Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.04.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 23.04.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23. apríl 1954 VERKAMAÐUSINN S Vísindamennirnir vita ekki . . . Um allan heim hljómar krafan um algert bann við frarn- leiðslu kjarnorkuvopna og annarra múgmorðstækja af sívax- andi krafti. Þessum kröfum er einkum beint til Bandaríkj- anna, sem nú á undanförnum vikum hafa ógnað öryggi manna í stórum heimshlutum með tilraunum sínum einum saman. Eftirfarandi grein, lauslega þýdd úr brezka blaðinu Reynolds News, gefur nokkra hugmynd um, hvernig brezk borgarblöð ræða þessi mál, og eins og menn sjá, kveður þar við nokkuð annan tón en í íslenzku borgarapressunni, sem reynir að þegja skömm húsbænda sinna í hel. Þetta. er sú geigvænlega stað- reynd, sem blasir við eftir vítis- sprengjutilraunina í Kyrrahafi. Vísindamennimir reiknuðu skakkt út langdrægni og áhrif sprengjunnar, sem sprakk 1. marz, eins og Eisenhower forseti hefur viðurkennt. Þeir byggðu útreikninga sína á fyrri sprengingu. En sú sprengja hafði einnig óþekkta eiginleika, en þeir drógu úr áhrifum hennar. 1. marz hafa annað hvort verið ólík hitaskilyrði eða sérstakar og óþekktar breytingar hafa verið gerðar á samsetningu sprengj- unnar. En hver sem skýringin er, er víst að víðátta dauðasvæðisins varð gífurlega miklu meiri en vísindamennirnir höfðu reiknað með. Þeir eru enn jafn óvissir um þriðju sprengjuna, sem sprengja átti á þriðjudaginn. Þess vegna hefur Eisenhower forseti frestað tilraiminni, eins og viturlegast var (þetta er ritað áður en þriðja tilraunin var gerð). En frestun um nokkra daga eða vikur er ekki nægjanlegur. Brezka stjómin og aðrir vinir Ameríku verða að knýja Banda- ríkin til þess að fallast á að sprengingu annarrar og jafnvel enn öflugri sprengju verði frest- að fyrir fullt og allt. Of margir óútreiknanlegir kraftar hafa verið leystir úr læð- ingi í máttarforðabúri náttúrunn- ar, það eru of margir möguleikar, sem vísindamennimir hafa ekki séð fyrir, til þess að öruggt sé að halda þessum tilraunum áfram. En frestun er ekki fullnægj- andi. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að kjarn- orkuvopn em til, og svo lengi sem hvert stórveldanna heldur áfram framleiðslu þeirra vofir sú hætta yfir að einhvern daginn geri vísindamennirnir síðustu villurnar í útreikningum sínum — og dagar siðmenningarinnar séu taldir. Hér er ekki um að ræða lög- mæta áhættu fyrir málstað, sem þjóna mundi hamingju mann- kynsins. Vítissprengjan hlýtur, verði henni einhvern tíma beitt, að kollvarpa menningunni, bæði í austri og vestri. Vissulega er sá sannleikur að verða ljós beggja megin jámtjaldsins. Enginn getur lengur unnið styrjöld. Hvaða leið er út úr ógöngun um? Það er aðeins ein leið — al þjóðlegt samkomulag um baún við framleiðslu kjarnorkuvopna sem verði stutt alþjóðlegu eftir- liti. Það er að svara út í hött að segja að tihaunir til samninea hafi hingað til verið árangurs- lausar. Það verður að endurtaka oær aftur — og aftur — og aftur. Mennimir eiga langa leið að baki, frá því að þeir höfðust við í toppum trjáa. Á sú leið nú að enda í gjallhrúgu? Svarið við því er háð vilja al- jýðunnar. Hún verður að skapa þá hreyfingu sem krefst tröllauk- inna átaka af stjómendum þjóð- anna til þess að forða mannkyni öllu frá yfirvofandi ógnum. Kennaramót Ákveðið er að Samband norð- lenzkra kennara stofni til kenn- aramóts á Akureyri á vori kom- anda. Hefst mótið 30. maí og stendur til og með 4. júní. Ætlast er til að mót þetta verði einkum fyrir