Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 1
VERKflmflDURillll XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 26. feb rúar 1954_7. tbl. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON látinn Sameiningarmenn vinna hvern stórsig urinn af öSrum í verkalýís- félögunum ■Theodora Toroddsenj I látin 1 Frú Theódó.ra Thoroddsen, skáldkona, ekkja Skúla Thorodd- sen, andaðist að hehnili sínu í Reykjavík sl. þriðjudag, 23. þ. m. Frú Theódóru mun lengi verða minnst, sem einnar merkustu ís- lenzkra kvenna og ber margt til þess. Hún átti ríkan hlut að for- ustustarfi manns síns í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar, er harðast var sótt að vinna þjóðfrelsið úr helsi Danaveldis. Þá mun hennar einnig lengi minnst fyrir ritstörf hennar, fráfærar gáfur og mann- kosti. Síðast en ekk isízt mun ís- lenzk alþýða geyma minningu frú Theódóru í þakklátum huga fyrir þann ómetanlega stuðning, sem hún veitti málstað alþýðunnar og allrar íslenzku þjóðarinnar til hinztu stundar, með því að tengja saman með lífsstarfi sínu öllu hina fyrri sjálfstæðisbaráttu og þá þjóðfrelsis- og mannréttinda- baráttu sem alþýðan hefur síðan staðið í fylkingarbrjósti fyrir. Gæti borgið mannslifum. Á fundi, sem stjórn Rauða- krossdeildar Akureyrar hélt með blaðamönnum sl. laugardag, skýrði formaður deildarinnar, Guðmundur Karl Pétursson, yf- irlæknir, frá því að deildin hefði ákveðið að beita sér fyrir því að keypt yrði hentug flugvél til sjúkraflutninga hingað til bæjar- ins og yrði henni ætlað að flytja sjúklinga og slasað fólk af Norð- ur- og Austurlandi til læknis- hjálpar þegar nauðsyn bæri til. Taldi Guðmimdur að slík sjúkra- flugvél gæti oft borgið mannslíf- um þegar um væri að ræða bráða sjúkdóma og slys. Aukið öryggi. Sjúkraflugið frá Rvík, bæði flug Bjöms Pálssonar og Flug- félags íslands kvað Guðmundur hafa gefið mjög góða raun, en fyrir Norður- og Austurlandið væri það ekki fullnægjandi til öryggis, þar sem veðrátta væri oft með þeim hætti að ekki yrði Unnu Félag jámiðnaðarmanna i með yfirburðum. í Félagi járniðnaðarmanna fór I fram allsherjaratkvæðagreiðsla um stjómarkjör sl. laugardag og sunnudag og urðu úrslit þau að listi sameiningarmanna, með Snorra Jónsson í formannssæti, hlaut 165 atkv., en listi íhaldsins og Alþýðuflokksforingjanna, með Sigurjón Jónsson, erindreka ASÍ, í formannssæti, hlaut 146 atkv. Við stjómarkjör í fyrra vann aft- urhaldið með 4 atkv. mun. Miklu mun það hafa ráðið um úrslitin að ýmsum fylgjendum Alþýðuflokksins er nú þrotin þolinmæðin gagnvart samvinn- irnni við íhaldið. Sjálfkjömir í Iðju. í Iðju í Rvík varð stjóm sam- einingarmanna sjálfkjörin og er Björn Bjarnason formaður. Er það athyglisvert hve iðnverka- lent í Reykjavík eða flogið þaðan, þótt skilyrði til flugs væm ákjósanleg hér nyrðra. Ennfrem- ur væru sjúkraflugvélar léttari og gætu lent á ýmsum stöðum, þar sem særri flugvélar kæmu ekki til greina. Almenningur er furðu gjafmild- ur, ef hann skilur nauðsynina. Guðmundur Karl kvað reynsl- una sanna, og minntist þar sjúkra hússbyggingarinnar hér, að al- menningur væri furðu gjafmild- ur, ef hann' sæi nauðsyn á fram- kvæmdum, og oft hefði hann tek- ið á móti stórgjöfum til sjúkra- hússins frá fólki, sem ekki væri ætlað að hefði miklu af að gefa. Hér væri um skylt mál að ræða: að bjarga mannslífum og stytta þjáningar og væri því ekki að efa að Rauðakrossdeildinni, slysa- vamafélögunum og öðrum þeim, sem vildu hefja samstarf til þess að hrinda þessu máli áleiðis, yrði vel tekið er fjárframlaga yrði leitað. fólkið í Rvík hefur slegið trausta skjaldborg um félag sitt og vernd að eininguna innan þess, þrátt fyrir ofsóknir afturhaldsins gegn félaginu. Eins og alkunnugt er var Iðja rekin úr Alþýðusam- bandinu fyrir nokkrum árum, fyrir engar sakir og hefur enn ekki fengið leiðréttingu mála sinna. Hefur stjórn ASÍ haft full- an hug á stofnun klofningsfélags, en allar slíkar bollaleggingar hafa strandað á þroska iðnverkafólks- ins og sífellt háværari kröfum frá verkalýðsfélögunum um land allt um að Iðja verði á ný tekin inn í sambandið. Önnur félög. f ýmsum öðrum félögum hefur aukið fylgi vinstri aflanna og vaxandi samstarfsvilji komið greinilega í ljós á aðalfundum. Má þar nefna Sveinafélag skipa- smiða, Félag pípulagningamanna, Mál dreifbýlisins. Að sjálfsögðu er mál þetta ekki síður mál fólksins í dreif- býli Norður- og Austurlands en Akureyringa, því sjúkraflugvél hér á staðnum mundi auka mjög öryggi þess. Því er einsætt að félagssamtök í þorpum og sveit- um, sveitastjómir