Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Page 1

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Page 1
VERKflmflDURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 29. janúar 1954 4. tbl. Björn Jónsson, Tryggvi Helgason, verkamaður. sjómaður: Guðrún Guðvarðardóttir, frú. Jón Ingimarsson, bílstjóri. Óskar Gíslason, byggingameistari. Guðmundur Snorrason, bílstjóri. Ólafur Torfason, vélstjóri. x C-listinn Með því að sameinast um C-listann getur verkalýðshreyfingin á Akureyri skapað straumhvörl í afvinnusögu bæjarins Það er kosið í milli framfararstefnu alþýðusamtakanna og afturhalds- og kyrrstöðustefnu Ihaldsins og Fram- sóknarflokksins Jóhannes Jósepsson, Verkalýðssamtökin eur fjölmennustu samtök í bænum með 1500 meðlimi. Þau hafa um fjölda ára valið það fólk sem skipar lista Sósíalistaflokksins til forustu í hagsmunabaráttu sinni og á sunnudaginn kýs hún það einnig til þess að fara með umboð sitt í þeirri veigamiklu hagsmunabaráttu sem háð er á vettvangi bæjarstjórnarinnar. ,J)eildu og drottnaðu“ er það kjörorð, sem andstœðing- ar alþýðunnar haga voþna- burði sínum eftir bœði í þeim kosningum, sem nú fara i hönd og þeim sem hafa verið háðar. Þeir vita sem er, að gegn sameinuðu átaki hins vinnandi fólks eru þeir van- máttugir og vonlausir. Þvi er eina leið þeirra sú að sundra mœtti fjöldans með þvi að skifta sér í marga flokka, þyrla uþp upplognum. ágreiningi sin í milli og reyna eftir mœtti að hylja þá staðreynd augum fólksins að meginstefnurnar, sem kosið er um eru aðeins tvœr þótt flokkarnir séu marg- ir. Vérkalýðssamtökin hér i bcenum hafa um langt skeið verið algerlega einhuga um sína stefnu í bœjarmálunum. Þau vita að framtíð bœjarfé- lagsins og lifsskilyrði eru und- ir þvi komin að gerbreyting verði á stjórn bœjarins og að grundvöllur verði lagður að lifvœnlegri atvinnu til handa hverjum vinnufœrum manni og konu. Þau hafa á undanförnum árum beint hverjum tilmæl- unum af öðrum til bæjar- stjórnar um framkvæmdir á öllum þeim málum, sem Sósí- alistaflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni, en litla eða enga áheyrn fengið. NÚ er tækifærið til þess fyr- ir verkalýðssamtökin, ekki einasta að skapa sér áheyrn bæjarstjórnar, heldur einnig til að skipa þar sjálf sina eigin fulltrúa til að tala þar máli sinu og gera stefnu samtak- anna að veruleika. Verkalýðsstéttinni má ekki sjást yfir þá mikilvœgu stað- reynd að hún er langsamlega fjölmennasta stétt bæjarins og að úrslitavaldið i kosningun- um hvílir í hennar höndum. Sósialistaflokkurinn hefur við undirbúning kosninganna reynt að skaþa samvinnu á viðtækum grundvelli um. bæ]- armálastefnu alþýðunnar, en þrátt fyrir eindreginn vilja al- mennings lókst foringjum Al- þýðu- og Þjóðvarnarflokksins að hindra slikt. formlegt sam- starf og sýndu með þvi að þeir vilja heldur þjóna embættis- mannaklíkum bæjarins en al- þýðustéttinni. En það er enn unnt að skapa þá einingu í verki, sem þessir foringjar hafa afneitað með orðum. Það er hægt með því að sameinast um lista Sósial- istaflokksins, lista alþýðunnar, C-listann. Með þvi að gera sigur hans glæsilegan getur verkalýðsstétt Akureyrar brot- ið blað i sögu hagsmunabar- áttu sinnar og i sögu bæjarins. Við sigur C-listans eru vonirn- ar um timabil framfara og aukinnar velmegunar bundn- ar. Alþýða Akureyrar! Úrslifavaldið i kosningunum er í þínum höudum. Notaðu það vald! verkamaður. Jóhann Indriðason, járnsmiður. Haraldur Bogason, bflstjóri. x C-listinn

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.