Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.03.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.03.1954, Blaðsíða 1
VERRRHUIÐURinn XXXVII. árg. . Akureyri, föstudaginn 26. marz 1954_11. tbl. SPILAKVÖLDIÐ í ÁSGARÐI fellur niður í kvöld, vegna árhátíðarinnar annað kvöld Nefndin. Skriðdrekar fluttir til hernámsliðsins Vopna- og birgðaflutningar til bandariska hers- ins aldrei stórkostlegri en síðan „endurskoðun heraámssamningsins“ hófst Liðinn er nú hálfur annar mán- uður síðan bandarísk nefnd kom til landsins og tilkynnt var að hún ætti, í samráði við ríkisstjómina, að „endurskoða“ og „endurbæta" hernámssamninginn. Síðan hefur verið hljótt um viðræðumar, rík- isstjórnin hefur þagað sem fast- ast, en um síðustu helgi birtist Reykvíkingum og Suðumesja- mönnum fyrirbrigði, sem gæti átt að skoðast sem framkvæmd end- urbótanna, en það var uppskipun skriðdreka í Reykjavíkurhöfn. — Ennfremur hafa hemámsliðinu borizt í stríðum straumum efni til byggingar stórra flugskýla, og er af því augljóst að ætlunin er að stórauka hér árásarflugflotann. Innflutningur skriðdrekanna mun þó vekja mesta athygli af því sem gerzt hefur í hemámsmálun- um um langt skeið og íslendingar undrast hvaða fyrirætlanir og ráðagerðir geta búið að baki slík- um vmdirbúningi undir land- hemað. Kvenskátar á Akureyri heiðra minningu Þor- steins Þorsteinssonar Síðastliðinn sunnudag afhentu frk. Júdit Jónbjömsdóttir og frk. Margrét Hallgrímsdóttir Skógræktarfél. Akureyrar pen- ingagjöf til minningar um hinn ágæta ekógræktarmann Þorstein sál. Þorsteinsson. Peningagjöfin er frá kvenskátum á Akureyri og afhent Skógræktarfélagi Akur- eyrar til frjálsrar ráðstöfunar. 10 útgáfufélög bjóða bækur sínar með góðum greiðsluskilmálum Meðal bókanna er ný og vönduð útg% af Þjóðsögum Jóns Árnasonar og fjöldi annarra merkra bóka Áml Bjamarson forstjóri bóka- verzlunarinnar Eddu h.f. hefur skýrt blaðamötinum frá þeirri nýjung, að fyrirtæki hans hefux nú umboð fyrir 10 útgáfufyrir- tæki, sem samtals bjóða almenn- ingi um eitt þúsund bækur með vægum afborgunarskilmálum. — Eru kjörin á þá lund að bækur fyrir allt að 1000 kr. geta menn fengið með 50 króna ársfjórð- ungsgreiðslum (tæpl. 17 kr. á mánuði) hjá hverju forlaganna, en nokkur ritsöfn með 50 og 100 kr. mánaðargreiðslum. Útgáfu- fyrirtækin eru þessi: Norðri, ísa- foldarprentsmiðja h.f., Bókaút- gáfan Edda, Bækur s.f. (forlags- bækur Pálma H. Jónssonar), Bókaforlag Þorst M. Jónssonar, BS-útgáfan, ennfremur íslend- ingasagnaútgáfan og útg. Ritsafns Jóns Trausta, Orðabók Sigfúsar Blöndals og þjóðsagna Jóns Árnasonar. 1 hópi þessara 1000 bóka, sem allar eru tilgreindar í bókaskrá, er út hefur verið gefin af þessu tilefni, er fjöldi hinna eiguleg- ustu ritverka, þótt fátt verði hér talið. Af Norðrabókum mætti nefna: Ferðabók Sveins Pálsson- ar, Göngur og réttir (5 bindi), Hrakninga og heiðavegi (3 bindi), Ljóðmæli og leikrit Páls J. Árdals og mikinn fjölda skáldsagna, þjóðfræða og ljóðmæla. ísafold- arprensmiðja býður m. a. Ljóða- safn Jóns Magnússonar, Einars Benediktssonar, Sigurðar Breið- fjörð, ritsöfn J. M. Bjamasonar, Kristínar Sigfúsdóttur og miklnn fjölda skáldsagna erlendra og innlendra, æfisagna, þjóðsagna og fræðibóka. Edda og Bækur s.f. hafa á