Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 19. febrúar 1954 s-st VERKflnwsuRinn - VIKUBLAÐ. - Útieíandi: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Árnas., Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áakriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Innflutningur erlendra sjómanna Stórútgerðarmenn sækja nú fast að ríkisstjórninni og Alþýðu- sambandinu um leyfi til innflutn- ings á færeyskum sjómönnum á togarana og bátaflotann. Hefir stjórn Alþýðusambandsins þegar gefið samþykki sitt til þessa með því skilyrði þó að verklýðsfélög þau, sem hlut eiga að máli, veiti einnig sitt samþykki. Ekki hefir enn verið látið nema að litlu að óskum útgerðarmanna hvað við- kemur innflutningi mannafla á togarana, en leyfi hefir þegar verið veitt fyrir nokkrum hópi sjómanna á bátana. Það er fyllsta ástæða fyrir þjóðina alla að veita vakandi at- hygli þeirri öfugþróun, sem í þessum atburðum felst og draga af þeim rökréttar ályktanir. Ástæða fyrir manneklunni á fiskiskipin er vitanlega engin önnur en sú að sjómönnum eru ekki búin slík kjör að þau geti talizt sambærileg við Jandvinnu, ef tekið er tillit til erfiðis og vinnutíma. Á bátaflotanum eru enn engin takmörk fyrir vinnu- tíma, á togurunum er unnið a. m. k. 50% lengri vinnutími en tíðkast í landi og auk þess allir helgidagar jafnt og virkir. Þar við bætist vosbúð og oft á tíð- um lífshættuleg aðstaða til vinnu. Samt bera sjómennirnir iðulega lítið meira og jafnvel oft minna úr býtum en lægst launaði land- verkamaður. Og sé heppnin með og tekjurnar fari verulega fram yfir það, sem landverkamaðurinn ber úr býtum, fer bróðurpartur- inn af þeim mismun í skatta og skyldur til þess opinbera og er þá ekkert tillit tekið til þess að sjómaðurinn eyðir drjúgum hluta launa sinna í hlífðarföt og annan kostnað við starf sitt, sem aðrir hafa lítið af að segja. Síðast en ekki sízt hefir sjómaðurinn litla sem enga möguleika til eðlilegr- ar þátttöku í félagslífi, skemmt- analífi menningarlífi og eðlilegs samlífs með fjölskyldu sinni. Þannig eru kjör þeirra manna, sem með starfi sínu bera megin- þungann af því að framfleyta þjóðinni. Er undur þótt þau freisti ekki manna, þegar betra býðst? Til eru skýrslur og hagfræði- legir útreikningar, sem sanna að hver íslenzkur sjómaður dregur að landi 6—7 sinnum meira fiski- magn en hver sjómaður þeirrar þjóðar, Norðmanna, sem næstir koma í röðinni að afköstum. Slík- ur er dugnaður og harðfengi sjó- mannastéttar okkar, slík er auð- legð íslandsmiða, þegar þau eru sótt af atorku. Ef nokkurt réttlæti ríkti í skiptingu þjóðarteknanna ætti sjómannastéttin að bera rífleg- astan hlut frá borði allra þegn- anna. En í stað þess er hún beitt hinu skefjalausasta arðráni. Bankavaldið, olíuhringarnir, heildsalastéttin, embættismenn- irnir veltir sér allt í hundraða milljóna gróða af útgerðinni með- an sjómennirnir strita við skarð- an hlut. Hér þarf breyting á að verða. Sjómannastéttin verður að rísa upp og krefjast fyllsta jafnréttis við aðrar stéttir þjóð- félagsins. Hún verður að skapa sér slík kjör og lífsskilyrði að at- hafnaþrá hinna vöskustu af hverri uppvaxandi kynslóð bein- ist að því að sækja gull í greipar hafsins, gull sem geti lagt grunn- inn að velmegun og hagsæld allr- ar þjóðarinnar, en verði ekki leiksoppur gráðugra arðræningja. Og þetta ér ekki aðeins mál sjómannastéttarinnar, það er jafnframt og ekki