Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 1
VERKfltHflÐURi fltl XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 19. febrúar 1954 6. tbl. Spilakvöld Sósíalista- félagsins Sósíalistaíéiag Akureyrar heiur ákveðið að hafa vikuleg spilakvöld í Ásgarði. Verða þau framvegis á föstudagskvöldum. Á fyrsta spilakvöldinu, sem var sl. föstudag var fjölmenni Frá lyrsfa lundi hinnar nýkjörnu bæj arsfjórnar Steinn Steinsen endurkjörinn bæjarstjóri með 6 atkvæðum - Kæru Alþýðuflokksins visað frá - Þorsteinn M. Jónsson kosinn forseti bæjar- stjórnar með 11 atkvæðum - Marteinn og Stein- dór höfðu kosningabandalag við Framsókn en höfnuðu samstarfi við fulltrúa Sósíalistafl. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar var haldinn 9. þ. m. og mættu þar allir aðalfulltrú- ar flokkanna. Áheyrendur voru eins margir og húsrúm leyfði. Kæra Alþýðuflokksins. Samþykkt var með 9 atkvæð- um að taka fyrst mála á dagskrá kæru Alþýðuflokksfélags Akur- eyrar um kosningarnar. Sátu fulltrúar Sósíalistafl. hjá við þá atkvæðagreiðslu, þar sem þeir töldu of skamman tíma til athug- unar á kærimni og umsögn yfir- kjörstjórnar, en bæjarfulltrúar höfðu hvorugt plaggið séð fyrr en á fundinum. Að lokinni stuttri ræðu um kæruna var samþykkt með 8 atkv. gegn 2 (Alþýðufl. og l>jóðvamar) að vísa henni frá. Forsetakjör og bæjarstjóra. Þessu næst fór fram kjör for- seta og hlaut Þorst. M. Jónsson öll atkv., 11, sem forseti. Vara- forseti var kjörinn Guðmundur Fuðlaugsson með 7 atkv. (Jón Sólnes hlaut 4 atkv.) og 2. vara- forseti Steindór Steindórsson með 5 atkvæðum, en 6 seðlar voru auðir. Bæjarstjóri var endurkosinn Steinn Steinsen með 4 íhaldsat- kvæðum og 2 Framsóknaratkv., en 5 seðlar (Alþýðufl., Þjóðvarn- ar, sósíalista og Guðm. Guð- laugssonar) voru auðir. Nefndakjörið. Strax af afstöðnum kosningum leituðu bæjarfulltrúar Sósíalista- flokksins eftir samstarfi um nefndakosningar við Steindór og Martein, enda var augljóst að slíkt 4urra manna samstarf var tiltölulega mjög sterkt og hefði tryggt fulltrúa í allar nefndir og störf í bæj arstj órninni, önnur en forseta og bæjarstjóra. Eftir langa umhugsun höfnuðu þeir félagar slíku samstarfi og kusu heldur að halla sér að Framsókn, sem beið þeirra með opna arma, þótt hún hvorki gæti né vildi tryggja þeim jafn mikil áhrif og samstarf við sósíalistana hefði gert. Ekki gat Framsókn þó stiUt sig um að auðmýkja Martein með því að úthluta honum og flokki hans aðeins 3 aðalmönnum en Steindór fékk aftur á móti 10! Er því tökubörnum þessum heldur en ekki mismunað í hinni nýju vist. Við kosningar í 4rra manna nefndir hefðu sósíalistar og íhaldið lent í hlutkesti sín í mUU um 1. og 2. fuUtrúa, og í því falli að íhaldið ynni slík hlutkesti hefði það fengið meirihluta í þeim nefndum, þar sem bæjar- stjórinn er sjálfkjörinn í þær. Framsóknarmenn kusu ekki að eiga slíkt undir hlutkesti og varð því samkomulag miUi þeirra og fuUtrúa Sósíalistafl um kjör í allar fjögurra manna nefndir, nema eina, en þar vann Sósíal- istaflokkurinn hlutkestið. Nefndir eru þannig skipaðar: í bæjarráð voru kjörnir: Tryggvi Helgason, Steindór Steindórsson, Jakob Frímanns- son, Helgi Pálsson og Jón Sólnes. Varmenn: Björn Jónsson, Guð- mundur Guðlaugsson, Marteinn Sigurðsson, Guðmxmdur Jör- undsson og Jón Þorvaldsson. Byggingarnefnd: