Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.03.1954, Page 1

Verkamaðurinn - 05.03.1954, Page 1
UERKflmflDURlílIl XXXVII. árg. Eins og frá var skýrt hér í blað- inu lézt Þorsteinn Þorsteinsson, sjúkrasamlagsgjaldkeri og fyrrv. bæjarfulltrúi, að heimili sínu, Munkaþverárstræti 5, þann 25. febrúar sl. Fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju í gær, að viðstöddu fjölmenni ,sem fylgdi hinum látna samborgara, sam- herja og vini síðasta spölinn. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur að Engimýri í Óxnadal 12. marz árið 1890. Foreldrar hans voru hjónin Friðrika Jónsdóttir og Þorsteinn Jónasson, bóndi þar, bróðir Jóns Jónassonar á Flugu- mýri og föðurbróðir þeirra Frið- riks og Aðalsteins heitins Krist- inssonar frá Winnipeg, þess er nýlega ánafnaði Eyjafjarðarhér- aði höfðinglega gjöf til menning- armála. Þorsteinn var yngstur níu syst- kina. Föður sinn missti Þorsteinn er hann var innan við fermingar- aldur. í bernsku naut Þorsteinn ekki annarrar fræðslu en þá var títt um börn til sveita, en komst ung- ur í ungmepnaskóla að Ljósa- vatni í Þingeyjarsýslu. Árið eftir, 1906, réðst Þorsteinn til náms í Búnaðarskólanum að Hólum, þá 16 ára gamall og yngstur nem- enda. Stundaði hann þar nám í 2 vetur. Árið 1910 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Þorsteinsdóttur, greindri og dug- mikilli konu, og hófu þau búskap að Neðstalandi í Öxnadal sama ár. Árið 1915 fluttu þau hjónin búferlum til Akureyrar og bjuggu hér síðan. Hér í bæ stundaði Þorsteinn fyrst verkamannavinnu og var annálaður afkastamaður til vinnu. Tók hann strax mikinn þátt í félagslífi hér, einkum í samtökum verkamarma og sat lengi í stjórn Verkamannafélags Akureyrar og var formaður þess um skeið. 1 bæjarstjóm Akureyrar var Þorsteinn kjörinn 1919—1923 og síðar aftur 1934-1938 og 1938— 1942. Fyrra tímabilið sem fulltrúi Verkamannafélagsins, en hið síð- ara sem fulltrúi Kommúnista- flokksins og síðar Sósíalista- flokksins. Starfsmaður Kaupfélags Ey- firðinga var Þorsteinn frá 1920 til 1938 og Sjúkrasamlags Akureyr- ar frá 1938 og til banadægurs. Þorsteinn var meðal stofnenda Ferðafélags Akureyrar og átti óslitið sæti í stjóm þess frá upp- hafi. Hann var og lengst af fram- kvæmdastjóri þess félags. Heið- ursfélagi Ferðafélagsins var hann kjörinn er hann varð sextugur. Þorsteinn var helzti hvatamað- ur að stofnun Flugbjörgunar- sveitar Akureyrar og í stjórn hennar frá byrjim, enda hafði hann brennandi áhuga á slysa- varnarmálum. Hann var einn öt- ulasti félagsmaður í Skógræktar- Akureyri, föstudaginn 5. marz 1954 8. tbl. Þorsteinn Þorsteinsson sjúkrasamlagsgjaldkeri MINNINGARORÐ félagi Akureyrar eftir að það var stofnað. Hann var formaður þess félags er hann lézt. Auk þessa er drepið hefur verið á var Þor- steinn mikill áhugamaður um stjórnmál, samvinnumál og fleiri félagsleg mál. Hann skipaði sér snemma í sveit með hinum rót- tækustu í verkalýðshreyfingunni, og var meðal stofnenda Sósíal- istaflokksins. Með Þorsteini Þorsteinssyni er faliinn í vaiinn einn þeirra manna er fremstir haía staöiö íynriram- tara- og íéiagsmaium þessa bæj- ar síðustu þrja tii ijora aratugma. Ahugamái hans voru svo íjóipætt að eKXi mun ofmæit þótt sagt se að hann hafi átt aiian þorra sam- borgara sinna að samiierjum aö meira eða minna leyti, samherj- um sem nú eiga á baK aó sja miK- nnæfum og íraoæriega iormusum og dugmiKium iorustumanm. Þrír vinir Þorsteins minnast hans hér á eftir i stuttum mmn- mgargreinum. Þorsteinn Þorsteinsson var fá- gætur þreKmaður í starfi. Mér og öðrum, sem þekktu hann, kom fregnin