Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 7
Föstudaginn 29. janúar 1954 VERKAMAÐURINN 7 Er ísienzka þjóðin fær um að vinna sjálf fyrir því fjármagni sem hún þarfnast fil framkvæmda sinna eða er betlistafurinn hennar eina bjargræðí ? í blaðinu Dagur var nýlega hluti af forystugrein undir naín- inu „Launráð kommúnsita". Er efni þessa greinarkorn það, að benda á, hve Laxárvirkjunin nýja sé mikils virði fyrir Akur- eyrarbæ og einkum það, hve mikil skilyrði þessi nýja virkjun skapi fyrir aukinn iðnað í bæn- um. Síðan er blaðinu snúið við og ráðist% Sósíalistaflokkinn og það borið blákalt fram að hann hafi unnið af fjandskap á móti þessari framkvæmd. Eru rök- semdimar þær, að hann hafi bar- izt á móti þátttöku íslendinga í Marshallkerfinu og móttöku hins erlenda gjafafjár. Kveður þar við sama tón og áður í blöðum og öðrum áróðri hernámsflokkanna, að án þessa gjafafjár hefðum við ekki getað komið í verk þeim framkvæmdum, sem við höfum unnið á síðustu árum, þ. á. m. Laxárvirkuninni nýju. Hér er því miður ekki rúm til að rekja til hlítar hið raunveru- lega eðli og tilgang Marshallkerf- isins alls, og þeirra fjötra sem það hefur lagt á efnahagsmál og sjálfstæði íslendinga. Slíkt verð- ur ekki gert nema í lengra máli. En hér skal sýnt fram á hvílík fjarstæða það er, að íslendingar geti ekki ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir í eigin landi án þess að betla til þess gjafafé frá öðrum þjóðum. Þá skal fyrst bent á það, að hin þrjú stóru fyrirtæki: Sogs- virkjunin, Áburðarverksmiðj- an og Laxárvrikjunin nýja, eru ekki nema að litlu leyti byggð fyrir hið svokallaða Marshall gjafafé. Að verulegu leyti eru þau öll byggð upp fyrir önnur erlend lán. Mikið á annað hundrað miilj. kr. hefur verið tekið í öðrum lánum en Mars hallfénu til þessara fyrirtækja og er því að því leyti ekki Marshallfénu til að dreifa. Hni hhð málsins er svo su, hvort íslenzka þjóðin er ekki sjálf fær um að vinna fyrir því fjármagni sem þarf til fram kvæmda eins og Laxárvirkjunar- innar nýju. fslenzkir sjómenn veiða miklu meiri fisk en sjó- menn nokkurrar annarrar þjóðar í veröldinni, miðað við fjölda þeirra, sem fiskveiðar stunda. 19 mættu! Þjóðvamarflokkurinn auglýsti nýlega útbreiðslufund í blöðum og útvarpi, en ekki tókst betur til en svo, að aðeins 19 sálir mættu auk 5 barna, þrátt fyrri mikla tilburði til smölunar. Munu Þjóðvarnarliðar nú loksins sjálfir vera famir að sjá það, sem allir aðrir bæjarbúar sögðu fyrir, þegar er listi þeirra var birtur: að framboð þeirra er vonlaust með öllu og ekki til annars en að eyðileggja atkvæði. Þjóðartekjur íslendinga eru tald- ar nema 2500 mlilj. kr. og er það meira miðað við mannfjölda en gerist hjá flestum Evrópuþjóð- um. Náttúruauðæfi íslands skapa óþrjótandi framleiðsluskliyrði, aðeins ef hinu íslenzka vinnuafli er beitt til að nýta þau í stað þess að byggja erlend víghreiður. Með því að iuiiverka og nýta atla eins togara mun iiann geta íramleitt gjaldeynsveromæu iyrir 10 milij. kr. a ari. Hmn nýi viðskiptasamningur við Sovétríkin, sem gerður var á sl. ári og m. a. ákveður 20 pús. tonna sölu ai hraöfrystum iiski þangað árlega næstu tvö ár, fyrir betra verð en Vestur- Evrópulönd, og þó sérstaklega Bandaríkin, hafa gefið okkur undánfarið, sýnir bezt hve geysilegir markaðsmöguleikar eru fyrir hendi í hinrnn sósíai- istisku löndum, eins og sósial- istar hafa ' alitaf haldið fram. Þegar svo við þetta bætast þeir stórauknu tæknimögu- leikar, sem við höfum nú í stað þess sem áður var, verður þetta málL ennþá ljósara. — Þegar gamla Sogsvirkjmiin var byggð fyrir um þáð bil 20 árum, þurfti að hafa 200 manns í vinnu við þær