Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 2
VERKAMABURINN Föstudaginn 30. apríl 1954 VERfOffllflÐURltni — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f í miðjum straumi / miðjum straumi örlaga- ríkustu atburða i lífi þjóð- anna rennur 1. maí upp að þessu sinni. Alþýðustéttin, sem hefir helgað sér þennan dag, leitast við að skerpa sjón- ir sinar og skyggnast gegn um blekkingar, áróður og lygar og gera sér Ijóst hvar hún stendur og hvar henni ber að standa i baráttunni, sem háð er um framtíð hennar og mannkynsins alls. Og þrátt fyrir allt eru mikilsverðustu staðreyndirnar Ijósar: „Brjót- ist heimsstyrjöld út eru dagar siðmenningarinnar taldir og fullkomnum vafa undirorpið að nokkur mannleg vera lifi að henni lokinni á jörðinni. Jafnframt er sýnt, að samein- uð alþýða allra landa er það afl, sem er þess megnugt að knýja fram þá einu lausn sem til er á þeim válegasta vanda, sem nokkru sinni h'efur orðið á vegferð mannanna og sú lausn er sætt með stórveldum auðvaldsins og ríkjum alþýð- unnar — ekki sætt um uppgjöf á grundvallarhugmyndum þeim, sem skilja þessar þjúðir — ekki scett um kúgun undir- okaðra þjóða — ekki scett um áframhaldandi skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétti um innri mál þjóðanna — heldur heiðarleg sœtt, mann sœmandi sœtt milli þjóða sósí alismans og kapitalismans, þar sem báðum er tryggt að þær geti háð friðsamlega sam- keppni um hylli og fylgi mann kynsins og báðir geta sýnt hvers þeir eru megnugir til að skapa þjóðum sínum þau lifs- skilyrði, þá velmegun, frelsi og menningu sem hver heil- brigður nútimamaður krefst sér til handa og niðjum sín- um. Þvi hlýtur sú krafa að gnæfa hcest á degi alþýðunnar að friður verði saminn, að múgmorðstœki sem ógna mannkyninu verði eyðilögð, að allsherjarafvopnun verði hafin með öllum þjóðum, að hver þjóð fái i friði að ráða sínum málum. Allar aðrar kröfur alþýðunnar eru brot af þessari allsherjarkrófu. Kröfur hersetinnar þjóðar, sem vor íslendinga, um brottflutning erlends herliðs, kröfur verka- manna um fullkomna atvinnu við þjóðnyt störf, kröfur al- þýðusamtakanna um bcett kjör og lýðrœðisleg réttindi, hag- nýtingu nátúruauðœfanna og viðreisn atvinnuveganna, allar þessar kröfur, sem bornar verða fyrir fylkingum alþýð- unnar 1. maí, styðja að því að vonir manna um friðsamlega sambúð þjóðanna, vaxandi velmegun og gróandi menn- ingu geti rcetzt. Alþýða íslands finnur sig i dag tengdari traustari bönd- um en nokkru sinni áður við stríðandi alþýðu annarra landa. Vandamál og áhugamál hennar eru þau sömu og allra annarra auðvaldslanda. Enn verður hún að sœta því að hafa yfir sér rikisstjóm, sem hefur ofurselt landið sem herstöð og og hefur tekið sér stöðu með ráðamönnum þess stórveldis, sem ákafast veifar vítissprengj- unni yfir höfði mannkynsins. Enn 'verður hún að búa við skefjalaust arðrán, öryggisleysi um afkomu sína og hverskyns misrétti, sem fylgir skipulagi auðvaldsins. En hún finnur sig einnig sterkari en nokkru sinni fyrr. Rás tímans hefur nú fcert henni tcekifceri til stcerri afreka fyrir land sitt og þjóð, en hún hefur nokkru sinni