Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.03.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.03.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 19. marz 1954 VEKKRflUföURiIUl — VIKLBLAl) — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn ]ónsson, ábyrgðar- mciður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Atvinnurekendur í atvinnubótavinnu! FLESTUM þætti það vafalaust fjarstæða mikil, ef t. d. Guð- mundur Jörundsson, forstjóri KEA eða einhver annar af at- vinnurekendum bæjarins kæmu upp á bæjarskrifstofumar og heimtuðu atvinnubótavinnu hjá bænum, til þess að spara fyrir- tækjum sínum launagreiðslur og vitanlega væru þetta fim mikil, meðan ekki lægi annað fyrir en að þessir menn væru á fullum launum hjá fyrirtækjum sínum. Og sjálfsagt er ekki nein hætta á því að þessir menn grípi til svo róttæktra spamaðarráðstafana fyrst um sinn og raunu verka- menn ekki þurfa að óttast sam- keppni af þeirra hálfu um illa útilátna klakahöggsvinnu bæj- arins. EN ÞAÐ undarlega hefur skeð, að bæjarstjóm hefur á tveim síð- ustu fundum sínum gert sam- þykktir, sem gera einu af fyrir- tækjum KEA, hlutafélaginu Bif- röst, jafn hátt undir höfði og at- vinnlausum vörubílstjórum, um aðgang að atvinnubótavinnunni hjá bænum. Málsatvik eru þau, að félag sjálfseignavörubflstjóra fer fram á það við bæjarstjórn, að njóta sama réttar sem öll örrnur stéttarfélög, um forgangsrétt til vinnu. Bæjarstjóm samþykkti að tekin skyldí upp skráning at- vinnulausra bflstjóra, en hins vegar skyldu allar vörubfla- stöðvamar njóta sama réttar til vinnu! Þessi „Salomonsúrskurður“ bæjarstjórnar jafngildir því að þeir atvinnurekendur, sem sjá sér hag í því að keppa við sjálfseigna vörubflstjóra um hina stopulu lausavinnu í þessari starfsgrein, geta hirt álitlegan hlut af því takmarkaða fé, sem bærinn hefði til umráða til þess að draga úr sárustu afleiðingum atvinnuleys- isins yfir vetrarmánuðina, því að bflavinna er alla jafna óhjá- kvæmileg 3em stór þáttur í þeirri atvinnubótavinnu, sem fram- kvæmd er. FORGAN GSRÉTTUR sjálfs- eignavörubflstjóra til vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem ekki hafa nægan bflakost til eigin þarfa, er nú viðurkenndur um allt land nema hér á Akureyri. Hér hefur krafa sjálfseignarbfl- stjóranna strandað á KEA, sem jrekur hér bflastöð undir hluta- félagsformi, fyrst og fremst til eigin þarfa, en einnig til almenn- ingsnota, þegar Verkefni eru ekki næg við eigin framkvæmdir, og þá í samkeppni við þá einstakl- inga, sem freistað hafa þess að gera þessa almenningsþjónustu að atvinnu sinni. Og nú hefur bæjarstjóm, sem sagt, stutt að sigursæld þessarar samkeppni KEA, við bflstjóra bæjarins, með því að veita því sama rétt til bæjarvinnunnar, þegar verst blæs um atvinnu þeirra. HÉR GENGUR samkeppnin við einstaklingana vissulega lengra en hóflegt getur talizt: Fyrst eru sjálfseignarbílstjórarn- ir útilokaðir frá því nær allri vinnu við „fyrirtæki sitt“, kaup- félagið, því að vissulega eru þeir kaupfélagsmenn og samvinnu- menn engu síður en aðrir alþýðu- menn í bænum. Síðan er reynt að keppa við þá um lhusavinnuna og loks þegar svo er orðið, að þeim þrengt, að helzta bjargræðið er von í atvinnubótavinnu hjá bæn- um, er einnig seilzt inn á það svið. Slíkt harðfylgi KEA væri vissulega góðra gjalda vert, ef í hlut ættu auðkýfingar og stór- gróðamenn, en hér er engu slíku til að dreifa. Hér eiga í hlut efna- litlir alþýðumenn, flestir með tvær hendur tómar, að öðru leyti en því að þeir hafa brotizt í þv{ að eignast sjálfir þessi nauðsyn- legu verkfæri til þess að vinna með. ÝMSUM kann að virðast, að hér sé ekki um stórmál að ræða, en hvað sem því líður er um rétt lætismál mikilvægrar starfsstétt- ar að ræða annars vegar og óbil- gjarna ágengni hins vegar af hálfu fyrirtækis, sem samkvæmt tilgangi sínum og sögu ætti frem- ur að lyfta undir heilbrigða sjálfs bjargarviðfleitni en að berja hana niður af ofurkappi. KRAFA sjálfseignabflstjóranna hefur frá upphafi