Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.02.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.02.1954, Blaðsíða 4
VERKAMABURINN Föstudaginn 5. febrúar 1954 í STUTTU MALI 50 ARA AFMÆLI HEIMASTJÓRNAR. Þann 1. þ. m. var hálf öld liðin síðan Hannes Hafstein var skipaður hinn fyrsti íslenzki ráð- herra. í tilefni af þessu afmæli hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja til við Alþingi að byggt verði nýtt stjórnarráðshús. Þá hefur forseti íslands náðað skilorðsbundið alla þá sem dæmdir hafa verið til refsingar allt að einu ári. Eftirtekt vekur það að mannréttindamissir þeirra, er dæmdir voru vegna atburðanna 30. marz, er ekki aftur tekinn. AFENGISVERZLUNINNI á Siglufirði verður ekki lokað. At- kvæðagreiðsla um héraðsbann fór þannig að 376 greiddu því at- kvæði en 815 voru á móti. BJÖRN INGVARSSON, lögfræðingur frá Kaupangi, hefur verið skipaður lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. BARNAKÓR AKUREYRAR hefur verið boðið í söngför til Nor- egs. Eru það áhrifamenn í Álasundi, vinabæ Akureyrar, sem að boð- inu standa. Óvíst mun hvort af þessu getur orðið, af fjárhags- ástæðum. ALÞÝÐUSAMBAND ISLANDS, Landssamband iðnaðarmanna og Vinnuveitendafélag íslands hafa öll mótmælt þeim innflutningi á hollenzkum steinhúsum, sem Vilhjálmur Þór og hernámsdeild SÍS standa fyrir á vegum hernámsliðsins. KOSNESfGASVIK f RVÍK Kunnugt er um allmörg dæmi þess að menn urðu frá að hverfa í Rvík, þegar þeir mættu á kjörstað, vegna þess að búið var að merkja við nöfnþeirraí kjörskránni. Liggur grunur á að svikarar hafi greitt atkvæði og gefið upp röng nöfn. Einnig er talið að atkvæði hafi verið greidd fyrir fólk er nýlega er látið. VERKALÝÐSFLOKKARNIR A HÚSAVÍK hafa ákveðið að vinna saman í hinni nýju bæjarstjórn þar. Á fyrsta fundi bæjar- stjórnarinnar 2. þ. m. var Axel Benediktsson (Alþýðufl.) kjörinn forseti og Jóhann Hermannsson (Sósíalistafl.) 1. varaforseti bæj- arstj órnarinnar. BANDARÍSK SENDINEFND er nú komin til Rvíkur til þess að ræða breytingar á hernámssamningnum. Mun hún ræða um vinnu- afl í sambandi við framkvæmdir hersins, um leyfisferðir hermanna, um gæzlu radarstöðva o. fl. Sennilegt er að upp af þessum viðræð- um spretti einhvers konar yfirskinsbætur, en einkis mun af þeim að vænta til gagns. Mun hugmynd ríkisstjórnarinnar sú að íslend- ingar sætti sig betur við undirokun hernámsins eftir en áður og gleymi smám saman sinni höfuðkröfu, lausninni á öllum vanda her- námsins: Að herinn verði rekinn úr landi og sjálfstæðið að fullu endurheimt fW»u»',>J""M,f>f#,J,Jf,"fffr"**......»»**«»*w*ww*' Akureyrarbær Laxárvirkjunin TILKYNNING Hinn 30. janúar 1954 framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á 6% skuldabréfum bæjarsjóðs Akur- eyrar fyrir láni Laxárvirkjunar, teknu 1939. Þessi bréf voru dregin út: Litra A nr. 37 - 47 - 54 - 60 - 92 - 95 - 101 - 139. 16-18-24-38-120-123-128-145. 14 _ 15 _ 47 - 49 - 56 - 74 - 96 - 249 - 252 - 256 - 262 - 265 - 281 - 282 - 285 - 293 - 306 - 335 - 356 - 366 - 371 - 372 _ 387 - 440 - 468 - 470 - 628 - 639 -641-652. Hin útdregnu skuldabréf verða greidd á skrifstofu gæjargjaldkerans á Akureyri hinn 2. júlí 1954. Bæjarstjórinn á Akureyri, 30. janúar 1954. Steinn Steinsen. Litra B nr Litra C nr Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands BÓKBANDS- og SAUMANÁMSKEIÐ félagsins hefjast í næstu viku. STJÓRNIN. Símar: 1488 og 1026. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar verður að líkindum haldinn n.k. þriðjudag, kl. 4 síðdegis í skrif- stofum bæjarins. Fer þar fram kjör bæjarstjóra, bæjarráðs og ýmissa nefnda bæjarstjórnar. 