Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 2
 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 12. marz 1954 VERKfMRltUl — VIKTJBLAÐ — Útgefandi: Sóstalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Samningsrof ríkisstjórnarinnar ÞAÐ kunna að virðast lítil tíð- indi að kaffið hefir hækkað um kr. 3,40 kg. íslendingar eru orðnir svipuðum og stórfelldari verð- hækkunum á nauðsynjavöru van- ir, ekki sízt síðustu árin. En hér stendur sérstaklega á. í des. 1952 háðu 25 þúsundir íslenzks verka- lýðs eitt harðasta verkfall í sögu alþýðusamtakanna. Höfðuðkröfur samtakanna náðu að vísu ekki fram að ganga en mikilvægar leið réttingar voru knúnar í gegn á þann hátt m. a. að verð á nokkr- um neyzluvörum var lækkað með aðgerðum af hálfu ríkisstjórnar- innar. í samningunum sem gerðir voru við atvinnurekendur eru lof orðin um þessar verðlækkanir greinilega orðaðar, svo að ékki verður um villst. Þar er ákveðið að mjólk lækki úr kr. 3, 25 í kr. 2,71, kartöflur úr kr. 2,45 í kr 1,75 og kaffi úr kr. 45,20 í kr. 40,80. NÚ HAFA þau tíðindi gerzt að samningsgrundvöllur atvinnurek- enda og verkalýðsfélaganna hefir verið rofinn með hækkuninni á kaffiverðinu og áður hafði ríkis- stjórnin að nokkru rofið ákvæðin um kartöfluverðið. Þessar verð- hækkanir hafa að vísu ekki stór- vægileg áhrif á lífsstig fólks og eru því ekki mikilvægar séð frá því eingöngu. Hitt skiptir megin- máli og kann að verða fyrirboði stærri tíðinda að með þessum hækkunum hefir ríkisstjórnin gert hvort tveggja í senn: Sýnt verkalýðssamtökunum illþolandi móðgun og gefið í skyn að áfram- haldandi samningsrof séu fylli- lega möguleg. Það væri því yfir- sjón að gera of lítið úr þeim svik- um, sem hér er verið að fremja eða að sýna andvaraleysi gagn- vart þeim. STÆRSTU verkalýðsfélögin í Rvík og alþýðusambandsstjórn hafa nú þegar samþykkt mótmæli gegn þessum aðförum, en enn er með öllu óséð hvort þær sam- þykktir verða teknar til greina. Verði það ekki gert er ekki ann- að sýnna, en að verkalýðsfélögin verði að líta svo á að samning- arnir í heild séu rofnir og gera sínar ráðstafanir í samræmi við það. En vita mega stjórnarvöldin og atvinnurekendur það, að svik þeirra við gerða samninga munu ekki líklegt ráð til þess að draga úr vilja alþýðusamtakanna til þess að knýja fram þær megin- NANKINS FÖT Enn ein nýjungin og endurbótin, sem Vinnufatagerð Islands h.f. innleiðir. Næst er þér kaupið vinnuföt, þá kjósið vönduð og sterk. ware FRAMLEIÐSLU Seljum FÖT með AFBORGUNUM. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar s.f. Landsbankahúsinu, Sími 1596. kröfur, sem ekki náðust fram í desemberverkföllunum. Það verð ur gert frekar fyrr en síðar og um leið eða fyrr verður ríkisstjórn- inni kennt að verða langminnugri á gefin loforð en raunin hefir orðið á um þau sem hún gaf í desember 1952. — b. v= Til athugunar Samkv. áður birtum auglýsingum um úthlutun og end- urnýjun kartöflugarða, vil ég áminna alla, sem ætla að hafa garða sína áfram næsta sumar, að gera full skil á greiðslu fyrir garðana fyrir 15 þessa mánaðar. Ég tek á móti endurnýjun þá daga sem eftir eru, frá kl. 1 til 7 e.h. og næstkomandi sunnudag frá 4 til 7 e. h. Eftir þann 15 marz lít ég svo á, að þeir sem ekki hafa þá gert full skil garða sinna ætli sér ekki að halda þeim áfram og verða þeir látnir til annara án frekari aðvarana. Garðyrkjuráðunautur. \i um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr, 88.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.