framkvæmdir. Nýja Sogs- virkjunin er helmingi stærri, en við byggingu hennar voru aðeins 100 manns í vinnu að staðaldri. Svo mjög hefur auk- in tækni auðveldað möguleik- ana á byggingmn stórra mann- virkja og hvers konar fram- kvæmda hér hjá okkur. Allt þetta samanlagt sýnir glöggt að íslenzka þjóðin hefur næga möguleika til í auðlind- um lands síns, í afkastagetu framleiðslutækja sinna, í vinnu afli hins starfshæfa fjölda til að byggja á eigin spýtur þau mannvirki sem liún þarf að byggja bæði fyrir sjálfa sig og niðja sína, svo sem Laxárvirkj- unina nýju, án alls erlends betlifjár. Hitt er svo annað mál, að til eru aðilar í þjóðfélaginu og þ. á. m. hinir voldugustu, sem nota sér Marshallgjafaféð, hernaðar- vinnu og annað slíkt til einka- gróða. Sem dæmi um það má nefna meðferð áburðarverk- smiðjumálsins, innflutning á hol- lenzku grjóti og vatni í formi steinsteyptra blokka í byggingar hin erlenda setuliðs. Það er al- kunnugt að ýmsir æðstu menn Framsóknarflokksins, svo sem Vilhjálmur Þór, standa fremst í því að hirða umboðslaun og ann- an milliliðagróða af slíkum við- skpitum. Og til þess að láta þjóð- inni sjást yfir eðli þeirra mála keppast blöð þessara aðila, þ. á. m. Dagur, og áróðurstæki öll, við að draga úr þjóðinni kjarkinn, veikir trú hennar á sjálfa sig og möguleika sína, telja henni trú um að hún geti engu í fram- kvæmd komið, nema selja sjálf- stæði sitt fyrir gjafafé. Því miður hefur þessi áróður borið allmikinn árangur. En áhrif hans fara minnkandi. Þjóðin er að vakna til meðvitundar um að hún hefur verið blekkt. Og hún mun á næstu árum rísa til virkr- ar andstöðu gegn þeim skemmd- aröflum sem þannig hafa verið að verki. Þettð er stetna C-listans í atvinnumálum bæjarins 1. Hraðfrystistöð. Byggð verði á næsta vori fullkomin hrað- frystistöð og verði hún þannig úr garði gerð, að auðvelt sé að auka við hana síðar. 2. Fiskþurrkunarstöð. Unnið verði að því af bæjarstjórn að Utgerðarfélagið geti aukið og bætt fsikverkunarstöð sína með stærri geymsluhúsum, búnum kælitækjum til að fyrribyggja skemmdir á fiskinum og auð- velda vinnuna. — Ennfremur verði tekin upp sólþurrkun með sérstöku tilliti til vinnu kvenna. Viðskiptastefna Bandaríkjanna hefur beðið algert skipbrot Tilraunin til að einangra Ráðstjórnarríkin og alþýðulýðveldin í Evrópu og Asíu hefur ger- samlega mistekist iLc Langsamlega athygiisverðustu fréttir, sem borizt hafa und- anfarnar vikur, eru þær, að hvert landið í Vestur-Evrópu og víðar í heiminum hefur gert stóra viðskpitasamninga viö Ráðstjórnarríkin, Kína og alþýðulýðveldin. Svo er meíra að segja komið, að forráðamenn víðskiptamála í Bandaríkjunum sja það nú einna heizt til bjargar gegn yfirvofandi kreppu, að hetja viöskipti við sósíalistisku löndin. Algert skipbrot. Það hefði þótt saga til næsta bæjar um það bil, sem verið var að hleypa Marshall-áætluninni afstokkimum, að þegar áætlun þeirri lyki, yrði svo komið efna- hag Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu, að viðskipti við lönd sósíalismans yrði þeim lífsnauð- syn. Menn minnast vafalaust, að þá var lagt algert bann á viðskpiti við sósíalistísku löndin og lögð við ströngustu viðurlög, ef út af væri brugðið. Vart fer á milli mála, hver til- gangurinn var með þessum ráð- stöfunum: Það átti að einangra Ráðstjórnarrikin og alþýðuiýð- veldin viðskiptalega og koma þeim þannig á kné. Þetta, ásamt hervæðingunni, var megininntak utanrfkisstefnu Bandaríkjanna á tímum Mars hall-áætlunarinnar. Þessi stefna hefur nú, eins og getið var hér að ofan, beðið al- gert skipbrot og munu þess ekki mörg dæmi í sögunni, að utan- ríkisstefna stórveldis hafi verið reist á slíkum leirfótum, sem