Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.04.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.04.1954, Blaðsíða 1
vERKHtmiÐURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 9. aprfl 1954 13. tbl. SPILAKVÖLÐ verður í Asgarði í kvöld. — Hefst kl. 8.30 stundvíslega. — Þetta verður síðasta spilakvöldið. FjölmenniíM Nefndin. Bæjarfulltrúar sósíalista leggja til: Að einn þriðji hluti atvinnutekna sjómanna verði undanþeginn út- svari og að verkamenn, sem stunda vinnu utan bæjar fái dvalar- og ferðakostnað til frádráttar út- svarsskyldum tekium Bæjarfulltrúar sósíalista, þeir Tryggvi Helgason og Björn Jónsson, fluttu eftirfarandi tillögu á bæjarstjórn- arfundi sl. þriðjudag: „Bæjarstjórn samþykkir að mæla með því við niðurjöfnunarnefnd, að hún undanþiggi útsvari 1/3 af atvinnutekjum þeirra sjómanna. sem stund- uðu atvinnu á fiskiskipum bæjarins í 6 mánuði eða lengur á sl. ári. Ennfremur að verkamenn, sem höfðu aðaltekjur sínar af vinnu utan bæjarins, fái ferða- og dvalarkostnað dreginn frá tekjum sínum áður en útsvar er lagt á." Tillögunni var vísað til bæjarráðs með samhljóða at- kvæðum og skyldi það skila áliti fyrir næsta fund bæjar- stjórnar. Sfjórnarflokkarnir þora ekki að veifa frumvarpi Einars Olgeirsson- ar um uppsögn hernámssamnings- ins þinglega meðferð Felldu frumvarpið frá 2. umræðu og nefnd Við atkvæðagreiðslu í neðri deild 1. þ. m. felldi stjórnarliðið og Emil Jónsson frumvarp Einars Olgeirssonar um uppsögn her- námssamningsins frá 2. umræðu og athugun í nefnd. Allir stjórn- arandstæðingar, aðrir en Emil Jónsson, greiddu frumvarpinu at- kvæði tíl 2. umræðu. Er af þessari dæmafáu meðferð Alþingis á stærsta máli þjóðar- innar, augljóst að hernámsmenn- irnir, sem á fölsuðum forsendum ofurseldu ísland erlendum her, eru nú hræddari en nokkru sinni áður við að ræða glæp sinn fyrir opnum tjöldum, er vetnissprengj- an hefur gereytt þeim tætlum, sem þeir hafa hingað til reynt að skýla sekt sinni með. Er hinn við- bjóðslegi undirlægjuháttur við hina bandarísku húsbændur hinn sami og áður. * FRÁ LEIKFÉL. AKUREYR- AR. Síðustu sýningar fyrir páska á Skugga-Sveini verða næstk. laugardags- og sunnu- dagskvöld Stækkun lógsagnarumdæmis Akureyrarkaup- sfaðar samþ. i bæjarstjórn með 10 atkv. gegn 1 sólþurrkun saltfiskjar ®Eins og frá var skýrt í síðasta blaði samþykkti Tekur jDtgerðarfél. upp bæjarráð á fundi sínum þann 1. þ. m. tillögu þeirra Tryggva Helgasonar, Jóns G. Sómes og Helga Pálssonar um sameiningu Glerárþorps og Akureyrar með 3 atkv. gegn 2 (Jakobs Frímanns- sonar og Steindórs Steindórssonar). Mál þetta kom til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn s.l. þriðju- dag og samþykkti bæjarstjórnin sameiningartil- löguna með 10 atkv. gegn 1 (Steindórs Steindórs- sonar), en Jakob Frímannsson lét varamann sinn mæta á fundinum Þær tillögur bæjarfulltrúa Sósíalistaflokksins, að tekin verði upp sólþurrkun á saltfiski til at- vinnubóta fyrir konur og ung- linga, voru teknar fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi. Var fyrri til- lógunni frestað, þar sem upplýst var að Vinnuskólanefnd hefði þegar tekið málið til athugimar, en síðari tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Var hún svohljóðandi: „Bæjarstjórn beinir þeirri ósk til stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa h.f., að í sumar verði tekin upp útiþurrkun á saltfiski, með sérstöku tilliti til atvinnuþarfa kvenna og ung- linga. Heitir bæjarstjórn að láta félaginu í té nægilega stóra lóð fyrir fiskgrindur leigulaust." Skákþing Akuréyrar hófst sl. mánudag. Þátttakend- ur eru 21 og keppa í 3 flokkum. í meistaraflokki eru 8 keppendur, í 1. og 2. er sameiginleg keppni og eru þar 7 keppendur. 