Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.04.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.04.1954, Blaðsíða 1
VERfomuiÐURi nn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 2. apríl 1954 12. tbl. 100. FUNDUR Verkamannafélags Akureyrarkaupst. Eins og auglýst er hér í blað- ;! ;; inu í dag heldur Verkamanna- <! ; j félag Akureyrarkaupstaðar ! fund i Alþýðuhúsinu næstk.!; sunnudag kl. 1,30 e. h. A fundinum verða rædd at- , vinnumál og ýmis mikilvæg;; !: félagsmál, þ. á. m. um uppsögn '; :: samninga félagsins. Þá verður flutt ávarp í til- !; efni þess að þetta verður 100.; | Framsöguræða Einars Olgeirssonar við 1. umr. um uppsögn hernámssamningsins Uppsögn hernámssamningsins og brottvísun banda- ríska hersins yrði til að efla friðartrú og friðar- SPILAKVÖLD verður í Ásgarði í kvöld. — Hefst kl. 8.30 stundvíslega. Þetta verður næst síðasta spilakvöldið. Fjölmennið! Nefndin. Allsherjarverkfall í vændum á Kefla víkur- flugvelli fundur félagsins og ennfremur;; ; verða góð skemmtiatriði. Er þess að vænta að félags- !! menn sæki vel þennan fund :: og minnist með því giftusam- ! legs starfs þess að gefnu hent- !;ugu tilefni og taki jafnframt ;; sém f lestir virkan þátt í mik- ;; ilvægum ákvörðunum. FLOKKURINN Allir flokksfélágar eru vin- samlega beðnir að gera þegar skil á félagsgjöldum sínum, annað hvort til gjaldkera deild- anna eða til skrifstoofu félags- ins. -fc KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag. Sr. Birgir Snæbjörnsson, prestur á Æsustöðum, messar. horfur í heiminum Þegar íslendingar stofnuðu lýðveldi 17. júní 1944 lýstu þeir því yfir fyrir öllum heimi að ísland hefði engan her, hyggðist lifa vopnlaust í heimi gráum fyrir járnum. Við eigum að segja það enn, til að efla trú þeirra sem þrá frið og berjast fyrir friði. Við eigum að segja öllum heimi að við viljum frið, frið í okk- ar landi og engan erlendan her. Við eigum að þora að halda fram málstað smælingjans, málstað friðarins í heiminum. Á þessa leið mælti Einar Ol- geirsson í áhrifamikilli framsögu- ræðu við 1. umræðu frumvarps hans um uppsögn hernámssamn- ingsins, á fundi neðri deildar Al- þingis sl. þriðjudag. Rétt er að láta þess getið, vegna síðari tíma, að þingmenn og ráð- herrar stjórnarflokkanna laum- uðust burt úr þingsalnum meðan Einar flutti ræð usína. Mun seku mönnunum frá 30. marz 1949 og maídögunum 1951 hafa þótt sem sökin biti þá óvenju f ast, að þurf a að hlýða á hin alvöruþrungnu orð Einars Olgeirssonar einmitt þennan dag. Enda gerðu þeir nú enga tílraun að mótmæla rökum hans, sem hvert ár hefur gefið aukinn þunga og staðfest. — Skömmustuleg þögnin á að skýla Island erlendum her, þeim á þingi og í þingtíðindum, en Islandssagan geymir smán þeirra: Alþingismanna og ráð- herra, sem ofurseldu lýðveldið Héré fer á eftir útdráttur úr ræðu Einars. í fyrri hluta ræð- unnar minnti hann á að ýtarlegar umræður hefðu farið fram á þess.u þingi um ástandið innan- lands af völdum hernámsins og yrði í þessari framsöguræðu ekki farið ýtarlega í þá hlið málsins. Einar minnti á, að frumvarpið hefði verið flutt