Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.03.1954, Side 2

Verkamaðurinn - 26.03.1954, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. marz 1954 Öryggi íslands á atómöld Jóhann prófessor Sæmundsson vék nokkuð að atómsprengj- unni í ræðu þeirri, sem hainn flutti 1. desember, og hvernig öryggi íslands væri háttað í skugga hennar. Verkamaðurinn leyfir sér að birta hér á eftir nokkra kafla úr ræðu hans, sem gefin hefur verið út sérprentuð, en menn skulu minnast þess við lesturinn að Jóhann prófessor ræðir um „venjulegar" atómsprengjur, «n ekki vetnissprengjur, á borð við þær, sem ráðamenn Bandaríkjanna auglýsa nú á sérkennilegastan hátt. vERfonnRÐURinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Ný gengislækkun? Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda hefur látið frá sér fara álitsgerð um hag togaraút- gerðarinnar og komizt þar svo að orði, að „óhjákvæmileg stöðvun vofi yfir togaraflotanum fáist ekki stórfelld bretying á kjörum þeim, sem togararnir eiga við að búa“, og aðalbreytingin, sem fé- lagið telur síðan koma til greina, sem bjargræði, er „hliðstæð fríð- indi þeim fríðindum, sem bátaút- veginum hafa verið veitt, eða annað jafngilt“. Þessi krafa jafn- gildir að sjálfsögðu nýrri, stór- felldri gengislækkun, því að ef „togaragjaldeyrir" ætti að koma til viðbótar „bátagjaldeyrinum" væri aðeins eftir mjög óverulegur hluti gjaldeyristeknanna, sem hægt væri að flytja inn fyrir við núverandi gengi. Engum vafa er undirorpið að þessi krafa togaraeigenda, að leysa vanda útgerðarinnar með nýrri gengislækkun, í stað þess að fara þá leið sem Sósíalista- flokkurinn hefur markað, að skerða hinn óhóflega gróða olíu- félaganna, bankanna, trygginga- félaganna og fleiri milliliða, á mikinn og vaxandi hljómgrunn meðal burgeisastéttarinnar. Með hinni fyrri gengislækkun tókst afturhaldsöflunum að stór- lækka lifsstig alþýðu manna, en ' skapa milliliðunum stórfelldari gróðamöguleika en nokkru sinni áður. Nú er enn hafinn nýr róður í sömu átt, en sá róður mun þyngri en áður, þar sem við blas- ir reynzlan af hinu fyrra víti til vamaðar og meginþorri þjóðar- innar mun þjappa sér saman gegn þeim áformum að slík „bjargráð“ verði endurtekin. Þögnin um frystihúsmálið ENN er mönnum i fersku minni, er íhaldsmenn, með Helga Pálsson í broddi fylkingar, boð- uðu hverja stórframkvæmdina annarri meiri, fyrir bæjarstjórn- arkosningamar. Hámarki náðu hin háværu loforð í útvarpsum- ræðunum, er Helgi kvað flokk sinn ætla að gera „byltingu í at- vinnulífinu hér“ með byggingu frystihúss, dráttarbrautar, tog- arabryggju og fleiri framkvæmd- um í sambandi við útgerðina. A. m. k. eina þessara framkvæmda, byggingu hraðfrystihússs, kváðu þeir íhaldsmenn „komna í höfn“ með þeirri einföldu samþykkt bsejarstjómar að hún vildi styðja málið, og væri því ástæðulaust að samþykkja tillögu Sósíalista- flokksins við afgreiðslu fjárhags- áætlunar bæjarins um Vz millj. „Þegar atómsprengja springur, hitnar efniviður hennar sjálfrar í rúmlega 1 milljón gráður á C. Til samanburðar má geta þess, að hitinn á yfirborði sólar er aðeins 6000 gráður á C. Þessi mikli hiti gerir loftið glóandi, þar sem sprengjan springur, og myndast þá eldhnöttur sem stækkar með feikna hraða, um leið og hitastig- ið lækkar. Eftir einn tíuþúsund- asta hluta úr sekúndu er þvermál eldhnattarins um 30 metrar og hitinn um 300.000° C. En eftir einn tíunda hluta úr sekúndu.er hitastigið um 7000° C. og þvermál eldhnattarins um 2—300 metrar. Hinar geysilega heitu lofttegund- ir umhverfis hann þenjast út með ofsaháum þrýsdngi og ryðja á undan sér loftinu með slíkum hraða, að það getur jafnað hús og annað við jörðu innan ákveðinna marka, á svæði, sem er um það bil hringlaga og 2 km. i þvermál, en skemmt hús á svæði, allt að 8 km. í þvermál. En