um andiát hans á óvart. Hann var ungur í anda, áhugi óþrjótandi og léttur í spori. Eg hef engan þekkt, sem hafði jafn alhliða áhuga á félagsmálum og tók eins virkan þátt í fjölmörg- um félagssamtökum. Hann þekkti ekki hálfvelgju í starfi. Hann var ávallt heill og leysi af hendi meira og ósérhlífnara starf en aðrir og það var ótrúlegt, hve miklu hann afkastaði, enda var haxm valinn til forustu í fjöl- mörgum félögum, sums staðar hvíldi meginstarfið á hans herð- um. Eg kynntist Þorsteini fyrst 1941. Fór þá í ferðalag með Ferðafélagi Akureyrar, þar sem hann var fararstjóri. Ferðafélag Akureyrar er eitt af þeim félög- um, sem hann tók ástfóstri við. Þessi fyrstu kynni voru ein þau ánægjulegustu, sem eg hef haft, og þykir mér vænt um, að þau fóru vaxandi síðar. Síðan eg kynntist Þorsteini virðist mér einkum tvennt, sem hann e. t. v. gerði af mestri eljan. Það var að klæða landið okkar skógi og kynna mönnum náttúru- fegurð þess. Eg hygg, að Þor- steinn hafi unað sér bezt er hann var á ferð um öræfi íslands, hrikalegri fegurð þeirra og tign. Hann var síryðjandi vegi, til þess að almenningur gæti notið þess- arar fegurðar og ánægju með honum. Það er mikill harmur að fráfalli Þorsteins. Athafnasamur starfs- dagur hans virtist eiga svo langt til loka. Sósíalistaflokkurinn hef- ur misst með honum einn af sín- n ótrauðustu baráttumönnum og mikið skarð er fyrir skiidi hjá þeim félagasamtökum hér í bæ, sem hann léði krafta sína. Eyjólfur Árnason. Hversu oft erum við ekki mirmt á það, hve biiið milli líís og dauða er skammt. Sá, sem er í iuiiu fjöri í dag, getur veriö lið- mn að morgni. Þessi sannindi komu mér í hug, þegar eg sl. föstudagsmorgun frétti að vinur minn, Þorsteinn Þorsteinsson sjúkrasamlagsgjaldkeri, — ferða- garpurinn mikli, — væri látinn. lýrir fáum dögum hafði eg talað við hann léttan í máli og hressi- legan, eins og hann var æfinlega hvar sem hann hittist, og fuliur áhuga, sem fyrr, fyrir hinum ýmsu velferðar- og umbótamál- um mannleg slífs. — Kom mér þá alls ekki til hugar, að þetta myndi okkar síðasti fundur hér á jörð. Að vísu hafði hann fyrr a þessum vetri, og drap einnig á það nú, minnzt á það, að hjartað væri að bila, var og sýnilegt að hið mikla þrek og kjarkur, sem hann var í ríkum mæli búinn, var eitthvað að láta undan síga. Að þessi sterki maður yrði svo skjótt og óvænt að velli lagður, óraði vissulega engan fyrir. En: „Þegar kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Fyrsta persónuleg kynning okkar Þorsteins Þorsteinssonar hófst fyrir hart nær 30 árum síð- an. Þá var hanin orðinn héraðs- stjóri Ungmennasambands Eyja- fjarðar, en því starfi gegndi hann um 10 ára skeið. Áður hafði hann, um mörg undanfarin ár, starfað af sínum alkunna dugn- aði og áhuga að málum ung- mennafélaganna, bæði hér á Ak- ureyri og þó einkum heima í fæð- ingarsveit sinni, Öxnadal, þar sem hann, ásamt ýmsum öðrum, beitti sér fyrir stofnun ung- mennafélags í sveitinni, og mun hann hafa verið einn af aðalfor- ystumönnum þess félags svo lengi sem hann dvaldi þar. Mun hið heilbrigða andrúms- loft í ungmennaféiögunum hafa orðið honum, eins og svo mörg- um öðrum, einkar drjúgt og iar- sælt vegarnesti í barattu iiísms. Þau ar, sem Þorstemn var héraosstjori, iagói hann oit á sig miKið ertioi i teröaiogum muu ieiaganna, en þá var eKKi ems iijotiegt og auoveit aö ieroast og nú. Þa var paö, aö personuæg Kynni okkar tÓKust, því aö eg siost þá stundum í ieröirnar meo honum, og haíði ætið óbiandna ánægju af þessum ferðum, þaö var eitthvað hressandi og heii- brigt við manninn — það var gott með honum að