Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudginn 22. janúar 1954 Sjómannadeilunni lokið: Fiskverðið hækkar um 16 prócent, i kr. 1,22 Útgerðarfélag Akureyringa undirbýi aukna skreiðarframleiðslu Samningarnir eru merkur áfangi í kjara- baráttu bátasjómanna Kl. 5 e. h. á mánudaginn náðist samkomulag milli deiluað- ilja í sjómannadeilunni og voru samningar þá undirritaðir með þeim fyrirvara að sjómannafélögin samþykktu þá. Aðalatriði samkomulagsins er að verð á bátafiski hækkar úr kr. 1,05 í kr. 1,22 eða um rúml. 16%, og slysabætur við dauða- slys verða tvöfaldaðar. Þessi úrslit eru ekki aðeins sigur sjómannasamtakanna hvað snertir haekkunina á fiskverðinu, heldur einnig er með þeim viður- kennd sú regla, að sjómenn séu sjálfir samningsaðiljar á hverjum tíma um verð fiskjarins. Þessi mikilvæga niðurstaða og gifturíkur árangur deilunnar, er fyrst og fremst að þakka fulltrú- um sjómannasamtakanna frá Ak- ureyri og Vestmannaeyjum, þeim Tryggva Helgasyni og Sig- urði Stefánssyni. „Verkalýðsforingjar“ Alþýðu- sambandsins og Alþýðuflokksins komu aftur á móti fram sem dragbítar í deilunni eins og venja þeirra er. Á Akranesi var gerð tilraun til klofnings imdir forystu Sigríks Sigurðssonar, formanns sjómannadeildar verkalýðsfélags- ins þar, en sem hindruð var af sjómönnunum sjálfum. Þeir vilja fá Martein Ýmsir munu hafa veitt því nokkra athygli hve Dagur lætur sér títt um Martein Sigurðsson, þótt með nokkuð öðrum hætti sé en ætla mætti, því að blaðið á varla nógu góð orð til um þennan fomvin sinn. Aðeins eitt þykir Degi illa farið, sem sé það, að Marteinn sé orðinn laumukomm- únisti!! og ætli að hafa samstarf við sósíalista, ef hann kemst í bæjarstjórn. Á þessu er hamrað blað eftir blað í þeirri veiku von að eitthvert mark verði á tekið og Marteinn kosinn í þeirri trú, að honum hafi farið svona mikið fram frá því að hann gengdi bæj- arfulltrúastarfi fyrir Framsókn- aríhaldið við þann orðstír að hann væri gangliprasta atkvæða- vél Jakobs Frímannssonar. Sannleikurinn er sá, að Fram- sókn vill fyrir hvem mun að Marteinn nái kosningu og að vinstri kjósendur verði blekktir til að tryggja afturhaldsflokkun- um þannig einn aukafulltrúa. Að þessu vinnur Dagur öllum árum og kann ekki að leyna því. Ágætur fundur kvenfélags sósíalista Kvenfélag sósíalista efndi til almenns kvennafundar í Ásgarði sl. þriðjudagskvöld. Fundurinn hófst með ávarpi form. kven- félagsins, Ingibjargar Eiríksdótt- ur, en síðan fluttu þær Guðrún Guðvarðardóttir og Elísabet Ei- ríksdóttir ræður um bæjarmálin og bæjarstjómarkosningarnar og Elísabet Geirmundsdkttir las upp þrjú frumsamin ljóð, og að lokum var sýnd falleg litkvikmynd frá Bajkalvatni. Fundurinn var vel sóttur og gerðu konur mjög góðan róm að máli ræðumanna og var greini- legt, að þær voru einhuga í að vinna ötullega að sigri C-listans. Á sunnudaginn birti Alþýðu- blaðið forystugrein, þar sem því var haldið fram, að sjómenn myndu sætta sig við kr. 1,25 fisk- verð, en kröfur þeirra voru kr. 1,30. Er grein þessi í blaði, sem vill telja sig málgagn verkalýðs, mjög vítaverð og svívirðileg til- raun til að rýra árangur samn- inganna og bein rýtingsstunga, þar sem vitað var að draga tók til úrslita í deilunni. Krafan um að sjómenn semdu sjálfir um verð fiskjarins var er þegar orðin sá bær á landinu þar sem útsvars- og