Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 29. janúar 1954 Útvarpsræða Guðrúnar Guðvarðardóttur Konurnar og bæjarfélagið Rúmlega helmingur þeirra kjósenda, sem atkvæði greiða við þessar kosningar, eru konur. Þeim væri því í lófa lagið að ráða úrslitum um það, hvaða stefna verður ráðandi næstu fjögur ár Úfvarpsumræðurnar LJ tvarpsumræður um bæjarmál fóru fram í gærkvöldi og voru ræðumenn efstu menn á hverjum framboðslista. Af hálfu C-listans töluðu þau Björn Jónsson, Jón Ingi- marsson, Guðrún Guðvarðardóttir og Tryggvi Helga- son. Eru ræður þeirra Guðrúnar og Tryggva birtar hér í blaðinu í dag og ættu allir þeir, sem ekki höfðu tök á að hlýða á umræðumar, að lesa þær, svo greinargóð skil gera þær stefnu verkalýðshreyfingarinnar í bæjarmálun- um og eru táknandi fyrir þá raunhæfu og bjartsýnu stefnu sem C- listinn berst fyrir. Það sem fyrst og fremst einkenndi útvarpsumræð* urnar og gerði þær lærdómsríkar var í fyrsta lagi hinn röggsamlegi og snjalli málflutningur sósíalistanna allra, í öðru lagi taumlaust lýðskrum íhalds- og Framsóknar- manan og væmið sjálfshól, sem meira að segja gekk svo langt, að þeir töldu sig boðbera BYLTINGAR í at- vinnumálum bæjarins!! , I þriðja lagi vöktu svo Þjóðvarnarmenn sérstaka at- hygli á sér fyrir framúrskarandi auman málflutning og málefnafátækt. Mun leitun á lélegri frammistöðu í op- inberum umræðum og engum vafa undirorpið að þeir þremenningar Þjóðvarnar, sem töluðu í gærkvöldi eyðilögðu þá möguleika með öllu, sem þetta útibúi Framsóknar kynni að hafa haft til að koma að manni. .Það er skýlaus réttur kjósend- anna að fá um þaö afdráttariaus svör hvaða steínu í bæjarmaiun- um þeir íiokkar iiafi, sem bjooa íram við kosningarnar, og bvers megi aí þeim vænta, eí þeir íái aðstöðu tii áhriia i bæjarstjóm- inni eítir kosningar. Fisti maöur C-hstans heiur nú hér á undan rakið i aðalatriðum steínu okkar i atvinnumálimum, máh máianna iyrir aha íbúa þessa bæjar. Ai ræðu hans ætti öiium aö vera orðið ljóst, að verði sú steina ráðandi í bæjarmáiunum eítir kosningar, væri þar með lagöur grimdvöhur biómiegs athaina- iífs, sem gerði bæjariéiaginu og bæjarbúum efnahagsiega mögu- iegt að hrinda i framkvæmd ymsum þeim menningariegu við- iangsefnum, sem úriausnar biða. Eg mun nú nefna nokkur atriði á sviði menningarmáianna, sem við sósíalistar höfuð tekið upp í okkar stefnuskrá og munum beita okkur fyrir í bæjarstjórn- inni Það er í fyrsta lagi bygging banraskóla á Oddeyrinni. Aiiir vita að gaxnh barnaskóiinn er löngu orðinn of htih og þó við- byggingin að austan bætti þar örhtið úr skák, var það aðeins bráðabirgða lausn, og bygging annars barnaskóla er orðin að- kallandi nauðsyn. V innuskólinn. Eitt af vandamálum heimhanna er að finna börnum og unglingum hæfheg viðfangsefni þann tíma, sem þau ganga ekki í skóla. Þörfin á að leysa þennan vanda hefur farið vaxandi með hverju ári, bæði vegna vaxandi þétt- býhs, en þó ennþá meir vegna síaukinna áhrifa amerískrar skrhmenningar, sem hellt er yfir landið í formi siðspillandi kvik- mynda og svokahaðra „hazard“- blaða. Ekkert er unglingum eins óeðhlegt og athafnaleysi. Óknytt- ir og strákapör bama og unglinga eru miklu oftar athafnaþrá á vihigötum en óþokkaskapur. — Þessi athafnaþrá þarf að fá útrás í hehbrigðu starfi við þeirra hæfi. Vinnuskólinn er virðingarverð tilraim th að leysa þetta vanda- mál og hefur að mörgu leyti gef- ist vel, þó sá hópur, sem hann getur tekið við sá aht of lítill. Við sósíahstar vhjum að vinnu- skólinn verði aukinn og starfsemi hans gerð fjölbreyttari með því að finna honum ný