Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.03.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 05.03.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 5. marz 1954 VERKHlflÐlIRinn - VIKUBLAÐ. - Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðarmaður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samfylking alþýðunnar og alþjóðleg samskipti Orðið er laust ÞAÐ leynir sér ekki, nú upp á síðkastið, á blöðum Alþýðu- flokksins, að foringjar flokksins eru gripnir skelfingu yfir því að samfylkingarstefna Sósíalista- flokksins hlýtur sífellt vaxandi fylgi óbreyttra liðsmanna Al- þýðuflokksins. Þr-'ir reyna allt hvað af tekur að fálma eftir hverju hálmstrái í örvæntingar- fullri leit sinni að ,.röksemdum“ gegn því samstarfi, sem þegar er orðið að raunveruleika víða um land, í bæjarstjórr.um og verka- lýðsfélögum og gegn þeirri sam- einingu vinstri aflanna, á lands- mælikvarða, sem fleiri og fleiri alþýðumenn setja nú vonir sín- ar um árangursríka stjórnmála- baráttu alþýðustéttarinnar. ÞAÐ ER að vísu ánægjuleg framför að foringjarnir skuli nú yfirleitt telja sér nauðsynlegt að leita uppi „röksemdir" í þessu sambandi, því að fram til þessa hafa þeir ekki talið þeirra neina þörf. Og fyrst þeir hafa sýnt slíka framför er ekki nerr.a sjálfsagt að líta á þessar „röksemdir" og vega þær og meta. Þessar virðast helztar: ÞANNIG var stefna flokksins lun alþjóðleg afskpiti mörkuð við stofnun hans og þessari stefnu hefur hann verið trúr og mun verða, hvort sem andstæðingun- um líkar betur eða verr. SÓSIALISTAFLOKKURINN er stofnaður af sósíaldemokrötum Og kommúnistum sameiginlega, 1. Sósíalistaflokkurjnn er skipað- ur tvenns konar fólki, sósíalist- um og kommúnistum, en þeir fyrri eru þar eins konar vinnu- hjú og ráða engu fyrir ofríki hinna síðarnefndu. 2. Forustumenn Sósfalistafl. hafa setið, sem gestir, á þingum er- lendra kommúr.ista og gætu því flækst inn í njósnamál. 3. Kommúnistarnir, sem öllu ráða í Sósíalistaflokknum, dýrka Rússa og gerast meira að segja svo djarfir að sækja þá heim. 4. Kommúnismi er slæmt „vöru- merki“ í „heimi vestrænna lýð- ræðisrfkja". Þessar fjórar „meginröksemd- ir“ Alþýðuflokksforingjanna eru svo tengdar hvor annarri á hinn fjölskrúðugasta hátt í skrifum blaðanna og renna eigi ósjaldan allar saman í eina munntama upphrópun: Moskva! Moskva! í STEFNU SKRÁ Sósíalista- flokksins segir svo um þau atriði, sem hér ræðir aðallega en honum tókst, þegar í upphafi, að samrýma svo skoðanir með- lima sinna á grundvelli marx- ismans, að mörkin milli þessara tveggja aðila eru löngu horfin og engum kemur nú lengur til hug- ar að tala um tvær stefnur innan flokksins. Allt hjal um slíkt er ómerkilegt þvaður, sett fram af vanþekkingu eða gegn betri vit- I und. SÓSÍALISTAFLOKKURINN er fuilmótaður sósíalistiskur flokkur, sem byggir stefnu sína á þöríum íslenzkrar aiþýðu og er engum háður nema henni einni. En hann er, eins og verkalýðs- hreyfingin öil, einnig alþjóðiegur í eðli sínu. Þess vegna. vill hann hafa vinsamleg samskipti við „al- þýðuflokka í öllum löndum", hvort sem þeir teija sig komm- únistiska, sósíaldemokratiska eða hvorugt, aðeins ef þeir eru trúir grundvallarhugsjónum verkalýðs hreyfingarinnar. Foringjar Al- þýðuflokksins eru einnig alþjóð- lega sinnaðir og þeir eru bundnir í skipulögðum samtökum sósíal- demokrata. En alþjóðahyggja