Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 3
Föstudginn 22. janúar 1954 VERKAMAÐURINN s s Guðrún Guðvarðardóttir: Blómlegt athafnalíf og velmegun eða kyrrsfaða og atvinnuleysi Konurnar í bænum geta ráðið um það úrslitum, hvort verður hið ráðandi afl að kosningum lokn- um, hin raunhæfa og framsækna stefna C-listans eða gamla afturhalsstefnan Ræða Guðrúnar Guðvarðardóttur, formanns Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna, á kvennafundi C-listans síðastliðinn þriðjudag Atvinnulífið er undirstaða || Hr« '1 l Hraðfrystihúsið væri komið upp, ef Sósíal- istaflokkurinn hefði ekki tapað einum full- trúa við síðustu bæjarstjórnarkosningar Eins og bæjarbúum er kunnugt, fékk Sósíalistaflokk- urinn aðeins 2 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Akureyrar í síðustu bæjastjórnakosningum, en hafði áður 3, en ef til vill hafa menn ekki gert sér ljóst, hvað þetta tap hef- ur skaðað þá mikið. I»að er sem sé staðreynd, að ef Sósíal- istaflokkurinn hefði einnig þá fengið 3 fulltrúa kjörna, væri hraðfrystihús nú komið upp í bænum og tekið til starfa. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 1952, fluttu bæjarfulltrúar Sósíalistaflokksins tillögu um, að tekið yrði upp á fjárhagsáætlun kr. 500.000.00 til byggingar hraðfrystihúss. ÞESSI TILLAGA VAR FELLD MED EINS ATKVÆÐIS MUN. Það munaði atkvæði fulltrúans, sem Sósíalistaflokkurinn tapaði til íhaldsins 1950. Ef tillagan hefði verið samþykkt, er öruggt, að hafizt hefði verið handa um byggingu hraðfrystihúss á því eða næsta ári. Þessi staðreynd ætti að vera alþýðu bæjarins bending um, hvernig hún á að verja atkvæði sínu í samræmi við hagsmuni sína 31. janúar næstkomandi. Hún á að kjósa x C allt annað er í ósamræmi við lífsafkomu hennar og atvinnumöguleika. Eimskipafélag íslands 40 ára þjóðfélagsins. Á þingi Alþýðusambands Norð- urlands, sem háð var hér á Akur- eyri í nóvember í haust, var flutt stutt skýrsla frá hverju félagi, sem fulltrúa átti á þinginu. Aðal- inntakið í öllum þessum skýrsl- um var nákvæmlega það sama: ásandið í atvinnumálunum, og hvar og hvenær sem alþýða manna er saman komin til að ræða og skipuleggja sina faglegu eða pólitísku baráttu, er sömu sögu að segja, ástandið í atvinnu- málunum er þar ævinlega efst á baugi. Þetta er í alla staði eðlilegt, því að atvinnan er ekki aðeins imdirstaðan í lífi einstaklinganna, heldur engu síður sá grundvöllur, sem öll þjóðfélagsbyggingin er reist á. Gleggsti vottur þess að einu bæjarfélagi sé vel stjórnað og þar sé gott að búa, er blómlegt at- vinnulíf, almenn velmegun og mikil og fjölbreytt félagsstarf- semi. | • Fyrsta skylda bæjarfélaganna. 1 fljótu bragði virðist manni því, að fyrsta skylda hverrar bæj- arstjómar sé sú, að sjá svo um að hver einasti vinnufær maður hafi verk að vinna við arðbær fram- leiðslustörf. Manni gæti jafnvel dottið í hug að samkeppni mynd- aðist milli hinna ýmsu staða á landinu um það, að búa sem bezt að sínu fólki, til að koma í veg fyrir að missa það til annarra staða, þar sem betur væri að því búið. Því miður eru þetta nú aðeins draumórar, og veruleikinn, sem við horfumst í augu við allur annarr. I, Vaxandi búferlaflutningar úr bænum. Samkvæmt upplýsingum skatt- stofunnar var íbúatala Akureyrar eftir manntali 1952: 7682 menn. Þar af voru ca. 420, sem aðeins voru staddir hér um stundarsakir, en 7262 áttu þá lögheimili hér í bænum. Eftir manntalinu í haust er íbúatalan 7620 eða 62 færri en árið áður, en tala þeirra, sem ekki eiga hér lögheimili, er líka aðeins lægri, svo að fækkunin þarf ekki að vera nema 40—50 manns. Á síðasta ári fékk um 250 manns flutningsvottorð frá Sjúkrasam- lagi Akureyrar og koma þó ekki öll kurl til grafar