verkefni. — Bendum við á í því sambandi í fyrsta lagi að velja skólanum betri stað ,þar sem bæði væri hægt að hafa fjölbreyttari rækt- un og árangur væri tryggari í öhu árferði. í öðru lagi verði skólinn látinn hafa umsjón og eftirlit með görðum og lóðum, sem bænum ber að sjá um. í þriðja lagi verði leitað samkomu- lags við fiskframleiðendur, að skólinn fái verkefni við að sól- þurrka fisk, og að lokum að reynt verði að útvega hentugan bát, sem skólinn gerði út á handfæra- veiðar yfir sumartímann. Skips- höfnin yrði unglingsstrákar, en þar th hæfir menn verð,i fengnir th að stjórria þeim og leiðbeina. Skóggræðsla að Botni. í sambandi við jörð bæjarins, Botn, leggjum við til að bærinn hefji skóggræðslu á nokkrum hluta af landi jarðarinnar, og að æskihýðsfélögum í bænum verði gefinn kostur á landi þar til um- ráða, bæði th skóggræðslu og annarra umbóta, sem þeim þættu sér henta. Ætti shk starfsemi að vera hið ákjósanlegasta viðfangs- efni fyrir ungt fólk yfir sumarið. Th að bæta aðstöðu unga fólks- ins til íþróttaiðkana og fjölbreytt ara félagslífs viljum við beita okkui' fyrir því að fullgera íþróttasvæðið austan Brekkugöt- unnar og að æskulýðsfélögunum verði látin í té ókeypis lóð við íþróttasvæðið og á annan hátt greitt fyrir þeim að koma sér upp félagsheimili. Vanrækt æska — félagsheimili. Næstum í hverri viku heyrir maður í útvarpi eða les í blöðum lenga pistla um spillingu æsku- lýðsins, vaxandi drykkjuskap og lauslæti og sívaxandi afbrota- hneigð unglinga. Víst eru þetta alvarlegar stað- reyndir og mikil þörf skjótra að- gerða til að stemma stigu siíkrar þróunar. En hvað hefur þjóð- félagið gert fyrir þetta unga fólk? Frá 16 ára aldri er því gert að greiða öll opinber gjöld, en þjóð- félagið virðist hins vegar ekki taka sínar skyldur við það eins hátíðlega. í þessum efnum er hpeykslun og fordæmipg engin úrræði. Einu úrræði, sem að haldi koma, eru þau að búa svo að æskufólkinu að það hafi að,- stöðu th að vinna að sínum áhugamálum í tómstundum sín- um á hvaða sviði, sem þau eru. Fullkomið félagsheimili myndi þar gera mikið gagn, og geta veitt viðtöku til alls konar tóm- stundaiðkana stórum hópi æsku- fólks úr bænum, sem nú er meira og minna húsvilltur með sitt félags- og skemtanalíf. Elliheimili — brjóstheilindi íhaldsins. Síðasta atriðið í menningar- málakafla stefnuskrárinnar, sem eg tek hér til athugunar, er bygging elliheimilis. Kvenfélagið Framtíðin hefur nú um nokkur ár starfað að því af miklum dugnaði að safna fé til að byggja og starfrækja fullkomið elli- heimhi í bænum. Þörfin á slíkri stofnun er auðvitað mjög brýn 4 svona stórum bæ, og maður skyldi því ætla að þetta starf hefði mætt velvild og skilningi hjá fráfarandi bæjarstjórnar- meirihluta. Reyndin varð nú samt önnin-. Á síðasta fundi frá- farandi bæjarstjómar kom til af- greiðslu erindi frá Framtíðinni þess efnis,, að bæjarstjórn sam- þykkti að afhenda sem óaftur- kræft framlag bæjarins til vænt- anlegs elliheimiils nýju álmuna af gamla sjúkrahúsinu, og færi afhending fram eigi síðar en að þrem árum liðnum. Þessi sjálfsögðu thmæli felldi bæjarstjómarmeirihlutinn með 6 atkvæðum gegn 4 og sýndi þann- ig í verki hug sinn th þessa máls. Svo hefur íhaldið brjóstheilindi til að setja í sína stefnuskrá að það vhji styrkja Framtíðina við að koma upp elliheimili. Það var ekki líthl styrkur! Við munum hins vegar beita okkur fyrir því nýja álman af gamla sjúkraliúsinu, ásamt nægi- lega stórri lóð, verði lögð fram sem byrjunarframlag af bæjarins hálfu, og jafnframt verði greitt fyrir því á allan hátt að hægt verði