síður eítt af brýnustu hagsmunamálum allrar þjóðarinnar. Þess vegna munu sjómennirnir njóta fyllsta stuðn- ings stéttarbræðra sinna meðal alþýSunnar allrar og annara þeirra, sem horfa lengu en til næsta máls, í þeirri baráttu sem þeir óhjákvæmilega eiga fyril höndum til þess að rétta h!ut sinn og skapa stétt sinni þau iífs- kjör sem henni sæma og sem hún hefir fyllsta rétt til. — b. FYRSTU SPORIN Fyrir bæjarstjómarkosning- arnar bauð Sósíalistafélag Akur- eyrar Alþýðuflokknum og Þjóð- varnarflokknum samstarf í bæj- arstjórnarkosningunum. Foringj- ar þessara flokka höfnuðu þessu tilboði, þrátt fyrir eindreginn vilja þorra óbreyttra flokks- manna. Nú eftir kosningarnar er sýnilegt og sannanlegt að sam- fylking þessara flokka hefði a. m. k. fengið 5 bæjarfulltrúa kjörna — ef ekki sex — og þar með hreinan meirihluta í bæjar- stjórninni. Eftir kosningarnar sneru bæj- arfulltrúar sósíalista sér til full- trúa Alþýðufloksins og Þjóðvarn- ar og buðu þeim samkomulag í kosningum nefnda í bæjarstjórn- inni. í fyrstu tóku þeir ekki ólík- lega í slíkt samstarf, en brátt reyndist þó sú taug, sem ætíð dregur þessa menn til sinna póli- tísku föðurhúsa rammari en all- ar hvatir þeirra til verkalýðssinn- aðrar samvinnu. Og enn var neit- að með þeim afleiðingum, að allir þrír flokkarnir fengu mun færri fulltrúa kjörna í nefndir bæjar- stjórnarinnar en orðið hefði með fjögurra manna samstarfi þess- ara fulltrúa. íhaldið með sína 4 fulltrúa fékk 38 aðalmenn kjörna í nefndir en Þjóðvarnar- flokkurinn, Alþýðufl. og Sósíal- istaflokkurinn fengu allir til sam- ans 26 menn kjörna (Sósíalistar 13, Alþýðufl. 10 og Þjóðvörn 3) Öll aðstaða þessara flokka til starfa í bæjarstjórn verður því verri en þurft hefði að vera, ef pólitískt ofstæki og taumlipurð við Framsóknarfl. hefði ekki bor- ið sigurorð af dómgreind Mar- teins og Steiriðórs. Það er engan vegin nýlunda að sjá Steindór Steindórsson leiddan eins og ómálga barn af bæjarstjórnarafturhaldinu, en einhverjir hafa e. t. v. ætlast til einhvers meira af Marteini Sig- urðssyni, eftir öll sinnaskiptin, en að sjá hann í hlutskipti Stein- dórs. En hafi svo verið verða von- brigðin mikil eftir að hann hefir nú gengið fyrstu örlagasporin í bæjarstjórninni eftir endurfæð- inguna, ekki eins og sjálfstæður flokksforingi heldur sem vesæll pólitískur þurfamaður, sem af ákefð grípur ólystilega mola af borðum sinna fyrrverandi og að því er bezt verður séð tilvonandi húsbænda. - Frá fyrsta fundi bæjarstjórnar (Framhald -af 1. síðu). íþróttahúsnefnd: Tryggvi Þor- steinsson, Þorsteinn Svanlaugs- son, Ármann Dalmannsson og Tómas BjÖrnsson. Varamenn: Gunnar Óskarsson, Armann Helgason, Alfreð MöIIer og Vignir Guðmundsson. Húsmæðraskólanefnd: Jóhann Frímann og Guðmundur Jör- undsson. Kjörskrárnefnd: Haukur Snorra son, Jón Sólnes og Jón Þor- steinsson. Yfirkjörstjórn: Brynjólfur Sveinsson og Kristján Jónsson. Varamenn: Indriði Helgason og Jón Þorsteinsson. Bygginganefnd sjúkrahússins: Óskar Gíslason, Jakob Frímanns- son, Stefán Ág. Kristjánsson og Jón Þorvaldsson. Krossanesstjórn: Björn Jóns- son, Guðmundur Guðlaugsson, Jón Árnason og Guðmundur Jör- undsson. Varamenn Jóhannes Jósepsson, Þorsteinn Stefánsson, Bragi Sig- urjónsson og Jón G. Sólnes. Sjúkrasamlagsstjórn: Rósberg G. Snædal, Jóhann Frímann, Halldór Friðjónsson og Gunnar H. Kristjánsson. Varamenn: Jón Ingimarsson, Arngrímur Bjarnason, Magnús Albertsson og Sigurður Jónsson. Hjartkær sonur okkar og bróðir, JÓN HERMANNSSON, lézt af slysförum 11. febrúar 1954. Guðrún Magnúsdótitr, Hermann Jakobsson og systkini. Aðalfundur Iðja félag verksmiðjufólks Akureyri, heldur aðalfund sunnudaginn 21. þ. m. kl. 1.