reynslan hefur sýnt að þessi stefna Bandaríkjanna var. f stað þess að Ráðstjórnarríkin hafi nokkuð verið veikt, eru þau nú viðskiptalega sterkari en nokkru sinni fyrr, en aftur á móti stefna Bandaríkni nú hraðbyri inn mestu auðvaldskreppu sem um getur. Viðskiptin beinast í austurveg. ÞaS þarf varla að telja marga 3. Tunnuverksmiðjan. Bæjar- stjórn beití. áhrifum sínum svo sem frekast er kostur til þess að tunnuverksmiðja ríkisins verði búin fullkomnustu vélum og að byggt verði geymsluhús fyrir a. m. k. 30—40 þús. tunnur, enda framleiði verksmiðjan ekki minna en 60—70 þúsund tunnur árlega. 4. Dráttarbraut. Byggð verði dráttarbraut nægiiega stór til að taka upp nýsköpunartogarana og hliðstæð skip og verði því verki iokið fyrir aðal„klösun“ þriggja Akureyrartogaranna sumarið 1955. 5. Togarabryggja. Byggð verði bryggja úr því bryggjuefni, sem bærinn á, norðan fiskverkunar- stöðvarinnar til að auðvelda af- greiðslu togaranna, enda verði bryggjan búin bílvog. Bryggjan verði það stór að þar getí enn- fremur farið fram uþpskipun þungavöru, svo sem kola, salts °g byggingarefnis. 6. Smábátahöfn. Haldið verði áfram og lokið við byggingu smá- bátahafnarinnar sunnan dráttar- brautarinnar. Verði þar nægileg- ar bryggjur og ennfremur verði byggt geymsluhús, sem bátaeig- endum verði leigt til afnota fyrir afla og veiðarfæri við vægu verðL atburði framangreindu til sönn- unar, þar sem nýir viðskipta- samningar við Austur-Evrópu- ríkin og Kína hafa verið eitt meginefni allra frétta nú undan- farið. Þó skal í örstuttu máli getíð þess helzta. Ráðstefna fjármálaráðherra brezk uasmveldislandanna komst að þeirri niðurstöðu, að aukin viðskipti við Ráðstjórnarríkin, Kína og önnur sósíalistísk lönd væri vænlegasta ráðið til að draga úr áhrifum bandarískrar kreppu. Iðnrekendasamtök Bretlands hafa hvatt meðlimi sína tíl að leggja allt kapp á að auka við- skipti sín við sósíalistísku löndin „án tillits til stjórnmálasjónar- miða“. Samvinnustofnun Marshall- landanna um efnahagsmál sagði í skýrslu, sem hún gaf út um sl. áramót, að líklegast sé að íslend- ingar getí fundið nýja markaði fyrir fiskafurðir sínar í Austur- Evrópu. Harold Stassen, sem er yfir maður efnahagsaðstoðar Banda- ríkjanna við önnur lönd, sagði fyrir nokkru síðan, að því meiri viðskipti sem væru milli austurs og vesturs með vörur til friðsam- legra þarfa, því betra. Þetta eru nokkur dæmi, sem sýna svo skýrt, sem frekast \ferð- ur á kosið, að Bandaríkin hafa gefist upp á sinni fyrri stefnu og snúið blaðinu vði. Og þessar staðreyndir eru sönmm þeirra staðhæfinga sósíalista hér á ís- landi og erlendis, að aukin við- 7. Fsikmarkaður. Komið verði upp yfirbyggðum fiskmarkaði við höfnina í miðbænum, þar sem bezt hentar fyrir fiskimenn og fiskkaupendur, enda sé tryggt að fiskimeim geti sjálfir selt þar afla sinn. 8. Niðursuðuverksmiðjan. Haf- mn verði undirbúningur og framkvæmdir hið allra fyrsta að byggingu niðursuðuverksmiðju, sem sjóði niður ýmiss konar fisk- varning og aðrar matvörur. 9. Grjótnám bæjarins verði bú- ið fullkomnari tækjum, sérstak- lega uppmokstursvél. Mulningur til bygginga verði aðeins fram- leiddur úr góðu efni. Grjótnámið verði hér eftir sem hingað til rekið með vetrarvninu verka- manna fyrir augum. s Alþýðufólk! Hvorum treystið þið betur til að framkvæma þessi aðkallandi verkefni, fulltrúum verkalýðssamtakanna, sem skipa C-listann, eða þeim klíkum emb- ættismanna, forstjóra og at- vinnurekenda, sem skipa lista íhaldsins, Framósknar, Kratanna og Þjóðvamarflokksinsn? x C-listinn skipti við sósíalsitísku löndln væri lífsnauðsyn fyrir Vestur- Evrópu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.