skattabyrð- arnar eru þungbærastar fella fulltrúar þessara flokka allar til- lögur, sem fram eru bomar til þess að létta þessar byrðar og ekki nóg með það: jafnframt fella þeir allar tillögur, sem miða í þá átt að efla atvinnulífið og skapa bæjarbúum betri atvinnuskilyrði og þar með möguleika á því að geta uppréttir risið undir nauð- synlegum útgjöldum bæjarfélags- ins. Akureyringar, jafnt og aðrir, verða að horfast í augu við þá fyrst sett fram á sjómannaráð- stefnu árið 1951. Stjórn Alþýðu- sambandsins hefur legið á þeirri samþykkt og aðhafðist ekkert í málinu fyrr en sjómennirnir knúðu hana til þess með þeim ár- angri, sem nú er orðinn. Hörmulegt slys Það hörmulega slys varð hér í bænum sl. þriðjudag að lítið barn, Baldvina S. Guðmundsdóttir, Að- alstræti 23, drukknaði við Leiru- garðinn, þar sem hún var að leik ásamt fleiri bömum. 12 ára piltur, Ágúst Karlsson í Litla-Garði, kom þarna að og tókst honum að ná til telpunnar og hóf hann þegar lífgunartil- raunir, en þær tilraunir, svo og fullorðinna og lækna, er til voru kvaddir, reyndust áranðurslaus- staðreynd, sem aldrei verður þok- að, að atvinnulífið er undirstaðan, sem allt hvílir á. Þegar til lengd- ar lætur hlýtur sú stefna að van- rækja það, en viðhalda eða auka álögumar, sem það verður að standa undir að leiða til vaxandi atvinnuleysis og örbirgðar og sí- aukins fólksflótta úr bænum. Og það kynni jafnvel að fara svo að sumra þeirra afturhaldsfulltrúa, sem undirrituðu síðustu dagskip- un fráfarandi bæjarstjómar, um 10 milljón kr. álögurnar, biðu þau örlög flóttans sem þeir svo kappsamlega hafa verið að búa vinnadi fólki í bænum síðustu fjögur árin. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur sótt um og fengið ca. 25000 ferm. lands norðan Glerár og hyggst koma þar upp fiskhjöllum til viðbótar þeim sem félagið á nú þegar. Alls mun félagið hafa í hyggju að koma upp hjöllum fyr- ir um 3000 lestir af blautfiski. Tvennt mun einkum bera til að áhugi Ú. A. beinist í vaxandi mæli að skreiðarframleiðslu, hin ágæta reynzla sem þegar er hér fengin af þessari verkunaraðferð r I krafti atvinnurek- endavaldsins Framsóknarforingjarnir hér í bænum eru löngu landfrægir fyr- ir það að vilja helzt ekki þurfa að horfa upp á nokkurn mann í vinnu hjá fyrirtækjum þeim, sem þeir hafa hreiðrað um sig í, nema hann hafi eftirlátið þeim pólitíska sannfæringu sína. Eitthvað virð- ast þeir þó vera uggandi þessa dagana um að bresta muni í ein- hverju af þeim böndum, sem þeir telja sig hafa bundið menn í krafti atvinnurekendavaldsins, því að tvisvar í viku er Dagur nú með hnútasvipuna á lofti í formi þeirrar kenningar að enginn geti verið trúr samvinnuhugsjóninni eða samvinnufélögunum nema að hann játi Framsóknartrú. Dagur og hlauparar Framsókn- ar virðast vera búnir að gleyma því, að þeir tímar eru liðnir að hægt sé að skipa mönnum til kosninga eins og fénaði. Hver maður, sem einhvers metur manngildi sitt, kýs eins og sann- færing býður, jafnt hvort hann vinnur fyrir brauði sínu hjá sam- vinnufyrirtæki eða öðrum at- vinnurekendum. Og almenningur veit að samvinnustefnan er engin einkaeign nokkurra Framsóknar- foringja, heldur sameiginlegt mál allrar alþýðu manna hvað sem stjómmálaskoðunum líður. Hæra fiskyerðs krafizt í Noregi Samningar standa yfir um fisk- verð í Noregi. Krefjast fiskimenn lágmarksverðs