Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.04.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.04.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐUBINN Fðstudaginn 9. apríl 1954 VERKHOUIÐURinn1 — vikublað — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Ámason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Askriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Stækkun lögsagnar- umdæmisins í sögu Akureyrar mun bæjar- estjómarfundarins sl. þriðjudag lengi minnst sem merkisfimdar vegna þess að þá var endanleg ákvorðun tekin um svo mikla stækkun lögsagnarumdæmisins, að líklegt má telja að hún nægi til stækkunar bæjarins um ófyr- irsjáanlega framtíð, enda þótt hún verði hraðari en björtustu vonir standa nú til. Með þessum aðgerðum er ekki einasta séð fyrir nægu landrými til húsabygginga og hvers konar atvinnurekstrar, heldur einnig miklum mun hentuguri bygg- ingastæðum, en nú er að verða völ á í bænum. Þær lóðir, sem enn eru óbyggðar á bezta bygg- ingasvæðinu í bænum, Oddeyr- inni, verða að mestu notaðar undir verksmiðjur, verzlanir og annan atvinnurekstur. Þar verða aðeins byggð örfá íbúðarhús hér eftir. Byggingalóða hefði því fyrst og fremst orðið að leita uppi á brekkunum, sem á margan hátt er erfitt og óæskilegt, a. m. k. enn jim sinn, ef ekki hefði verið horf- ið að því að stækka bæinn til norðurs. Fyrsta afleiðing af stækkim lögsagnarumdæmisins verður því vafalaust sú, að íbúð- arhús verða frekast byggð í Gler- árþorpi, ef svo verður, sem flestir munu vona, að stækkun bæjarins haldi áfram, og þess verður e. t. v. ekki langt að bíða, að ,mið- punktur" bæjarins færizt til norðurs að atafnasvæðunum norðan til á Gleráreyrum. En Akureyringar hafa ekki að- eins ,unnið“ ný lönd, þar sem bær þeirra verður að mestu leyti reistur í framtíðinni, heldur bæt- ist þeim álitlegur hópur dugandi borgara, sem í framtíðinni munu leggja fram sinn skerf til vaxtar og viðgangs bæjarfélagsins. í Glerárþorpi búa nú um 500 manns og flest af því er verka- fólk, sjómenn, verkamenn og iðnverkafólk að miklum meiri- luta. Þetta fólk er að allra dómi, sem til þekkja, engir eftirbátar Akureyringa né annarra að dugnaði og framtakssemi, nema síður sé. Á margan hátt hefur kos.ti þess verið þrengt enn fastar en verkafólks hér innan bæjar- takmarkanna og oft hefur það ráðið úrslitum um möguleikana til atvinnu og lífsbjargar, hvort viðkomandi bjó norðan eða sunn- an Glerár. En þorpsbúar hafa J samt með harðfylgi og dugnaði brotizt í gegnum erfiðleikana. Mikill meirihluti Akureyringa býður þetta fólk velkomið til Ak- ureyrar og væntir sér mikils af samstarfi og samvinnu við það á komandi tímum. Sérstaklega er það fagnaðarefni verkafólki jafnt sunnan sem norðan Glerár, að nú getur það eygt þá stund, er allur grundvöllur undir misklíð, erjum og þrætum út af skiptingu at- vinnu og réttindum til vinnu, er numinn burtu og sameiginlega mun það nú taka að snúa sér af einbeittni að því að hér vaxi upp athafnalíf, sem skapað geti öllum næga og trygga atvinnu. Andófsmenn í sameiningarmál- unum hafa stundum haldið því fram, að verkafólkið í Glerár- þorpi yrði þungur baggi á bæjar- íélaginu. Þeir, sem slíkt mæla, eru skammsýnir einfeldningar. Ekkert getur verið dýrmætara bæjarféélaginu en atorkusamir borgarar. Á starfi þeirra veltur framtíð þess. Við höfum dæmin fyrir okkur um það, að veruleg- ur hluti vöskustu sjómannanna á togaraflotanum er úr „þorpinu", sömuleiðis fjöldi af prýðilega hæfu iðnverkafólki sem hér starf ar. Slíkt fólk er vissulega ekki líklegt til þess að verða bænum til byrði, ef að atvinnuvegunum er búið af framsýni og áræði. Framtíðin mim vissulega sanna að ákvörðuni num stækkun bæj- arins er heillaspor fyrir Akur- eyri og framtíð hennar. Og það er sérstaklega ánægjulegt að það spor skyldi stigið óhikað af bæj- arstjóminni og ekki skyldi finn- ast þar nema einn fulltrúi, sem spymti þar fótum við eðlilegri þróun og vexti bæjarins. -K KVENNASAMBAND AKUR- EYRAR (Einingin, Framtíðin og Hlíf) heldur fund sunnud. 