verið sú sama og allra annarra starfsstétta: Að félagsbundnir menn í viðurkennd um stéttarfélögum hefðu for- gangsrétt til atvinnunnar. Þessi krafa hefur verið viðurkennd um land allt með Akureyri sem einu undantekningu. En vita mega menn það, að sú meðferð, sem mál bflstjóranna hafa sætt að undanfömu hér í bænum, er ein- mitt til þess fallin að þjappa bfl- stjórastéttinni fast saman um æssa höfuðkröfu sína og til að hvetja önnur samtök verkafólks til þess að veita þeim frekari stuðning til að fá henni fram- gengt en þau hafa gert til þessa. b. um Sigfús Sigurhjartarson Vfinningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- ags Akureyrar, Hafnarstr. 88. Leikfélag Akureyrar: Skugga-Sveiim Leikfélag Akureyrar frum- sýndi sjónleikirm Skugga-Svein fyrra fimmtudag við mikla hrifn- ingu og góða skemmtun leikhús- gesta, en nú munu liðin 19 ár frá því að leikurinn var sýndur hér síðast. Var það á aldarafmæli höfundarins, þjóðskáldsins Matt- híasar Jochumssonar. Þrátt fyrir það að Skugga- Sveinn mun naumast talinn með- al mestu afreka skáldjöfursins, og enda æskuverk hans, sem hann taldi sjálfur fremur ómerkilegt, hefur það þó haldið áfram, í gegnum árin, að gera „hvínandi lukku“ eins og skáldið orðaði það í bréfi til Steingríms, skálds, Thorsteinssonar árið 1863 eftir að leikritið hafði þá fyrir nokkru (1862) verið flutt í fyrsta sinni. Vinsældir sínar á leiritið sjálf- sagt mest því að þakka, að það tekur til meðferðar hugstætt efni úr þjóðtrúnni, fléttað léttri kímni og að skáldinu tókst að skapa heilsteyptar, ljóslifandi og eftirminnilegar persónur, sem hafa reynzt svo langlífar í vitund þjóðarinnar, að orðtök þemra og athæfi lifi í tungutaki fólksins, án verulegs sambands við atburði leikritsins: „Sáuð þið hvemig eg tók hann, piltar,“ „stattu að baki mér skræfan" „svona eiga sýslu- menn að vera.“ Þessi orðtök úr leiknum og fjölmörg önnur hafa menn á hraðbergi, jafnt þeir sem kimnugir eru, leikritinu og þeir, sem hvorki hafa heyrt það eða séð. Og svo hugstæður er sjálfur höfuðpaurinn í leiknúm, Skugga- Sveinn, að um þá menn, sem farið hafa með það hlutverk af snilld, hafa myndast þjóðsagnakenndar sagnir. Svo hefur hér um slóðir sérstaklega orðið um Jón Stein- grímsson, sem farið hefur með þetta hlutverk oftar en nokkur annar maður. Munu þær sagnir um frábær leikafrek vafalaust lifa lengi og e. t. v. skyggja nokk- uð á orðstí þeirra, sem á eftir koma, þótt góðir verði. Að þessu sinni leikur Eggert Ólafsson Skugga-Svein og verður ekki annað sagt en að honum takizt það með ágætum. Helzt mundi eg það að leik hans finna að framsetning væri ekki nægi- lega skýr, sem kynni að stafa af ofreynzlu raddarinnar við að skapa þá hefðbundnu dýpt og hrikaleik, sem þar verður að telja við eiga. Sigurð, lögréttumanninn í Dal, leikur Hólmgeir Pálmason. Virð- ist þetta að ýmsu eitt erfiðasta viðfangsefni leiksins, en Hólm- geir reynizt vel þeim vanda vax- inn að sýna þennan gætna og hóg væra búhöld. Ástu, dóttur Sigurðar, leikur Björg Baldvinsdóttir af sérstök- um ágætum. Fer þar saman mik- il leiklistarkunnátta, glæsileiki og góð íjöngrödd. Er það akur- eyrskum leikhússgestum mikil ánægja að sjá Björgu nú aftur á sviðinu eftir langt hlé. Hjúin í Dal, Jón sterka, Guddu og Gvend smala leika þau Valdi- mar Jónsson, Sigurjóna Jnkobs- dóttir og Guðmundur Ágústsson og verður hér ekki gert upp á milli þeirra, en öll vekja þau hressilegan hlátui' eins og til er ætlast. Vignir Guðmundsson fer með hlutverk Lárenzíusar sýslumanns og tekzt prýðilega að sýna þenn- an oflátungslega og drýldna embættismann. Hjú hans tvö, Margrétu og Hróbjart, leika Matthildur Sveinsdóttir og Jón Norðfjörð. Matthildur mun vera nýliði á leiksviði, en þó er enginn viðvaningsbragur á leik hennar. Hlutverk Hróbjarts er lítið en verður eftirminnilegt og vekur óhemju kátínu í höndum Jóns. Hólastúdenta leika þeir Egill Jónasson og Haukur Jakobsson hressilega og þó af látleysi. Báðir hafa þeir viðfeldnar söngraddir °g lífga leikinn