snemma á þingi, en sér hefði þótt rétt að sjá hver yrðu afdrif þeirra þingsályktun- artillagna, sem fram hafa komið um endurskoðun hernámssamn- ingsins. MARGT HEFUR BREYTZT. Fyrir ári var frumvarp sósíal- ista um uppsögn varnarsamn- ingsins fellt frá 2. umræðu og nefnd. Margt hefur breytzt á því (Framhald á 2. síðu). Svo mjög hefur nú verið þrengt kosti þeirra íslendinga, sem vinna á Keflavíkurflugvelli, að Starfsmannafélag Keflavíkurflug vallar samþykkti á fundi sínum sl. mánudag að hefja nú þegár undirbúning að aUsherjarvinnu- stöðvun á flugvellinum, þar sem sýnt þyki að ekki verði orðið við óskum félagsins um viðunandi kaup- og kjarasamninga fyrir starfslið Vallarins. Þá samþykkti fundurinn einnig harðorð mótmæli gegn yfirtroðsl- um Hamiltonfélagsins á rétti ís- lenzkra starfsmanna og svlkum þess við gef in lof orð. Togarar U. A. Kaldbakur og Svalbakur komu af veiðum 31. f. m. Lagði Kald- bakur upp 166 tonn af saltfiski og Svalbakur um 150 tonn. Harð- bakur kom af veiðum í morgun og er afli hans áætlaður 165 tonn. Sléttbakur er væntanlegur úr helginni. Öll skipin munu halda áfram veiðum í salt. Bæjarfulltrúar Sósíalista leggja til: Tekin verði upp sólþurrkun á saltfiski fil atvinnu- bóta fyrir konur og unglinga Sólþurrkaður fiskur er betri og verðmætari vara en sá, sem þurrkaður er í húsi. Á sl. ári nam framleiðsla landsmanna á þessari vöru um 4000 lestum og var mest af því verkað á óþurrkasvæði á Suðurlandi. Fáið staðir á landinu eru hagstæðari en Akureyri til þessa atvinnurekstrar. ' Bæjarfulltrúar Sósíalistaflokks- ins hafa lagt fyrir bæjarstjórn eftirfarandi tillögur, ásamt grein- argerð, og verða þær teknar til afgreiðslu á næsta fundi beejar- stjórnar: 1. „Bæjarstjórn felur Vinnu- skólanefnd að vinna að þvi, að skólinn geti á sumri kom- anda haft með höndum sól- þurrkun á saltfíski. Verðl í því sambandi leitað samn- inga við Útgerðarfélag Ak- ureyringa h.f. um að skólinn fái þveginn saltfisk til útí- þurrkunar. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að út- vega efni í fiskgrindur og þeim valinn hentugur stað- UT." 2. „Bæjarstjórn beinir þeirri ósk tíl stjórnar Útgerðar- félags Akureyringa h.í., að í sumar verði tekin upp úti- þurrkun á saltfiski á vegum félagsins, með sérstöku tíllití til atvinnuþarfa kvenna og unglinga. Heitír bæjarstjórn að láta félaginu í té nægilega stóra lóð fyrir fiskgrindur leigulaust" GREltfARGERÐ. \ Það er alkunnugt að sólþurrk- aður saltfiskur er viðurkenndur að vera betri vara en fiskur sem þurrkaður er í húsi, enda seldur við hærra verði. Fiskframleið- endur hafa þess vegna tekið upp, að nýju, sólþurrkun á miklu magni af fiskframleiðslu sinni og var framleiðsla á sólþurrkuðum fiski á sl. ári um 4000 smálestir. Var me«t af þeirri framleiðslu verkað á óþurrkasvæði á Suð- urlandi. Það hefur löngum verið talið mjög hagstætt að sólþurrka fisk hér á Akureyri, sakir hagstæðrar veðráttu, sem hér er a. m. k. flest sumur. Hins vegar hefur ekki verið hafin sólþurrkun á neinu af því mikla fiskmagni, sem tog- ararnir hafa lagt hér á land saltað og aðeins lítill hluti