áður haft og til mikil- vægari hlutdeildar i örlaga- rikri baráttu alþýðu allra landa fyrir bjartari framlið, og hún mun sýna það í dag, að hún er reiðubúin til þess að rækja sitt hlutverk. Sameinuð og sterk gengur hún út í bar- áttu dagsins. Ródd mannlegs frelsis og virðu leika frá Bandaríkjunum Howard Fast: FIMM SYN- IR. Jóhannes úr Kötlum íslenzkaði. Mál og menning 1954. Árin 167—164 yrir Krists burð eru merkileg í sögu mannanna. í tímatölum mannkynssagna stend ur við þessi ár: Uppreist Makka- bea. Um þessa taburði farast Ás- geiri Hjartarsyni svo orð í Mann- kynssögu sinni, öðru bindi, bls. 69—70: „Yfirráð Selekvída í Gyðinga- landi urðu ríki þeirra til lítils fagnaðar, atferli konunganna varð til þess, þvert á móti, að efla trúarhita Gyðinga og sjálfstæðis- kennd, Antíokkus fjórði rændi musterið í Jerúsalem helgigrip- um sínum og fjársjóðum til þess að bæta úr fjárþörf sinni, og nokkru síðar, eða árið 168, reyndi hann að kúga Gyðinga til þess að taka upp gríska guðsdýrkun, gríska siðu. Konungur bauð, að heiðin ölturu skyldu reist í hverri borg í landi Júða, bamiaði Gyð- ingum að halda sáttmála feðra sinna, helgaði musterið Seifi hin- um ólympska, og „reisti viður- styggð eyðileggingarinnar á alt- arinu". Þá var hinum trúræknu Gyðingum nóg boðið, margir flýðu til fjalla og bjuggust til að verja trú sína og rétt með sverð í hönd. Fyrirliði þeirra var Júdas Makkabeus, frábær hershöfðingi Orðið er laust Þagði. Nokkurri undrun hefur það sætt meðal bæjarbúa, að formað- ur ameríska félagsins hér, getur að engu „þeirrar menningarstarf- semi" félagsins, sem til þessa er sú eina sem það hefur boðið al- menningi upp á, en það eru „hljómleikar" danshljórnsveitar hernámsliðsins er hér voru haldnir um sl. helgi og dansleik- ur sá hinn mikli sem sama félag efndi til að Hótel KEA með und- irspili „verndaranna". Gæti skýringin kannske verið sú, að jafnvel heiðursborgarinn hefði ekki verið stórhrifinn af „hljómlistarmenningunni", sem hann hefur verið að reyna að miðla bæjarbúum, eða af þeirri „menningarlegu" framkomu, sem verndararnir sýndu í för sinni hingað? Eða gátu skólafrömuð- irnir og æskulýðsleiðtogarnir, sem fremstir eru í flokki amer- íska félagsins, ekki gleypt „mannætumúsikina" ómelta? — Rann þeim kannske einhver roði í kinnar eftir að hafa hlaupið um bæinn í leit að nógu mörgum ís- lenzkum fánum til þess að flagga í kringum „vemdarana" er þeir léku kúnstir sínar við sundlaug- ina á sunnudaginn var? Hættulegar fréttir. Eins og alpjóð er kunnugt, hljóp Alþingi frá störfum áður en það hafði leyst af hendi þá skyldu sína að leysa vanda tog- araútgerðarinnar og lét nægja að skipa nefnd til að athuga' hvers þessi atvinnuvegur væri þurf- andi, þótt öllum heilskyggnum mönnum dyldist ekki að það eina, sem þessi þýðingarmesti atvinnu- vegur þjóðarinnar þarf til þess að geta veitt þeim sem við hann vinna góð kjör og afkomu er að losa hann undan, þó ekki væri nema brot, af því skefjalausa arð ráni olíuhringa, banka, trygginga félaga, fiskbraskara og annarra mílliliða, sem nú mergsýgur þenn an atvinnuveg og þá sem við hann vinna. Áður en þingi