Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.04.1954, Side 1

Verkamaðurinn - 23.04.1954, Side 1
VERKfllílflÐURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn, 23. apríl 1954 14. tbl. Verkalýðsfélögin segja upp samningum sínum til þess a5 hafa þá lausa ef til nýrrar gengislækk- unar eða annarra kjaraskerðinga kemur Hlíf í Hafnarfirði hefur áður samþykkt uppsögn. Líklegt er að flest verkalýðs- félögin hér í bænum segi upp samningum sínum. Stjórnir Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar og Einingar hafa samþykkt að leggja til við fundi í félögunum að samþykkja upp- sögn, Vörubílstjórafélagið hefur þegar lausa samninga og Sjó- mannafélag Akureyrar mun verða aðili að heildarsamningum fyrir togarasjómenn og síldveiði- sjómenn. Verkamannaféélag Akureyrar- kaupstaðar heldur fund næstk, sunnudag til fullnaðarákvörðun ar um uppsögn samninga sinna. Sovétríkin herbúast til varnar ;egir Wilson, landvarnaráö- herra Bandaríkjanna. Charles Wilson, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði þing- nefnd fyrir nokkru, að hann væri sannfærður um það, að engin hætta væri á að Sovétríkin hæfu árásarstyrjöld. Þetta mætti sjá af herbúnaði þeirra, hann væri miðaður við landvarnir en ekki sókn út á við. Wilson sagði, að enginn efi væri á að menn í Sovétríkjunum væru langtum hræddari við hern aðarmátt Bandaríkjanna en Bandaríkjamenn við hernaðar- mátt Sovétríkjanna. Sagði Wil- son að syfmum Bandaríkjamönn- um væri gjarnt til að veifa sífellt kjarnorkuvopnum og hóta kjarnorkuárásum á Moskva. — Kvaðst hann vilja hvetja menn til að hætta slíku tali. Botvinnik hefur 2 vinn- inga yfir Eftir sextándu umferð í keppni Botvinniks og Smisloffs um heimsmeistaratignina í skák standa leikar þannig að Botvinn- ik hefur níu vinninga en Smisloff sjö. Sextándu skákina vann Botvinnik eftir 75 leiki. ORÐ f TÍMA TÖLUÐ: Ohlutvöndum gróðamönnum verði ekki látið haldast ujppi að brjóta niður það, sem byggt er upp með miklu fé og starfi Það flóð sorprita um hvers konar glæpi og afbrot, sem nú er f sívaxandi mæli veitt yfir þjóðina og einkum æskulýðinn, ásamt þeim aragrúa siðspillandi glæpa- og sakamálakvik- mynda, sem haldið er að hinni uppvxandi kynslóð, er orðið flestum hugsandi mönnum mikið áhyggjuefni og verður ekki lengur unað við að einhverjar skorður verði ekki við reistar. Er hér vissulega um að ræða málefni, sem hverju menning- arfélagi ber að láta til sín taka. Verkamannafélagið Þróttur í Siglufirði gerði nú nýlega J>á skorinorðu samþykkt, sem hér fer á eftir um þessi mál. Japönsku fiskimönnun- um ekki hugað líf Skipshöfn japanska fiskibáts- ins, sem varS fyrir geislun frá vetnissprengingu Bandaríkja- manna á Kyrrahafi 1. marz, er ekki hugað líf. Skipið Fúkúrújú Marú var statt 145 kílómetri frá sprenging- arstaðnum utan þess svæðis sem Bandaríkjamenn höfðu lýst hættusvæði, en geislavirk aska féll á það nokkrum klukkutím- um eftir sprenginguna. Síðan skipið kom að landi hef- ur áhöfnin, 23 menn, verið í um- sjá hinna færustu lækna. Um páskana skýrði prófessor sá í læknisfræði við Tokyoháskóla, sem stjórnar læknunum sem stunda sjómennina, frá því að geislunin virtist hafa valdið ólæknandi skemmdum í mergn- um í beinum þeirra. Skemmdirn- ar birtast í því að mergurinn megnar ekki að mynda ný blóð- korn, svo að blóðkomum í blóði sjúklinganna fækkar jafnt og þétt. Prófessorinn kvaðst enga von gera sér um að sjómönnun- um yrði lífs auðið. í tilefni af nýafstöðnum vetnis- sprengjutilraunum Bandaríkja- stjórnar á Kyrrahafi, sem