Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 1
UERKflnwDURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 30. apríl 1954 15. tbl. Gerum 1. maí aS sigurdegi í baráttu alþýSunnar tyrir alvinnu, tyrir velmegun, fyrir sjálistæii þjóíarinnar, fyrirfriSi Ávarp frá 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí er hvort tveggja í senn, hátíðisdagur vinn- andi manna og baráttudagur þeirra. Hátíðisdagur því meiri, sem fleiri og stærri sigrr hafa unnizt verkalýðshreyfingunni fyrir velferð alþýðustéttar- innar, baráttudagur því meiri, sem fleira er óunnið og fleira þarf að verja unninna sigra. Þótt margs góðs sé að minnast úr sögu verka- lýðshreyfingarinnar og margt hafi á unnizt, dylst þó ekki, að nú er, ekki síður en áður, brýn nauð- syn á því að efla alþýðusamtökin og styrkja til nýrra dáða, og að enn er margt af þeim kjarabót- um, sem þau hafa unnið félögum sínum, í bráðri hættu, ef full gát er ekki á höfð, og þau eru ekki reiðubúin til vamar og sóknar, hvenær sem þörf gerist. Atvinnulíf þjóðar vorrar hvílir nú að verulegu leyti á ótraustari grunni en oft áður, og augljóst er hverjum heil- skyggnum manni, að almennt atvinnuleysi, með öllum sínum hörmungum, getur skollið yfir hvenær sem er, ef ekki verður að gert. Þá eru og uppi ráðagerðir um, að framkvæma nýja gengisfellingu í einhverri mynd og skerða á þann veg hlut- deild vinnandi fólks í tekjum þjóðarinnar. Skammt er nú umliðið síðan reynd voru ægilegustu morð- tól, er mannkynssagan kann frá að greina, svo feiknleg að eyðingarmætti, að orð fá ekki lýst. Um víða veröld mun verka- lýðshreyfingin og friðarhreyfing þjóðanna rísa sem veggur gegn framleiðslu og notkun þessa gereyðingarvopns, vítis- sprengjunnar, og krefjast friðar. íslenzka þjóðin og verka- lýðshreyfing hennar hafa ríkar ástæður til þess að láta sinn hlut hvergi eftir liggja í þeirri baráttu. í friðarbaráttunni er fólgin lífsvon íslenzku þjóðarinnar, möguleikar hennar til sjálfstæðis og velmegunar. Hvort sem litið er nær eða f jær, verður því ljóst, að verka- lýðshreyfingin hefur ærinn starfa að vinna, stórbrotin verk- efni blasa hvarvetna við hinni voldugu mannfélagshreyfingu alþýðustéttanna, hvort sem mælt er á kvarða fámenns bæjar, borgar, lands eða allrar veraldar. Við, sem unnið höfum að undirbúningi 1. maí hátíðahald- anna hér í bæ, höfum leitast við að haga störfum okkar á þann veg, að fullkomin eining gæti orðið um hátíðisdag okkar og að allir þættir hátíðahaldanna bæru þess vott. Við heitum á alþýðu bæjarins að sýna samheldni sína I. maí og að taka virkan þátt í öllum dagskrárliðum hátíðahaldanna, og þó fremur öllu í útifundinum og kröfugöngunni. Við erum þess fullviss, að mikil þátttaka þar, er einn bezti undirbúningur að árangursríkri sókn í hagsmunabaráttunni. Við væntum þess einnig, að sem flestir bæjarbúar beri merki alþýðusamtakanna á hátíðisdegi þeirra. Alþýða Akureyrar! Gerum 1. maí að sigurdegi í baráttu okkar fyrir atvinnu, fyrir velmegun, fyrir sjálfstæði þjóðar- innar, fyrir friði. 1. maínefnd verkalýðsfélaganna. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna: Guðrún Guðvarðardóttir. Ragnar Skjóldal. Magnús Snæbjörnsson. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Lórenz Halldórsson. Jóhannes Jósepsson. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar: Björn Jónsson. Torfi Vilhjálmsson. Sverrir Georgsson. Þórður Valdimarsson. Gunnar Aðalsteinsson. Sjómannafélag Akureyrar: Tryggvi Helgason. Tómas Kristjánsson. Bernharð Helgason. 