lauk höfðu þing- menn Sósíalistaflokksins lagt fram ýtarlegar tillögur um mál- efni togaraútgerðarinnar, sem, ef samþykktar hefðu verið, mundu ekki einasta hafa þýtt örugga afkomu útgerðarinnar, heldur einnig tryggt að hún gæti staðið undir þeim óhjákvæmi- legu leiðréttingum, sem togara- sjómenn þurfa að fá fram á kjör- um sínum og munu knýja fram hvað sem stjórnarflokkarnir segja og gera. Stjórnarflokkarnir vissu skömm ina upp á sig í því að hlaupast frá skyldustörfunum óleystum, og varð ráðamönnum þeirra það þá fyrst fyrir að reyna að leyna þjóðina tillögum sósíalista. Voru nú gerðar ráðstafanir með mik- illi skyndingu til að breyta þing- fréttatíma þannig að engir vinn- andi menn gætu haft tækifæri til að hlýða á hlutlausa frásögn af tillögum sósíalistanna. Þannig eru bardagaaðf erðirnar. Á sama tima og fábjánalegar og glæsileg hetja, „hann jók mjög vegsemd lýðsins, og safnaði hin- um tvístruðu." Að þrem árum liðnum hafði Júdas unnið marga sigra á hersveitum konungs og hreinsað musterið. Ófriðnum hélt áfram um langa hríð, Júdas féll, en fylgiliðar hans hrósuðu sigri; og bróðir hans varð æðsti prestur, herstjóri og þjóðhöfðingi Gyð- inga. Barátta Makkabea gæddi þjóðina nýju lífi og þrótti, og er einn áhrifamesti þáttur í sögu hennar. í nær heila öld voru Gyðingar óháðir að mestu undir stjórn Makkabea, allt fram til þess tíma, er landið gekk Róm- verjum é hönd." Það er saga þessara merku ára, sem Howard Fast segir í bók sinni FIMM SYNIR (MY GLOR- IUS BROTHERS), sem er fyrsta félagsbók Máls og menningar í ár. Fast er félögum Máls og menii- ingar áður kunnur, því að skáld- saga hans, Clarkton, var ein 9 bóka fyrsta kjörbókaflokks félags ins, sem kom út 1952. Það er Símon Mattatíasson Jó- haimessonar, bróðir Júdasar Makkabeusar, sem segir frá, rek- ur orsakirnar til uppreisnar þjóð- arinnar gegn Grikkjum og hvernig hún, undir forystu þeirra feðga, Mattatíasar Jóhannessonar og fimm sona hans — og þá fyrst og fremst Júdasar — gersigraði hvern málaliðsherinn á' fætur öðrum. Bókin lýsir einnig persónulegu lífi þessara manna, lifnaðarhátt- um Gyðinga, trúarskoðunum þeirra, og pólitískum skoðunum. Hún sýnir og leggur mikla áherzlu á þá staðreynd, sem saga mannkynsins hefur margsannað, að þjóð, sem vil llifa frjáls, verð- ur aldrei sigruð nema með því að útrýma henni. Það er íslendingum mikill fengur á þessum tímum, þegar mannkynið heyr úrslitabaráttuna fyrir tilveru sinni, þegar baráttan fyrir frelsi þjóða og einstaklinga er háð víðar og 'í stærri stíl en nokkru sinni fyrr, að fá þann fagra óð til frelsisins, sem bók Fasts er, þýdda af mikilli list. Við verðum nú í dag sjálfir að heyja baráttu fyrir okkar frelsi, að vísu lygasögur eru lesnar allt að 5 sinnum á dag í fréttatímunum, eru tíðindi, sem varða hag og afkomu allrar þjóðarinnar ýmist algerlega ýtt til hliðar eða þau eru lesin þegar nálega engir geta á þær hlýtt í staðinn fær svo þjóðin að hlusta á fréttir um það, hvemig „sovétskir launmorðingjar", bún- ir „sársaukalausum morðvopn- um," láta það verða sitt fyrsta verk að ganga á fund væntanlegs fómarlambs og tilkynna því fyr- irætlanir