Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.04.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.04.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 2. apríl 1954 Breytingartillögur sósíalista við skattafrumvarpið Þingmenn sósíalista hafa lagt fram á þingi gagngerðar breytingartillögur við skattafrumvarpi ríkisstjómarinn- ar. Þessar breytingartillögur eru helztar: Að af skattskyldum tekjum undir 20 þús. kr. greiðist enginn skattur. Að persónufrádráttur hækki í kr. 7500 fyrir einstakl- ing, 15000 kr. fyrir hjón og 5000 kr. fyrir hvert barn. Að fæðiskostnað verkafólks, sem vinnur utan heimilis- sveitar, megi draga frá skattskyldum tekjum. Að kaup verkafólks fyrir eftir-, nætur- og helgidaga- vinnu reiknist aðeins til skatts eins og greitt hefði verið fyrir dagvinnu. Að 1/3 hluti af tekjum sjómanna verði skattfrjáls. Að þær konur, sem hafa sjálfstæðar atvinnutekjur, geti krafizt þess að mega telja fram sem sjálfstæðir skatt- þegnar og verði þá skattur hjóna reiknaður sem tveggja einstaklinga. Að 20% eftirgjöf til félaga verði felld niður. Helgi rýfur þögnina Það hefur komið illa við taugar Helga Pálssonar ,að hér í blaðinu var, sl. föstudag, í smágrein gerð að umtalsefni sú grafarþögn, sem ríkt hefur að undanförnu um frystihúsmálið og jafnframt minnst lítillega á kokhreysti H. P. og nokkurra annarra íhalds- manna fyrir kosningamar 31. jan. sl., er þeir boðuðu hvorki meira né minna en „atvinnubyltingu“ í bænum. Þykist Helgi nú sárt leikinn, að vera minntur á þetta og er nú allur að miklum mun rislægri en um áramótin. Telur hann hvorki sig né flokksbræður sína hafa lofað neinu frystihúsi, togara- bryggju eða dráttarbraut og sé allt slíkt tal ósannindi og lævís- leg blekking. Því miður er út- varpsræða H. P. ekki handbær, prentuð, því að af einhverjum ástæðum taldi íslendingur ekki heppilegt að birta hana, en flest- um sem á hana hlýddu rnirn bera saman um, að ekki hafi þar skort loforðin um þessa hluti. (Kann- ske Isl. v*lji birta ræðuna, þótt seint sé). En hvað um það, Helgi hefur orðið við tilmælum Verkam. og rofið þögnina, þótt frásögn hans sé nú með nokkrum véfréttablæ og segir að gera megi sér „vonir um að okkur takizt að fá fé til nokkurra framkvæmda, áður en mjög langt líður. (Leturbr. Vkm.) Kannske hefði ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, veitt af að bærinn legði nokkurt byrjunar- framlag af mörkum eins og sósía- listar lögðu til og ekki er ólíklegt að suðurgöngur Helga og Stein- sens hefðu borið greiðari árang- ur ef þeir hefðu getað sýnt fram á að vilji ráðamanna bæjarins væri meira en orðin tóm. Að lokum skal H. P. sagt það að afbrýðisemi hans í garð sósía- lista vegna frystihússmálsins er með öllu ástæðulaus. Þótt bæjar- fulltrúar þeirra, og alveg sérstak- lega Tryggvi Helgason, ættu frumkvæði að málinu og hafi haft forustu um að vinna því fylgi og framgang allt til þessa, munu þeir jafnan meta mikilsverðan hlut Helga í málinu, eins og þeir hafa gert. Hann verður ekki, af sósía- listum, sviftur þeim heiðri að hafa einn forustumanna íhaldsins staðið við hlið þeirra á undan- förnum árum, í þessu máli. En einmitt þess vegna verða nú og síðar gerðar meiri og strangari kröfur til hans en annarra, er hann hefur vegna formennsku sinnar í Ú. A., svo að segja tekið alla forustu um framkvæmdir í sínar hendur. -K SEXTUGUR varð 30. þ. m. Stefán Guðjónsson, verkamað- ur, Eiðsvallagötu 20, hér í bæ. ■K HJÓNAEFNI. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Júdit Sigmarsdóttir og Ragnar Malmquist, sjómaður. -k HRAÐSKÁKMÓTI AKUR- EYRAR lauk 22. þ. m. Úrslit urðu þau að Júlíus Bogason varð hraðskákmeistari Akur- eyrar. Hlaut hann 13 vixminga af 17 mögulegum. Annar varð Jón Ingimarsson, einnig með 13 vinninga, þriðji Steinþór Helgason með 12 vinninga, og fjórði Halldór Ólafsson með 11. ■¥■ ÁFEN GIS V ARN ARNEFND KVENNA hélt skemmtikvöld í Alþýðuhúsinu í sl. viku og var það með svipuðu sniði og tóm- stundakvöld þau, sem Áfengis- varnamefnd í Rvík hefur geng- ist fyrir. Frú Elinborg Jóns- dóttir, formaður nefndarinnar, setti samkomuna, en sr. Pétur Sigurgeirsson flutti erindi um áfengismál og ræddi einkum um áhrif áfengisneyzlu á æsku- lýðinn. Þá söng Kvennakór Slysavamafélagsins, undir stjóm Áskels Snorrasonar, og Filippía Kritsjánsdóttir, skáld- kona, las upp sögukafla og kvæði. Samkomugestir þágu ókeypis veitingar. Húsfyllir var og þótti skemmtikvöldið hafa tekizt með ógætum. ■¥■ SLYSAVARNAFÉLAGSKON UR, Akureyri. Afmælisfund- urinn verður í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 8. apríl kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar: Einsöng- ur, kórsöngur, upplestur og dans. Sameiginleg kaffidrykkja. Gjörið svo vel og takið með bollapör. — Stjómin. ¥ BAZAR OG KAFFISALA í sal Hjálpræðishersins föstud. 