vakið hafa ugg og ótta almennings um allan heim, beinir fundur í Menningar- og friðasramtökum íslenzkra kvenna, haldinn að Að- alstræti 12 í Reykjavík, 2. apríl 1954, þeirri áskonm sinni til allra íslenzkra kvenna og kvennasam- 20000 umsóknir um bíla 1 byrjun mánaðarins auglýsti innflutningsskrifstofan að veitt yrði gjaldeyris- og innælutnings- leyfi fyrir takmarkaðri tölu bif- reiða. Mun tala bifreiðanna vera 400 en umsóknareyðublöðin sem prentuð voru, voru 20 þúsund. Umsóknarfrestur var til 20. þ. m. Svo mikil sókn hefur verið eft- ir bflum þessum, að nær öll eða öll umsóknareyðublöðin munu hafa verið notuð, svo að færri fá en vilja. Hingað til bæjarins munu hafa komið ekki færri en 1000 eyðu- blöð og voru þau orðin ófáanleg síðust udagana áður en frestur var útrunninn. Láta gárungar sér um munn fara að af þessum þús- und umsóknum úr bæ og héraði hafi vottorð um lömun eða aðra sjúkleika fylgt 700 umsóknum! FRA AMTSBÓKASAFNINU. Allir þeir, sem haldið hafa bókum lengur en tilskilinn láns- tíma (hálfan mánuð), gjöri svo vel og skili þeim nú þegar, ella verða þær sóttar á kostnað lán- taka. Verkalýðsfélögin hafa að und- anförnu rætt um, hvort samn- ingum skyldi sagt upp nú í vor, en víðast eru samningar uppsegj- anlegir með eins mánaðar fyrir- vara miðað við 1. júní, en fram- lengjast urn 6 mánuði sé þeim ekki sagt upp fyrir 1. maí. Hefur niðurstaðan af þeim umræðum yfirleitt orðið sú, að segja samn- ingunum upp nú og koma þeim á eins mánaðar uppsagnarfrest hvenær sem þörf gerizt og geta þannig valið sjálf þann tíma til aðgerða, sem þeim þykir hentug- astur. í byrjun mánaðarins var hald- in sjómannaráðstefna í Reykja- vík og voru þar mættir fulltrúar sjómannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Siglufirði og Keflavík. Taldi'ráðstefnan að óhjákvæmilegt væri að segja tog- taka, að standa einhuga um fram- komnar kröfur til Alþingis og ríkisstjórnar, að hervemdar- samningnum verði tafarlaust sagt upp og bandaríska hernum vísað úr landi. Fundurinn vill benda á þá gíf- urlegu hættu, sem slík vetnis- sprengjutilraun hefði í för með sér fyrir líf og tilveru okkar Is- lendinga, ef til þess kæmi, að hún yrði jafn fyi’irvaralaust fram- kvæmd á athafnasvæði Banda- ríkjahers á Norður-Atlantshafi, hætta, sem til þessa kann að hafa sýnzt fjarlæg. Að gefnu tilefni vill fundurinn minna á samþykktir Heimsfriðar- samtakanna um algert bann gegn öllum múgmorðstækjum og ströngu eftirliti að því banni verði framfylgt. Vert er einnig að minna á hina alvarlegu viðvörun 250 banda- rískra áhrifamanna á sviði vís- inda-, menningar- og trúmála, sem fram kom á friðarþingi í Chicago 1950, gegn þeirri ákvörð- un Trumans Bandar,kjaforseta, að hefja þá þegar smíði á vetnis- sprengju. í ávarpi þessa friðar- þings, segir m. a.: ,,Hin örlaga- ríka ákvörðun um að smíða vetn- issprengju, þrátt fyrir óhug milljóna íbúa Bandaríkjanna, gerir alla aðra hættu smávægi- lega. Vetnissprengjan þýðir enda lok hervama. Eina vörn vor er friður.“ íslenzkar konur, tökum af heil- um hug undir þessi viðvörunar- orð og kröfur friðelskandi kvenna og karla um heim allan. Gerum orð hinna bandarísku friðarsinna að okkar kjörorðum: Eina vörn vor er friður. arasamningunum upp nú í vor með það fyrir augum að hafa þá lausa og ná nauðsynlegum kjara- bótum. Einnig voru á ráðstefn- unni ræddar væntanlegar kröfur við nýja samningsgerð fyrir síld- veiðisjómenn, en þeim samning- um hefur nú verið sagt upp um land allt. Er ætlunin að gerður verði einn síldveiðisamningur fyrir allt