Innan bæjar- stjómar: Marteinn Sigurðsson og Jón Þorvaldsson. Utan bæjar- Stefán Reykjalín og Karl Frið- riksson. Hafnamefnd: Innan bæjarstj.: Guðmundur Guðlaugsson, Helgi Pálsson. Utan bæjarstjómar: Al- bert Sölvason og Magnús Bjarna- son. Framfærslunefnd: Jón Ingi- marsson, Kristján Ámason, Ingi- björg Halldórsdóttir, Svava Skaftadótitr og Helga Jónsdóttir. Varamenn: Eggert 01. Eiríksson, Jónína Steinþórsdóttir, Sveinn Tómasson, Einhildur Sveinsdótt- ir og Ásta Sigurjónsdóttir. Rafveitustjórn: Guðm. Snorra- son, Þorsteinn M. Jónsson, Sverr- ir Ragnars, Indriði Helgason og Steindór Steindórsson. Sóttvamarnefnd: Bjami Hall- dórsson. Heilbrigðisnefnd: Þorst. M. Jónsson. Verðlagsskrárnefnd: Jakob Frí- mannsson. Sjúkrahúsnefnd: Sigríður Þor- steinsdóttir, Sigurður O. Bjöms- son og Sverrir Ragnars. Varamenn: Gísli Konráðsson, Kristófer Vilhjálmsson og Helgi Pálsson. Bamavemdarnefnd: Margrét Sigurðardóttir, Haraldur Sig- urðsson, Anna Helgadóttir, Frið- rik J. Rafnar og Gunnhildur Ryel. Varamenn: Jóhanna Júlíus- dóttir, Kristín Konráðsdóttir, Pétur Sigurgeirsson og Þorbjörg Gísladóttir. (Framhald á 2. síðu). Lii og skemmtu menn sér hið bezta. Næsta spilakvöld verð- ur í kvöld og er þess vænst að sem flestir félagsmenn mæti og taki með sér gesti. Spiluð verð- ur félagsvist og hiustað á út- varpssöguna í kaffihléinu. — Nefndin. Rússneska stórmyndin r v Arið ógleymanlega 1919 Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu í dag, sýnir MlR á sunnudaginn nýja stór- mynd frá Ráðstjómarríkjunum er nefnist „Árið ógleymanlega 1919“. Atburðir þeir, sem myndin sýnir, eru vöm innsiglingarinnar til Pétursborgar, þegar brezk flotadeild sótti að og tilvera Ráð- stjórnarlýðveldanna var undir vörn innsiglingarinnar og þar með borgarinnar komin. Höfundur myndarinnar, Mik- hail Chiaureli, sá hinn sami er stjómaði töku myndarinnar „Fall Berlínar", segir að verkefnið hafi verið að gera sanna, sögulega og nákvæma mynd af þessum þýð- ingarmiklu atburðum. Efni myndarinnar eða atburða verður annars ekki rakin hér frekar, en óhætt er að fullyrða, að þessi mynd er í tölu þeirra mynda er beztar hafa verði sýnd- ar hérlendis. Tónhstin í myndinni er eftir frægasta núlifandi tónskáld Ráð- stjórnarríkjanna, Dmitri Sjosta- kóvitsj. Bílslys í Giljareilum Vöruflutningabifreiðin A-37 valt 65 metra leið um urðir og kletta en tveir menn, sem í bifreið- inni voru komust lífs af „Öríugir tímar geta veriS framundan" Heildarvörusala KEA minnkaði um rúmlega 1 mlljón krónur á s. 1 .ári Frá aðalfundi Akureyrardeildar KEA Á mánudagsmorguninn varð það slys í Giljareitum á Oxna- dalsheiði, skammt vestan við svonefnt Reiðgil, að stormsveipur feykti vörubifreiðinni A—37 út af svelluðum veginum og hrapaði hún og valt 65 metra leið niður á eyri þar fyrir neðan. Oll er leiðin sem bíllinn hrapaði snarbrött og 5—6 m. hár klettur um miðja vegu. Komust lífs af. Tveir menn voru í bifreiðinni, Þór Árnason, bflstjóri, Höfðaborg x Glerárþorpi, og Stefán Jónsson, stúdent, Brekkugötu 12 hér í bænixm. Eftir veltxxxnar komust þeir félagar út úr mölbrotnu bfl- flakinu, þrátt fyrir mikil meiðsli,' sem þó eru ekki lífshættuleg og tókst Þór, sem er hið mesta karl- menni, að koma Stefáni, sem mxm hafa skaddast meira, upp úr gil- inu litlu norðan þar sem bfllinn valt, en