Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 4
"""5 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 12. marz 1954 Verzlunin við USA óhagstæð um 186721000 krónur Sovétríkin keyptu vörur héðan fyrir 89.3 millj. en seldu fyrir 25.8 milljóriir í nýútkomnum Hagtíðindum er birt skýrsla um verzlun íslend- inga vi ðeinstök lönd á tímabilinu jan.—des. 1953. Verzlun okkar við Bandaríkin hefur á þessu tírriabili verið mest en jafnframt mjög óhagstæð. Þangað voru fluttar vörur fyrir 108 millj. 205 þús. krónur en inn fyrir 294 millj. 926 þús. kr. Á sama tíma hefur verzlunin við Sovétríkin verið mjög hagstæð fyrir okkur. Ut- flutningur þangað nam 89 millj. 332 þús. króna en innflutningur- inn 25 millj. 855 þús. Af skýrslunni er ljóst að verzl- unarlönd íslendinga á liðnu ári hafa verið 69 talsins. Eins og áður segir var mest skipt við Banda- ríkin eins og árið áður (1952), en þá var verzlunin við þau mun hagstæðari okkur: útflutningur- inn nam 158 millj. 333 þús. og innfluto. 185 millj. 369 þús. 1952 var verzlun Islendinga við Sovétríkin nær engin (aðeins fluttar inn vörur fyrir 62 þús. krónur). Á s.l. ári voru þau hins vegar orðin næststærsti viðskiptaaðilinn: innflutn. þaðan nam 25 millj. 856 þús. og út- flutn. 89 millj. 332 þús. króna. í des. einum voru fluttar út vörur þangað fyrir nær 13 railrjónir króna. Þriðja stærsta viðskiptalandið sJ. ár var Bretland: út voru fluttar vörur fyrir 74 millj. 155 þús. kr. og inn fyrir 128 millj. króna. Til samanburðar nam út- flutn. til Bretlands árið 1952 rúmum 89 millj. króna og inn- fluto. 188.5 miUj. Athyglisvert er hveriu við- skiptin við Portugal hafa aukizt gífurlega á s.l. ári. Arið 1952 9 byggingalóðir leyf ðar Bygginganefnd hef ur samþykkt að veita éftirtölum mönnum byggingalóðir: Kristni Þorsteins.- syni, Tómasi Steingrímssyni, Haraldi Sigurgeirssyni, Guð- mundi Valdemarssyni, Karli Kristjánssyni, Elínu Bjarnadótt- ur, Stefáni tsakssyni og Georg Jónssyni. Nokkrar umsóknir um bygg- ingalóðir náðu ekki endanlegu samþykki. Orðsending til trúnaðarmanna Iðju. Samkvæmt lögum frá 1952 eru vinnuveitendur skyldir til aShafa sjúkrakassa meff nauð- synlegum tækjum á hverjum vinnustað. Stjórnin leggur því fyrir alla trúnaðarmenn sína á vinnu- stöðvum að sjá um að þetta ákvseði sé haldið og að til- kynna stjórn félagsins ef út af er brugðið. Stjórn Iðju voru seldar vörur þangað fyrir aðeins 760 þús. krónur, en 1953 fyrir um 35 milljónir. Innflutn- ingur þaðan hefur þó verið sára lítill og aðeins numið 400 þús. krónum á árinu. Útflutningur tii brezku ný- lendanna í Afríku nam 8,1. ár 16 millj. króna en innflutn. 74 þús. Til Finnlands voru seldar vörur fyrir um 54 millj. króna og keypt þaðan fyrir 55.7 millj. Útflutn. til Vestur-Þýzkalands nam 50 millj., innflutn. 61 millj. Til AusturÞýzkalands voru flutt- ar út vörur fyrir 26 millj. króna en flutt þaðan inn fyrir 22 millj. Allsherjarverkfall færeyskra sjómanna Fyrra mánud. lýstu félög fær- eyskra sjómanna yfir verkfalli frá og með næsta degi. Ki-efjast sjómennirnir bættra kjara. Útgerðarmenn telja verkfallið ólöglegt og hafa neitað að ræða við fulltrúa sjómar.na. Færeyskir sjómenn stóðu á sl. ári í margra mánaða verkfalli, en hlutu litlar sem engar leiðrétt- ingar á hinum bágbornu kjörum sínum. Aðalfundur Sveina- fél. járniðnaðarmanna var haldinn sl. föstudag. — í stjórn voru kjörnir: Haukur Kristjánsson, formaður, Jónas Bjarnason, varaform., Björn 0. Kristinsson ritari, Marinó Viborg, gjaldkeri og Þórður Björgúlfs- son, spjaldkrárritari. í varastjórn voru kjörnir: Ottó Snæbjörnsson, ívar Ólafsson og^Svanlaugur Ól- afsson. -Svarið við vetnissprengjunni (Framhald af 1. síðu). „Verkefni okkar er fyrst og fremst það að koma fram miklum endurbótum hvað snertir vinnugæði vísindastofnana okkar og vís- indamanna og auka al'köst þeirra. Koma þai-f á fót vísindaráðum til þess að leysa meginverkefni