sem svarar ísl. kr. 1,61 fyrir kíló slægðs og hausaðs þorsks. Fiskkaupmenn bjóða sama lágmarksverð og í fyrra kr. 1,33, en raunverulegt verð var þá að meðaltali kr. 1,77. Hér á ís- landi var þá verðið fyrir slægðan þorsk og hausaðan kr. 1,37 eða 40 aurum lægra en í Noregi. í nýafstöðnum samningum hér var samið um kr. 1,59 eða tveim aur- um lægra verð en það sem farið er fram á að verði lágmarksverð í Noregi. Þar er hins vegar venjulega ravmverulegt verð fyr- ir fiskinn allmiklu hærra en lág- marksverðið. og einnig það að nú horfir nokkru vænlegar en áður um að hér verði komið upp frystihúsi En fram- leiðsla skreiðar og upplag í frysti- hús er mjög hagkvæm samtímis. Lýgin er jafngóð, hvaðan sem hún kemur Haukur litli lepur í síðasta Degi upp nauðaómerkilega lýgi Alþýðublaðsins um að Þjóðvilj- inn hafi birt mynd af Jónasi Ámasyni í peysu!!! og leggur svo út af í löngu máli. Jónasi skal látið sjálfum eftir að svara Hauk svo sem hann svaraði Alþýðu- blaðinu, en þetta dæmi bregður ljósi yfir vinnubrögð Framsókn- arforkólfanna og málefnaauð- legð (!!!) þeirra. En Jónas svar- aði Alþýðubl. á þessa leið: Alþýðublaðið segir í gær, að „þjóðin á Þórsgötu 1“ hafi rifið mig úr',,sparifötunum“, fært mig í peysu og síðan drifið mig til ljósmyndara og látið hann taka mynd af mér — og allt þetta var gert til þess eg gæti verið svolítið sjóaralegur á framboðslista Sósí- alistaflokksins til bæjarstjómar- kosninga. Það er naumast maður er farinn að skipta um föt með dramatískum hætti. Sannleikurinn er sá, að á um- ræddri mynd er eg ekki i peysu heldur jakka, asskoti góðum tvíd- jakka („Hið heimsþekkta Hairis tweed“, stóð í auglýsingunni), og skammast míh ekkert fyrir það; — enda hef eg það álit á þroska reykvískrar alþýðu, að hún kjósi menn, eða kjósi menn ekki, af öðrum ástæðum en þeim, hvort þeir klæðist peysu eða jakka. Eg er sem sé þeirrar skoðunar að þessar kosningar hljóti að snúast um bæjarmál, en ekki klæðaburð minn, né annarra. Og þegar Al- þýðublaðið birtir magnaða grein til að skálda á mig umrædda prjónavöru, þá er það auðvitað ekki annað en hlægilegur, og jafnframt sorglegur vottur um málefnafátækt þessa blaðs. Al- þýðublaðið hefur ekki, frekar en málgögn íhaldsins, getað firndið annað svar við bæjarmálastefnu- skrá okkar sósíalista en það, að við séum undirlægjur Rússa og gerum allt í þjónustuskyni við hinn látna Jósep Stalin, og „ríms- ins vegna“ er nú sem sé einnig búið að færa okkur í „peysu frá prjónastofunni Malin“. Saminingarmenn vinna á í Þrótti Úrslit stjórnarkjörsins í Vöru- bílstjórafélaginu Þrótti í Rvík urðu þau að sameiningarmenn bættu við sig 24 atkv. frá síðustu kosningum og hlutu nú 109 atkv. Svartfylkingin hlaut 141 atkv. x C-listinn Bezta handbókin. — Verð kr. 10.00. Mynda-kosningahandbókin fæst í kosningaskrifstofu C-listans, Hafnarstræti 88. Sósíalistafélag Akureyrar heldur félagsfund í Ásgarði mánudag 25. janúar, kl. 8.30 e, h. DAGS KRÁ: 1. Bæjarstjórnarkosningamar. 2. Ræða: Ásmundur Sigurðsson. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Kosningaskrifstofa C-listans er í Hafnarstræti 88, að sunnan. Opin alla virka daga kl. 9—12, 1—7 og 8—10. Stuðningsmenn C-listans, hafið daglegt samband við skrifstofuna. SÍMI 1516. ar. - Fjárhagsáætluniu (Framhald af 1. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.