Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 1
VERKfltHflÐURiflfl XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 22. janúar 1954 3. tbl. Fjárhagsáætlun bæjarstjórnar-afturhaldsins: £. Úfsvör og fasteignaskattur 9 milljónir 965 þús. kr. Ekkert má spara nema framlög til verklegra framkvæmda Fjárhagsáætlunin samþykkt með aðeins 7 atkv. gegn 4 atkv. Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins Kosningasjóðurinn Söfnunin í kosningasjóð Sós- íalistaflokksins er nú hafin af fullum krafti. Eins og ávailt endranœr verðum við að treysta á, að nægilega margt alþýðufólk vilji leggja okkur lið og leggja fram nægilega mikið til að standa straum af kosningunum. Ihaldið ætlar að verja í þessar kosningar hundruðum þúsunda króna. Það treystir því, að geta sigrað í krafti auðs síns. Framsókn hefnr líka að baki sér aðila, sem ekki munar um smáupphæðir, og kratar reyna að telja fólki trú um, að kosningabarátta Sósíalista- flokksins sé kostuð af Sovét- ríkjunum!!! (Skyldi Bragi ekki hafa komið alveg tómhentur úr Ameríkuferðinni?) Sósíalistar! Herðið söfnunina í kosningasjóðinn og tryggið flokki alþýðunnar það fjár- magn, sem til þess þarf að svara árásum andstæðinganna sem vert er. Sósíalistaflokkur- inn þarf ekki að verja til kosn- ingabaráttunnar neinum þeim upphæðum, sem andstæðing- amir myndu telja lágmark til reksturs kosninga, en nokkiu- kostnaður er óhjákvæmilegur, og alþýðan hefur ekki til ann- arra að leita en sjálfrar sín. Hún mun ekki bregðast flokki sínum nú fremur en endranær Aðalfundur V erkamannaf élagsins á sunnudaginn Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu næstk. sunnudag. Fara þar fram venjuleg aðal- fvmdarstörf, svo sem kosningar í stjóm, trúnaðarmannaráð og aðrar trúnaðarstður félagsins og félagsmál verða rædd. Mjög er áríðandi að allir verka- menn, sem heima eru, komi á fundinn. Sjá nánar í augl. í blaðinu í dag. Frá MÍR Kvikmyndin Lífið í skógunum verður sýnd aftur n.k. sunnudag kl. 4. Hafa margir af félögum MÍR óskað eftir að sjá hana aftur, auk þeirra, sem ekki gátu séð hana er hún var sýnd hér um fyrri helgi. Þessi einstæða mynd verður ekki sýnd hér oftar og þeir, sem hafa hug á að sjá hana, ættu ekki að sleppa þessu tækifæri. x C-listinn Á bæjai-stjórnarfundi sl. þriðju- dag var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfii'standandi ár afgreidd með 7 aíkvæðum íhalds og Fram- sóknar gegn 4 atkvæðum vinstri flokkanna. Afturhaldsflokkarnir reyndust samhentari en nokkru sinni fyrr um að fella allar sparn- aðartillögur bæjarfulltrúa sósíal- ista og Alþýðuflokksmanna, sem samtals námu um hálfri milljón kr. og einnig allar tillögur þeirra um framlög til verklegra fram- kvæmda og um leiðréttingu á fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði. Mun fjárhagsáætlun bæjarins aldrei hafa verið afgreidd með jafn fáum atkvæðum. Bæjarfulltr. Sósíalista- og Al- þýðuflokksins deildu fast á meiri- hluta bæjarstjómar fyrir meðferð hans á fjárreiðum bæjarins, óljós- ar eða villandi upplýsingar og áætlanir, tillitsleysi við útsvars- og skattgreiðendur og þröngsýni varðandi atvinnulíf bæjarins. Gerðu fulltrúar afturhaldsflokk- anna ýmist að blikna eða blána undir ræðum þeirra og gátu htla björg sér veitt. Spamaðartillögumar. Bæjarfulltrúar Sósíalistafl. báru fram eftirtaldar tillögur til lækk- unar gjaldahða: Skrifstofukostnaður bæjarins lækki um kr. 50 þús. í kr. 350 þús., sem þó er kr. 76 þús. hærri en árið 1952. Bentu fuhtrúarnir á að sú hækkim væri ærið nóg, þar sem starfsskilyrði öh væru nú stórum betri en áður og ýmsir starfsmenn bæjarins, svo sem byggingafulltrúi og garðyrkju- ráðunautur hefðu mjög litlum störfum að gegna mikinn hluta ársins og gætu því auðveldlega unnið að verulegu leyti á skrif- stofunum. Þá lögðu þeir til að störf heil- brigðisfuUtrúa og framfærslufull- trúa yrðu sameinuð og þannig sparaðar kr. 17 þús. Þessa tiUögu töldu íhalds- og FramsóknarfuU- trúamir réttmæta, en felldu hana samt, „af því að Sveinn er orðinn svo gamall.