þar, því að allt- af er nokkur hópur, sem ekki hirðir um að fá slíkt vottorð. — Þessar tölur sýna ískyggilega þróun, sem öll miðar í þá átt að fólk flytji í stórum stíl og vaxandi mæli burt úr bænum og taki sér bólfestu annars staðar, og þú að- allega sunnanlands. Orsakir slíkra flutninga eru að langmestu leyti betri efnahagsleg afkoma annars staðar, því að þegar heim- ilisfaðirinn er farinn að sækja at- vinnu sína að stórum hluta á annað landshorn, er næsta skrefið vanalega það, að reyna að flytja með fjölskylduna þangað, sem at- vinnan er meiri. Stefna okkar. Til að koma í veg fyrir þennan flótta vinnandi fólks úr bænum, er aðeins til ein leið. Sú leið að skapa hér athafnalíf, sem tryggi öllu vinnandi fólki atvinnulegt öryggi, og geri atvinnuleysis- drauginn útlægan um alla fram- tíð. , Stefnuskrá Sósíalistaflokksins í bæjarmálum Akureyrar næsta kjörtímabil er samin með þetta höfuðmarkmið fyrir augum. Hún hefur verið birt í blaði flokksins með ítarlegri greinar- gerð, svo að eg mun aðeins drepa hér á aðalatriði hennar og það atriðið, sem höfuðáherzlan er lögð á, en það er bygging hrað- frystistöðvarinnar. Fyrir því máli hefur flokkurinn nú barizt í nokkur ár gegn sameinaðri and- stöðu íhaldsmeirihlutans í bæjar- stjórninni, en Tryggvi Helgason fulltrúi sósíalista vakti fyrstur manna máls á byggingu hrað- frystistöðvar. Héðan frá Akur- eyri eru nú gerðir út fimm togar- ar. Bygging fullkominns hrað- frystihúss myndi ekki aðeins ger- breyta atvinnuástandinu í bæn- um, heldur myndi það einnig tryggja afkomu togaranna og annarra skipa, sem héðan yrðu gerð út t. d. á togveiðar, og síðast en ekki sízt, stóraukar útflutn- ingsverðmæti aflans. Það er ekki fyrr en að kröfur bæjarbúa um aðgerðir í hraðfrystihússmálinu eru orðnar svo háværar að þær verða ekki hundsaðar, að bæjar- stj ómaraf turhaldið snýr við blað- inu. Nú þykjast þeir alltaf hafa verið málinu fylgjandi, bara verið að athuga sinn gang til að flasa nú ekki að neinu. Eins og sakir standa núna eru rví allar líkur til að hægt verði að knýja fram einhverjar aðgerðir í þessu stórmáli áður en langt líður. En þær aðgerðir verður fólkið sjálft að knýja fram með atkvæði sínu við bæjarstjórnar- kosningamar 31. janúar. Velmegun eða atvinnuleysi. Kosningarnar gefa okkur öllum gullið tækifæri til að taka af öll tvímæli um það, hvaða stefnu við viljum að fylgt verði í bæjarmál- unum næstu fjögur ár. í þessum kosningum er um það kosið hvort við viljum veita brautargengi hinni raunhæfu, framsæknu stefnu C-listans, með blómlegt athafnalíf og velmegun sem aðal- uppistöðu, eða gömlu afturhalds- stefnupnni, með kyrrstöðu í at- vinnulífinu, atvinnuleysi langa tíma úr árinu með öllum þeim hörmungum, sem því fylgja. Konumar og kosningamar. Fyrir okkur, alþýðukonumar, í þessum bæ er valið ákaflega auð- velt, og konurnar í bænum gætu &] veg ráðið úrslitum kosninganna, ef þær vildu leggjast á eitt. Við pessar kosningar eru 4485 manns á kjörskrá og þar af er rúmlega helmingurinn konur. Því miður hafa konurnar allt til þessa verið allt of tómlátar um opinber mál, enda óspart haldið fram af aftur- haldsöflum þjóðfélagsins að það sé ókvenlegt að konur láti slíkt til sín taka. Þeirra staður sé heima á heimilunum. Að þessi stærsti kjósendahópur eigi full- trúa í bæjarstjórn þykir svo óþarft, að enginn listi nema C- listinn hefur konu í sæti, sem til máli geti komið að hún nái kosn- ingu. Til þess að vinna bug á þessu rótgróna tómlæti kvennanna sjálfra og fá þær til að ganga út í kosningabaráttuna af þeim dugnaði og harðfylgi, sem þær vissulega eiga til í ríkum mæli, þegar þær vilja beita sér, verðum við fyrst og fremst að koma þeim í skilning um það, að pólitíK er