Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.04.1954, Page 4

Verkamaðurinn - 23.04.1954, Page 4
4 VERKAMAÐUWNN Föstudaginn 23. apríl 1954 Orðsending til eftir- litsmanna Iðju í verk- smiðjunum Það er hér með lagt fyrir ykk- ur, að sjá um, að verkafólk sé pkki látið byrja starf í verksmiðj- um fyrr en það hefur gerzt lög- íegir meðlimir í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, og greitt félagsgjald sitt. Ennfremur að það sýni lækn- isvottorð við ráðningu, einnig um berklaskoðun (eins og áskilið er í samningum). Þá ber einnig að framfylgja því, að sjúkrakassar séu á hverjum vinnustað með öll- um þeim tækjum og sáraumbúð- um, sem áskilið er í lögum frá 1952. Þá ber einnig að fylgjast með því, að fyllsta hreinlætis sé gætt í hvívetna í verksmiðjum, ennfremur að vinnustofur séu bjartar og hlýjar og loftræsting góð og hæfilegur hiti á vinnustað, kaffistofur séu upphitaðar. Formaður. Skákþingi að ljúka Ein umferð er nú eftir á skák- þingi Akureyrar. 1 meistaraflokki eru Ingimar Jónsson og Júlíus Bogason efstir með 5Vz vinning hyor. I 1. og 2. flokki er Randver Karlesson efstur og í 3. fl. Gunn- laugur Guðmundsson. 10% lækkun á hern- aðarútgjöldum í Sovét- ríkjunum Fjárlagafrumvarp Sovétríkj- anna fyrir yfirstandandi ár ligg- ur nú fyrir Æðsta ráðinu. Eru það hæstu fjárlög síðan stríði lauk, en þrátt fyrir það lækka útgjöld til hermála um 10%. Voru í fyrra 21% heildarupp- hæðarinnar, en eru nú 18%. Hækkanir fjárlaganna eru til trygginga, heilsugæzlu, mennta- mála og til ráðstafana til aukinn- ar framleiðslu neyzluvamings. -T Orð í tíma töluð (Framhald af 1. síðu). framtíðinni búinn, ef svo heldur áfram sem nú stefnir með kvik- myndaval og áður nefnda tíma- ritaútgáfu, en þar, t. d. í Noregi, er þegar farið að taka þessi mál til alvarlegrar athugunar. Slíkt ber einnig að gera hér Sósíalistafélag Ak. heldur félagsfund í Asgarði þriðjudaginn, 27. apríl, kl. 8.30 e. h. Áríða?idi mál á dagskrá. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. DIDDA-BAR. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur félagsfund í Verka- lýðshúsinu n. k. sunnudag, 25. apríl, kl. 4 síðdegis. Fundarefni: 1. Ákvörðun um upp- sögn samninga. 2. Erindi frá A. S. í. 3. Félagsmál. 4. Skemmtiatriði. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. JARÐARBERJAPLÖNT- UR til sölu. — Eyrarveg 8. Verkakvennafél. Eining heldur fund í Verkalýðshús- inu í kvöld, föstudag, kl. 8,30 eftir hádegi. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Uppsögn savminga. 3. 1. maí. 4. Önnur mál. Að loknum fundarstörfum verður kaffidrykkja og skemmtiatriði. Kaffi verður veitt á staðnum, en konur hafi með sér brauð. Konur! fjölmennið og fagnið s u m r i . STJÓRNIN. VERKAMAÐURINN óskar lesendum sínum og allri alþýðu gle ðile gs sum ar s | Gleðiiegf sumar! | Þðkk fyrir vefurinn! KJÖT & FISKUR Happdræffi Háskóla íslands Endurnýjun til 5. flokks hefst 26. þ. m. Verður að vera lokið fyrir 10, maí. I Endurnýjið í tíma! Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. Tilkynning frá Skaftsfofunni á Akureyri Vegna þeirra breytinga á skattalögunum, sem Alþingi hefir nú samþykkt, og gilda eiga við skattaálagningu á þessu ári, er framteljendum hér með bent á að kynna sér þessi nýju ákvæði. Nokkrar þeirra auknu frádráttarheimilda, sem lögin ákveða, eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Er hér á eftir getið þessara nýmæla og þeim tilmælum beint til allra þeirra, er telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt þeim, að láta skattstofunni í té nauðsynlegar upplýsingar eftir því sem bent er á um hvert einstaka atriði. 1. Skattfrelsi sparifjár. Innstæður í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum eru gerðar skattfrjálsar með vissum takmörkunum, og einnig vextir af skattfrjálsum innstæðum. 