1 þriðja flokki eru 6 keppendur, allir á aldrinum 11—14 ára. Keppt er á mánudags- og fimmtudagskvöld- um í Asgarði, Hafnarstræti 88. Tillagan, sem samþykkt var, er svohljóðandi: „Þar sem samkomulag hefur núfengizt við hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps um marka- linu fyrir sameúúngu Glerár- þorps og Akureyrar ennfrem- ur um rafmagnslagnir til bæj- anna innan væntanlegrar markalinu og í trausti þess, að ríkisstjórnin greiði fyirr láns- fjárútvegun til atvinnuaukn- ingar á Akureyri vegna þess f jölda verkamanna, er bætast í hóp þeirra atvinmdeitandi manna, sem nú eru í bænum, samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti, að sameiningin fari fram. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að fela bæjarráði að ljúka sanmingum við hrepps- nefnd Glæsibæjarhrepps um f járskipti og önnur atriði varð- Yerkamannafélagið undirbýr að koma upp hvíldar- og skemmti- heimili fyrir félags- menn sína Á 100. fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, sem um margt var hinn merkasti, bar stjóm félagins fram þá tillögu, að kosin yrði þriggja manna nefnd til „að athuga í vor og' sumar möguleika á að fá keypt land- svæði, sem hentugt væri til skóg- ræktar og fyrir hvíldar- og skemmtistað félagsmanna í fram- tíðinni." Hlaut tillaga þessi hinar beztu undirtektir og var samþykkt ein- um rómi. f nefndina voru kjörnir þeir Áskell Snorrason, Stefán Árnason og Adolf Davíðsson. Verkamannafélagið vill að tekin verði upp barátta f yrir þeim kröf- um verkalýðssamtakanna, sem ekki náðust fram 1952 Á fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar sl. sunnudag var rætt um uppsögn samninga félagsins og svofelld ályktun samþykkt einróma af fundarmönnum: „Fundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 4. april 1954, telur nauðsynlegt og æskilegt að samningum verkalýðsfélaganna verði ahnennt sagt upp nú í vor, í þeim tilgangi a ðtekin verði upp barátta fyrir þeim höfuðkröfum samtakanna, sem ekki náðu fram að ganga í vinnudcilunni 1952 og til lagfæringar á ýmsum smærri samningsákvæðum. Lýsir fundurinn því yfir, að Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar er reiðubúið til þátttöku i slíkum aðgerðum, ef um þær tekst svo víðtækt og traust samstarf, sem nauðsynlegt verður að telja. Þá beínir fundurinn því til sjómannasamtakanna og Al- þýðusambandsins, hvort ekki væri sigurvænlegast að tengja sanian fyrirsjáanlega kjarabaráttu sjómannastétt- arinnar og verkafólks í landi. Fundurinn telur nauðsynlegt að þegar verði kölluð saman ráðstema með fulltrúum stærstu verkalýðs- og sjómannafélaganna til umræðna og ákvarðana um þessi mál." ¦+*************+++++»+*+++»*++*+++*+++++++»+»»»»»»»+»»r»»+++*+*4 andi sameininguna og fela þingmanni Akureyrarkaup- staðar að bera fram á yfir- standandi Alþingi lagaírum- varp um stækkun lögsagnar- umdæmis kaupstaðarins, ef þess gerist þörf að lagaheimild þurfi fyrir stækkuninni Framangremdar ráðstaíanir séu miðaðar við það, að sam- eining Glerárþorps við Akur- eyri fari fram um áramótin 1954 og 1955." Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps hafði áður samþykkt sameining- una fyrir sitt leyti, með þeim skilyrðum sem í tillögu þessari felast Var hún öll á einu máli um þá afgreiðslu. Stækkun lögsagnarumdæmis- ins er nánar rædd í annarri grein hér í blaðinu. Bílastöðvarnar burt af Ráðhustorgi Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var samþ. með 9 atkv. gegn 1 tillaga bæjarráðs um að segja bifreiðastöðvunum B. S. O. og B. S. A. og Ferðaskrifstofunni upp bílastæðum sínum við Ráðús- torg og á torginu norðan Nýja- Bíós. Uppsagnarfresturinn er 3 mánuðir. Mvin ætlunin að græða allt torgið út að götum. Björn Jónsson lagði til að upp- sögninni yrði frestað þar til við- ræður hefðu farið fram við eig- endur stöðvanna um framtíðar- stæði fyrir bílastöðvarnar, en sú tillaga hlaut ekki samþykki. Fimm ár munu nú liðin síðan B. S .A. var sagt upp bflastæðum sínum. Síðasta spilakvöld f kvöld kl. 8,30 heldur Sósía- listafélag Akureyrar . síðasta spilakvöld sitt á vetrinum. Spiluð verður félagsvist og auk þess verður gott skemmtiatriði. Vönduð verðlaun verða veitt að þessu sinni Þess er vænst að félagsmenn fjölmenni á þetta síðasta spila- kvöld vetrarins og taki gesti með sér.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.