landið. Verkalýðsfélögin í Rvík hafa sameiginlega samþykkt ályktun um að nauðsynlegt sé að samn- ingar verði hafðir lausir vegna hins ótrygga efnahagsástands og til þess að geta verið á verði gegn hættunni á nýrri gengisfellingu eða kjaraskerðingu í hvaða mynd sem er. Eru Reykjavíkurfélögin nú þessa dagana að segja samn- ingunum upp í samræmi við þetta. M. a. ákvað Dagsbrún á fundi sínum sl. þriðjudag að segja upp samni'ngum sínum. Var Jón Sigurðsson ekki fulltrúi Íslands í Danmörku? „DEGI“ er að vonum tíðrætt um hina opinberu heimsókn for- seta íslands til Danmerkur, og skal það ekki lastað, því að óefað hefur heimsókn sú átt góðan þátt í því að bæta sambúð þjóðar vorrar og Dana og halda uppi hróðri vorum á erlendri grund, og enginn efar að forsetinn hafi í för þessari komið á allan hátt fram sem virðulegum þjóðhöfð- ingja sæmir. En ónotalega mun lofsöngurinn um hina frægu för forsetans hafa snortið margan, sem las „Dag“ 14. þ. m., en þar er klykkt út með því „að aldrei hafa íslendingar átt glæsilegri fulltrúa á danskri grund.“ Var Jón Sigurðsson ekki full- trúi íslands í Danmörku, og slíkt hið sama margir aðrir glæsileg- ustu foringjar vorir í sjálfstæðis- baráttunni, oft og mörgum sinn- um, og voru þessir menn ekki samjafnanlegir við Ásgeir Ás- geirsson? Er ekki gengið feti lengra en velsæmi leyfir er Jón Sigurðsson er ekki einasta settur á bekk með manni með fortíð Ás- geirs Ásgeirssonar, heldur settur þar skör lægra? KIRKJAN. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 11 f. h. — Ferming. Séra Pétur Sigurgeirsson ferm- ir. Fundur í Verkamannafélaginu Þrótti, haldinn 10. aprfl 1954, lít- ur mjög alvarlegum augum á þau óheillavænlegu áhrif, sem útgáfa alls konar glæpasagna- tímarita og sýning glæpa- og sakamálakvikmynda hefur á uppeldi barna og unglinga. Fund- urinn lítur svo á, að mikill hluti þeirra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu æskulýðnum, sem á þær horfir, beinlínis skóli í glæpastarfsemi, knæpulifnaði, I lauslæti og siðleysi í ýmsum myndum. Ennfremur að glæpa- sagna-, sakamála- og soi-ptíma- ritin, sem nú flæða yfir lesefnis- markaðinn stefni í sömu átt og kvikmyndirnar, og svæfi þar að auki allan áhuga fyrir góðum bókínenntum, en stuðli að ómenningu í hugsun og athæfi. íslenzka þjóðin ver tugum milljóna á hverju ári til uppeld- is-, fræðslumála, barnaverndar og margvíslegrar annarrar menn- ingarstarfsemi. Það virðist því fullkomið kæruleysi og ábyrgð- arleysi af æðstu réðamönnum ís- lenzkra uppeldis- og mennta- mála að láta óhlutvöndum gróða- mönnum haldast uppi að brjóta það niður, sem byggt er upp með miklu fé og starfi. Fundurinn skorar því á yfit’- stjórn ísl. menntamála, að beita sér fyrir því, að hertar verði og auknar þær kröfur, sem gerðar eru til kvikmynda, og reistar verði skorður við innflutningi glæpakVikmynda, svo og að kvikmyndaskoðunin verði fram- vegis þannig af hendi leyst, að tryggt megi telja, að kvikmyndir leyfðar af henni séu ósaknæmar börnum og unglingum, sem á þrer horfa. Á þessu hefur mikill brest- ur verið undanfarin ár. Ennfrem- ur vill fundurinn skora á yfir- stjórn ísl. menntamála að beita sér fyrir auknum hömlum á út- gáfu sorptímarita um glæpi og afbrot alls konar. Fundurinn væntir þess að æðstu yfirmenn ísl. menningarmála sjái jafn vel og kollegar þeirra á Norðurlönd- um, hvfer voði æskulýðnum er í (F.ramhald á 4. slðu). Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna: Eina vörn vor er friður

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.