Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. febrúar 1954 VERKAMAÐURINN Verkamannafélagið fer fram á aukna bæjarvinnu Aðeins 15-20 verkamenn hafa vinnu hjá bænum Stjórn V. A. hefur sent bæjar- fyrrgreindan fjölda verkamanna ráði svofellt erindi: „Þar sem stjóm Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar er kunnugt um að allverulegt at- vinnuleysi er nú meðal verka- manna hér í bænum og jafn- framt að vinna hjá Akureyrarbæ hefur fremur dregist saman að undanförnu og er nú með allra minnsta móti á þessum árstíma, vill stjórnin fara þess á leit við bæjarráð, að það fjölgi nú í bæj- arvinnunni um 20—30 verka- menn. Stjórn Verkamannaféalgsins leyfir sér að benda á eftirtalin verkefni, sem heppilegt væri að vinna að nú að vetrinum og ekki yrðu teljandi fjárfrekari þótt þau væru unnin nú en yfir sumartím- ann: 1. Viðgerð, holræsalögn og púkk- un Oddeyrargötu. 2. Framlenging Skipagötu. 3. Framlenging Byggðavegar norður að veginum hjá Gefjun. 4. Grjótsprengingar og akstur grjóts í fyrirhugaða togara- bryggju. 5. Starfræksla grjótnámsins við grjótmulning, með tilliti til þess að útlit er fyrir nokkrar bygg- ingar, m. a. frystihúss, á þessu ári og nokkurrar malbikunar vega. Stjóm Verkamannafélagsins væntir þess að bæjarráð sjái sér fært að láta hefja vinnu fyrir Við þessar framkvæmdir eða aðr- ar, er það kynni að telja hentugri eða meira aðkallandi.“ Fiskverðið í Noregi þriðjungi hærra en á íslandi Nýlega var gengið frá samn- ingum í Noregi milli fiskimanna og fiskkaupenda, eftir langvar- andi samningaviðræður. Samkvæmt þessum samningum er verð á þorski kr. 1,39, ef hann er 42 cm. eða lengri, en 1,17 fyrir smærri fisk. Þetta er miðað við óslægðan fisk með haus. Sam- svarandi verð hérlendis er kr. 1,02. Þrátt fyrir þennan mikla mun á fiskverði hér og í Noregi eru sjómenn þar mjög óánægðir og hafa a. m. k. á nokkrum stöðum boðað til verkfalls, ef frekari leiðréttingar nást ekki, einkum hvað viðkemur verði á smærri fiski. Verkamannafélag Glæsibæjarhrepps hélt aðalfund sinn 7. þ. ,m. — í stjóm voru kjörnir: Árni Jónsson, formaður, Jón Thorarensen, ritari, Jónas Jónsson, gjaldkeri og Sigurjón Jónsson, meðstj. Félagsmenn eru nú 125. Minningarathöfn um son okkar og bróður JÓN HERMANNSSON, sem lézt af slysförum 11. febrúar sl„ fer fram í Akureyrar- kirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 1.30 e. h. Guðrún Magnúsdóttir, Hermann Jakobsson og systkini. -K Austfirðingar! Munið Aust- firðingamótið að Varðborg ann j að kvöld, laugardag, kl. 8 e. h. (ekki 8.30, eins og stóð í Degi). | Fjölbreytt skemmtiskrá. Að- göngumiðar verða seldir í j kvöld frá kl. 8—10 e. h. í Varð- borg. iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMmitimiiiiiiHiiiitiiiiiiMiiiiiiiiinm IMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIMMIII', KULDAULPUR á böm, unglinga og fullorðna Bolludagurinn er næstkomandi mánudag. Þá fáið þér beztar bollur í Brauðbúðum KEA og útibúum, sem verða opin frá kl. 7 f. h. Það skal tekið fram, að gamla brauðbúðin í Hafnarstræti 87 verður opin þann dag. MÍR MÍr| Árið ógleymanlega 1919 Sýning á þessari stórmerku mynd verður endurtekin n.k. sunnudag, kl. 4 s.d. í Hafnar- J stræti 88. Félagar fjölmenn- ið og takið með ylckur gesti. V efnaðarvörudeild ARSHATIÐ V erkamannaf élags Akureyrarkaupstaðar verður í Alþýðuhúsinu laug- ardaginn 27. þ. m. og hefst J kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Ávarp (Jóh. Jósepsson). Einsöngur (Eiríkur Stef- ánsson). Nýjar gamanvísur. Skemmtiþáttur. Dans. Aðgöngumiðar verða afhentir í Verkalýðshúsinu á föstudag frá kl. 5—10 e. h. Númeruð borð. Ekki samkvaemisklæðn- aður. — v Ath. Áríðandi er að miðar séu 1 teknir á auglýstum tíma. NEFNDIN. Starfsstúlkur vantar á Fjórðungssjúkra- ; húsið á Akureyri. Upplýsingar hjá yfirhjúkr- unarkonunni. Laus lögregluþjónssfaða á Akureyri auglýst til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi lögreglumanna eða hafa verið starfandi lögreglumenn í kaupstað. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. marz n. k. Bæjarfógetinn á Akureyri, 19. febrúar 1954. Bolludagurlnn er á mánudaginn kemur, 1. marz. Eins og undanfarin ár bjóðum vér yður mesta og bezta bollu-úrvalið. Rrauðbúðirnar og útsölurnar verða opnaðar kl. 7 f. h. Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Símar 1074 og 1041. Útibúið 1069. Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 3. flokks 1954 er hafin. Verður að vera lokið 9. marz. Munið að endurnýja í tíma! Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. ‘1 um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til I sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88. Orðabók Sigfúsar Blöndals verður framvegis seld með mánaðarlegum afborgunum. Verð í skb. kr. 650.00, ób. kr. 500.00. Við móttöku greiðist kr. 5 0.00 og síðan I " 1. hvers mánaðar kr. 50.00. Tekið á móti pöntunum í Bókaverzl. EDDA h.f. Sími 1334. ,IIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMMIII| [ Ritsafn Jóns Trausta 1-8 Með afborgunum. I Bókaverzl. Edda h.f. Akureyri. '"lllllllMMtlllinilMIIIIMIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl/ TILKYNNING um kartöflugarðaúthlutun Kartöflugarðlöndum þeim, sem Akureyrarbær leigir út, verður úthlutað á ný frá 1.—15. marz n. k. á skrif- stofu ráðunauts, Þingvallastræti 1, frá kl. 1 til 3 e. h. alla virka daga, sími 1497. Garðeigendur halda sínum fyrri görðum til 15. marz, en sé þá ekki búið að greiða leigu og vinnslugjald, verður görðunum úthlutað til annara án frekari aðvarana. Gjald það sama og á síð- asta ári, 30 aura pr. fermetra. FINNUR ÁRNASON. Söluskattur Þeir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt í umdæminu fyrir síðasta ársfjórðung, sem féll í eindaga 15. þ. m., aðvarast hér með um, að verði skatturinn eigi greiddur nú þegar, verður lokunarákvæðum 4. mgr. 3. gr. 1. nr. 112, 1950, beitt og verður lokun framkvæmd eigi síðar en fimmtudaginn 25. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 22. febrúar 1954. ' »##########^#####^#######»##»####»###################»###f#»##j

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.