Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 19.02.1954, Blaðsíða 4
 VERKAMABURINN Föstudaginn 19. febrúar 1954 Samfylkmg framfaraaflanna sigraði glæsilega í Kópavogi Hlaut 475 atkv. og 3 fulltrúa af 5 í hreppsnefndinni Úrslit í hreppsnefndarkosning- unum í Kópavogi sl. sunnudag urðu þessi: Alþýðuflokkurinn hlaut 130 atkv. og engan fulltrúa. Framsóknarflokkurinn 131 at- kv. og 1 fulitrúa. Sjálfstæðisfl. 238 atkv. og 1 fulltrúa. Samfylkingarlistinn 475 atkv. og 3 fulltrúa. Kosningar þessar sýna svo greinilega sem verða má þann sí- Píanó-tónleikar Rögnvaldur Sigurjónsson hafði píanó-hljómleika í Nýja- Bíó síðastl. sunnudag á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Við- fangsefni voru eftir 3. S. Bach, W. A. Mozart, Robert Schumann, Fr. Chopin og Franz Lizt. Enn fremur aukalag: Prelúdía eftir Rakhmaninov. Rögnvaldur Sigurjónsson hef- ur leikið hér nokkrum sinnum áður, og hefir þá sannað það hverjum þeim, sem eyru hefir að heyra, að hann er mikill lista- maður, ágætlega menntaður, skapmikill og naemur, eftir því vel þjálfaður, smekkvís og laus við óþarfa - „sentimentalitet". Á þessum hljómleikum staðfesti hann þetta allt betur- en nokkru sinni fyrr. Að vísu virtist hann ekki í bezta lagi fyrir kallaður, er hann byrjaði, og naut sín því ekki að fullu í Prelúdíu og fúgu Bachs. 1 næsta tónverki: Sónötu í D-dúr eftir Mozart var hann óðum að ssekja í sig veðrið, og þá er hann hóf að leika lög Schu- manns: Um kvöld og Toccata, var sem álagahamur félli af honum og kóngssonurinn birtist í öllum sínum glæsileik. Eftir nokkurt hlé hófst Cho- pin-þátturinn. Það var Nocture í b-moll, Þrjár prelúdíur og An- dante spianato e Grande Polo- naise brillante op. 22. Ég hefi heyrt marga góða píanóleikara flytja lög Chopins, þar á meðal hinn f ræga Sztompka, en ég er ekki viss um að nokkur þeirra hafi gert það betur en Rögnvaldur í þetta sinn. Ég er viss um, að hvar í heimi sem væri, hefði flutningur hans á þessum lögum vakið mikla eftirtekt og aðdáun. Lögin eftir Lizt: Sonn- ettu og Polonaise í E-dúr, flutti hann með sömu yfirburðum og Chopin-þáttinn. Aukalagið var einnig ágætlega leikið. Fjölmennt var og hrifning af- armikil, einkum er á leið. List Rögnvalds verður ekki lýst, svo að hún skiljist. Til þess verða menn að hlusta sjálfir á hann og hlusta vandlega. Og þá munu þeir verða hluttakandi í himneskum fjársjóðum hinnar göfugustu listar. A. S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirjku er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. Bekkjarstjórar eiga að vera mættir kl. 10.10. — Æsku- lýðsblaðið kemur úr. vaxandi vilja, sem æ meira lætur að sér kveða meðal allra frjáls- lyndra kjósenda, til þess að vinna saman gegn afturhaldinu. Enn er þessum vilja haldið í flokksfjötr- um víða um land, en kosningarn- ar í Kópavogi eru fyrirboði þess, sem koma skal: Að fólkið sjálft hafi forboð foringjanna að engu og myndi sjálft þá einingu um hagsmunamál sín, sem misvitrir og svikulir flokksforingjar reyna eftir megni að koma í veg fyrir. Aðalfundur Sjó- mannafél. Akur- eyrar Tryggvi Helgason kosinn formaður í 18. sinn Aðalfundur Sjómannafélags Akuryrar