Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.02.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.02.1954, Blaðsíða 1
VERKnnmDURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 5. febrúar 1954 5. tbl. ÞORRABLÓT EININGAR verður haldið í Alþýðuhúsinu annað kvöld, laugardag, kl. 8 síðdegis. Skemmtiatriði verða gamanþáttur, stutt kvikmynd og að lokum dans. — Að- göngumiðar afgreiddir í dag kl. 5—7 í Verkalýðshúsinu. — Kosningarnar á Akureyri: Sósíalistaflokkurinn vann á frá þingkosningunum Alþýðuflokkurinn tapaði sæti til Þjóðvarnarflokksins íhaldið stórtapaði fylgi og logar í innbyrðis deilum Kosningarnar hér í bæ urðu að ýmsu sögulegar, þótt breytingar á fulltrúatölu flokkanan yrðu ekki aðrar en þær, að Alþýðu- flokkurinn tapaði öðru sæti sínu til Þjóðvarnarflokksins. Sívax- andi óánægja með stjórn bæjar- ins og í garð þeirra, sem þar hafa setið að völdum, birtist í fylgis- tapi íhaldsins, en þó einkum í því að fylgismenn þess, Framsóknar- og Alþýðufl., létu gremju sína bitna á foringjum þessara flokka með því að strika yfir nöfn þeirra á listunum. Kvað svo rámt að þessu að 4. maður Ihaldsins, Sverrir Ragnars, kolféll og verð- ur 2. varamaður flokksins. Stein- dór Steindórsson hékk á 2ja atkv. mun fram yfir Albert Sölvason og Þorst. M. Jónsson hrapaði úr 2. sæti niður í 3. sæti á lista Fram- sóknar. Logar nú glatt í glæðum innbyrðisdeilna og átaka innan flokkanna af þessum sökum og verður enn ekki séð hvern endi illdeilurnar fá. Á kjörskrá hér í bæ voru 4531 og neyttu 3700 atkvæðisréttar. — Atkvæði féllu þannig: Alþýðuflokkurinn fékk 556 at- kvæði og 1 mann kjörinn, Stein- dór Steindórsson. Varamaður Al- , bert Sölvason. Framsóknarflokkurinn hlaut 952 atkvæði og 3 menn kjörna, þá Jakob Frímannsson, Guðmund Guðlaugsson og Þorstein M. Jónsson. Varamenn: Haukur Snorrason, Stefán Reykjalín og Ríkharð Þórólfsson. Sósíalistaflokkurinn hlaut 643 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna, þá Björn Jónsson og Tryggva Helgason. Varamenn: Guðrún Guðvarðardóttir og Jón Ingi- marsson. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1131 atkv. og 4 fulltrúa, þá Helga Pálsson, Jón G. Sólnes, Guð- mund Jörundsson og Jón Þor- valdsson. Varamenn: Sveinn Tómasson, Sverrir Ragnars, Ein- ar Kristjánsson og Gunnar H. Kristjánsson. Þjóðvarnarflokkurinn hlaut 354 atkv. og 1 mann, Martein Sigurðsson, kjörinn. Varamaður Arnfinnur Arnfinnsson. Miðað við Alþingiskosningarn- ar hefur því Sjálfstæðisflokkur- inn tapað 270 atkvæðum, Sósíal- istaflokkurinn unnið 13 atkvæði, Alþýðuflokkurinn 38, Fram- sóknarflokkurinn 75 og Þjóð- varnarflokkurinn 84. Togararnir Kaldbakur kom af veiðum sl. mánudag og lagði hér á land 170 tonn af saltfiski og 30—40 tonn af nýjum fiski til herzlu. Skipið fór aftur á saltfiskveiðar á miðviku- dagskvöld. Sléttbakur kom til Þingeyrar sl. viðvikudag til þess að bæta við sig salti. Lagði skipið þar upp hluta af afla sínum til frystingar. Saltlaust er nú með öllu hér í bænum og varð Kaldbakur að fara á veiðar aðeins með afsalt. Saltskip mun þó vera væntanlegt næstu daga. Harðbakur er á veiðum í