boðstólum hundruð skáld- sagna, ferðabóka, bai-nabóka, tímarita og æfisagna, sem of langt yrði upp að telja. Þær 1000 bækur sem á boð- stólum verða eru að sjálfsögðu mjög misjafnar að gæðum og gildi, en tvímælalaust er þar að finna nokkuð við flestra hæfi og bókmenntasmekk og er ekki að efa að þeir verða margir sem nota sér þetta tækifæri til þess að eignast góðar og nytsamlegar Skallafrumvarp ríkisstjórnarinnar boðar 20 prósent lækkun á sköttum auðfélaga -----------------------------@ Árshátíð Sósíalista annað kvöld Eins og auglýst er hér í blaðinu í dag varður árshátíð Sósíalista- félagsins og Æ. F. A. haldin ann- að kvöld í Ásgarði. Verður þar fjölbreytt skemmtiskrá. Þar sem húsrúm er takmarkað um of ættu félagamir ekki að láta vmdir höfuð leggjast að tilkynna þátttöku sína sem fyrst eða taka aðgöngumiða í skrifstofu Sósíal- istafélagsins. Færri gjaldendur - hærri útsvör Bæjarstjómarmeirihluti íhalds- ins og Framsóknar í Siglufirði hefur nú gengið frá fjórhagsáætl- un kaupstaða,rins fyrir yfir- standandi ár. Hækkar útsvars- upphæðin um 12,5% frá fyrra ári þrátt fyrir það að gjaldendum hefur fækkað verulega. „MELK0RKA“ 1. hefti Melkorku, tímarits kvenna, er nýkomið út. Er það hið vandaðasta að efni og frá- gangi öllum, sem að venju. Af efni ritsins má nefna: Minningar- grein um Theódóru Thoroddsen, Meimastjórn 50 ára, eftir Aðal- björgu Sigurðardóttur, 8. marz, eftir Nönnu Ólafsdóttur, Friður, kvæði eftir Þorstein Valdimars- son Að sigra ellina, eftir Olgu Lepesjinskaja, Frá hinu forna og nýja heimkynni listanna Mexíkó, Dísa mjöll, eftir Drífu Viðar, Neytendasamtök, eftir Þóru Vig- fúsdóttur, Tízkan í dag, Um rétt- indi kvenna og framhaldssagan, Móðir í ánauð, ennfremur Utan úr heimi og fleira smærri greina. Melkorka kostar aðeins kr. 25,00 árgangurinn. Hér í bæ geta nýjir áskrifendur pantað ritið í síma 1516. bækur með kjörum, sem verða að teljast einhver þau viðráðanleg- ustu, sem boðin hafa verið. Þrátt fyrir þá flóðbylgju er- lendra ómenningaráhrifa, sem yf- ir okkur hefur dunið á undan- fömum árum, er lestrarhneigð enn rík í öllum þorra þjóðarinn- ar, ekki sízt meðal alþýðunnar og vel sé hverri þeirri tilraim, sem gerð er til þess að íslenzk heimili geti svalað þessari hneigð og jafn framt víggirt sig fyrir for- heimskunnarásókn hazarblaða og glæparita, sem nú er efld gegn uppvaxandi kynslóð. Krafan um skattfríðindi sjómanna sniðgengin Ríkisstjómin hefur lagt fram margboðað skattafrumvarp sitt. íhaldið og Framsókn leggja það fram án þess að verða við rétt- mætum kröfum þúsunda ís- lenzkra sjómanna um skattfríð- indi, án þess að lækka í nokkru skatta á lágtekjum einstaklinga, svo einungis tvennt sé nefnt. En á sama tíma og ráðamenn Ihalds og Framsóknar telja sig ekki geta lagt slíkt til, er í frum- varpi þeirra kveðið svo á, að öll ríkustu auðfélög landsins skuli fá 20% lækkun á tekjuskatti, tekju- skattsviðauka og stríðsgróða- skatti. Á því hefur ríkisstjóm ís- lenzku burgeisanna efni. Ríkisstjómin lagði sl. þriðjudag fram á Alþingi (í neðri deild) frumvarp um breytingu á lögun- um um tekjuskatt og eignarskatt. Þau atriði, eem þegar hefur verið minnzt á hljóta að vekja sérstaka athygli. Hins vegar eru í frumvarpinu nokkur ákvæði, er teljast mega til lagfæringa