kennara á námstjórasvæði Snorra Sigfússonar, en öðrum einnig heimil þátttaka. Nánari greinar- gerð um verkefni og tilhögun mótsins mun send kennurum í bréfi. Nánari upplýsingar um mótið gefur Eiríkur Sigurðsson, yfir- kennari, Akureyri. N ÝBÓK! Nú er hlátur nývakinn kemur út næstu daga. í bókinni er aragrúi af gaman- sögum og kveðlingum úr flestum byggðarlögum norðan- lands. Rósberg G. Snædal safnaði og skráði. Fólk úti á landi, sem hefur hug á að eignast bókina, ætti að panta hana tafarlaust frá útgefanda. Kostar aðeins kr. 10,00 ef greiðsla fylgir pöntun. Ath. að enn eru til nokkur eintök af gamanvísnasafninu Nú er eg kátur nafni mirm, sem tilheyrir sama flokki. Bókaútgáfan Blossinn Akureyri Dagheimilið Pálmholt verður opnað 1. júní og verður starfrækt í 31/2 mánuð. Tekin eru börn á aldrinum 2^—5 ára. — Þeir, sem ætla að koma börnum til dvalar þar, snúi sér til undirritaðra kvenna. Kristín Pétursdóttir, Spítalaveg 8, Soffía Jóhannesdóttir, Eyrarveg 29, Jónína Steinþórsdóttir, Hafnarstr. 12. AUGLÝSING NR. 5, 1954. frá Innflutningsskrifstofunni. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28 des. 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfest- ingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. apríl til og með 30. júní 1954. Nefnist hann „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“, prentaður á hvítan pappír með fjólubláum og brún- um iit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 g. af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 g. af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hcfur. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 1. apríl 1954. Innf lutningsskrif stof an. 1 AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Eyjafjarðar Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram frá 4. maí til 1. júní n.k„ að báðum dögum meðtöldum, sem hér segir: Þriðjudagur 4. maí A- 1—A- 50. Miðvikudagur 5. — A- 51—A- 100 Fimmtudagur fi. — A-10I-A- 150 Föstudagur 7. — A-151-A- 200 Mánudagur 10. — A-201-A- 250 Þriðjudagur 11. — A-251-A- 300 Miðvikudagur 12. — A-301-A- 350 Fimmtudagur 13. — A-351-A- 400 Föstudagur 14. — A-401—A- 450 Mánudagur 17. — A-451-A- 500 Þriðjudagur 18. — A-501-A- 550 Miðvikudagur . . . 19. — A-551-A- 600 Fimmtudagur 20. — A-601-A- 650 Föstudagur 21. — A-651—A- 700 Mánudagur . 24. — A-701-A- 750 Þriðjudagur 25. — A-751-A- 800 Miðvikudagur 26. — A-801-A- 850 Föstudagur 28. — A-851-A- 900 Mánudagur 31. — A-901-A- 950 Þriðjudagur 1. júní A-951—A-1000 F.nnfremur fer fram þann dag skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars- staðar. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðir sínar til bifreiðaeftirlitsins, Gránufélagsgötu 4, þar sem skoðunin er framkvæmd frá kl. 9—12 og 12—17 hvern dag. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild ökuskírteini. Ennfremur ber að sýna skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. X'anræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilteknum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar, sem til hennar næst. E1 bifreiðaeigandi getur ekki af óviðráðanlegum á- stæðúin fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að tilkynna það bifreiðaeftirlitinu. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg og vel fyrir komið. Er því Iiér rneð lagt fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra númeraspjöld á bifreiðiun sín- um, að gera það tafarlaust. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 14. apríl 1954. V7>}

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.