var haldinn 7. þ m. í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Tryggvi Helgason, varaform. Lórenz Halldóisson, ritari Ólafur Daníelsson, gjald- keri Aðalsteinn Einarsson og meðstjórnandi Sigurður Rós- mundsson. Varastjórn skipa: Jón Árnason, Marteinn Sigurólason og Jón Halldórsson. í trúnaðarmannaráð voru kjörnir: Jónas Tryggvason, Magnús Ólason, Jón Halldórsson og Hörður Frímannsson. Eignir félagsins eru þessar: Styrktarsjóður kr. 26,638,65 og félagssjóður kr. 9,440,42. Félagsgjald var ákveðið kr. 110.00. Aðalfundurinn mótmælti ein- dregið innflutningi erlendra sjó- manna á togarana fyrr en full- reynt væri, með skattfríðindum eða hækkuðu fiskverði, að ckki væri unnt að fá innlendan mann- afla. Þá samþykkti fundurinn áskor- un til Alþingis um að samþjkkja frumvarp Lúðvíks Jósefssonar um skattfríðindi sjómanna. Alþýðuflokkurinn kær- ir enn Alþýðuflokkurinn hefur kært kosninguna í Kópavogi. Ástæður fyrir kærunni eru taldar van- ræksla um að sækja utankjör- staðaatkvæði á pósthúsið í Rvík, svo og rangur úrskurður um vafaatkvæði. Sænskur sjómaður finnst örendur Síðastl. mánudag fannst 1. stýrimaður á m.s. Bláfelli, er þá lá hér við Torfunefsbryggjuna, örendur í klefa sínum. Réttarkrufning hefur leitt í ljós, að banamein hans var hjarta bilun. Maður þessi var sænskur, nokkuð viS aldur. AÐALFUND heldur V erkakvennafélagið Eining sunnudaginn 28. febrúar kl. 4 e. h. í Verkalýðshúsinu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Konur, fjölmennið! STJÓRNIN. giiinminiiniiiim nmiitiitiiiimimwwiitiiiinnwtnii «j NÝJA-BÍÓ / kvöld kl. 9: I ROMMEL [ \ Kvikmynd um þýzka hers- j | höfðingjann Rpmmel I i byggð á sannsögulegum \ heimildum. Síðasta sinn. Um helgina: \ Hvað skeður ekki í j | París? 1 Frönsk skemmtileg músík- j mynd. R£X STEWART I hinn heimsfrægi trompet- = = leikari kemur fram ásamt f hljómsveit sinni. "¦•¦mmmmmimmimmimimmimimmmmhmmmimimmmmmmmÍ Skjaldborgarbíó | =_____________,---------—— \ Mynd vikunnar: ! Lokaðir gluggar f (Persiane Chiuse) \ ítölsk stórmynd úr lífi f i vændiskonunnar, mynd, = Í sem alls staðar hefur hlotið \ i met aðsókn. Djörf og raun- \ \ sæ mynd, sem mun verða j mikið umtöluð. 1 (Danskur skýringateksti) f i Bönnuð yngri en 14 ára. i Alþýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn hafa gerf málefna- samning um stjórn Hafnarfjarðar Eins og kimnugt er tapaði Al- þýðuflokkurinn meirihluta sín- um í Hafnarfirði í bæjarstjórnar- kosningunum, en Sósíalistafl. komst þar í oddaaðstöðu í bæj- arstjórninni. Strax að kosningum loknum hófu verkalýðsflokkarnir viðræð- ur sín í milli um málefnasamning .iiiiiiiiiiititiiiittitiiiitiiiitinitii iiiititiitniitiiiiiiii* DANSLEIKIR að VARÐBORG laugardaginn 20. þ. m. og sunnudaginn 21. þ. m. kl. 9 og tenór-saxofonleikarinn AL-TIMOTHY skemmtir. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 e. h. sömu daga. íþróttafélagið. Orðabók Sigfúsar Blöndals verður framvegis seld með mánaðarlegum afborgunum. Verð í skb. kr. 650.00, ób. kr. 500.00. Við móttöku greiðist kr. 50.00 og síðan 1. hvers mánaðar kr. 50.00. Tekið á móti pöntunum í Bókaverzl. EDDA h.f. Sími 1334. íhaldið og Framsókn ætla að stjórna Siglu- fjarðarbæ Framsóknarmenn í Siglufirði hafa gert samning við íhaldið um sameiginlega stjórn þessara flokka á bænum. Bæjarstjóri verður sami og áð- ur, Jón Kjartansson. Saemiginlega hafa þessir flokk- ar 5 atkv. í bæjarstjórninni, en verkalýðsflokkarnir 4. Kvenfélag Sósíalista heldur félagsfund í Verka- lýðshúsinu n. k. sunnudag 21. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: 1. Undirbúningur fyrir 8. marz. 2. Skýrslur nefnda og fleiri félagsmál. 3. Skemmtiatriði. Áríðandi að félagskonur f jölmenni. Stjórnin. Fundið Gler úr glaraugum fundið fundið í Brekkugötu. Vitj- ist á afgr. Verkamannsins, gegn greiðslu þessarar aug- lýsingar. Vönduð skrifstofuritvél til sölu. Upplýsingar í síma 1984. Fjáreigendafélag Akureyrar heldur aðalfund sinn, sunnu- daginn þ. 21. febrúar í Varð- borg, kl. 13.30. Dagskrá samkvœmt félags- lögum-. STJÓRNIN. •iMIIIIIMMIMIMHnillMMMHIIIIIHHIIIIHHIMtMIIIIIMMt H ) Ritsafn Jóns Trausta 1-8 Með afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. [ Akureyri. fii.iitMiHiiiiiiiiiiiiiiiHiMiiiinMtnmuitiinmuiiinnuii og sameiginlega stjórn bæjarins og tókust þeir samningar greið- lega. Fjallar málefnasamningur- inn um margs konar framfaramál kaupstaðarins, svo sem aukningu útgerðar, byggingu fiskiðjuvers, byggingamál, niðurfellingu fast- eignagjalda af íbúðarhúsnæði o. m. fl. Helgi Hannesson lætur af bæj- arstjórastarfi en við tekur Stefán Gunnlaugsson. ' Varabæjarstjórj Geir Gunnlaugsson, varafulltrúi Sósíalistaflokksins. Samstarf verkalýðsflokkanna í Hafnarfirði mun draga að sér at- hygli um allt land og alþýðufólk- inu, sem verkalýðsflokkunum fylgir og enn er meinað samstarf af foringjum Alþýðuflokksins, svo sem hér á Akureyri, mun verða hugsað hlýtt til þessa sam- starfs og binda vonir við góðan árangur þess og farsæld fyrir al- þýðu Hafnarfjarðar. Alþýðuflokkurinn setti heimsmet - í Kópavogi í nýafstöðnum hreppsnefndar- kosningum í Kópavogi hlaut Alþýðuflokurinn 130 atkvæði og tapaði eina fulltrúa sínum í nefndinni. Af 130 atkvæðaseðl- um flokksins voru 76 seðlar með breyttri röð! Talið er að þetta sé heimsmet. Efsti maður listans Guðmundur G. Hagalín hrapaði niður í 4. sæti, svo mjög var hann útstrikaður. Sameiningarnefndin að störfum Nefnd sú, sem kosin var af bæjarstjórn á sl. sumri til athug- unar og viðræðna um sameiningu Glerárþorps og Akureyrarbæjar, mun nú vera um það bil að ljúka starfi og er álit nefndarinnar væntanlegt á næstunni. Mun það þá verða lagt fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. STÓRVIÐRI af suðvestri gekk yfir vestur- og norðurhluta landsins sl. þriðjudag. Mannskaðar urðu þó engir af veðri þessu og tjón á mannvirkjum smávægileg. Hér í bænum er ekki kunnugt um aðr- ar skemmdir en þær, að þakplöt- ur fuku af þaki einnar álmu Menntaskólans. Árshátíð Verkamanna- félagsins um aðra helgi Árshátíð Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar verður haldin í Alþýðuhúsinu annan laugardag,, 27. þ. m. Verður tilhögun auglýst nánar -K Barnaverndarfélag Akureyrar hefir bazar í Varðborg næstk. sunnudag kl. 2 síðdegis.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.