sínar allar og kæra síðan sjálfa sig fyrir yfirvöldun- um, sem taka glæpamanninn opn um örmum, sem löngu glötuðum en endurheimtum syni. Slíkar fréttir fáum við ekki aðeins að heyra einu sinni heldur fimm sinnum og útdrátt næstu daga. ekki með vopn í hönd, ekki með orrustum og mannvígum, svo sem Makkabearnir urðu að gera, en eigi að síður harða baráttu. Og hversu margt er ekki líkt, hversu margt getum við ekki lært af þess ari dásamlegu bók. Við erum því vanastir að heyra annað frá Bandaríkjunum en boðskap „mannlegs frelsis og virðuleika", önnur öfl þar í landi þeyta málpípur sínar hærra og slá meira um sig. En þessi bók Fasts, sem og aðrar bækur hans, sýna okkur og sanna, að þar í landi er einnig um annað rætt og hugsað en stríð og vetnissprengj- ur, þar heyrast einnig raddir frið- ar og vináttu. Mál og menning á þakkir skildar fyrir útgáfu bókarinnar sem og þýðandinn fyrir afburða vel unnið starf og þess væri ósk- andi, að sem allra flestir íslend- ingar læsu hana og tileinkuðu sér þann fagra boðskap, sem hún flytur, og að hægt yrði að segja um okkur, eins og höfundurinn kemst að orði um fólk það „sem lifir og hrærist á spjöldum henn- ar": „sem í tákni trúarbragða sinna, lífshátta og ættjarðraástar mótaði þá geislandi frumreglu að andstaðan gegn harðstjóm sé sannadi guðsóttinn." Þ. D. r Island mesta dráttar- vélaland Evrópu Á þriðjudagskvöld kom til Reykjavíkur stærsta sending af dráttarvélum, sem borizt hefur til landsins. Fluttu s.s. „Amarfell" 100 Ferguson vélar frá Englandi, en þessi farmur er byrjunin á stórfelldum innflutningi dráttar- véla á þessu vori. Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri Véladeildar SÍS og Dráttarvéla h.f., skýrði svo frá, að áhugi bænda á því að eignast dráttarvélar og önnur landbún- aðartæki, virtist óþrjótandi. — Hann sagði, að til viðbótar við þessar 100 Ferguson vélar væru væntanlegar næstu vikur 166 sams konar vélar, svo að samtals verði fluttar inn á vorinu 266 slíkar dráttarvélar. Þá er einnig von á 100 Farmall Cub dráttar- vélum frá Bandaríkjunum og munu samvinnufélögin ein þann- ig flytja til landsins 366 dráttar- vélar næstu mánuði. Er það meira en nokkru sinni fyrr og rúmlega 15% aukning á dráttar- vélaeign landsmanna. Hjalti skýrði svo frá, að með þessum innflutningi sé Island örugglega orðið mesta dráttar- vélaland Evrópu. Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna hafa Bretar haldið þessum heiðri með því að eiga 1 dráttarv. á 3ja hvert býli. Hér á landi eru taldar hafa verið síðastliðið ár nokkum veginn jafn margar vélar, hlut- fallslega, eða sem næst ein á þriðja hvert býli. Með 366 nýjum vélum má því telja öruggt, að meðaltalið hér sé komið niður fyrir Breta. Svíar munu vera í þriðja sæti með dráttarvél fyrir hver 5 býli, en lægstir í Evrópu eru Irar með vél fyrir hver 29 býli. (Fréttatilkynning frá SÍS). ,iHimiiiiiiiiiHmiHiiiimjtmmmiiiiiiiiiiin*iiiMimt|f* I Rifsafn Jóns Trausta 1-8| Með afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. j Akureyri. -"iHIIIIIMIIIHIHHMMIUHUUIHMIHIunMMilUHHHHw/

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.