Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. febrúar 1954 VERKRJJWDURinn - vikublað. - Út&efandi: SÓSÍALISTAFÉLAC AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Árnas., Þórir Daníelss. Aígreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áakriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Straumhvörf í verkalýðshreyfingunni „Eftir því sem ég man bezt drápum við aldrei fleiri en 20 þúsundirásólarhring" Viðtal við fjöldamorðingja, eftir John Peet fyrrv. fréttaritara Reuters SÍÐUSTU sex árin hefur svart- fylking íhaldsmanna og aftur- haldssamasta hluta Alþýðu- flokksins farið með stjóm heild- arsamtaka íslenzkrar alþýðu, Al- þýðusambandsins, og notið til þess fulltingis Framsóknarflokks- ins. Þesi afturhaldsstjórn hefur kallað sig 1 ýðrseðisstjórn, en í reyndinni hefur hún verið hand- bendi burgeisastéttar Rvíkur til þess að halda niðri og rýra kjör alþýðustéttanna, enda hafa á valdatímabili hennar orðið stór- felldar kjaraskerðingar í flestum starfsgreinum verkafólks, þrátt fyrir harðvítuga baráttu þeirra félaga, sem njóta stéttarlegrar og framfarasinnaðrar forystu. Það er er nú orðið brýnasta hagsmunamál allrar alþýðu, að af verði létt áhrifum íhalds og at- vinnurekenda á alþýðusamtök- unum. Verði það ekki gert liggur leiðin opin til áframhaldandi kjaraskerðinga og vaxandi at- vinnuleysis. Nýafstaðnir aðalfundir verka- lýðsféléaganna bera þess gleði- legan vott að alþýðufólkið er vaknað til vitunar um það, að við svo búið má ekki lengur standa ög að samtökin verða að skapa sér trausta forustu, sem algerlega sé óháð atvinnurekendum og leppum þeirra. f Sjómannafélagi Reykjavíkur, til skamms tíma einu öruggasta vígi íhaldskrata, rambar meiri hluti afturhaldsins nú á heljar- þröminni og byggist nú eingöngu á ýmissa stétta mönnum, sem löngu eru hættir allri sjó- mennsku, en er haldið í félaginu sem atkvæðavélum. f Dagsbrún eru sameiningarmenn kosnir með meira atkvæðamagni en nokkru sinni áður og með meira en helm- ingi allra sem á kjörskrá eru. í Þrótti á Siglufirði, Verkamanna- félagi Akureyrarkaupst., Verka- mannafél. Húsavíkur og fjölda annarra stærstu verkalýðsfélag- anna eru sameiningarmenn sjálf- kjörnir. í Iðju á Akureyri og fleiri félögum starfa sósíalistar, Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn saman í stjómum félaganna. Á Skagaströnd ná sósíalistar og Framsóknarmenn stjórn verkalýðsfélagsins. f jám- iðnaðarmannafél. í Rvík sigra sameiningarmenn með miklum yfirburðum og hrífa félagið úr höndum íhaldsins. Aðalfundimir sýna að, það eru að verða straumhvörf í verka- lýðsfélögunum. Svartfylkingin er búin að lifa sitt fegursta. Alþýðan er búin að fá sig fullsadda af „lýðræðis“hjali afturhaldsins og krefst athafna í átt til bættra kjara og sóknar í atvinnumálun- um. Hún neitar að láta draga sig eins og fénað í pólitíska dilka og velur sér stjórn og forustumenn eftir því einu hvers hún væntir af þeim eftir fenginni reynzlu. Engum vafa er það undirorpið að þau straumhvörf, sem nú eru að verða í verkalýðsfélögunum eru að sterkum þætti sprottin af vaxandi andúð Alþýðuflokks- verkamanna og kvenna á sam- starfinu við íhaldið. Foringjum Alþýðuflokksins tekst ekki leng- ur að hald að þeim þeirri