4 réttir Sósíalistaféléag Akureyrar efndi til getraunar um atkvæðatölu C- listans hér á Akureyri. Reyndust 4 getraunaseðlar með hinni réttu tölu 643. Þeir sannspáu voru Einar Kristjánsson, Snorri Ás- kelsson, Sigrún Leifsdóttir og Gunnar Bogason. Verðlaununum, kr. 500,00, verð- ur því skipt að jöfnu milli þessa fólks og getur það vitjað þeirra á skrifstofu, Sósíalistaf élagsins. Sovétstjórnin skipar sendiherra á Islandi Hinn 19. janúar féllst ríkis- stjórn íslands á það, að ríkis- stjórn Ráðstjórnarríkjanna skip- aði herra Pavel Konstantinovitch Ermoshin sendiherra Ráðstjórn- arríkjanna á íslandi. Hr. Ermoshin hefur síðan 1952 verið sendiráðunautur í sendi- ráði Ráðstjórnarríkjanna í Stokk hólmi. Hann hefur starfað í utan- ríkisþjónustu ríkisstjórnar sinnar síðan 1937. KULDAR UM ALLA EVRÓPU. Hinar mestu vetrarhörkur eru nu um mest alla Evrópu. í Suð- ur-Frakklandi og ítalíu var kaf- aldsbylur þar í fyrradag. Sam- göngur, bæði á sjó og landi, hafa komizt á ringulreið og hið hörmulegasta ástand er ríkjandi meðal fátæklinga í löndum Suð- ur-Evrópu. -K MESSAD í Akureyrarkirkju kl. 2 á sunnudaginn kemur. — P. S. > * HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG NORÐURLANDS. Bókbands- og saumanámskeið félagsins hefjast í næstu viku. — Uppl. í símum 1488 og 1026. * LEIÐRÉTTING. í frásögn af aðalfundi Verkamannafélags Akueryrarkaupstaðar í síðasta blaði féll niður nafn Steingríms Eggertssonar, en hann á sæti í stjórn félagsins sem varagjald- keri. -K BAZAR og kaffisölu hefur Kvennadeild Slysavarnafélags- ins hér sunnudaginn 7. febrúar að Hótel KEA kl. 14,30. Agóð- inn gengur til Björgunarskútu- sjóðs. Þess er vænst að bæjar- menn fjölmenni og styrki gott málefni. * STÓRHRIÐARMÓT AKUR- EYRAR heldur áfram við Ás- garð næstkomandi sunnudag, 8. febrúar, með keppni í stór- svigi. Keppt verður í öllum flokkum. Ferð frá Hótel KEA kl. 10 f. h. Öllum heimil þátt- taka. — S. R. A. Vítaverð vinnubrögð við framkvæmd bæjarstjórnar- kosninganna Kærir Alþýðuflokkurinn kosninguna? Er talningu atkvæða var að verða lokið hér á Akureyri kom í ljós að 5 atkvæði vantaði, ef kjörskrár og bókanir undirkjör- stjórna voru lagðar til grundvall- ar. Hefur yfirkjörstjórn unnið að því undanfarna daga að upplýsa hverju þetta sæti, en hefur ekki komizt að óyggjandi niðurstöðu. „Fræðilega" gætu ástæðurnar verið þessar: 1. Að bókanir undirkjörstjórna væru rangar og að merkt hafi verið við nöfn fólks sem ekki hefur kosið og öfugt. Við athugun hefur kom- ið í ljós að merkingar standa ekki heima og sýnir það stórvítaverð vinnubrögð og ónákvæmni í ábyrgðarmiklu starfi. 2. Að véltalning atkvæðaseðla í prentsmiðju hafi ekki verið ábyggileg, en í sumum kjör- deildum var henni treyst og seðlar ekki örugglega taldir, er kjörstjórnir tóku á móti. — Hefur og sannast að um skekkju í véltalningu gat ver- ið að ræða. 3. Að atkvæðaseðlum hafi verið stolið. Er sú skýring ósennileg, og telja allir er að talningu unnu, þ. á. m. umboðsmenn listanna að slíkt sé með öllu útilokað. Yfirkjörstjórn mun hafa haft sömu vinnuaðferð og tíðkast hef- ur um margar undanfarandi kosningar og fáir munu festa trúnað á að hér hafi verið um vísvitandi sviksemi að ræða. Rétt er að taka fram að þessi 5 atkvæði ráða engu um úrslit kosninganna, hvar sem þau hefðu fallið. Alþýðuflokksfélag Akureyrar hélt fund sl. miðvikudagskvöld og kaus fimm manna nefnd til þess að athuga um grundvöll til að kæra kosninguna. Voru þeir Friðjón Skarphéðinsson, Jón Þorsteinsson, Erlingur Friðjóns- son, Steindór Steindórsson og Bragi Sigurjónsson kosnir í nefndina. Engin kæra hafði bor- izt er blaðið átti tal við formann yfirkjörstjórnar í gærkvöldi. Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88. Fyrir bardaganru Drengurinn spurði föður sinn: — Hvers vegna rétta brúðhjón- in hvort öðru hendina fyrir altar- inu? — Það er formsatriði, drengur minn, sagði faðirinn, alveg eins og þegar hnefaleikamenn hittast á keppendapallinum. Það er tvennt, sem menn eru aldrei viðbúnir í lífinu: tvíburar. Það, hversu lengi kona getur þagað yfir leyndarmáli, er háð því hve langt er til næsta síma. Frá landsímanum Vegna fyrirhugaðrar stækkunar á bæjarsímastöðinni hér, þurfa þeir, sem óska að fá síma, að senda mér skrif- legar umsóknir fyrir 15. þ. m. Þeir, sem áður hafa pantað síma, þurfa að endurnýja pöntun sína fyrir sama tíma. Eyðublöð undir símapöntun liggja frammi á skrif- stofu minni. Símastjórinn. E###>»#Jh##*'#*##>»##'»##*»######>###)»#^ UTSALA á fatnaði og vefnaðarvörum. Margs konar varningur seldur á GJAFVERÐI BRAUNSVERZLUN Páll Sigurgeirsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.