salt. Svalbakur veiðir í ís fyrir frysti- hús og til herzlu. Jörundur veiðir fyrir frystihús og í herzlu. Sósíalistaflokkurinn affur í sókn víða um land Allar vonir afturhaldsins um áframhaldandi fylgistap Sósialista- flokksins eru nú að engu orðnar Samfylkingarframboð vinstri flokkanna reyndusí sigur- sæl, en Alþýðuflokkurinn beið hið mesta afhroð þar, sem hann fór einn fram l Orðsending til starfsliðs C-listans Stjórn Sósíalistafélags Akureyrar þakkar öllum þeim mörgu stuðningsmönnum C-listans, sem lögðu fram krafta sína í kosningabaráttunni og veittu honum lið á einn eða annan hátt. Sérstaklega þakkar stjórn félagsins því fólki, sem vann fyr- ir listann á kjórdegi af framúrskarandi dugnaði og áhuga. Sósíalistafélagið býður starfsliði listans til kaffidrykkju nœstk. sunnudag kl. 4 t Ásgarði. Yfir borðum verður fluttur gamanþáttur, stutt ávörp og að lokum verður sýnd kvik- mynd, sennilega frá Austur-Þýzkalandi. STJÓRN SÓSÍALISTAFÉLAGS AKUREYRAR. Bæjarstjórnarkosningarnar hafa leitt í ljós að sá stundar- ósigur, sem Sósíalistaflokkurinn beið í Alþingiskosningunum á sl. sumrí, mun engin áhríf hafa í þá átt að hindra áfram- haldandi eflingu og vaxandi traust flokksins hjá íslenzkri al- þýðu. Undanhald flokksins, atkvæðalega séð, er nú því nær alls staðar stöðvað og mjög víða um land er hann aftur kom- inn í sókn og sums staðar öfluga. Hefur flokkurínn t. d. unnið sæti bæjar- og sveitastjórnarfulltrúa, þar sem hann átti engin áður, svo sem í Sandgerði, Stykkishólmi, Hellissandi, Selfossi og Bolungavík. I Vestmannaeyjum bætti flokkurinn við sig 70 atkv. frá síðustu bæjarstjórnarkoshningum, á Akureyrí bætti hann við sig 13 atkv. frá þingkosningunum. Á ýmsum öðrum stöðum, þar sem um nokkurt tap er að ræða frá síð- ustu bæjarstjórnarkosningum, virðist svo sem flokkurinn hafi vel haldið fylgi sínu miðað við Alþingiskosningarnar, þótt ekki verði óvétengjanlega um það sagt, þar sem um hluta úr þingmannakjördæmi er að ræða. í Reykjavík hefur Sósíalista- flokkurinn ætíð haft minna atkvæðamagn í bæjarstjórnar kosningum en við Alþingiskosningar og syna úrslitin par því einnig að flokkurinn er að komast í sóknaraðstöðu að nyju. Þess er þó ekki að dyljast að á einstaka stað heiur ilokkur- inn enn ekki staðist æðisgengna sókn aiturhaidsins, svo sem á Siglufirði, þar sem um timnnanlegt tap var að ræoa. Mun par miklu vakla um atvinnuleysi og tóikstlótti úr bænum, sem Ihaldinu hefur tekizt að notfæra sér til iramdráttar. Samfylkingarframboð sósíalista, Alþýðutlokksmanna og sums staðar .r ramsóknarmanna, reyndust yfirleitt sigursæl og stinga mjög í stuf við þau framboð sem Alþýöuf 1. stóö einn að, en hann beið mest tap alira flokka í þessum kosmngum og tapaði m. a. sínu síðasta og sterkasta vígi, Hainariirói, þar sem sósíalistar eru nú í oddaaðstöðu. Þjóðvarnarfl. fékk 3 bæjariulltrúa kjörna, einn á kostnað hvers 3ja vinstri flokkanna. í einstökum kjördæmum urðu úrslitin þessi: Reykjavík Alþýouflokkur: 4274 og tveir fulltrúar (Alþingiskosn. 4936; bæjarstjórnarkosn. 1950: 4047 at- kv. og tveir fulltrúar). Framsóknarflokkur: 2321 og einn fulltrúi (Alþingiskosn. 