sprengjan sendir líka frá sér hitageisla er svíða allt, og kveikja í öllu, sem brunnið getur í næsta nágrenni, svo sem hús, fólkið sjálft, sam- göngutæki og þá auðvitað einnig björgunartæki eins og sjúkra- og brunabíla. Þá sendir sprengjan frá sér ákafa birtu, sem í 9 km. fjarlægð er um það bil 100 sinn- um sterkari en sólarbirtan á yf- irborði jarðar. Loks er ótalin kjarnageislun frá sprengjunni. Er þar um að ræða svonefnda gammageisla og neutrónur. Aðrir kjarnageislar hafa tæplega prakt- iska þýðingu. Þessir geislar hafa bæði skyndiverkanir, sem gætir mest í um það bil í mínútu og eft- irverkanir, sem þá taka við og geta haldizt allt þar frá og upp í marga mánuði eða jafnvel ár. Gefa má lauslega hugmynd um drápsmátt skyndiverkandigamma kr. framlag til byggingarinnar — nún mundi komast upp án þess. SlÐAN þetta var, er að vísu ekki langt um liðið og því engan veginn fullreynt hvað verða muni. Helgi Pálsson hefur verið sendur „suður“, Steinsen hefur verið sendur ,suður“ og báðir hafa dvalið þar bæði vel og lengi til viðræðna við Benjamín og rík- isstjómina. En fyrir bæjarbúum um er árangrinum af þessum sendiferðum haldið leyndari en mannsmorði. Hrópin um „at- vinnubyltinguna" eru stirðnuð á vörum íhaldsmannanna og graf- arþögn ríkir nú yfir hinu gunn- reifa „byltingarliði", en í bænum spyr maður mann: hvað líður frystihúsmálinu, verða þau loforð Helga Pálssonar og félaga hans að framkvæmdir verði hafnar í vor og að hraðfrystihúsið hefji starf á næsta hausti svikin eða efnd? SLÍKRI þögn um eitt stærsta hagsmunamál bæjarins um það hvort búa eigi svo að helzta bjarg ræðisvegi bæjarbúa, að hann geti skapað vaxandi atvinnu og lífs- skilyrði verður ekki unað öllu lengur. Hér er ekki um að ræða neitt einkamál nokkurra íhalds- foringja heldur hagsmuni allra bæjarbúa og það væri hinn mesti misskilningur, ef þeir álíta að þeir séu lausir allra mála, með skrum- inu einu saman. geisla. Þeir mundu drepa um 50% manna í 1 kílómeters fjarlægð, þótt þeir stæðu á bak við 12 þumlunga þykkan múrvegg, eh geislarnir mundu naumast valda tjóni á mönnum í 214 km. fjar- lægð, þótt óvarðir væru. Skyndi- drápsmáttur af völdum neutróna er miklu minni. Aðalhættan sem af neutrónum stafar, er fólgin í því, að þær sameinast ýmsum frumefnum og gera þau geisla- virk, þannig, að þau taka að varpa frá sér bæði gammageislum og svonefndum betageislum, að- allega þó betageislum, og sú geislaverkun helzt mislengi, eftir því, hvert frumefnið er. Þau frumefni, sem einna varasömust eru um að verða geislavirk af völdum neutrónanna eru silici- um, sem myndar meira en 25% af jarðskorpunni, natrium, jám, zink, kopar og aluminium, allt efni, sem koma mjög við sögu í daglegu lífi hvers manns. Til dæmis má geta þess, að í venju- legu rúðugleri eru meira en 70% siliciumoxyð og 12—14% natri- umoxyð. Stafar því mikil hætta af rúðugleri í atómstyrjöld, ekki aðallega af því, að glerbrotin skeri fólk og særi, heldur af hinu, að glerbrotin og sallinn verða geislavirk.. .. Rétt er að geta þess, að matar- salt er samsett úr natrium og klóri og mikið er af matarsalti í sjó, eins og allir vita. Eg sleppi að geta nánar um hin efnin, sem eg taldi upp áðan, sem og önnur geislavirk orsakað síðgeislun eða eftirgeislun. Þá má og geta þess, að geislavirkt regn getur fallið, og loftraki, veður og vindar ráða miklu um, hve víða það getur farið. Þær tölur, sem eg hef nefnt hér, eru miðaðar við, að atóm- sprengja sé sprengd í loftinu í um 600 metra hæð, og að hún sé að orkumagni ó við um 20 þúsund tonn af sprengiefninu TNT, eins og áður var sagt. Stærrl atóm- sprengjur og öflugri eru til, sam- kvæmt blaðafréttum, en hættur þær, er eg nú hef rakið, munu tæplega vaxa i réttu hlutfalli við stærðina. Ef atómsprengja er sprengd undir yfirborði sjávar, rísa