“ Bæjarstjómarmeirihl. lagði tU að reksturshalli sjúkrahúss yrði áætlaður kr. 360 þús. og framlag til byggingar þess yrði enn í ár hálf millj. kr. Ekki hafði bæjar- fulltrúum samt verið gefinn kost- ur á að sjá neinar áætlanir þessu viðkomandi og enn í dag, eftir að i bygging sjúkrahússins hefur stað- ið í 8 ár, liggur ekki fyrir nein skUagrein um bygginguna eða kostnað við hana, en samt er bæjarfuUtrúum ætlað að sam- lykkja blindandi mihjón eftir miUjón úr vösum borgaranna. Þrátt fyrir þá hvUu sem dregin er yfir þessi útgjöld, bárust böndin að því í umræðunum að reksturs- hallinn væri að líkindum áætlað- ur 70—100 þús. kr. of hár og að tillaga Sósíalistanna um 60 þús. kr. lækkun væri á fullum rökum reist. Þá töldu þeir að ekkert rétt- læti né hagsýni væri í því að byggingarkostnaður sjúkrahúss- ins yrði að fuUu greiddur á ör- fáum árum og að leita yrði eftir lánum tU þess að geta dreift hon- um á lengri tíma og lögðu því tU að framlag, fengið með útsvörum yrði lækkað niður í kr. 400 þús. AUar þessar spamaðartillögur voru feUdar með 7 afturhaldsat- kvæðum. Alþýðuflokkurnn lagði m. a. tU að lækkað yrði framlag vegna ó- skUgetinna barna úr kr. 400 þús. í kr. 300 þús. Eftir að sannað var að upphæðin væri aUt of hátt áætluð treystust meirihlutamenn ekki annað en verða við þessari tiUögu að hálfu leiti. Enn lögðu þeir tU að embætti framfærslu- fulltrúa, bæjarverkstjóra og byggingarfuUtrúa yrðu öll lögð niður. Voru þær tillögur aUar feUdar. Frystihúsið. Bæjarfulltrúar Sósíalistafl. lögðu til að ákveðið yrði kr. 500 þús. kr. stofnframlag til byggingar hraðfrystihússins og yrðu kr. 200 þús. af þeirri upp- hæð fengin með sparnaði á þeim liðum ér áður getur en kr. 300 þús. yrðu teknar að láni. Sem varatillögu lögðu þeir til að öll upphæðin yrði tekin að láni. Þótt aðeins væru liðnir 4 dagar frá því að bæjarráð samþykkti að veita frystihússmálinú allan stuðning sem unnt væri stóðu afturhalds- fulltrúamir allir saman um að fella þessa nauðsynlegu og sjálf- sögðu tiUögu. Fulltrúar Alþýðu- flokksins einir greiddu henni atkv. með flutningsmönnum. Fasteignaskatturinn. Sósíalistamir lögðu tU að leið- rétt yrði nú það ranglæti, sem hvergi viðgengst á gervöUu land- inu, að fasteignaskattur af íbúð- arhúsnæði sé innheimtur með 400% álagi, en ekkert bæjarfélag hefir enn ^arið hærra en í 200%. Lögðu þeir tU að skatturinn yrði lækkaður í 100% af íbúðarhúsum og tU vara í 200%. I sambandi við þetta mál gerð- ist það athyglisvert að fulltrúar Alþýðuflokksins, sem á sinum tíma samþykktu skatthækkunina snéru nú við blaðinu og stóðu með Sósíalistunum um leiðrétt- ingu og enginn afturhaldsfulltrú- anna treystist að lokum til að mæla henni bót, en töldu að vegna „lögfræðilegra vandkvæða“ yrðu bæjarbúar að bíða eftir leiðréttingu, „meðan gaumgæfi- leg athugun færi fram!!!! Þegar verið var að leggja skatt- inn á stóð „hin gaumgæfilega at- hugun“ í tæpar 5 mínútur, en nú þarf minnst eitt ár tU athugunar á því hvort hægt sé að leiðrétta að nokkru ranglætið. Meðan verða bæjarbúar að bíða — og borga. Sundhöllin. Vi ðafgr. fjárhagsáætlunarinnar var samþ. með atkv. allra bæj- fulltrúa að taka kr. 400 þús. kr. lán tU sundhallarinnar auk 100 þús. kr. framlags. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt lánsheim- ild í þessu skyni og var þessi breyting því aðeins staðfesting á fyrri ákvörðim. Fjárhagsáætlunin í heUd ber allri bæjarmálastefnu Ihaldsins vitni. Þrátt fyrir það að Akureyri (Framhald á 4. síðu). Óttinn við stórsigur C-listans í bæjarstjórnarkosningunum 31. jan. setur nú öllu öðru fremur svip sinn á áróður andstæðing- anna, bæði í ræðu og riti. Þessi ótti lýsir sér m. a. í þeirri lát- lausu ástundun, sem þeir leggja á sig til þess að reyna að telja fólki trú um að C-listinn hafi enga möguleika á því að fá þrjá menn kjörna af lista sín- um og þar með tryggja Guð- rúnu Guðvarðardóttur sæti í bæjarstjóminni. Staðreyndin er þó sú, að sé miðað við síðustu bæjarstjórn- arkosninga vantar C-listann aðeins 80 atkvæði tU að fá þrjá menn kjörna. Sé aftur á móti miðað við síðustu Alþingis- kosningar lítur dæmið þannig út: Alþýðuflokkur 518 atkv. Vant- ar 42 atkv. til að ná 2 full- trúum. Framsóknarfl. 877 atkv., hefur 37 atkv. umfram 3 fulltrúa. Sósíalistafi 630 atkv., hefur 70 Þjóðvarnarforingi uppvis að stór- hneyksli ínu i viKiumi gerousi pai. uouuu að aoaueiotogi Pjoo- varnarilokkshis í bæjarmáium Heykvíkinga, Bárður Uaniels- son, hraktist úr tramboOi, upp- vis aó stórhneyksli, fjárpiogs- startsemi og misnoiKun a op- inberu trúnaöarstarti. nann neiur starfao a undaniornum arum sem tastur starismaOui Kaforkumálaskrifstofunnar og haiói þaó verkefni aö veita bænduin hlutlausar ieiObem- ingar um vatnsrafstöóvar, annast mæiingar fyrir þá og íyigjast með uppsetnmgu stöóvanna. Þessa aðstöðu not- aói hann til að selja bændum véiar sem hann hafði umboö iyrir, og hirti sjálfur 6—7% í ágóðahlut! Þessa gróðastarf- semi stundaói hann í viimu- tíma sinum sem opinber starfs raaður og gaf meira að segja upp síma Kaforkumálaskrif- stofunnar sem heildsölusíma sinn! Ágóðahlutur hans af hverri vél sem hann seldi gat numið 12—15 þús. króna. Tíminn skýrði frá þessu stórhneyksli nú í vikunni og sá Þjóðvamarflokkurinn sér ekki annan kost vænstan en að losa sig við þennan leiðtoga sinn í bæjarmálum Keykvík- inga; má þannig segja að hrun Þjóðvamar hefjist á eftir- minnilegasta hátt fyrir bæjar- stjórnarkosningar! Þeim velmeinandi Akureyr- ingum, 270 að tölu, sem á sL sumri köstuðu atkvæðum á Bárð Daníelsson, í þeirri góðu trú á að hann og flokksbræður hans mundu berjast fremstir gegn allri spillingu í opinberu lífi, mun nú, að fengnum nýj- ustu fréttum af þessum fram- bjóðanda, flestum hrjósa hug- ur við þeim blekkingum, sem þeir hafa veríð beittir. atkv. umfram 2 fulltrúa. Sjálfstæðiefl. 1400 atkv., ekkert atkv. umfram 5 fulltrúa. Þjóövarnarfl. 270 atkv., skortir 10 atkv. á 1 fulltrúa. Um það virðast nær allir sammála að Þjóðvarnarfl. sé nú algeriega dæmdur úr leik og komi engum fulltrúa að. Er því öllum heilskyggnum mönnum augljóst að SÓSÍALISTA- FLOKKURINN EINN ALLRA FLOKKA HEFUR MÖGU- LEIKA Á AÐ VINNA SÆTI OG FELLA ÞAR MEÐ EINN ÍHALDSFULLTRÚA Alþýðuflokkurinn hefur þeg- ar viðurkennt þá staðreynd að hann hafi enga möguleika á að vinna sæti. Eina leið frjáls- lyndra kjósenda til þess að leggja atkvæði sín á vogarskál framfarastefnu í málefnum bæjarins, er því sú, að fylkja sér um alþýðulistann, C-list- ann. Og með degi hverjum verða þeir fleiri, sem slíka ákvörðun taka. Sigurhorfur C-lislans

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.