á nú- verandi skattalöggjöf, og eru aft- urhaldsflokkamir þar á vuidan- haldi fyrir kröfum sem fólkið sjálft hefur borið fram á undan- förnum árum, með sívaxandi þunga, þar eru t. d. atriði sem sósíalistar hafa flutt í frumvarps- formi á Alþingi en stjórnarflokk- arnir svæft eða fellt, þó þeim hafi nú verið þröngvað til að breyta um afstöðu. Meðal breytinga og nýmæla er sérstaklega tilnefnt í greinargerð frumvarpsins: „Hækkun á per- sónufrádrætti11, (hann verður 6500 kr. fyrir einstakling, 12000 kr. fyrir hjón, 4500 kr. fyrir hvert bam), „sérstakan skattstiga að því er snertir tekjur hjóna, nokk- um frádrátt hjá fjölskyldum sem gjalda háa húsaleigu, aukinn frá- drátt vegna keyptrar heimilisað- stoðar, frádrátt vegna kostnaðar við stofnim heimilis, frádrátt vegna sérstaks hlífðarfatakostn- aðar og fæðiskostnaðar fiski- manna ,frádrátt vegna kostnaðar við lengri ferðir til atvinnusókn- ar, undanþágu frá skattgreiðslu ar framlagi ríkisins vegna jarð- ræktarlaga, aukningu heimildar til frádráttar iðgjalds til lifeyris- trygginga og lífsábyrgðar“. Loks er ákvæði um skattfrelsi spari- fjár. Skattgjald cinstaklinga. Það er játað í greinargerð frumvarpsins, að einstaklingar, sem notið hafa að fullu umreikn- ingsins, greiði svipaða skatta og áður. Og hér hefst skattaálagn- ingin þegar af 1000 kr. skatt- skyldum tekjum. Skattgjald ein- | staklinga er þannig ákveðið í írumvarpinu: Ef skattskyldar tekjur eru undir 1000 kr., greiðist. enginn skattur. Af 1—2 þús. kr. greiðist 1%. ú.f 2— 5 þús. kr. greiðist 10 kr. af 2 þús. og 2% af afg. - 5- 9 — 70 — — 5 - - 3% — — - 9- 20 — — — 190 — _ 9 - - 4% — - 20- 30 — — — 630 — _ 20 - - 6% — — - 30- 40 — — 1230 30 - - 10% — — - 40- 50 — — — 2230 — — 40 - - 15% — — — 50— 60 — — 3730 — — 50 - - 20% — — - 60- 70 — — — 5730 — _ 60 - - 25% — — - 70-100 — — — 8230 — — 70 - - 30% — — - 100-130 — — — 17230 100 - - 35% — — — 1S0 þús. og yfir — 27730 — — 130 - - 40% Núverandi vísitöltn-eikningur feílur niður, en skattstigar frum- varpsins eru miðaðir við meðal- vísitölu ársins 1953 og breytast tekjutölur þeirra í réttu hlutfalli við breytingar sem verða kunna á kaupgjaldsvisitölu til hækktm- ar eða lækkunar. Með frumvarpinu er kveðið á um einn tekjuskatt í stað þriggja, tekjuskatts, tekjuskattsviðaúka og stríðsgróðaskatts. Sú breyting nær þó ekki til skattgreiðslu fé- laga. Segir í greinargerð frumvarps- ins, að Skattstofan telji, að tillög- ur þær sem í frumvarpinu felast, lækki skatta „til jafnaðar um 29% að því er skatta af tekjum snertir hjá persónulegum skattgreiðend- um.“ Félögum, og þar með að sjálf- sögðu öllum mestu auð- og gróðabrallsfélögum landsins, tryggir frumvarpið 20% lækkun á skatti. Ársskemmtim skólabarna. Um næstk. helgi verður hin venju- lega ársskemmtim skólabarna. — Að venju er þar margt á boðstól- um, svo sem leiksýningar, smá- þættir ýmsir, dansar, fimleika- sýning .skrautsýning og svo kór- söngur. Þarna kemur þó fram að nokkru leyti annar kór en fyrir- hugað er að fari til Noregs, og ekki eins vel æfður. Ágóðinn af skemmtunum þessum rennur í ferðasjóð skólabarna. Ágóðinn af síðustu sýningunni á mánudags- kvöld rennur þó allur í utanfar- arssjóð Barnakórs Akureyrar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.