engum manni er fært þar upp sem bfllinn hrapaði. Hlúði Þór að Stefáni þar við veginn, en hélt síðan gangandi að Kotum í Norðurárdal, en þangað er um 8 km. leið. Þykir sú ferð hin mesta þrekraun eins og meiðslum Þórs var háttað ,enda var harm að þrotxxm kominn er harm kvaddi dyra að Kotum. Brugðið við. Gnnar Valdimarsson, bóndi að Kotxxm, brá skjótt við og ók á slysstaðinn á vönxbifreið siimi og sótti Stefán. Jafnframt var símað eftir sjúkrabifreiðð og lækni frá Akureyri. Var þeim félögum hjúkrað á Kotum eftir beztu föngum þar til sjúkrabifreiðin kom með lækni og þeir voni fluttir á Akureyrarspítala. Líðan þeirra félaga er vonum betri. Kirkjan. Æskulýðsmessa á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. í Akureyrarkix-kju. Þó að messan sé sérstaklega helguð xmga fólk- inu eru allir hjartanlega vel- komnir. — P. S. Fækkandi félagsmannatala. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA vair haldinn að Varðborg í gærkvöldi og sátu hann allt að 100 félagsmenn, aðallega starfs- fólk félagsins. Ármann Dalmannsson, foimað- ur deildarinnar, flutti skýrslu um störf deildarstjórnar. Samkv. skýrslu hans fækkaði deildar- mönnum á árinu um 37 og eru þeir nú 2219 talsins. Ástæður fyr- ir fækkuninni taldi Ármann brottflutning fólks og úrsagnir fólks, sem eingöngu hefði gengið í félagið vegna skömmtxmarinnar sem nú er afnumin. Vörusalan minnaði að krónutali. Jakob Frímarmsson flutti skýrslu um starfsemi félagsins. Kvað harm erm allt í óvissu um útkomu reikninga og afkomu félagsins. Vörusalan á árinu, í búðum félagsins varð 373^ milljón kr. á (móti 383/^ milljón 1952) og minnkaði þannig um rúml. 1 millj. króna. Aðallega stafar þessi samdráttur af minni innflutningi og sölu á landbúnaðar- og heim- ilisvélum, en vörusala véla- og varahlutadeildar varð 1,5 millj. kr. minni en árið áður. Minni mjólkuraeyzla almennings. Mjólkurinnlegg bænda varð 5% meira en árið áður, en hins vegar varð sala neyzlumjólkur 27 þús. lítrum minni. Verklegar framkvæmdir voru ekki stórvægilegar. Ný verzlun var opnuð í Hafnarstr. 93, byggt hús fyrir útibú ný- lenduvörudeildar í Mýrahverfi og verzlunarhús, sem verið hefur í 3 ár í smíðum á Dalvík, fullgert að nokkru. í byggingu er starfs- mannahús að Brúnalaug og úti- bú að Hauganesi. Kreppuspár? Framkvæmdastjórinn kvaðst ekki bjartsýnn nú í ársbyrjxm. Orðugir tímar gætu verið fram- xmdan vegna verðfalls á afurð- um okkar á erlendxim markaði og sölutregðu innanlands. „Mar- hallshjálpin er búin og enginn veit hve setuliðið verður hér lengi.“ Var á ræðu framkv.stj. að heyra, að ekki horfði vænlega, er þessum stoðum undir „hinum tilbúna peningastraum" væri kippt burtu. Þó kvaðst hann vona að hægt yrði að auka svo fram- leiðsluna, að nokkuð gæti vegið á móti glötxm marshallhjálpar og erlends setxiliðs. Kosningar. í stjórn deildarinnar, til tveggja ára voru kosnir Haraldur Þor- valdsson með 62 atkv. og Þorst. Þorsteinsson með 53 atkv. Vara- menn voru kjömir Sigurður O. Björnsson og Kári Sigurjónsson. f stjórn til eins árs var kjörinn Sigtryggur Þorsteinsson og til vara Þorst. Þorsteinsson. Að lok- xxm voru kosnir 75 fulltrúar á að- alfund KEA. -K Fjáreigendur, Akureyri! Fxmd ur fjáreigenda verður í Varð- borg sunnudaginn 21. þ. m. — FjölmennlS.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.