Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.02.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. febrúar 1954 4 \ Frá aðalfundi Iðju félags verk- smiðjufólks á Akureyri Stjórnin sjálfkjörin - Jón Ingimarsson kosin formaður í 9. sinn. - Félagið mótmælir inn- flutningi erlends iðnvarnings til samkeppni við íslenzka framleiðslu. - Freysteinn Sigurðsson einn af brautryðjendum félagsins heiðraður Jón Ingimarsson, formaður Iðju. Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, var haldinn sl. sunnudag. Formaður félagsins, Jón Ingimarsson, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar um starf félagsins og var það allum- fangsmikið, þótt ekki væru gerð- ir kjarasamningar á liðnu starfs- ári. M. a .hefur félagið komið upp skemmtiklúbb, sem starfað hefur af miklu fjöri. Fjárhagur félags- ins er góður og varð eignaukning á árinu rúml. 27 þús. kr. Stjórn félagsins var kjörin: Jón Ingimarsson, varaformaður Konráð Sigurðsson, ritari Krist- ján Larsen, gjaldkeri Hjörleifur Hafliðason og meðstjómandi Hallgrímur Jónsson. Varastjórn skipa: Jósep Kristjánsson, Ingi- berg Jóhannss., Vilhjálmur Sig- urðsson og Magnús Stefánsson. Jón Ingimarsson baðst mjög eindregið undan endurkosningu, en fyrir einróma tilmæli félags- manna varð hann við ósk þeirra um áframhaldandi formanns- starf. Er þetta í 9. sinn, sem Jón er kjörinn formaður, en í stjórn félagsins hefur hann setið óslitið í 17 ár. Á fundinum va reinn af braut- ryðjendum í samtökum iðnverka- fólks hér og einn sterkasti bar- áttumaður félagsins fyrr og síðar, Freysteinn Sigurðsson, kjörinn heiðursfélagk Var honum afhent skrautritað heiðursskjal og hann hylltur af félagsmönnum við þá athöfn. Á nýliðnu ári færði þessi aldni forustumaður iðnverka- fólks félagi sínu stóra gjöf, 5000 krónur í reiðu fé. Á aðalfundinum var ákveðið að félagsgjöld skyldu vera kr. 100 fyrir karla og kr. 65 fyrir konur. Að lokum var einróma gerð svo felld ályktun um innflutning erlends iðnvarnings: „AjSalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, haldinn 21. febr. 1954, vill enn á ný vekja athygli háttvirts Alþingis og ríkis- stjómar á þeirri hættu, sem íslenzkum iðnaði stafar af hinum gálausa innflutningi erlendra iðnaðarvara, sem í síauknum mæli er flutt inn í landið til samkeppni við iðnaðarvörur okk- ar. Slíkur innflutningur hefur ekki orðið til þess að lækka vöruverð almennt, eins og menn ætluðu í fyrstu, nema síður sé, heldur aðeins yfirfyllt hinn takmarkaða sölumarkað hér á landi. Ætla að fjölga um 15 Út af erindi Verkamanna- félagsins, sem skýrt er frá hér í blaðinu í dag, hefur bæjarráð samþykkt að fjölga um 15 verka- menn í bæjarvinnimni. Unnið verður að vegagerð. Munið spilakvöldið í kvöld Sósíalistafélagið hefur spila- kvöld í Ásgarði í kvöld og mun svo verða á föstudagskvöldum fyrst um sinn. Spiluð verður félagsvist og hlýtt á útvarpssöguna í kaffihléi. Verðlaun verða veitt. Þess er vænst að félagar fjöl- menni og taki með sér gesti. Áríðandi er að menn mæti stundvíslega kl. 8.30, svo að unnt sé að byrja að spila þá þegar. — Nefndin. Árið ógleymanlega 1919 Þeir sem ekki sáu þessa ágætu mynd um síðustu helgi ættu ekki að láta hjá líða að sækja sýning- una á sunnudaginn kl. 4 í Ás- garði. Myndin er prýðilega tekin og mjög spennandi. Hún sýnir þá sögulegu viðburði er urðu 1919, er brezkri flotadeild var stefnt að Pétursborg, hina sögulegu við- burði um sama leyti í Kronstad og hversu við þessu var brugðizt af alþýðu Pétursborgar og leið- togum byltingarinnar. Meðal sögulegra persóna, er sjást í myndinni, eru Lenin, Stalín, Churchill, Clemenceau, Wilson, Lloyd George og marga fleiri. ai ii11111111111111111111111111iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii111111111iia|(v Sk j aldborgarbíó Mynd vikunnar _ j | RAUÐA MYLLAN I j (MOULIN ROUGE) | ■*>111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111* «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinw.iiiiiiifiir«snii I NÝJA-BÍÓ Um helgina Af slíkri augljósri hættu, sem iðnaðinum stafar af þessari samkeppni, bæði nú og í framtíðinni, er það eindregin krafa félagsins að öllu minnflutningi erlendrar iðnaðarvöru, sömu eða svipaðrar tegundar, sem íslenzkar verksmiðjur eða vinnu- stofur geta framleitt í nægilegum mæli handa landsmönnum, verði tafarlaust hætt.