11. apríl kl. 8.30 e. h. í Verka- lýðshúsinu, Strandgöngu 7. — Fundarefni: Skýrt frá 10. Landsþingi K. í. og Sambands- fundi N. K. á Dalvík. — Rætt um 40 ára afmæli-S .N. K. á Akureyri næsta sumar. Stjórn- in. -K Páskamynd Skjaldborgarbíós að þessu sinni verður að lík- indum Chopinmyndin „Unaðs- ómar“. í myndinni er mikið af fegurstu hljómlist þessa mikla snillings. — „Unðsómar11 var fyrsta myndin, sem Skjald- borgarbíó sýndi ,en hún er nú komin aftur í nýrri „kopíu” og hefur að undanfömu verið sýnd við geysimikla aðsókn í Tjamarbíó í Reykjavík. Skemmtiklúbbur Iðju verður n. k. laugardagskvöld í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 8.30 e. h. — Spiluð verður félagsvist. Þorleifur Þorleifsson stjórnar, verðlaun veitt. Aðalspilaverð- laun Ritsafn Jóns Trausta. DANS Á EFTIR. Svanhvít Jósefsdóttir syngur með hljómsveitinni. Komið og skemmtið ykkur. STJÓRNIN. Krafan um algert bann við kjarnorkuvopnum og frekari tilraunir með þau rís stöðugt hærra Þingmenn Sósíalistaflokksins leggja til að Alþingi skori á Bandaríkjastjórn að hætta vetnissprengjutilraunum „Alþingi íslendinga ályktar að skora á ríkisstjóm Banda- ríkja Norður-Ameríku að framkvæma eigi frekari tilraunir með vetnissprengjur og ennfremur að taka nú þegar upp samninga við Sovétríkin, Bretland og önnur ríki um bann við framleiðslu kjarnorkuvopna og strangt, alþjóðlegt eftirlit með því, að banninu verði framfylgt, jafnframt því, sem þessi ríki, ásamt öðrum, skuldbindi sig til þess, að beita ekki kjam- orkuvopnum í hemaði." Tillaga þessi til þingsályktunar var flutt á Alþingi af öllum þing- mönnum Sósíalistaflokksins þann 1. þ. m. Tillögunni fylgdi löng og ýtarleg greinargerð, lengri en svo, að tök séu á að birta hana hér. Lesendum öllum mun kunn- ugt af fréttum útvarps og blaða, hvert er tilefni tillögunnar, sem sé, að þann 1. marz sl. sprengdu Bandaríkjamenn svokallaða vetn issprengju á Kyrrahafi. Leystist við það úr læðingi þvílíkur ógn- arkraftur, að mannkyni öllu stóð af ógn og menn spurðu hver ann- an: eru dagar mannkynsins senn taldir. Sprengiafl þessarar einu sprengju var slíkt, að jafngilti 6 millj. tonna af TNT, eða öllum slíkum sprengjum, sem notaðar voru í síðustu heimsstyrjöld! — Sprengingin var a. m. k. 600 föld við þá, sem lagði Hiroshima í rúst. Afleiðingar. Sprengingin varð a. m. k. fjór- um sinnum meiri en vísindamenn gerðu ráð fyrir og meiri hluti allra mælitækja, sem komið hafði verið fyrir eyðilagðist. A. m. k. 4 skip, japönsk, með 60 manna áhöfn, sem stödd voru utan hættusvæðisins" fórust og önnur urðu geislavirk af völdum ösku- falls, sem stafaði frá sprenging- unni. Liggja nú fjölmargir jap- anskir fiskimenn í sjúkrahúsi þungt haldnir, og er með öllu vonlaust um fullan bata. Geisla- virkur snjór féll í Kanada, fisk- urinn í hafinu varð geislavirkur, söltin í hafinu urðu geislavirk og stórkostlega mikið vantar á, að enn séu öll kurl komin til grafar í þessu efni. Má því til sönnunar benda á, að enn þann dag í dag, 9 árum eftir sprenginguna á Hiros- hima ,eru að koma í ljós afleið- ingar hennar. Einn þeirra vísindamanna, sem lagt hafa stund á atomvísindi, japanski prófessorinn Súzúki, hefur bent á, að sú hætta sé til staðar, að stór hluti Kyrrahafsins verði mengaður geislavirkum söltum og öðrum efnum, sem gætu skolast upp að ströndum, ef þessum tilraunum verður haldið áfram. Viðbrögð þjóðanna. Þegar fréttimar fóru að berast um hinar alvarlegu afleiðingar sprengingar þessarar, var sem þjóðirnar vöknuðu af dvala og gerðu sér grein fyrir, hvað var að gerast, að verið var að leika sér að tilveru alls mannkyns, alls lífs á jörðunni. — Vísindamenn eru ekki óhræddir um, að jafn- vægi náttúrunnar á Kyrrahafi hafi þegar raskast af völdum sprenginganna. — Sunnudaginn þann 21. marz prédikaði dr. Hew- lett Johnsson, dómprófastur