regin- blekkingu, að alþýðumálstaðnum verði þjónað með samstarfi við þau sömu öfl og staðið hafa að öllum árásum á kjör verkalýðs- stéttarinnar. Foringjunum tekst ekki lengur að telja mönnum trú um að stjómarandstaða á Alþingi og stjómarsamstaða í verkalýðs- félögunum séu samrýmanlegar bardagaaðferðir eða séu að jöfnu vænlegar til sigurs. Hitt gera all- ir sér ljóst að stjómarandstaða, studd af samhentri og sterkri verkalýðshreyfingu er afl, sem ekki lætur að sér hæða og gæti riðið afturhaldinu að fullu. Á næsta hausti fara fram kosn- ingar til Alþýðusambandsþings. Eigi það þing að verða því meg- inverkefni vaxið að gera verka- lýðshreyfinguna sterka og sam- henta um málefni hins vinnandi fólks, gegn þeirri klíku auðmanna og afturhalds, sem nú stjórnar landinu, verða fylgismenn verka- lýðsflokkanna og aðrir verka- lýðssinnar að mæta til þess þings með einhuga fylgi félaganna að baki sér. Aðalfundir verkalýðs- Fyrir tæpum sjö árum, 31. | marz 1947, átti eg einstætt viðtal við fjöldamorðingja, sem dæmdur hafði verið til dauða þá fyrir skömmu. „Fjöldamorðingi" er í rauninni mjög vægilegt nafn á þessum manni, Rudolf Hoess, því að hann var beinlínis ábyrgur fyrir dauða milljóna manna, sem fyrrverandi yfirmaður útrýming- arfangabúðanna í Auschwitz. Fjöldamorðingi. Viðtalið fór fram í Warsjá, þar sem eg hafði starf á hendi sem fréttaritari Reutersfréttastofunn- ar í London. Eg var viðstaddur réttarhöldin og sá og heyrði Hoess. Hann var snyrtilega klæddur þýzkum hermannabún- ingi, án einkennismerkja. Hann svaraði spurningum *réttarins greindarlega og nákvæmlega. Hvorki látbragð hans né útlit bentu til þess að hann væri fjölda morðingi, enda þótt svör hans við spumingunum, sem fyrir hann voru lagðar, sönnuðu sekt hans. , Þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp bað Hoess kurteis- lega um leyfi réttarins til þess að félaganna lofa góðu um að svo geti orðið, en betur má ef duga skal. Andstæðingar afturhaldsins í hverju verkalýðsfélagi verða nú þegar að hefja nánara samstarf með sér en nokkru sinni fyrr, leggja niður allan smærri ágrein- ing vegna mismunandi stjóm- málaskoðana, slíðra sverðin í allri innbyrðis baráttu og beina þeim til sóknar fyrir alþýðustétt- ina. Geri þeir það mun aftur roða fyrir nýjum morgni í lífsbaráttu alþýðustéttanna. — b. mega skrifa kveðjubréf til konu sinnar og til þess að senda henni giftingarhring sinn (giftingar- hringirnir voru rifnir af líkum þeirra, sem drepnir voru í gas- klefunum í Auschwitz og gullið úr þeim var notað til stríðsþarfa). Síðan var hann leiddur á braut úr réttinum af tveim pólskum vörðum. Trúboði. Eg náði tali af hinum opinbera ákæranda og spurði hvort mögu- legt væri að fá leyfi til að tala við Hoess. Mér til undrunar fylgdi hann mér til lítils herberg- is að baki réttarsalnum, en þar beið Hoess vagnsins sem átti að flytja hann til klefa hinna dauða- dæmdu. Eg kynnti mig fyrir Hoess, en hann barði saman hælum og rétti hönd sína til kveðju, en áttaði sig á því á síðasta augnabliki að eg mundi ekki kæra mig um að taka í hönd dæmds morðingja. I fyrstu talaði hann fremur slitrótt, en brátt náði hann tökum á sér og svaraði spurningum mínum skýrri röddu. „Eg játa fyllilega sekt mína fyr- ir manndrápin í Auschwitz,“ sagði þessi lági og þrekni 47 ára gamli maður. „Eg finn þó naum- ast til samvizkubits vegna þess að á því tímabili sem eg framdi verknaðinn, var eg sannfærður um að eg væri að gera rétt.