2. apríl kl. 15 (3). Margt ágætra muna fyrir líti ðver ð.Kaffi selt frá kl. 3 til 10 e. h. — Komið, kaupið, og fáið ykkur góðan .kaffisopa. — Hjálpræðisherinn. 2 þingmenn Sósíalista leggja til að Brunatryggingar verði frjálsar Iðgjöld af íbúðarhúsum eru allt að 5 sínnum hærri en vera þyrfti, ef sveitarfélögin fengju rétt til að bjóða tryggingarnar út Þingmaður bæjarins á móti jafnrétti Akureyrar við Reykjavík Á Álþingi hafa undanfarið ver- ar deilur um það, hvort bæjar- og sveitarfélögum úti á landi skuli veittur sami réttur og Reykjavík hefur nú til þess að bjóða út brunatryggingar húseigna og vá- tryggja hjá því tryggingafélagi, sem bezt kjör bíður. Eins og er, eru allir staðir á landinu, aðrir en Reykjavík, skyldir til að tryggja hjá Bruna- bótafélagi íslands og búa af þeim sökum við miklum mim óhag- stæðari kjörf en höfuðborgin, sem hefur notfært sér sérstöðu sína til þess að þrýsta niður trygg- ingagjöldunum. Nú nýlega voru tryggingar í Rvík boðnar út og var lægsta tilboðið á þá leið að iðgjöld af steinhúsum yrði 0,37%«, vörðum timburhúsum 1,02%« og óvörðum timburhúsum 1,30%«. En hér í bæ eru samsvarandi gjöld 1,50%«, 2,70%« og 4,00%« eða allt að 4 sinnum hærrí. Tveir þingmenn Sósíalistafl., þeir Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson, hafa nú lagt til á þingi að sveitarfélögin hljóti öll sama rétt og Rvík í þessum efn- um, og er útlit fyrir að sú tillaga þeirra nái samþykki, a. m. k. í neðri deild. Jónas á mótL Það hefur vakið mikla athygli að ýmsir þingmanna íhaldsins og Alþýðufl., sem þó telja sig vera fulltrúa dreifbýlisins, hafa lagzt á móti tillögu Lúðvíks og Karls. Eru í þeirra hópi Jónas G. Rafn- ar, þingm. Akureyringa, Magnús frá Mel, Kjartan Jóhannsson, Emil Jónsson og Eggert Þor- steinsson. Er slík afstaða þessara þingmanna hvort tveggja í senn óverjandi og óskiljanleg út frá öðru en því, að þeir meti meira einokunaraðstöðu Brunabótafé- lagsins og Stefáns Jóhanns en hagsmuni umbjóðenda sinna. — Jafn furðulega verður líka að telja þá afstöðu málgagns Al- þýðuflokksins hér í bæ er fram kom í grein þess 30. f. m. að telja þetta hagsmunamál bæjarbúa einberan hégóma. //■■■■■■ ........... Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna mót- mælir kaffihækk- uninni Á fundi Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna nú í vikunni var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Fundur Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna á Akureyri, haldinn 29. marz 1954, mót- mælir eindregið þeirri verð- hækkun á kaffi, sem komin er til framkvæmda. Telur fund- urinn verðhækkun þessa tví- mælalaust brot á samnings- grundvelli þeim, er samningar verkalýðsfélaganna frá í des. 1952 byggðust á, en þar segir svo, að verð á þessari neyzlu- vöru skuli lækka úr kr. 45,20 í kr. 40,80 á kg. Telur fundurinn sjálfsagt að reynt verði, af Alþýðusam- fslands, að fá fram leiðrétt- ingu á þessu samningsbroti að lagaleiðum, og að ráðstafanir verði gerðar til þess að lík brot verði torveldari í framtíðinni." JAFFA- SVESKJUR, stórar Niðursoðnir ávextir ÚRVALSHVEITI: appelsínur á kr. 20.00 kg. APRIKÓSUR Gold Medal BLÓÐ- appelsínur SVESKJUR, meðalst. í 3 kg. dósum kr. 36.00 dósin. Pillsbur’s bezt á kr. 18.20 kg. FERSKJUR STRÁSYKUR JAFFA- DÖÐLUR í 1. vigt PLÓMUR hvítur kr. 3.00 kg. sítrónur á kr 11.00 kg. PERUR STRÁSYKUR grófari kr. 2.65 kg. AVAXTA- Blandaðir ávextir JARÐARBER MOLASYKUR safi á kr. 25.00 kg. KIRSUBER grófur kr. 4.00 kg. Þingeyskt SMJÖR ¥ HARÐFISKUR í lausri vigt. EGG Nýjar sendingar daglega. HAFNARBÚÐIN h.f. . Skipagötu 4 . Útibúið Eiðsvallagötu 18, sími 1918 — Útibúið við Hamarsstíg (áður Sölutuminn), Sími 1530. i 1094

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.