2. Húsaleigufrádráttur. í 10. grein, m-lið, eru eftirfarandi ákvæði um húsa- leigufrádrátt: „Nú færir leigutaki í íbúðarhúsnæði sönnur á að hann borgi hærri húsaleigu en því nemur, sem afnot húsnæðisins mundu talin til tekna, ef það væri sjálfs- íbúð, og er honum þá heimilt að telja tálfan muninn til frádráttar tekjum, áður en skattur er á þær lagður. Frádráttarheimild þessi gildir þó ekki fyrir einhleypa, og húsaleigufrádrátturinn má ekki nema meiru en kr. 600.00 á ári á hvern mann, sem framteljandi hefir bæði á framfæri og í heimili.“ Þeim leigutökum, sem eiga kunna rétt á leigufrádrætti samkvæmt ofangreindu, en hafa ekki gert fulla grein fyrir húsaleigugreiðslum sínum, eða stærð leiguhúsnæðis, eins og krafist var í skattframtali, er hér með gefinn kostur á að bæta úr þeirri vanrækslu. 3. Iðgjöld af lífsábyrgðum. Hámark frádráttarbærra iðgjalda hefir verið hækkað í kr. 2.000.00. Iðgjöld af ólögboðnum lífeyristryggingum eru ieyfðar allt að 7000.00 kr. 4. Ferðakostnaður. Samkvæmt 10. grein, staflið i, mega þeir skattgreið- endur, sem fara langferðir vegna atvinnu sinnar, draga frá ferðakostnað eftir mati skattyfirvalda. 5. Hlífðarfatakostnaður fiskimanna. í 10. grein, h-lið, er heimilað að veita fiskimönnum frádrátt vegna sérstakrs hlífðarfatakostnaðar. Af skipverjum á togurum njóta þessa frádráttar: há- setar, bátsmaður og 2. stýrimaður og nemur frádrátt- urinn kr. 300,00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er slysatryggður í skiprúmi. 6. Frádráttur vegna stofnunar heimilis. 1 10. grein, k-lið, er ákveðinn sérstakur frádráttur þeim til handa, sem gifzt hafa á skattárinu. Þar sem skattstofan hefir í höndum aðeins takmarkaðar upplýs- ingar um hjónavígslur, er nauðsynlegt, að í framtölum hlutaðeiganda séu fullnægjandi upplýsingar þetta varð- andi. . * * 7. Frádráttur vegna keyptrar heimilsaðstoðar. Samkvæmt 10. grein, j-lið, skal með vissum takmörk- unum veita frádrátt vegna keyptrar heimilisaðstoðar: 1. Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinn- ur fyrir skattskyldum tekjum og kaupir í staðinn heimilisaðstoð. 2. Ef einstæð móðir, sem framfærir börn sín eða aðra ómaga á heimili sínu kaupir heimilisaðstoð vegna öflunar skattskyldra tekna. 3. Ef ekklar og ógiftir menn, sem hafa börn eða ómaga á framfæri á heimili sínu kaupa heimilisaðstoð þess vegna. Keypt heimilisaðstoð telst í þessu sambandi laun og hlunnindi rá.ðskonu eða vinnukonu og greiðslur fyrir börn á dagheimilum. 8. Söluhagnaður. Vakin er athygli á hinum breyttu ákvæðum í 7. grein, e-lið, um skattskyldu söluhagnaðar af fasteignum. Þá er og atvinnurekendum bent á að kynna sér hinar nýju rcglur í sömu lagagreinum um skattlagningu á fyrn- ingum af seldu Iausafé, enn fremur fyrirmæli í framan- nefndum leiðbeiningum varðandi þessi efni. Af ákvæð- um þessum leiðir m. a. að öll skattskyld fyrirtæki verða nú og framvegis að láta nákvæmar fyringarskýrslur fylgja ársreikningum sínum. Þeir, sem telja sig eiga rétt til skattlækkunar sam- kvæmt einhverju framangrcindra atriða, verða að hafa komið nauðsynlegum upplýsingum þar um lútandi til skattstofunnar, skriflega eða munnlega, — ekki í síma, — í síðasta lagi föstudaginn 30. þ. m. Þeir, sem senda upplýsingar bréflega, tilgreini fullt nafn, fæðingardag og heimilisfang nú og á fyrra ári. á Akureyri Skattst jórinn .......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... ......................................................................................................................................................................................................................................i

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.