“ f z Ut úr myrkrinu Spennandi og vel leikin | amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: RAY MILLAND IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM olíubrennarinn er kominn aftur Verðið lækkað OLÍUSÖLUDEILD Bæjarstjórn felldi að sjálfseignar vörubílstjórar sitji fyrir vinnu hjá bænum Félag sjálfseignarvörubilstjóra, Valur, sendi bæjarstjóm erindi í byrjun mánaðarins og fór fram á að bifreiðavinnu hjá bænum verði úthlutað sem atvinnubóta- vinnu og yrðu félagsmenn í Val látnir sitja fyrir vinnimni. Á bæjarstjómarfundi sl. þriðju dag kom erindi þetta til af- greiðslu og hafði bæjarráð lagt til að bifreiðavinnunni yrði úthlutað á svipaðan hátt og verkamanna- vinnu. Fulltrúar sósíalista lögðu til að orðið yrði við erindi Vals, en Jakob Frímannsson að allar vörubílastöðvar bæjarins (þ. á. m. bifreiðastöð KEA, Bifröst) skildu hafa sama rétt til vinnunn- ar. Frá Skákþinginu Skákþing Norðlendinga stend- ur nú yfir. Keppt er í 3 flokkum. Standa leikar jiú þannig: Meistaraflokkur. Julíus Bogason 3 Vz vinn. Jón Ingimarsson 214 vinn. Unnsteinn Stefánsson 214 vinn. Guðm. Eiðsson 214 v. og biðskák. Ingimar Jónsson 2 v. og biðskák. Haraldur Ólason 1 vinn. Er því óvíst hver verður Norð- urlandsmeistari að þessu sinni. Veltur þar á biðskák Guðm. Eiðssonar og Ingimars, hvort tefla verður til úrslita um 1. sæti. Adolf Ingimarsson sigurvegari í 1. flokki. í 1. flokki er keppn^ lokið og urðu úrslit þessi: 1- Adolf Ingimarsson 414 v. 2. Anton Magnússon 3y2 v. 3. Stefán Aðalsteinsson 3 v. 4. 5. Búi Guðmundsson 2 v. 3. Stefán Ó. Stefánsson 2 v. 6- Friðfinnur Friðfinnss. y2. 2. flokkur. 1 2. flokki er keppni ekki lokið, eftir að tefla 2 skákir. Röðin er nú þessi: 1. Rögnvaldur Rögnvaldsson 6 v. og 1 biðskák. 2. Árni Haraldsson 5 v. og 2 ótefldar. 3. Randver Karlesson 5 v. 4. Snorri Sigfússon 4 v., 1 biðsk. og 1 ótefld. 5. Friðgeir Sigurbjörnsson 4 v. 6. Björgvin Ámason 4 v. 7. Þórólfur Ármannsson 2 v. 8. Hjálmar Hjálmarsson IV2 v. og 1 óteflda. 9. Helgi Friðfinnsson 1(4. Atkvæðagreiðsla fór þannig, að tillaga sósíalista var felld með 6 atkv. gegn 3, en tillaga Jakobs, samþykkt með 8 atkv. gegn 3. Samkvæmt þessu getur KEA (Bifröst) sent bílstjóra sína, sem eru á föstum launum hjá félag- inu, til atvinnuleysisskráningar og fengið þannig hlutdeild í út- hlutun atvinnubótavinnu hjá bænum! Væri þá skörin tekin að færast upp í bekkinn, ef slíkt yrði reyndin, sem ólíklegt verður þó að telja. «111111111iliiiiii11111111111111111111111111111111111111111iiiiiiiinft [ Marteinn og Steindór \ | hindruðu kosningu | j vinstri manna í 10 | nefndir I Þetta kallar Bragi „að gera I | sitt bezta fyrir kjósendur i sína.“ z Bragi heldur því fram í síð- | i asta blaði sínu, að eingöngu i i það sjónarmið hafi ráðið gerð- i i um Marteins og Steindórs við i i nefndarkjör í bæjarstjóm að i i Framsókn hafi boðið þeim upp i í á betri býti en sósíalistar gátu i i gert. Óliklegt er að Bragi viti i | ekki betur, því að samstarf 4- | i urra bæjarfulltrúa tryggir = i fullkomlega 35 aðalfulltrúa í j i nefndir og gefur auk þess = i möguleika á 5 fulltrúum með i i hlutkesti. Samtals fengu því i i sósíalistar, Alþýðufl. og Þjóð- i i vöm 6 fulltrúum færri kosna = i í nefndir með þeim hætti sem i i Alþýðufl. og Þjóðvöm höfðu á j j um kosningarnar en FULL- j i TRYGGT hefði verið með sam i j komulagi við sósíalista. Með j j samkomulagi sínu við Fram- j j sókn höfðu Marteinn og Stein- j = dór því af þcssum 3 flokkum i j cinn fulltrúa í hverja eftirtal- j I inna nefnda: Bygginganefnd, j j hafnamefnd, húsmæðraskóla- j j nefnd, yfirkjörstjóm, endur- | j skoðun bæjarreikninganna, j j stjórn Sparisjóðs Akureyrar, i j endurskoðim Sparisjóðsins, j j stjórn eftirlaunasjóðs, sátta- i j nefnd og Botnsnefnd, eða j j samtals í 10 nefndum. i Þetta kallar svo Bragi að j „gera sitt bezta fyrir kjósend- i ur sína“. Flestir aðrir mimdu j fremur kalla slíkt afsal að gera i sitt bezta fyrir Framsóknar- j flokkinn og íhaldið. *" lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll IRolliidagurinn 1 er næstkomandi mánudag s REYNZLA ER SÖGN RÍKARl | Reynið bollurnar í Eyrarbakaríi Sendum heim. — Pantið í tíma Sími1750 I i iiiiiiiiiiiiii11111111111111111111111111M2

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.