vísindanna og til þess að skilgreina þessi verkefni nákvæmlega og fljótt. Við verðum að leysa mikilvæg- ustu verkefni vísindakenninga með því að samræma vísindi upp- byggingar-framkvæmdir kommúnismans, og með því að taka í þjónustu okkar reynzlu þeirra, sem fást við nýsköpun í iðnaði og frainleiðslu." í stefnuskrá þeirri, er hann gerir drög að, leggur hann áherzlu á það á hvern hátt draga megi úr erfiði verkamannanna með notkun kjarnorku og fjar- stýrðra tækja, með notkun út- varpstækni, þ. á. m ultrastutt- bylgja og öreindauppfinninga. — Jafnframt er honum Ijós þörfin á að leggja mikla vinnu í rann- sóknir á því sviði sem mestu lofar um víðtækan árangur, uppruna jarðarinnar og lífsins á jörðinni, og þessar rannsóknir eru ekki skoðaðar sem tilgangslaus heila- brot, heldur sem leiðir til að not- færa auðæfi hnattar okkar. Meðal þessara auðæfa eru auk kola, olíu og vatnsafls, orka atóm kjarnans, sem Nesmejanov lýsir sem „lífi þrungnu þróunarsviði vísinda og tækni." í Sovétríkjun- um er kjarnorkan ekki aðeins notuð til framleiðslu afls, en einnig til breytinga á efnum, og slíkar framkvæmdir eru ekki takmarkaðar af hálfu einkaeig- enda aflstöðva. Það er í rauninni þetta sjónarmið sem mestu veldur um ótta þeirra, sem framleiða atómvopnin. Cole þingmaður hefir skýrt þetta greinilega í annari ræðu: „Mér virðist að ekkert mundi fremur eyðileggja álit okkar sem þjóðar en tilkynning frá Kreml um það að Sovétríkin hefðu náð því að notfæra sér friðartímakjarnorku og væru reioubúnir til að láta vini sína og bandamenn njóta hennar með sér. Slíkar aðgerðir af hálfu Kreml mundu verka sem bylmingshogg á sjálfan grunninn sem eining hins frjálsa heims hvílir á." Þótt það sé sorglegt að eining hins frjálsa heims skuli hvíla á svo svikulum grunní, er nokkur huggun í því að einnig ameríku- mönnum er nú loks einnig orðið ljóst aS unnt er að nota kjarn- orkuna til annara og betri hluta en þeirra að eyðileggja heiminn. Sú vitneskja ætti, eftli- því sem hún fer víðar að vera þess vald- • andi að þær kröfur verði æ há- værari að vísindin verði alls stað- ar selt í þjónustu friðarins en ekki styrjalda. • IIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIII Hjónaefni. Opinberað hafa trú- lofun sína ungfrú Björg Sigur- jónsdóttir, afgreiðslumær og Arni Ingólfsson gtýrimaður NÝJA-BÍÓ Myndir vikunnar: Ulfurinn frá Sila I hin fræga ítalska kvikmynd I með fegurðardísinni ISYLVANA MANGANO\ Pimpernel Smith í með hinum f ræga látna skap ] gerðarleikara | LESLIE HOWARD. j A fílaveiðum Ameríski frumskógar- drengurinn Bomba. fHllHHIHIHilHHIIIHIHIHHMIMHHIHIHMHHUIHIHIMHi; Orðið er laust Salka Valka og trúarbrögðin Við íslendingar erum lítil þjóð í strjálbýli og afskekktu landi, og það fer ákaflega lítið fyrir okkur á jörðinni. Af þeim sökum er varla við því að búast að hinar stóru og fjölmennu menningar- þjóðir veiti okkur mikla athygli eða viti yfirleitt að við séum til. Það er ekki stór bær í útlöndum sem hefir margfalda íbúatölu á við ísland allt, og ekki horfur á að á næstu öldum verði fólks- fjöldi hér á landi kominn til jafns íbúatölu einnar stórborgar er- lendrar. En samt veit allur hinn menntaði heimur að við erum til, og skoðar okkur meira að segja gjaldgenga meðal menningar- þjóða. Hvað veldur því að við svo litlir karlar erum taldir menn með mönnum? Ekki er það stærð landsins eða fjöldi íbúanna. Ekki er það hernaðarmáttur okkar né ægivald. Hvað er það þá? Frá aldaöðli hefir þessi litla þjóð verið að föndra við að lesa og skrifa. Forfeður okkar voru naumast búnir að byggja sér þak yfir höfuðið í þessu landi þegar þeir voru farnir að skera sér penna og skrifa á skinn sögu sína og annara þjóða. Þeir héldu þessu áfram gegnum aldirnar, og svo rík var í þeim „fýsnin til fróðleiks og skrifta", að þegar Skandinav- ar og Engilsaxar voru búnir að glata sinni upprunalegu tungu og sögu var hvorttvoggja varðveitt hér