vera. — Erindin til ungmennafélaganna voru aö vísu margþætt, en runnu þó frá hans hendi öll í einn og sama íar veg — þau voru eldheit, hressi- leg hvatning til drengilegra, dáð- ríkra starfa. Það var eigi undarlegt þó að maður búinn jafn ríkri réttlæt- ismeðvitund skipaði sér í stjórn- málabaráttunni í raðir hinnar sósíalistisku hreyfingar í landinu og tæki upp merki hins vinnandi manns. Eigi hafði Þorsteinn lengi dvelið á Akureyri þegai- hann fór að taka virkan þátt í starfsemi Verkamannafélagsins, var hann tun skeið formaður þess og lengi í stjórn. í bæjarstjórn Akureyrar átti Þorsteinn sæti í 12 ár. Fyrst kos- inn að tilhlutun verkamanna ár- ið 1919—’23 og síðar sem fulltrúi Sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins. — Reyndist hann þar sem annars staðar ótrauður til starfs og hinn ske leggasti baráttu- og umbótamað ur. Stendur akureyrskur verka lýður í mikilli þakkarskuld við Þorstein sál. fyrir langt og mikið fórnfúst starf í þágu hans. Snemma mun Þorst. hafa verið fróðleiks- og námfús svo að af bar. Aðeins 16 ára að aldri réðst hann til tveggja vetra náms á' Búnaðarskólann á Hólum, þá al- veg félaus. Má það hafa verið hvort tveggja í senn mikill dugn- aður og bjartsýni af svo ungum manni að ráðast í þetta nám, en á þessu sigraðist hann, sem svo fjölmörgu öðru er hann tók sér fyrir hendur. Með námi sínu að Hólum mim Þorsteinn sál. hafa hugsað gott til að búa sig betur imdir æsku- hugsjón sína, sem var að verða nýtur bóndi í sveit, en af orsök- um sem hér verða ekki raktar, fengu ekki að rætast. Hann bjó aðeins örfá ár sem bóndi að loknu námi, en fluttist svo til Akureyrar og dvaldi þar til síns dánardægurs — Þótt þetta færi svo skal fullyrt að námið að Hólum hefur orðið þessum vel gefna og fjölhæfa afreksmanni ómetanlegt forðabúr vizku og vaxtar. Kvæntur var Þorsteinn Ásdisi Þorsteinsdóttur, ágætri greindar- konu. Lifir hún mann sinn, en heíur haft við langvarandi van- heiisu að stríða, og mun nú lengi hafa verið rúmíöst. Var í almæii iiait hversu Þorsteinn heitmn iagði sig ætið aiian iram um að iétta konu sinni hennar miklu og þimgbæru þjáningar. Sýnir þetta eKKi hvað sizt að hjartaiagið var gott. Þau hjón eignuðust aðeins eitt barn, Tryggva Kennara hér í bæ. Það sem einkenndi Þorstein heitinn aiveg serstaklega var miKU og sterK bjartsym a merm og maieini, asamt tramúrsKarandi drengiyndi og emurð. Þessir eig- ínieiKar geróu hann aö sönnum manni. Vmur, eg þakka þér af heilum hug fyigdma. — Við þökkum ailt pitt miKia starf í þágu sósíalism- ans og verkalýðshreyíingarinnar. — Við þökkum allt óeigingjarna starfið. , Guð biessi þig og varðveiti. Guðm. Snorrason. „Grösin og jurtir grænar, gióandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt“ Þeir, sem hittu Þorstein Þor- steinsson. þar sem hann sat að starfi sínu í Sjúkrasamlaginu dagana næstu fyrir heimsókn hins mikla sláttumarms, glaður, rólegur, prúður og viðmótsþýður, svo sem hann var jafnan, munu varla hafa búizt við, að æviskeið hans væri þegar á enda runnið. Fáir munu hafa vitað annað, en að hann væri heilsugóður, enda var honum aldrei tamt að kvarta eða hlífa sér á nokkurn hátt. Mér kom dánarfregn hans mjög á óvart. Margar minningar frá liðn- um árum tóku hug minn fanginn. Það er nú nær því hálfur fjórði tugur ára frá því, er ég kynntist Þorsteini sál. fyrst, og kynni okkar urðu bæði mikil og marg- þætt. Við tókum báðir þátt í verkalýðshreyfingunni, bæði hinni faglegu og pólitísku, í Jafn- aðarmannafélaginUj Kommún- istaflokknum, Sósíalistaflokkn- (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.