í Kantaraborg, í kirkju sinni, frægustu og virðulegustu kirkju Bretaveldis, ræddi hann þar um sprenginguna og afleiðingar henn ar. Ræða hans varð til þess að vekja brezku þjóðina og margar þjóðir aðrar til umhugsunar og umræðu um þessi mál og nú rís hærra með hverjum degi sem líð- ur sú krafa, að hætt verði þegar í stað öllum tilraimum með vetnissprengjur og notkun kjam- orkuvopna verði bönnuð. Brezka íhaldsstjómin, undir forystu Churchills, lýsti blessun sinno yfir aðgerðum Bandaríkj- anna, en fékk á sig slíka mót- mælaöldu, að sl. þriðjudag var samþykkt mótatkvæðalaust í brezka þinginu tillaga þess efnis frá Verkamannaflokknum, að Bretar beittu sér þegar í stað fyr- ir fundi Breta, Bandaríkjamanna og Rússa til umræðna um algert bann við vetnissprengjum. Kröfur svipaðs efnis hafa komið frá Japan, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og fleiri löndum. Hlutur Bandaríkjastjómar. Stjóm Bandaríkjanna svaraði kröfum þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum með því að gera aðra tilraun með vetnis- sprengjur! Stríðspostularnir hafa gengið berserksgang þar vestra sl. mánuð. Æðstu menn Banda- ríkjanna, svo sem Eisenhower forseti og Dulles utanríkisráð- herra, hafa lýst yfir hvor í kapp við annan, að forsetinn hafi vald upp á sitt eindæmi til að ákveða að þessu ógnarvopni sé beitt, þ. e. að hann hafi vald til að þurrka út allt líf úr heilum þjóðlöndum! Heimildin segja þeir að sé í Atl- antshafssáttmálanum. Þeir hafa jafnframt lýst yfir, að allt kapp verði lagt á framleiðslu þessa ógnarvopns og hvers konar annar stríðsundirbúningur aukinn af fremsta megni. Og allt á þetta að vera gert í þágu friðarins!! I Hlutur vor. Eðlilegt er, að okkur íslending- um verði til þess hugsað, hver hlutur vor sé orðinn eins og nú er komið málum. Staðreynd er að Bandaríkin eiga vopn, sem geta lagt stórborgir eins og New York og London í auðn í einu vetfangi og brezka íhaldsblaðið „The Re- corder“ segir að Rússar hafi þeg- ar náð forskoti í vetnissprengju- kapphlaupinu. Gegn þessum ógnarvopnum eru engar vamir til. Ameríska her- liðið hér, sem kallað er „varnar- lið , getur ekki, frekar en nokk- ur mannlegur máttur veitt okkur neina vöm heldur aðeins — og nú meir en nokkru sinni fyrr — boðið hættunni heim, hættunni á algerri tortimingu þjóðarinnar. Þessi staðreynd hlýtur að verða hverjum þeim, er um hugsar, 1 j ós. V etnisspr engj utilraunimar hljóta því að gefa kröfunni um tafarlausa brottför liðs þessa af landinu aukið og margfaldað gildi. •Mt jJ Niðurlagsorð dr. H. Johnsson. Hér skulu að lokum tilfærð niðurlagsorð dr. Hewlett Johns- son í prédikun hans, sem áður var getið, „Ef kristin kirkja lætur þetta tækifæri hjá líða, ef hún lætur nú undir höfuð leggjast að vinna friðinn og tryggja hann, ef hún vanrækir að taka sér stöðu við hlið Rússa í baráttunni fyrir banni kjamorkuvopna, með því að hafna að bera fram kröfur um samninga, ef hún lœtur sér lynda að augu fólks séu blinduð með því, að þögn sé lokið um viðhorfin eins og þau eru í raun og sann- leika ,ef hún lætur viðgangast, að örlög vor séu falin öðrum á úr- slitastundum — þá hefur hún svikið Hann, sem hún kallar Meistara sinn, hún hefur þá tekið sér stöðu við hlið hinna stríðsóðu. 1 þessari aðstöðu er hlutleysi óhugsandi. Þessi þórduna háskans og þessi boðskapur um möguleika varan- legs friðar skyldi gjalla frá hverj- um prédikunarstóli landsins. Kantaraborg, heimakirkja allra enskumælandi þjóða, er valinn staður til að hefja frá nýja frið- arsókn. Látum oss í Kantaraborg hugsa um frið, tala um frið, berjast fyr- ir friði.“ Vill íslenzka kirkjan taka und- ir þessi orð hins merka, brezka kirk j uhöfðingja ? Skemmtiklúbbur „EININGAR“ hefur félagsvist og dans (gömlu dansana) n. k. föstudag kl. 8 e. h í Alþýðuhúsinu. — Maetið stundvíslega. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. NEFNDIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.