hjá okkur Það er þessi arfur frá forfeðr- unum, áem fyrst og fremst gefur okkur réttinn til að kallast menn- ingarþjóð. Þessum arfi fortíðar- innar eigum við að þakka fræði- monnum okkar, skáldum og rit- höfundum. Uppúr þessum jarð- vegi eru þeir vaxnir Eysteinn á- bóti Ásgrímsson og Hallgrímur Pétursson. Uppúr þessum jarð- vegi spruttu síðar menn eins og Jón Sigurðsson og Jónas Hall- grímsson, og þessam arfi eigum við að þakka nútíma skáld okkar og rithöfunda eins og t. d. Hall- dór Kiljan Laxness, sem er löngu heimsfrægur, og af sumum talinn mesti rithöfundur, sem nú er uppi-___________________________ Aðvörun Bæjarverkfræðingur hefir ósk- að eftir því við blaðið að það bendi foreldrum og öðrum, sem umsjón hafa með börnum á þá hættu, sem af því getur stafað er börn byggja snjóhús eða grafi holur til að leika sér í í snjó- ruðningi við götur bæjarins. Bæði getur þetta verið hættulegt vegna bílaumferðar og ekki sízt er snjó- plógurinn er á ferð, því mjög get- ur verið örðugt fyrir stjórnanda hans og líkra tækja að sjá slík „mannvirki," sem börnin geta verið inn í. f fyrravetur \á við stórslysi í Reykjavík er snjóplógur tók með sér snjóhús barna. Við erum hreykin af þeim merkilega skerfi, sem okkar fá- menna þjóð héfur lagt til heúns- bókmenntanna, og við getum, án þess að líta undan, horft framan í hvaða herveldi sem er, og lagt á metaskálarnar okkar vopn, pennann á móti sverðinu, því með honum hafa verið unnir þeir sigr ar, sem hvorki sverð né atóm- sprengja hafa unnið eða munu vinna. Það var því eðlilegt að það vekti ánægju hjá þessari gömlu og rótgrónu bókmenntaþjóð, þeg- ar Ríkisútvarpið tilkynnti einn góðan veðurdag að nú yrði flutt sem framhaldssaga Salka Valka eftir H. K. Laxness, og meira að segja að höfundurinn sjálfur flytti hana. En einn maður hér í bæ var ckki ánægður. Hann sendi „Degi" bréf útaf þessum skelfi- lega atburði í útvarpinu og kallar sig P. S. Hann talar af mikilli vandlætingu um þetta voðalega útvarpsefni, sem „greinilega er í ósamræmi við trúar- og siðferð- isvitund þjóðarinnar," eins og hann kemst svo skemmtilega að orði. Og ennþá á ritsnilldin eftir að rísa hærra: „Trú feðranna og hinar ævafomu dyggðir eru enn svo heilagir hlutir og- þjóðinni svo dýrmætir, að engum á að leyfast að hafa þá að fíflskapar- máli í eyru alþjóðar." Það var bara ekkert annað' ,,Trú feðranna og hinar ævafornu dyggðir" eru í yfirvofandi hættu. 1 sögunni af Sölku Völku er nefnilega brugð- ið upp skemmtilegri en ýkju- lausri mynd af Hjálpræðishern- um á Óseyri við Axlarfjörð og því finnst P. S. hann verða að taka upp þykkjuna fyrir trú feðr- anna og hinar ævafornu dyggðir. Það kemur síðar fram í bréfi P. S., að hann er hræddur^.um að þessi skelfilega útvarpssaga „spilli kristilegri trú og siðgæði og hefti för til æðri þroska og göfgi." Sem sagt það, að bregða upp mynd af hjálpræðishernum og hinum bleEsunarríku vitnun- arsamkomum hans er árás á ,,trú feðranna og hinar ævafornu dyggðir", sama sem guðskristn- ina í landinu! Hver skilur nú? Ætli þessi P. S., sem vel gaeti verið kadett í Hjálpræðishernum eftir tilskrifinu að dæma, að byggja bréf sín og önnur rit á grundvelli trúárbragðasögunnar, þá þarf hann að vita betur en þetta. Honum væri innan handar hvenær sem hann vildi að afla sér meiri fræðslu u.n sögu trúar- bragðanna en hann virðist hafa yfir að ráða. Ég er viss um að t. d. prestarnir hérna í bænum myndu glaðir fræða hann um þessa hluti, og að fenginni þeirri fræðslu mundi hann ekki láta sér detta í hug að gefa það í skyn, að trú feðranna hafi verið kristin trú; ég tala nú ekki um þá trúar- bragðafræðslu, að þeir Egill á Borg og Skarphéðinn og Gunn- ar hafi verið í Hjálpræðishernum. Varði. „GOUDA" osturinn er kominn á markaðinn. ÓVIÐJAFNANLEGA GÓÐUR! KJÖTBÚÐIR KEA t« Hafnarstrœti 89. Ránargötu 10. - Sími 1114 Stmi 1622

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.