Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 1
vERKflmjMiRinn XXXVII. árg. Akureytri, föstudaginn 12. marz 1954 9. tbl. Nýjir kaupendur blaðsins fá yfirstandandi ár- gang fyiir kr. 20,00. Hring- ið í sírna 1516 og gerizi askrifendur! „Baráttan gegn kommúnism- anum" gengur illa Nýafstaðnar kosningar víða um heim sýna yfir- leitt vaxandi fylgi kommúnistaflokka og annara verkalýðssinnaðra afla Frakkland. Kosningar, sem hafa farið í ýmsum löndum undanfarna daga og vikur hafa sýnt að vinstriöflin eru víðast hvar í sókn og að heimsveldisstefna Bandaríkjanna á mjög í vök að verjast fyrir al- menningsálitinu, bæði í Vestur- Evrópu og einnig í Asíu. Einna ^reinilegast hefir þetta komSð fram í Frakklandi, þar sem þjóð- fylking borgara og verkalýðs er nú að myndast gegn styrjaldar- undirbúningi Bandaríkjanna og margir þekktustu stjórnmála- menn borgaraflokkanna svo sem Herriot, Daladier og Pinay boða nú til fjöldafunda með kommún- istaflokki Frakklands til að mót- mœla stofnun Vestur-Evrópu- hers og hervæðingu V-Þýzka- lands. f aukakosningum sem fram fóru nýlega í einú stærsta kjör- dæmi Frakklands, Seine-et-Oise, hlaut frambjóðandi kommúnista, rithöfundurinn André Stil 97873 atkvæði af 253611 greiddum eða 39% og hækkaði hundraðstölu- flokksins í kjördæminu um 7 frá síðustu þingkosningum. 18 fram- bjóðendur voru í kjöri. Er talið að þessar kosningar muni hafa mikil áhrif á frönsk stjórnmál á næstunni. Indland. í kosningum í einu fjölmenn- asta fylki Indlands, Travancore- Cochin, unnu kommúnistar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur og hlutu meirihluta í 62 kjördæmum af 117. Eru þessar kosningar þeim mun athyglis- verðari sem umrætt kjördæmi sker sig úr öðrum kjördæmum Indlands í því að menntun er þar betri en í öllum öðrum fylkjum landsins og kristindómur út- breiddari. Norðurltind. Bæjarstjórnarkosningar eru ný afstaðnar í Danmörku, og unnu Sósialdemokratar verulega á og bættu við sig 55 nýjum fulltrúum. Kommúnistar töpuðu nokkru at- kvæðamagni. Kosningaþátttaka var mjög lítil eða aðeins um 67%. Kosningar fóru fram til finnska þingsins í byrjun mánaðarins og jók Alþýðufylkingin (flokkur kommúnista og vinstri sósial- demokrata) atkvæðamagn sitt verulega, en hefir sömu þing- Jörundur er fyrirmynd hinna nýju fogara Rússa En þeir verða stærri og betur búnir Sovétríkin hafa samið um smíði 20 togara hjá brezkri skipasmíða- stöð, og enda þótt ekki sé gengið að fullu frá sanuiingum, er þegar hafinn undirbúningur að gerbreytmgu á stöðinni, svo að hún geti annazt smíði þessara togara, sem verða þeir fullkomnustu í heimi. Jörundur verður fyrirmynd þeirra, en þeir verða að mörgu leyti fullkomnari. Frá þessu er sagt í síðasta hefti af Fishing News. Sovésku togar- arnir eru ætlaðir til veiða í Barenshafi og verða því að upp- fylla strangari kröfur en Jörund- ur sem talinn er fullkomnasta fiskiskip, sem nú er í notkun. Rússnesku togararnir eiga að geta borið 1300 lestir, eða 50% meira en Jörundur, sem ber 900. Þeir verða lengri 168 fet (Jör- undur 150) og verða sérstaklega styrktir til að sigla í ís. Þeir munu hafa mjög fullkomið hit- unarkerfi og vistarverur skip- legaverja verða einangraðar sér- staklega til varnar hinum miklu frostum á miðunum. í hverju skipi verður lýsis- bræðsla og fiskimjölsverksmiðja. Forstjóri skipasmíðastöðvarinnar, Dowsett segir að „enginn vafi sé á því, að þessir togarar verði full- komnustu og bezt búnu skip fyrir þær veiðar sem þeim er ætlað að stunda, sem nokkurn tíma hefur verið hleypt af stokkunum." Auk þessara 20 togara ætla Sovétríkin að láta smíða sjö fljót- andi fiskiverksmiðjur í Bretlandi. Þau skip verða sjálf útbúin til veiða en er einnig ætlað að taka á móti fiski úr öðrum skipum. mannatölu, 43, og áður. Sósial- demókratar bættu við sig einu þingsæti og hafa nú 54, Bænda- flokkurinn hlaut 53 sæti, finnski þjóðflokkurinn hlaut 13 og sænski þjóðflokkurinn 13. Hægri flokkurinn (Lappómenn) hlutu 24 sæti, töpuðu 4. Sósíaldemo- kratar og Bændaflokkurinn hafa myndað samsteypustjórn. Aðalfundur r Akureyrardeildar MIR Aðalfundur AkureyrardeiJdar MÍR var haldinn s. 1. sunnudag. Flutti formaður deildarinnar, Eyjólfur Árnason, skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári og var hún allmikil. M. a. var efnt tij margra kvikmyndasýninga og einnig til tveggja kynningarsýn- inga, annarar um myndlist í Sovét ríkjunum og hinnar um bækur og bókaútgáfu. Voru sýningar þessar yfirleitt vel sóttar. Félagsmönnum hafði fjölgað allmikið á árinu. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin og skipa hana Eyjólfur Árnason form. Áskell Snorrason, Kári Sigurjónsson, Sigtryggur Helgason, og Jakob Árnason. Aðalfundur Sósíalisfafélags Akureyrar Sósíalistafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn s. 1. þriðjudag og var hann vel sóttur af félags- mönnum. Formaður félagsins, Þórir Daníelsson, flutti skýrzlu stjórn- ^fiiifr ,iii Þórir Danielsson, formaður arinnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Að lokinni skýrzlu formanns og afgreiðslu reikninga fór fram kjör stjórnar og fastra nefnda. Stjórnin er þannig skip uð: Þórir Daníelsson formaður, Björn Jónsson varaform., Guðmundur Snorrason ritari, Sigtryggur Helgason gjaldk., Guðrún Guðvarðardóttir, Tryggvi Helgason og Jón Ingimarsson meðstjórnendur. Allmiklar umræður urðu um starfsemi félagsins og mikill á- hugi og bjartsýni ríkjandi um eflingu þess. Þrír nýjir félags- menn gengu í félagið á fundinum. Hefur enginn fundur verið hald- inn svo í vetur að ekki hafi bæzt við nýjir félagsmenn. Ákveðið var að halda árshátíð félagsins innan skamms. Verður sfarfssfúlkunum við sjúkrahúsið synjað um kjarajafnréffi við sfarfssystur sínar í Reykjavík? Mikil óánægja hjá starfsstúlkunum yfir því óréttlæti að þurfa að greiða fæðiskostnað fyrir máltíðir, sem þær óska ekki eftir að neyta. — Meirihluti sjúkrahússnefndar hefir að svo komnu neitað starfsstúlkunum um leiðréttingu mála sinna. Um þessar mundir standa yfir samningaumleitanir milli starfs- stúlknadeildar verkakvennafé- lagsins Einingar, fyrir hönd starfsstúlkna á sjúkrahúsinu, og sjúkrahúsnefndar um kaup og kjör starfsstúlkna við stofnunina. 1. desember í haust gekk í gildi í Reykjavík nýr samningur um kaup og kjör milli starfs- stúlknafélagsins Sóknar og stjórn arnefndar ríkisspítalanna, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Reykjavíkurbæjar. Með þess- um nýja samningi fengu stúlk- urnar ýmsar lagfæringar og kjara bætur frá fyrri samningum og með honum var bundirm endi á alllanga deilu milli þeirra og stjórnar ríkisspítalanna varðandi fæðiskaup stúlknanna. Starfsstúlkur á Sjúkrahúsi Ak ureyrar hafa óskað eftir samning um við stjórn sjúkrahússins á grundvelli þessa nýja Sóknar- samnings, og var haldinn samn- ingafundur síðastliðinn þriðju- dag. Á þeim fundi var fúllt sam- komulag um flest atriði samn- ingsins nema þann hluta þriðju greinar, sem fjallar um fæðis- kaup og hljóðar svo: ,.Starfs- stúlkur, semkaupa fæðishlunn- indi, geta kosið um að vera á fullu fæði eða taka þær máltíðir, sem falla á vinnutíma þeirra, og reiknast þá gjald fyrir þann hluta fæðis hlutfallslega miðað við gjald fyrir fullt fæði. Starfstúlkur, sem kjósa að vera í fullu fæði, skulu eiga rétt á frádrætti fyrir þær máltíðir er niður falla á frí- dögum þeirra, enda sé við það miðað, að minnst þrjár máltíðir falli niður af hverjum fjórum hvern fæðisdag." Meirihluti sjúkrahússtjórnar- innar taldi sig ekki geta sam- þykkt þetta atriði, og strönduðu samningar á því á þessum fyrsta fundi. Eins og allir vita eru engar íbúðir fyrir starfsstúlkur i eða við sjúkrahúsið og verða þær því að búa hér og þar út um bæ, sumar langan veg frá vinnustaðn um. Af þessu leiðir margvisleg óþægindi fyrir stúlkurnar. Þær verða að byrja hvern vinnudag á því að fara oft langan veg í misjöfnu veðri til vinnunnar og dagfríin notast illa til hvfldar, sökum þess að mikill hluti þeirra fer í að fara á milli. Þetta er meðal annars ástæðan til þess að stúlkurnar halda fast við þá kröfu að meiga ráða því hvort þær eru í föstu fæði eða borði aðeins þær máltíðir, sem falla í vinnutíma þeirra. Margar þeirra kjósa að borða út í bæ alla tima, sem þær eru ekki að vinna og finnst þá ósanngjamt að verða að greiða mat, sem þær ekki borða. Virðist manni þetta vera sanngjörn krafa og hag stofnunar eins og sjúkrahússins bezt borgið með því að vel sé að starfsliðinu búið og það hafi ekki verri kjör en við sambærileg sjúkrahús annars staðar. Er vonandi að þessi deila verði leyst hið allra fyrsta og ekki verði farið að þjarka lengi um svo sjálfsagðan hlut og hér er um að ræða. Tog ararnir Togarar Ú. A. hafa lagt upp undanfarna daga sem hér segir. Svalbakur, 5. þ. m. 141 lestir af saltfiski og 10—20 tonn af nýjum fiski. Harðbakur, 7. þ. m., 172 lestir af saltfiski og 16 tonn nýr fiskur. Sléttbakur, 9. þ .m., 160 lestir saltfiskur og lítilsháttar af nýjum fiski. Unnið hefur verið að fiskpökk- un undanfarið og var 4000 pökk- um saltfiskjar skipað út í danskt fisktökuskip nú í vikunni. Togarar Ú. A. munu verða látnir stunda veiðar í salt a. m. k. fyrst um sinn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.