verði lækkaður niður í 100% álag, en hann hefur nú í tvö ár verið inn- heimtur með 400% álagi, án alls tillits til efnahags, nema hvað smáleiðrétting fékkst nú í vetur varðandi skatt þeirra sem lifa af elli- eða örorkubótum og ekki greiða útsvör. Áttu þeir Björn Jónsson og Jón Ingimarsson frumkvæði að þessari leiðrétt- ingu. Fulltrúar Sósíalistaflokksins vilja hins vegar að fasteignaskatt- ur af öðru húsnæði en íbúðarhús- næði verði a. m. k. enn um sinn innheimtur með fullu álagi. Hraðfrystihúsið. Tekinn verði upp á fjárhags- áætlunina nýr liður: Til bygging- ar hraðfrystihúss kr. 500 þús. Þar af verði kr. 200 þús. fengið með lækkunum á öðrum gjaldliðum, en kr. 300 þús. fengið að láni. Bæjarfulltrúar Sósíalistaflokks- ins hafa flutt tillögur í þessa átt tvö"sl. ár, en til þessa hafa þær verið felldar í bæjarstjórn með atkv. Framsóknar og Ihalds- manna, annarra en Helga Páls- sonar. Vitað er að ekki verður unnt að ráðast í hraðfrystihússbygg- ingu, nema aðstoð bæjarins komi til og gefst nú þeim meirihluta, sem til þessa hefur staðið í vegi fyrir framkvæmdum síðasta tæki færið áður en dómur almennings um afturhaldsstefnu þeirra fell- ur, til þess að leiðrétta að nokkru fyrir afglöp sín. Spamaður í rekstri bæjarins um 342 þús. Til þess að vega í móti gjalda- liðnum til frystihússins og að verulegu leyti einnig á móti lækkun fasteignaskatts af íbúðar- húsum, leggja bæjarfulltrúar flokksins til að lækka ýmsa gjaldaliði um samtals kr. 342.000.00. Samkv. áætluninni er gert ráð fyrir að skrifstofukostnaður bæj- arins hækki um 80 þús. kr. vegna flutnings í hinar nýju og glæsi- lega búnu skrifstofur í Lands- bankahöllinni. Áður en þangað var flutt var þvi hiklaust haldið fram af Steinsen bæjarstjóra og stuðningsmönnum hans að þrengsli og illur aðbúnaður í fyrri skrifstofum gerði nauðsyn- legt að hafa mun fleira starfsfólk en unnt væri að komast af með ef vel væri að starfsliðinu búið. Reyndin ætlar að verða önnur í höndum Steinsens, Framsóknar og íhaldsins. Sífellt er fleirum raðað við borðin, að því er bezt verður séð í fullkomnu hófleysi, þar sem störfin ættu að léttast við hið ákjósanlegasta húsnæði. Sósíalistarnir leggja því hiklaust til að bruðlið verði stöðvað og þessi kostnaður lækkaður um 50 þús. kr. Þá er lagt til að störf heilbrigð- isfulltrúa og framfærslufulltrúa verði sameinuð og þannig spöruð laun heilbrigðisfulltrúa, enda liggur fyrir tilboð frá heilbrigðis- fulltrúanum, Kristni Jónssyni, um aS gegna báðum þessum störfum fyrir sömu laun og Sveini Bjarnasyni eru nú greidd fyrir framfærslufulltruastarfið. Þessu tilboði hefur enn aldrei verið svarað af bæjarstjórn. Þá telja bæjarfulltrúar Sósíal- istaflokksins að unnt sé, án til- finnanlegra skaða að lækka áœtl- aðan kostnað við jarðeignir úr 200 þús. í 150 þús. mælingar og skipulagningu úr 80 þus. í 40 þús., ráðstöfunarfé garðyrkjuráðu- nauts úr 200 þús. kr. í 175 þús. (og er þó hækkaður um 35 þús. frá fyrra ári) og reksturshalla sjúkrahussins úr 360 þús. í 300 þús. Ennfremur leggja þeir til að framlag til hins nýbyggða fjórð- ungssjúkrahúss verði lækkað úr 500 þús. kr. í 400 þús., með tilliti til þess að byggingin er nú komin upp og bæjarbúar hafa á hverju undanfarinna ára orðið að bera Vz millj. kr. í útsvörum vegna byggingarinnar. Mun flestum f innast að mál sé að létt sé Örlitið á í þessu efni. Vafalaust væri gott eitt um það (Framhald á 6. síðu). Theódóra Þórðardóttir: Tryggjum Guðrúnu Guðvarðar- dóttur sæti í bæjarstjórn í sambandi við bæjarstjórnar- kosningarnar, sem nú fará í hönd hér á Akureyri, vil eg leyfa mér að benda kjósendum á, aS viS burtför Elisabetar Eiríksdóttur úr bæjarstjórninni, þurfum viS umfram allt aS fá konu, sem fylhr hennar sæti þar og þaS má ekki vera nein meSalkona, því aS viS vitum öll hér í Akureyrarbæ að Elísabet skipaði það sæti með mestu prýði. Nú vill svo vel til að við höfum konu í kjöri við þessar kosningar, Guðrúnu GuSvarðar- dóttur, sem hefur sýnt það í verki að hún er því starfi vaxin að vera fulltrúi Akureyrarbæjar. Hún hefur í mörg ár verið í stjórn Verkakvennafélagsins Eining og ætíð verið í broddi fylkingar þeg- ar bæta hefur þurft kjör verka- kvenna í bænum, auk þess hefur hún um árabil átt sæti í fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna hér í bænum og er nú formaSur þess, svo aS nokkuS sé nefnt af störf- um hennar. Alls staSar hefur hún komið fram sem fulltrúi verka- lýðsins og sýnt að hún hefur bæði hæfileika og þrek til að skipa þar forustu. Nú vil eg spyrja ykkur, góðir kjósendur, höfum við ráð á að sniðganga þessa konu, sem hefur sannað okkur hæfileika sína. Sér- staklega vil eg beina máh mínu til kvennanna, því að það ætti að vera okkur metnaðarmál að hafa konu í bæjarstjórn, og það konu sem viS vitum að verður stétt okkar til sóma og bænum til vel- farnaðar og sem mun vinna ámóti öllu afturhaldi í hvaða mynd sem er. Eins og hún vinnur á gull- smíSavinnustofu sinni dýrasta málminn, mun hún vinna það bezta úr hverju máli sem hún f jallar um til hagsbóta fyrir vinn- andi menn og konur þessa bæjar, en sneiða hjá soranum. Sýnum nú dómgreind okkar við bæjarstjórnarkosningamar og tryggjum Guðrúnu Guðvarðar- dóttur sæti þar. Theódóra ÞórSardóttir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.