2624; bæjarstjórnarkosn. 1950: 2374 og einn fulltrúi). Sósíalistaflokkur: 6107 og þrír fulltrúar (Alþingiskosn. 6704; bæjarstjórnarkosn. 1950: 7501 og fjórir fulltrúar). Sjálfstæðisflokkur: 15642 og átta fulltrúa (Alþingiskosn. 12245, en Lýðveldisflokkur 1970; bæjarstjórnarkosn 1950: 14367 og átta fulltrúar). Þjóðvarnarflokkur: 3260 og einn fulltrúi (Alþingiskosningar 2730). Hafnarfjörður A-listí, Alþýðuflokkur, 1306 atkv. (1331) og 4 (5) menn kjörna, Guðmund Gissurarson, Oskar Jónsson, Ólaf Þ. Krist- jánsson og Stefán Gunnlaugsson. B-listi, Framsókn, 143 atkv. og engan kjörinn. C-listi, Sósíalistaflokkur, 266 atkv. (285) og 1 (1) mann kjör- inn, Kristján Andrésson. D-Iisti, Sjálfstæðisflokkur, 1247 atkv. (973) og 4 (3) menn kjörna, Stefán Jónsson, Helga S. Guð- mundsson, Eggert ísaksson og Jón Gíslason." Á kjörskrá 3273 (2918), atkv. greiddu 3013 (2642), auðir seðlar 37, ógildir 14. Akranes A-listi, samfylking Alþýðu- flokks, Framsóknar, Sósíalista- flokks 760 atkv. (405, 172, 181 = 758) og 5 (5) menn kjörna, þá Hálfdán Sveinsson, Sigurdór Sigurðsson, Bjarna Th. Guð- mundsson, Guðmund Svein- björnsson og Hans Jörgenson. D-Usti, Sjálftsæðisflokkur, 612 atkv. (460) og 4 (4) menn kjörna, Ólaf B. Björnsson, Jón Árnason, Guðmund Guðjónsson og Þorgeir Jósefsson. A kjörskrá voru 1601 (1439), atkv. greiddu 1396 (1233), auðir seðlar 24. ísafjörður A-listi, Alþýðuflokkur, 520 at- kv. (690) og 4 (4) menn kjörna, Birgi Finnsson, Björgvin Sig- hvatsson, Jón H. Guðmundsson og Marías Guðmundsson. B-listi, Framsókn, 155 (bauð ekki fram) og 1 (engan) mann kjörinn, Guttorm Sigurbjörns- son. C-listi, Sósíalistaflokkur, 108 atkv. (147) og engan (1) kjörinn. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 642 atkv. (585) og 4 (4) menn kjörna, Matthías Bjarnason, Marzelíus Bernharðsson, Símon Helgason og Högna Þ. Þórðarson. A kjörskrá 1556 (1587), atkv. greiddu 1447 (1456), 20 seðlar auðir, 2 ógildir. Sauðárkrókur A-listi, Alþýðuflokkur, 114 atkv. (144) og 2 (2) menn kjörna, þá Konráð Þorsteinsson og Magnús Bjarnason. B-listi, Framsókn, 139 atkv. (120) og 2 (2) men nkjörna, Guð mund Sveinsson og Guðjón Ingi- mundarson. C-Iisti, Sósíalistaflokkur, 54 atkv. (53) og engan kjörinn (1950 engan). D-listi, SjálfstæSisflokkur, 183 atkv. (208) og 3 (3) menn kjörna, Guðjón Sigurðsson, Sigurð P. Jónsson og Torfa Bjarnason. E-listí, sjómenn, 37 atkv. og engan kjörinn. F-listi, Þjóðvörn, 52 atkv. og engan kjörinn. Á kjörskrá voru 651 (622), at- kv. greiddu 579 (527), 2 seðlar auðir. Siglufjörður A-listí, Alþýðuflokkur, 341 at- kv. (440) og 2 (3) menn kjörna, Kristján Sigurðsson og Sigurjón Sæmundsson. B-listi, Framsókn, 256 atkv. (120) og 2 (1) menn kjörna, þá Ragnar Jóhannesson og Bjarna Jóhannsson. C-Iisti, Sósíalistaflbkkur, 352 atkv. (519) og 2 (3) menn kjörna, Gunnar Jóhannsson og Þórodd Guðmundsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 421 atkv. (349) og 3 (2) menn kjörna, Ölaf Ragnars, Baldur Eiríksson, Georg Pálsson. Á kjörskrá 1621 (1832), atkv. (Framhald á 2. siðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.