“ Eg spurði Hoess, sem eg vissi að eitt sinn átti, að vilja föður síns, að verða trúboði, hvað hann mundi hafa gert ef hugmynda- fræði hans og ,,Foringinn“ hefði krafizt þess að hann sendi konu sína og börn í gasklefana. Hann svaraði hiklaust: „Ef mér hefði verið skipað að drepa konu mína og fimm börn með gasi og brenna þau síðan, þá hefði eg gert það, auðvitað. í slíku falli hefði eg sennilega fylgt þeim með því að fremja sjálfsmorð.“ Eg spurði því hann hefði ekik fylga fordæmi Hitlers og drepið sig þegar veldi nazistanna var hrunið í rústir og Hoess, sem með með gleði hafði drepið þúsundir barna af gyðingaættum og pólskra og rússneskra, svaraði: „Eg og konan mín hugsuðum um þetta, en við komumst að þeirri niðurstöðu að hvorki gætum við drepið saklaus bönrin okkar, né skilið þau eftir munaðarlaus.“ Eg spurði Hoess hver skoðun hans væri á réttarhöldunum. „Mér virtust þau mjög sanngjörn, en nokkur atriði langar mig til að leiðrétta, sagði hann“ Síðan tók Hoess, af skrif- finnskulegri nákvæmni, að mót- mæla þeirri fullyrðingu að hann hafi drepið 4 milljónir manna. „Samkvæmt mínum útreikning- um geta það naumast verið yfir 1,500,000,“ sagði hann. „Og eitt vitnanna sagði, að á einni nóttu hefðum við drepið 80 þúsundir í gasklefunum í Auschwitz. Þetta er alröng fullyrðing. 80 þúsundir dauðra hefðu þýtt 40 fulllestaðar eimreiðir. Brautarstöð okkar í Auschwitz var vel stjómað, en jafnvel hinar beztu brautar- stöðvar fyrir vöruflutninga geta tæpast annað 40 lestum á einni nóttu. Eftir því, sem eg man bezt, drápum við aldrei fleiri en 20 þúsund á einum sólarhring.“ Hoess var fluttur til Auschwitz og sýndur staðurinn, þar sem hann framdi glæpi sína. Nokkr- um dögum síðar var hann tekinn af lífi. Mér virðist að mesta viðfangs- efni Berlínarráðstefnunnar nú sé það að skapa Þýzkaland, sem tryggt er að sleppi aldrei mann- tegund eins og Rudolf Hoess lausbeizlaðri til þess að fremja glæpi sína gegn mannkyninu. M.s. „GULLFOSS Reykjavík Leith — Kaupmannahöfn Með því að íyrirhuguð ferð m.s. „GULLFOSS" til Miðjarðarhafslanda fellur niður, heldur skipið áfram ferðum sínum mili Reykjavíkur; Leith og Kaupmannahafnar samkvæmt neðangreindri áætlun: 3. ferð: 4. ferð: 5. ferð: 6. ferð: 7. ferð: Frá Kaupmannahöfn kl. 12 á hád. Mvd. 10/2 þrd. 2/3 ld. 20/3 Id. 10/4 Id. 1/5 Frá Leith föd. 12/2 fid. 4/3 md. 22/3 md. 12/4 md. 3/5 Til Leith árdegis ld. 13/2 föd. 5/3 þrd. 23/3 þrd. 13/4 þrd. 4/5 Til Reykjavíkur árdegis þrd. 16/2 md. 8/3 föd. 26/3 föd. 16/4 föd. 7/5 Frá Reykjavík kl. 5 e. h. ld. 20/2 föd. 12/3 mvd. 31/3 x) þrd. 20/4 þrd. 11/5 Frá Leith þrd. 23/2 md. 15/3 föd. 23/4 föd. 14/5 Til Kaupmannahafnar árdegis fid. 25/2 mvd. 17/3 md. 5/4 sd. 25/4 sd. 16/5 x) Skipið fer beint til Kaupmannahafnar í þessari ferð. Að lokinni 7. ferð hefjast hinar hálfsmánaðarlegu sumarferðir m.s. „GULLFOSS“ með brottför skipsins frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. maí kl. 12 á hádegi. H.f. Eimskipafélag íslands.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.