1. maí á Akureyri. Vinnuveitendur neiía að breyta uppsagnarákvæðum samninganna Verkalýðsfélögin því tilneydd að segja samn- ingum upp frá 1. júní Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu hafa mörg verka- lýðsfélaganna samþykkt að heim- ila stjórnum sínum a§ segja gild- andi kjamasamningum við vinnu veitendur upp, sérstaklega í þeim tilgangi að fá uppsagnarákvæðum samninganna breytt, þannig að þeir verði uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem er. Meðal þeirra eru Dags- brún, Iðja og mörg önnur af Reykjavíkurfélögunum. Ennfrem ur fjöldi annarra félaga víðs veg- ar um land, þeirra á meðal Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar. Önnur verkalýðsfé- lög hafa samþykkt uppsagnir til víðtækari breytinga á samning- unum, og er Verkakvennafélagið Eining, Þróttur á Siglufirði og Verkamannafélag Glæsibæjar- hrepps þeirra á meðal. Er þar einkum um að ræða kröfur um samræmingu á kjörum við önnur félög og launajafnrétti. Nú hefur Vinnuveitendasam- band fslands tekið þá afstöðu að neita öllum breytingum á upp- sagnarákvæðunum og eru þvi stjórnir félaganna tilneyddar að segja samningunum upp nú fyrir mánaðamótin og renna þeir þá út (Framhald á 4. síðu). 1. maí hátíðahöldin 1. maí-hátíðahöldin hef jast með útifundi við Verkalýðshúsið kl. 1,15. Þar leikur Lúðrasveit Akur- eyrar, bæði í byrjun fundarins og milli ræðuhalda og einnig í kröfugöngunni. Einnig syngur Karlakór Akureyrar á útif undin- um. Ræðumenn verða þe$sir: Elísabet Eiríksdóttir, Stefán Árnason, Þórir Daníelsson, Jón Rögnvaldsson, Jón Ingimarsson og Tryggvi Helgason. Að útifundinum loknum hefst kröfugangan og leikur Lúðra- sveitin fyrir göngunni Gengur hvert félag undir sínum félags- fána, eftir því sem við verður komið. Merki dagsins verða seld á göt- unum allan daginn. Kl. 3,15 verður kvikmyndasýn- ing í Nýja-Bíó og fjölbreytt barnaskemmtun í Alþýðuhúsinu. Um kvöldið verða dansleikir að Varðborg og í Alþýðuhúsinu. — Gilda sömu að,göngumiðar að báðum dansleikjunum. — Verða þeir seldir í Verkalýðshúsinu frá kl. 10 f. h. í Glerárþorpi verður kvöld- skemmtun. Verður þar sýnd kvikmynd, Bragi Sigurjónsson flytur ræðu og að lokum verður dansað. Ekki þarf að efa að þátttaka í hátíðahöldunum verður meiri en nokkru sinni áður. Fullkonún eining hefur ríkt innan félaganna um allan undirbúning og fyrir- komulag dagsins og áhugi mikill innan samtakanna um að gera hann að sigurdegi alþýðunnar. A morgun er það á valdi alþýð- unnar að sýna valdhöfura þjóð- félagsins mátt samtakanna. Fjöl- menn kröfuganga, undir kjörorð- um alþýðusamtakanna, talar máli sem ekki verður misskilið og Ieggur grundvöll að framtíðar- sigrum alþýðunnar. Þess vegna má enginn alþýðumaður eða kona, enginn verkalýðssinni, enginn frjálslyndur maður, sitja heima á morgun! Allir í kröfu- göngu verkalýðssamtakanna! Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri: Ingibergur Jóhannsson. Arnfinnur Amfinnsson. Ólöf Tryggvadóttir. Jón Ingimarsson. Bílstjórafélag Akureyrar: Kristbjörn Björnsson. Tryggvi Gestsson. Jón Þórarinsson. Sveinaf élag járniðnaðarmanna: Stefán Snæbjörnsson. Jóhann Indriðason. Svanlaugur Ólafsson. Verkakvennafélagið Eining: Kristin Hermundardóttir. Hallfríður Ólafsdóttir. Lisbet Tryggvad. Vörubílstjórafélagið Valur: Guðmundur Stefánsson. Guðmundur Armannsson. Óskar Jónsson. Vélstjórafélag Akureyrar: Kristján Kristjánssoon. Verkamannafélag Glæsibæjarhrepps: Arni Jónsson. 1. maí nefndarfundir í kvöld Allir þeir, sem skipa 1. mai- nefnd verkalýðsfélaganna, eru minntír á að mæta á fundi nefndarinnar, sem haldinn verður í kvöld kl. 8,30 í Verka- lýðshúsinu. Einnig eru þeir félagsmenn í verkalýðsfélögunum, sem vilja og geta tekið að sér einhver verkefni í sambandi við fram- kvæmd hátíðahaldanna, beðnir að mæta á f undinum, og er það mjög áríðandi að þeir verði sem flestir. Vegna samsöngs Kirkjukórs Akureyrar n.k. sunnudag, fellur áður auglýst messa niður þann dag. — Sóknarprestur. Landsþing Slysavarnafélags ís- Iands samþykkti á fundi sínum í fyrradag að gefa eldri sjúkra- flugvél sína til reksturs og notk- unar á Norðurlandi og verði hún staðsett hér á Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.