og sýslimefnd- ir ættu að leggja þessu máli lið 'ásamt bæjarbúum. Fjársöfnun er hafin. Rauðakrossdeildin hér hefur riðið á vaðið með 3000 króna framlagi úr sjóði sínum og heitir nú á alla Akureyringa og aðra Norðlendinga og Austfirðinga að leggja fram sinn skerf. Margar hendur vinna létt verk og þess ætti ekki að verða langt að bíða að þessu máli verði komið í höfr\ ef þátttaka í söfnuninni verður almenn. Rauðakrossdeildin hér veitir framlögum viðtöku. Svo og bæj- arblöðin. Gjaldkeri deildarinnar er Páll Sigurgeirsson, kaupm. Ný fasteignarmatsnefnd Bæjarstjórn hefur kosið Jón Sveinsson, fyrrv. skattdómara, í fasteignamatsnefnd í stað Snorra Guðmundssonar, sem sagt hefur af sér starfi í nefndinni. Stjórn- skipaður í nefndina er Ásgeir Valdemarsson, slökkviliðsstjóri. Verkalýðs- og sjómannafélag Ól- afsfjarðar, Rakarasveinafélag Reykjavíkur og mörg önnur fé- lög. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá aðalfundi Iðju hér í bænum. 1 Hinu íslenzka prent- arafélagi sigraði afturhaldið, en með helmingi minni atkvæðamun en í fyrra. 20 togaraáhafnir hafa krafizt samþykktar á frumvarpi Lúðvíks Jós- epssonar um skattfríð- indi sjómanna Mikill fjöldi sjómanna hefur sent Alþingi áskoranir um að samþykkja frumvarp Lúðvíks Jósefssonar um skattfríðindi sjó- marma, þ. á. m. áhafnir 20 tog- ara. Meginefni frumvarpsins er það, að 1/3 hluti þess kaups sem sjó- menn á fiskiskipum afla sé skatt- frjálst og ennfremur að allir þeir, sem á einu skattári starfa 6 mán- uði eða lengur á íslenzku fiski- skipi, eigi rétt á að draga kr. 4000,00 frá brúttótekjum sínum vegna vinnufatakaupa, áður en skattskyldar tekjur eru útreikn- aðar. Sótt um lán til bygg- ingar dráttarbrautar, togarabryggju og hrað- frystihúss Hafnarnefnd hefur sótt um 6 milljón króna lán hjá Fram- kvæmdabanka íslands til bygg- ingar dsáttarbrautar og togara- bryggju á Oddeyri. Þá mun stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. einnig hafa sótt um 314 milljón kr. lán hjá sama banka til hraðfrystihússbyggingar . Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps og nefnd kosin af bæjarstjóm Akureyrar hafa að undanfömu átt með sér fundi og hefur nú fullt samkomulag orðið á þeim fundum um flest eða öll skilyrði, sem sett voru af hálfu bæjar- stjómar, m. a. um hreppsmörkin (um Lónsbrú), og ennfremur um kostnað við heimtaugar og raf- magnsverð til býla þeirra, sem væntanlega lenda innan merkja bæjarins. Nú hafa þeir Steinn Steinsen, Friðjón Skarphéðinsson og Stef- án Sigurjónsson verið kjörnir í undirnefnd til að gera athuganir ) ________________________ ' Þorsteinn Þorsteinsson, sjúkra- samlagsgjaldkeri og fyrrv. bæjar- fulltrúi, lézt að heimili sínu Munkaþverárstr. 5 í gærmorgun. Varð hann bráðkvaddur. Þorsteinn var fæddur 12. marz 1890, og varð því tæplega 64 ára. Hann fluttist til Akureyrar árið 1915 og átti hér heima til dauða- dags. Þorsteins Þorsteinssonar mun ætíö minnst sem eins þeirra manna sem mestan svip hafa sett á allt félagslíf Akureyrar á því tímabili sem hann lifði hér og starfaði, enda var honum í blóð borin óvenjulega sterk hneigð til slikra starfa, samfara afburða dugnaðL Þorsteinn var á yngri ánun í forustu ungmennafélagahreyfing- arinnar og héraðsstjóri í þeim samtökum í 10 ár. Hann var um áratuga skeið einn helzti forustu- maður í samtökum verkamanna hér og var bæjarfulltrúi á vegiun þeirra samtaka um fjölda ára. Síðari árin helgaði Þorsteinn starfskrafta sína fyrst og fremst störfum í Ferðafélagi Akureyrar og Skógræktarfélaginu og vann merk störf í þeim samtökum. Jafnframt lét hann samvinnu- hreyfinguna mjög til sín taka og var meðal beztu líðsmanna Sósía- listaflokksins. Þessa mæta og merka manns verður síðar getið ýtarlega hér í blaðinu. og tillögur um fjármál varðandi sameininguna. Þegar því starfi er lokið virðist ekki neitt að vanbúnaði um end- anlega afgreiðslu málsins. Enn sem komið er er aðeins vitað um andstöðu eins bæjar- fulltrúa við sameininguna, Stein- dórs Steindórssonar. Sagði hann á síðasta fundi bæjarstjómar: „Eg hef alltaf verið á móti sam- einingunni af því að hún er fyrst og fremst hagsmunamál Glerár- þorpsbúa!“ Bera þau orð vott um „víðsýni og framsýni“ þessa „al- þýðuleiðtoga“. Sjúkrsflugvél staðsetl á Ákureyri, gæti borgið mannsltfum Rauðakrossdeild Akureyrar beitir sér fyrir almennum samtökum og f jársöfnun í því skyni að kaupa hentuga flugvél til sjúkraflutninga Dregur að úrslitum um sameiningar- mál Glerárþorps og Akureyrar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.