ekki neitt fjarlægt, svífandi hug- tak, heldur mjög nærtækur veru- leiki. Pólitík, það er atvinna, þáð er matur að borða, föt að klæða sig í, hús að búa í. í rauninni er- um við daglega að greiða atkvæði, daglega að kveða upp dóma um gerðir þess fólks, sem við höfum falið forystu í málum okkar. Fólk bara veitir því ekki athygli og heldur að það sé ákaflega ópóli- tískt. Við förum kannske í búð og kaupum vöru, sem reynist bæði vond og dýr. Við látum óhikað í ljósi óánægju með slíkt og dæm- um þar með ástandið í verzlunar- og innflutningsmálunum. Við kaupum heldur íslenzka vöru en útlenda, þegar vörugæðin eru Á sunnudaginn, þann 17. þ. m., voru fjörutíu ár liðin frá stofmm Eimskipafélags íslands, en stofn- fundur þess var haldinn í Iðnað- armannahúsinu í Reykjavík þann dag árið 1914. Voru á fimdi þess- um samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn og var Sveixm Björnsson, síðar forseti íslands, formaður hennar. Fyrsti framkvæmdastjóri fé- lagsins var ráðinn Emil Nielsen og gegndi hann því starfi til árs- ins 1930 að núverandi fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Vil- hjálmsson, tók við því. Fyrstu skip félagsisn voru Gullfoss, sem kom til landsins 16. apríl 1915 og Goðafoss, sem kom til landsins 29. júní s. á. Þessi tvö skip voru samtals 2788 smálestir. Árið 1939 átti félagið 6 skip 8085 smál., en nú, 1954, 10 skip 25708 smál. Alls hefur félagið keypt eða látið smíða 17 skip síðan það var stofnað. þau sömu. Þar með höfum við lýst andúð okkar á innflutningi iðnaðarvamings, sem framleidd- ur er jafngóður hér heima. Þann- ig gæti eg nefnt ótal dæmi um pólitík í verki, sem afneitað er í orði. C-listinn boðaði til þessa fund- ar til þess fyrst og fremst að geta náð til sem allra flestra kvenna og fá ykkur til að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. Eg er ekki að kalla á ykkur til að berjast fyrir mig persónulega, heldur til að taka upp virka baráttu fyrir ykkar eigin málstað: meiri og ör- uggari atvinnu og betri efnahags- legri afkomu. Framboð mitt er ekki komið fram af persónuleg- um metnaði, heldur eingöngu sem virk þátttaka í þeirri baráttu, sem stétt mín heyr fyrir betri lífskjörum, hvort sem sú barátta er háð á hinu faglega eða pólitíska sviði. Skip félagsins fara nú árflega um 100 ferðir milli landa og um 50 ferðir milli hafna innanlands. Tekjur félagsins síðan 1915 hafa numið um 99 millj. króna. Þar af hefur 50 millj. verið varið til af- skrifta, 47 millj. lagðar í sjóði og 2 millj. farið til arðgreiðslu. Ágóðinn hefur numið um 14% af tekjum. Á skipum félagsins vinna nú um 300 manns og 100—200 í vöru- geymslum félagsins í Reykjavík. Alls eru því í fastri vinnu hjá félaginu um 500 manns og er þá meðtalið skrifstofufólk í Rvík og voru öllu þessu fólki greiddar um 40 milljónir króna í vinnulaun sl. ár. Hluthafar félagsins voru í árs- lok 1952 13340. Þar af áttu 12944 25—500 kr. hlut hver, en 346 stærri hluti en 500 kr. Hlutafé félagsins nemur alls um 1 millj. 680 þús. krónum. Hefjum öfluga sókn fyrir sigri C-listans. Tíminn til kosninganna styttist nú óðfluga og hver dagur, sem líður án þess að við hefjumst handa fyrir alvöru, er dýrmætt tækifæri, sem hefur gengið okkur úr greipum. Við skulum því strax á morgun byrja sóknina fyrir sigri C-listans á öllum vígstöðv- um, á vinnustöðvum, í heima- húsum og á sérhverjum stað, sem við getum komist í samband við fólkið. Ef við leggjum okkur allar fram, fáum fleiri í lið með okkur og látum ekkert tækifæri ónotað tii að vinna málstað okkar fylgi, þá skal okkur takast að gera 31. janúar að miklum sigurdegi fyrir málstað alþýðunnar í þessum bæ. x C-listinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.