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. D AGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. ; 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félagar! Mœtið vel og stundvíslega! STJÓRNIN. *#^**N#>#V#'*#^#^#^#S#<*#S#S#^#N#^#S#S#S#^ L. Tilkynning frá Iðju Orðsending til trúnaðarmanna Iðju, á vinnustað. Sam- kvæmt samningum ber að framkvæma læknisskoðun á öllu starfsfólki verksmiðjanna í febrúarmánuði ár hvert. Vinsamlegast fylgist með því að það sé framkvæmt. STJÓRNIN. #S#-#S#S#S#*S#^J f<#^#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S#S« MIR *-#s#^##,^#####*##s*rf'##i###^#s#^r*s#**'^#-^#s#s»r^^*s#. MIR Rússneska stórmyndin: Hið ógleymanlega ár 1919 verður sýnd í Asgarði n. k. sunnudag kl. 4 e. h. AKUREYRARDEILD MÍR. ++*'*+*++*+*+*+++**+#+++f***+*>+0+'0++*++*+++O+*++++4*++*0W+O+4*0l Endurskoðendur bæjarreikn.: Brynj. Sveinsson, Páll Einarss. Varamenn: Gísli Konráðsson og Árni Sigurðsson. Stjórn Sparisjóðsins: Haukur Snorrason og Kristján Jónsson. Varamenn: Skúli Magnússon og Tómas Steingrímsson. Endurskoðendur Sparisjóðsins: Gestur Olafsson, Sigurður Jónas- son Varamenn: Áskell Jónsson og Sveinn Tómasson. Stjórn Eftirlaunasjóðs bæjar- ins: Jón Sólnes og Guðmundur Guðlaugsson Varamenn: Guðm. Jörundsson og Þorst. M. Jónsson. Vinnumiðlunarnefnd: Jón Ingi- marsson, Halldór Ásgeirsson, Árni Þorgrímsson, Jón Þorvalds- son og Sveinn Tómasson. Varamenn: Svavar Jóhannes- son, Haraldur Þorvaldsson, Arn- finnur Arnfinnsson, Árni Böðv- arsson og Jóhannes Halldórsson. Sáttanefnd: Friðrik J. Rafnar og Jón E. Sigurðsson. Varamenn: Pétur Sigurgeirs- son og Jóhann Frímann. Áfengisvarnarnefnd: Einar Kristjánsson, Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnússon, Bjarni Halldórsson, Ragnar Steinbergs- son og Stefán Ág. Kristjánsson. Vallarráð: Armann Dalmanns- son, Sigurður Bárðarson, Einar Kristjánsson. Varamenn: Haraldur Sigurðs- son, Þorsteinn Svanlaugsson, Árni Sigurðsson. Botnsnefnd: Ríkharð Þórólfs- son og Gunnar H. Kristjánsson. Lystigarðsstjórn: Anna Kvaran, Steindór Steindórsson, Jón Rögnvaldsson. Varamenn: Arnór Karlsson, Ingibjörg Rist, Mart. Sigurðsson. Fræðsluráð: Þórir Daníelsson, Þórarinn Björnsson, Brynjólfur Sveinsson, Friðrik J. Rafnar og Aðalsteinn Sigurðsson. Vinnuskólanefnd: Guðrún Guð- varðardóttir, Árna Bjarfnarson, Hlín Jónsdóttir og Guðmnudur Jörundsson. SKAKÞATTUR í dag er birt snjöll og skemmti- leg skák, sem þýzki skáksnilUng- urinn Ludwig Engels tefldi gegn Eggert Gilfer í Reykjavík 1937. Engels keppti hér, sem gestur, á 25. Skákþingi Islendinga, sem haldið var hér á Akureyri 1937. A þinginu varð.Engels efstur, en tapaði einni skák á móti Guð- bjarti Vigfússyni frá Húsavík. Hvítt: Ludwig Engels. Svart: Eggert Gilfer. 1. c2—c4 e7—e6 2. e2—e4 Rg8—f6 3. Rb8—c3 d7—d5 4. c4xd5 e6xd5 5. e4—e5 d5—d4 6. e5xf6 d4xc6 7. b2xc3 Dd8xf6 8. d2—d4 c7—c5 9. Rgl—f3 c5xd4 10. Bfl—b5f Bc8—d7 11. 0—0! Bf8—d6 12. Hfl—elf Ke8—f8 13. Bcl—g5 Df6—f5 14. Ddlxd4 Bd6—c5 15. Dd4—el2 h7-h6 16. Hei—e5 Df5—g6 17. He5xc5 BxB 18. Hc5—c8f Bb5—e8 19. Hs8xB Kf8xH 20. Dd2—d8 og mát.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.