með skemmtileg- um tvísöng sínum. Kotungana, Geir og Grana, leika tveir gamalkunnir leikarar, Jóhannes Jónasson og Bjöm Sig- mundsson og kunna báðir tökin á því að vekja óskiptan hlátur leikhúsgesta. Galdra-Héðin leikur Jón Ingi- marsson og sýnir þar enn það, sem áður var vitað, af smáhlut- verkum, sem hann hefur farið Flöskuinjólkin. - Mikið hefur að undanfömu verið rætt og nokkuð ritað um það að nauðsyn beri til að hætta algerlega sölu á mjólk í lausu móli og taka upp sölu í tillluktum flöskum eingöngu. Nú síðast hafa læknar bæjarins komið saman til fundar og orðið ásáttir um að skora á heilbrigðisnefnd að not- færa sér lagaheimild, sem hún mun hafa til að banna sölu mjólk ur í lausu máli. Að sjálfsögðu verður ekki deilt við þá dómara, sem læknamir eru um heilbrigðismálin. Leik- mannsskoðanir hafa í þeim efn- um harla lítið gildi. Þó get eg ekki stillt mig um að gera þá at- hugasemd, að ekki geti verið sak- næmt að kaupa þá mjólk í lausu máli, sem fer til matargerðar og brauðbaksturs og er því soðin, og tel engu heilbrigðissjónarmiði þjónað þótt fólki yrði nauðugt að greiða 15 aurum meira á líter af þeirri mjólk. Er hækkun mjólkurverðs lögleg og nauðsynleg? Mjólkui-samlagið hefur látið uppi að það geti ekki selt flösku- mjólk nema fá 15 aura hækkun á líter á allri seldri mjólk. Þarna virðast mér koma fram meinbug- ir á þessari heilbrigðislegu fram- kvæmd, því að í loforði ríkis- stjómarinnar frá í des. 1952 vegna verkfallanna, þá segir svo að mjólkin skuli lækka úr kr. með að hann er prýðilegur gam- anleikari. Útilegumennina, aðra en Skugga-Svein, þá Harald, Ög- mund og Ketil leika þeir VU- hjálinur Árnason, Jóhann Ög- 1 mundsson og Tryggvi Kristjóns- son og verður að telja að þeir geri hlutverkum sínum viðunandi skil, einkum Tryggvi. Allir mættu þeir*þó vera dólítið „úti- legumannslegri“ og þó sérstak- lega Vilhjálmur, en hann kemur manni fremur fyrir sjónir sem vel uppalinn sveitapiltur en sem fóstursonur útilegu manna, Við- felldin söngrödd bætir þó veru- lega úr dauflegum leik. Vil- hjálmur mun vera nýliði og er þess naumast að vænta að óvan- ingur valdi fyllilega þessu hlut- verki. Ogetið er þá þess mannsins, sem mestan vandann hefur haft af öllum undirbúningi og svið- setningu leiksins, leikstjórans, Jóns Norðfjörð. Allur ber flutn- ingur leikritsins þess ljósan vott, að hann hefur unnið sitt verk af mikilli kunnáttu og hvorki spar- að sér né leikendum erfiði né þolgæði við að gera bæjarbúum sýningarnar sem ónægjulegastar og til mests menningarauka. —• Svipað má segja um leiktjöld Þorgeirs Pálssonar og búninga Guðrúnar Scheving. Megi Leikf élaginu og leikend- um þess auðnast það endurgjald starfa sinna, að leikhúsið verði fullskipað öll sýningarkvöldin. Það endurgjald væri maklegt. 3,25 í kr. 2,71 og verður naumast gengið fram hjá því samnings- atriði þegjandi. Þott ég hafi ekki í höndum reikninga mjólkursamlagsins get ég heldur ekki látið hjá líða að bera saman þjónustu samlagsins við neytendur nú og fyrir stríð og bera hana saman við kaupgjald nú og þó. í þann tíð var mjólkurverðið 25 aurar eða tímakaup verkamanns þá (kr. 1.50) jafngilti 6 lítrum mjólkur. Þá var mjólkin seld í tilluktum flöskum og send heim að húsdyrum néytenda. Nú jafngildir tímakaup aðeins tæplega 5^ lítra mjólkur, þrátt fyrir það að hætt er við að setja hana á flöskur og flytja hana heim og ef úr fyrirhugaðri hækk- un yrði kæmizt tímakaupið í rétta 5 lítra. Ekki verður því kaupgjaldinu um kennt lélegri þjónustu og hækkuðu verði og þyrfti allur málflutningur samlagsmanna greinilegri rökstuðning en hingað til hefir komið fram, ef neytendur eiga að meðtaka hann sem góða og gilda vöru. t Verkamaður. .111111111111 ■11111111111111111 ... j Ritsafn Jóns Trausla 1-81 Með afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. i Akureyri. • HtlllllHHI III llllltf 1111111 IIUIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIHHIIII^ Orðið er laust

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.