að byrja á byggingunni þegar á næsta ári. Eg mun nú láta hér staðar numið, þó ástæða væri til að taka miklu fleiri atriði th athugunar. Tvær stefnur. í þessum kosningum er kosið um tvær meginstefnur: Hina raunhæfu, framsæku stefnu C- listans, með blómlegt athafnalíf og velmegun sem aðaluppistöðu, og gömlu afturhaldsstefnuna, með kyrrstöðu í atvinnulífinu og atvinnuleysi langa tíma úr ár- inu, með öhum þeim höimung- um, sem því fylgja. Rúmlega helmingur þeirra kjósenda, sem atkvæði greiða við þessar kosn- ingar, eru konur. Þeim væri því í lófa lagið að ráða úrslitum um það í þessum kosningum, hvaða stefna verður ráðandi í bæjar- málunum næstu fjögur ár. Stjómmálin — það er sjálf lífsbaráttan. Því miður eru konur aht of tómlátar um opinber mál, enda er því óspart haldið á lofti af aft- urhaldsöflum þjóðfélagsins, að það sé ókvenlegt og óviðeigandi að konur séu að vasast í pólitík. Þeirra hlutverk sé að hugsa um heimiiln. Til að vinna bug á þessu rótgróna tómlæti kvennanna og fá þær th beinna afskipta af op- niberum málum, er höfuðnauð- syn að sannfæra þær um það, að póhtík er ekkert fjarlægt, svíf- andi hugtak, heldur mjög nær- tækur veruleiki. Pólitík er nefni- lega sjálf lífsbaráttan, allt okkar daglega líf. Það er atvinna og mannsæmandi laun. það er góðar éða vondar íbúðir, það er allt það, sem gerir okkur lífið létt og ánægjulegt, eða öfugt, allt eftir því, hvort við kjósum yfir okkur •kyrrstöðima og afturhaldið, eða við kjósum hina framsæku stefnu C-listans. í atvinnumálunum eru sjónarmið kvennanna nákvæm- lega þau sömu og verkamann- anna. Þær hafa síza minni áhuga fyrir byggingu hraðfrystihússins en karlmennirnir og hafa óhikað látið það í ljósi. En þann vhja sinn verða þær fyrst og fremst að láta í ljósi með atkvæði sínu á sunnudaginn. í kosningunum á sunnudaginn er um svo mikið að tefla, að það er óverjandi að taka ekki hreina afstöðu. Nú er ekki tími til að leggja rækt við póli- tískt sinnuleysi með því að sitja heima eða húðstrýkja sjálfan sig með því að kasta atkvæði sínu á afturhaldsflokkana. Framundan eru fjögur dapurleg ár, ef aftur- haldsstefna íhalds og Framsókn- ar á að setjast hér aftur að völd- um eftir kosningar. Ef hins vegar að stefna C-listans sigrar við þessar kosningar, mun það þýða róttæka breytingu á stjóm bæj- armálanna næstu fjögur ár. Sigur C-listans þýðir það, að atvinnulegui- og menningarlegui’ grundvöhur verðm' lagður að tímabih eðlilegra framfara og aukinnar velmegunar, tímabili atvinnu og batnandi lífskjara allra vinnandi manna og kvenna í þessum bæ. Skógræktarfélag Tjamargerðia. Þorrablót heldur Skógræktar- félag Tjarnargerðis laugardaginn 30. janúar 1954 kl. 8 e. h. í Al- þýðuhúsniu. — Aðgöngumiðar seldir á bifreiðastöðinni Stefni föstudagskvöldið kl. 8.30 til 10.30. »##############################################4 L Munið eftir kosniugasjóðnum Nú er aðeins lokaspretturinn eftir í söfn- uninni í kosningasjóðinn. Þennan stutta tíma, sem eftir er, verðum við að nota af fremsta megni. Okkur vantar enn fjármagn til þess að kosningarnar verði okkur ekki fjárhagslegur baggi og fjáröflunarnefndin treystir því að nú geri allir skyldu sína, og hún treystir alþýðu bæjarins einnig til að leggja fram það sem á vantar. ^»»^»^»^#^*################################################4 í Allir þeir sem ætla að starfa fyrir Sósíalistaflokk- inn á kjördegi, eru beðnir að mæta í í Ásgarði annað kvöld, laugardag, kl. 8.30 e. h. SÓSÍALISTAFLOKKURINN. • >######»######»#»###»#»#»#»###»#######»»#»»^####^^^,^^^1^

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.