þeirra hefur að þessu ekki náð lengra en til þeirra samtaka, sem háðust eru auðvaldinu og nú síð- ustu árin nær einungis til þeirra fiokka og alþjóðasamtaka, sem beint eða óbeint hlýta yfirstjóm Bandaríkjanna og mótast af ut- anríkispólitík þeirra. ÞEIR HAFA hrifizt með í of- stækisfuliri áróðurs- og ófræg- ingarherferð auðvaldsins gegn ríkjum alþýðunnar og sósíaLism- ans og ekki skirrst við þótt slíkt hafnaði í þátttöku þeirra í afsaii íslenzku þjóðarinnar í hemaðar- kerfi voldugasta auðvaldsríkisins. Og nú, þegar alþýðan krefst ein- ingar og samstarfs alþýðuflokk- anna til þess að rétta hlut sinn, ekki sízt gegn sameinuðum árás- um íslenzka og ameríska auð- valdsins, þá hrópa foringjar Al- þýðuflokksins á móti: Þetta er ekki hægt nema íslenzka aiþýðu- stéttin falli fram og tilbiðji Atl- antshafsbandalagið, hernámið, Kéflavíkursamninginn og gerist auk þess einn af hrópendunum í samkór afturhaldsafla allrar ver- aldar gegn þeim stórfellu átökum sem alþýðan í þriðjvmgi veraidar er nú að gera til þess að koma hugsjónum verkalýðshreyfingar- innar í framkvæmd. SLÍK SVÖR af hendi foringja Alþýðuflokksins eru í samræmi við stefnu þeirra síðustu áratug- ina, en þau munu ekki finna neinn hljómgrunn meðal alþýð- unnar. Hún mun sýna slíkri af- stöðu gegn hagsmunum sínum og vandamálum fullkomna fyrirlitn- ingu og margfalda jafnframt sókn sína fyrir einingu gegn aft- urhaldinu. — b. Orðabók Sigfúsar Blöndals verður framvegis seld með mánaðarlegum afborgunum. Verð í skb. kr. 650.00, ób. kr. 500.00. Við móttöku greiðist kr. 50.00 og síðan 1. hvers mánaðar kr. 50.00. Tekið á móti pöntunum í Bókaverzl. EDDA h.f. Sími 1334. aiiiniii iii iiiiii ii iii iiiimii ii iii 11(111111111111111111 ii mniii||» (Ritsafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgunum. } Bókaverzl. Edda li.f. \ Akureyri. llllUIIIMIMIIIIMMtMIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIinllllllllllllllllir Bókasafn sjúkrahússins. Nú eftir að nýja sjúkrahúsið er tekið til starfa datt mér í hug að beina því til hinna ýmsu bókaút- gefenda, hvort þeir vildu nú ekki gefa bækur, svo að myndast gæti smám saman bókasafn af nýjum og nýlegum bókum, því að svo mikið er gefið út árlega af bókum, að á tiltölulega stuttum tíma ætti að geta myndast dálítið bókasafn. Þetta eru aðeins vin- samleg tilmæh mín, vegna þess að það gæti orðið mörgum sjúkl- ingi til afþreytingar að geta litið í bók. Eg þekki það sjálfur, frá því að eg var sjúklingur í sjúkra- húsinu hér, hversu mikil vöntun var að fá enga lesandi bók til að líta í. — Blöð fullnægja ekki lestrarþörf sjúklinga, en sjúkl- ingar eiga ekki aðgang að bóka- safni bæjarins, sem ekki er við að búast. Á gamla sjúkrahúsinu voru til nokkrar gamlar skræður, mjög óaðgengilegar, vegna þess að þær voru allar trosnaðar og grút- skitnar, og nú sjálfsagt ekki til annars en að brenna þær. Bókaútgefendur og bókamenn hafa frá upphafi sýnt mikið tóm- læti í bókagjöfum til sjúkrahúss- ins, og hins vegar, mér vitanlega, enginn vakið máls á þessu, þó vitanlegt sé, að þarna á gamla sjúkrahúsinu hafa legið þúsundir sjúklinga með alveg nákvæmlega sömu tilfinningar og þeir sjúkl- ingar, sem liggja á hinum nýrri heilsuhælum og sjúkrahúsum landsins. Eg hef þá trú, að þetta sé ekki fyrir þá ástæðu, að bókaútgef- endur tími ekki að gefa bækur, heldur fyrir þá ástæðu, að þeim