mikl- ar flóðbylgjur, er skola geisla- virku matarsalti yfir jarðveginn í nágrenninu, geta jafnað hús og annað við jörðu, og hafa um flest svipuð áhrif og eg fyrr lýsti. Eitt atriði er þó sérkennilegt mjög, er á sér stað, ef sprengt er í sjó á ákveðnu dýpi. Það nefnist base- surge á ensku máli og eg get ekki íslenzkað það. Það er í stuttu máli fólgið í því, að eins konar rakamettað ský, skapað vegna áhrifa hitans á sjávarvatnið, hef- ur sig á loft upp á 4. mínútu eftir sprenginguna, stígur um 2 km. í loft upp og orsakar geislavirka rigningu, er stendur nærri klukkustund. Einnig sú rigning getur borizt með veðri og vindi, og mig grunar, að hún muni geta verið mjög geislavirk vegna mat- arsaltsins í sjónum. Fjarverkanir geta komið fram eftir atómsprengju, sem eins kon- ar fellibylur í allt að 80 km. fjar- lægð frá sprengjustað. Með hliðsjón af þessu, hljótum vér að spyrja: Ei- öruggt, að ekki geti fallið atómsprengjur, t. d. yf- ir Keflavíkurflugvöll og Hval- fjörð í styrjöld? Ef það er ekki öruggt, hve víðtækar geta afleið- ingarnar orðið? Getur flóðbylgja úr Hvalfirði náð til Reykjavíkur? Getur komið geislavirk rigning, og hve víða? Hve langt getur felli bylurinn náð, bæði sá fyrri, er kemur samstundis, og sá, sem komið getur síðar? Hve langdræg getur kjamageislunin orðið bæði skyndiverkunin og eftirverkun- in?.... Með samningi er því lofað af hálfu Bandaríkjamanna: „að stuðlað sé, svo sem frekast má verða, að öryggi íslenzku þjóðar- innar“, svo að eg vitni í varnar- samninginn orðrétt Á svæðinu, sem takmarkast af Skarðsheiði, Mosfellsheiði og Hellisheiði fram á Reykjanestá, búa um 81 þúsimd manns, eða um 54% íslenzku þjóðarinnar, miðað við manntal í árslok 1952. Allir Islendingar, ekki sízt þetta fólk, spyr varnar- liðið: Er áhætta þjóðarinnar, fólksins, eins lítil eins og hún getur minnst orðið?.... Þess er ógetið, hvaða sjúkleiki og slys geti hent þá, er verða fyr- ir áhrifum kjarnorkuvopna og lifa það af, stutt eða lengi. En eg skal aðeins nefna fáein atriði, svo sem: Hvers konar limlesting- ar, brunasár, bæði vegna hitans og einnig vegna geislaorku. Þess má og geta, að stundum kemur fyrir, að blóð hinna sjúku getur ekki storknað, og eru þá góð ráð dýr ,ef um er að ræða fólk með blæðandi sár.. .. Um staðsetningu vamarstöðv- anna eru báðir sckir: vamarliðið og íslenzkir menn. Vamarliðið hefur með staðsetningunum bein línis vanefnt samningsbundið loforð um fyllsta öryggi þjóðar- innar, lifs hennar og lima. Þetta er þungur dómur. Harðani dómur gildir um vora menn: Þeir hafa vanefnt sömu skyldu sjálfir, en auk þess hafa þeir látið vanefnd- ir hinna líðast. Forsendur þessa dóms eru einfaldar. Herstöðvamar hafa verið stað- settar í fjölbýjasta hluta landsins, þannig, að þær sjálfar, og fyrir- tæki og stofnanir, sem hætta get- ur stafað af á styrjaldartímum, umkringja 81 þúsund manns, á svæði, sem er mjög lítið um sig. Fjarlægðin frá Keflavík inn í Hvalfjarðarbotn er ekki nema 70 km. í beinni loftlínu, og Reykja- vík er nákvæmlega í miðjunni." Garðyrkjustarf Stjórn Lystigarðs Akureyrar óskar að ráða aðalgarð- yrkjumann við Lystigarðinn á sumri komandi, frá 15. apríl til 15. október. Umsóknir ásamt kauptilboði sendist Steindóri Stein- dórssyni Munkaþverárstræti 40, fyrir 10. apfíl og gefur hann nánari upplýsingar, ef óskað er. LYSTIGARÐSNEFND. Takið eftirl Höfurn opnað þvottahús. Þvoum, þurrkum, stífum, strauum. Fljót afgreiðsla. — Reynið viðskiptin. ÞvottahúsiS ÞVOTTUR Fróðasundi 4, Akureyri. — Sími 1496. ll------ - ■ -...: ............\ r,-------------- ------- —— ............. Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Kvöldnámskeið í að sníða og taka mál hefst í skólanum í kvöld. Næsta saumanámskeið byrjar miðvikud. 7. apríl. VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.