fiskjarins þurrkaður í húsi, en mestur hlut- inn seldur út óverkaður, enda þótt mjög seint hafi gengið að selja fiskinn óverkaðan. Það er gömul venja að konur og stálpaðir unglingar hafi haft þá iðju að vinna við fiskþurrkun- ina. Er hér fjöldi kvenna og ung- linga, sem hafa mikla þörf fyrir að þessi vinna verði tekin hér upp í svo stórum stíl að Akureyri skipi eins og áður fyrr heiðurs- sess um framleiðslu góðs salt- fiskjar. Glerárþorp og Akureyrarkaup- staður verða sameinuð á þessu ári Bæjarráð samþykkti tillögu um sameiningu á fundi sínum í gær með 3 atkv. gegn 2 og fullvíst er talið að meirihluti bæjarstjórnar samþykki hana einnig. Á fundi bæjarráðs í gær fluttu fulltrúar Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins, þeir Tryggvi Helgason, Jón Sólnes og Helgi Pálsson, tillögu þess efnis að gengið verði frá sameiningu Glerárþorps og Akureyrar á þessu ári. Verði bæjarráði falið að ganga frá fjárskiptum og öðr- um samningsatriðum varðandi sameininguna og þingmanni bæj- arins að flytja á yfirstandandi Al- þingi frumvarp til laga um stækkun lögsagnarumdæmisins. Verða mörkin milli Akureyrar og Glæsibæjárhrepps um Lóns- brú og sauðfjárvarnargirðinguna til fjalls. Var tillaga þessi samþykkt með 3 atkvæðum Qutningsmanna, en Jakob Frímannsson og Steindór Steindórossn greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fullvíst er þó talið að meirihluti bæjarstjórnar muni samþykkja tillöguna á næsta fundi sínum. Sameiningarmál Akureyrar og Glerárþorps hafa nú öðru hverju verið á dagskrá bæjarstjórnar um nokkurra ára skeið en nokk- ur skilyrði af hendi hennar hafa valdið því, að ekki hefur orðið af sameiningunni. Þessi skilyrði bæjarstjórnar voru: 1. Að Glerárbrúin yrði byggð. 2. Að þjóðvegurinn frá brúnni yrði lagður í gegnum Glerár- þorpið. 3. Að hreppsnefnd Glæsibæjar- hrepps samþykkti, fyrir sitt leyti, merkjalínu milli sveitarfélaganna er lægi um Lónsbrú og sauðfjár- varnargirðinguna til fjalls. ' Þessum framangreindum skil- yrðum, er sett voru af hálfu Ak- ureyrarbæjar fyrir sameining- unni, hefur verið fullnægt. Fyrir framtíð Akureyrar og vaxtarmöguleika er stækkun lögsagnarumdæmisins mjög mik- ilvæg, m. a. af eftirfarandi ástæð- um: 1. Að byggingarstæði fyrir stækkun bæjarins og nýrra íbúðahverfa er mjög ákjósanlegt norðan Glerár, vegna betri grunna undir byggingar og vegna hentugrar legu með tilliti til vinnustöðva í bænum. 2. Að síldarverksmiðja bæjar- ins í Krossanesi verður innan bæjartakmarkanna og æti það að geta bætt aðstöðu bæjarins til reksturs og hagnýtingar verk- smiðjunnar, á margan hátt. 3. Að vatnsból fyrir vatnsveitu Akureyrar verður innan bæjar- landsins. 4. Að aðstaða til landbúnaðar, sem er mjög þýðingarmikil hjálparatvinna f jölda heimila (einkum eldri manna) ætti að batna til stórra muna. Ljóst er, að nauðsynlegar um- bætur á vegakerfi og vatnsveitu Glerárþorps muni kosta allmikið fé á næstu árum, en óvíst er að þær verði til muna kostnaðar- samari en gatnakerfi, vatnslögn o. fl. í nýbyggðahverfi í útjöðrum bæjarins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.