hafi ekki hugkvæmst það, hversu mikill velgjömingur þetta væri gagnvart sjúklingunum. J. Jak. Jarðarför móður okkar, KRISTRÚNAR GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR, er lézt að heimili sínu, Hjalteyrargötu 1, 28. febrúar, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 6. marz kl. 1.30 e. h. Helga Eyjólfsdóttir. Elís Eyjólfsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall sonar okkar og bróður, JÓNS HERMANNSSONAR, sem drukknaði af m.b. „Sæfinni" 11. febrúar sl. Guðrún Magnúsdóttir. Hermann Jakobsson og systkini. H.f. Eimskipafélag íslands. Tilkynning til hluthafa Stjórn H. f. Eimskipafélags íslands hefir ákveðið að falla skuli niður aukafundur sá, er haldinn skyldi 12. marz 1954 til ákvörðunar um innköllun og endurmat hlutabréfa félagsins. Ástæða til þessarar ákvörðunar er sú, að endurskoðun gildandi skattalaga er ekki enn lokið og þykir því ekki rétt að ráða þessu máli endanlega til lykta nú. Málið verður tekið fyrir á aðalfundi félagsins 12. júní 1954. STTÓRNIN. Aðalf undur Akureyrardeildar MÍR verður haldinn í Ásgarði (Hafnarstræti 88) n. k. sunnu- dag (7. marz) kl. 5 síðdegis. DAGSKRÁ: Inntökubeiðnir. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið og komið með nýja félaga! Stjómin. .................1 -■ 1 i um: „BARÁTTAN milli peninga- og atvinmirekendavaldsins annars vcgar og hinnar vinnandi alþýðu hins vegar eða milli auðvaldsins og sósíalismans, er nú háð í öllum auðvaldslöndum. Sigur eða ósigur alþýðunnar í einu landi hefur áhrif á aðstöðu alþýðunnar í öðrum löndum, og er að því leyti sigur hennar eða ósigur. FLOKKURINN lýsir samúð sinni með starfsemi bræðraflokka sinna, alþýðuflokkunum í öllum löndum. Hann fylgist af mikilli at- hygli og samúð með starfsemi alþýðuflokkanna á Norðurlöndum, fyrir bættum kjörum alþýðunnar, eflingu lýðræðisins og undirbún- ingi undir framkvæmd sósíalismans; vill flokkurinn hafa við þá vin- samlegt samstarf og nána samvinnu. FLOKKURINN fylgist einnig af mikilli athygli og samúð með starfsemi alþýðiuvnar í Sovétlýðveldasambandinu að skapa sósíalis- tiskt þjóðféléag. Þar sem ósigur Sovétríkjanna myndi vera ósigur fyrir verkalýðinn um allan heim, berst hann á móti hvers konar einangrunartilraunum, árásarherferðum, spellvirkjum auðvaldsins og öllum óhróðri gegn hinu nýja þjóðfélagi. Flokkurinn vill auka hið viðskiptalega og menningarlega samband við Sovétríkin og veita óhlutdræga fræðslu um baráttu þeirra fyrir sköpun sósíalismans. FLOKKURINN vill hagnýta sér þá reynslu erlendra stéttarbræðra og sósíalistaflokka, sem eiga við íslenzka staðhætti, en vill jafnframt taka það skýrt fram, að hlutverk íslenzkrar alþýðu og flokks henn- ar, er að skapa sósíalistiskt þjóðfélag á þeim sögulega og þjóðfélags- lega gnmdvelli, sem fyrir hendi er hér á landi. FLOKKURINN stendur fyrst um sinn, eftir að sameining ís- lenzkrar alþýðu í einn flokk hefur farið fram, utan allra pólitískra alþjóðasambanda. En þar sem alþýðunni eru einhuga alþjóðasam- tök nauðsynleg, eins og eining alþýðusamtakanna innan hvers lands, fylgist flokkurinn af áhuga og samúð með öllum tilraunum til þess að samcina alþýðu allra landa á grundvelli sósialismans og lýðræðis- ins, og lýsir sig andvígan allri klofningsstarfsemi, sem miðar í öfuga átt, undir hvaða yfirskini sem er.“

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.