Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Page 3

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Page 3
Föstudaginn 50. ápríl 1954 VERKAMAÐURINN S Straumhvörf í Alþýðufl.? Um sl. helgi birtust tvœr greinar i Alþýðublaðinu, sem gcetu gefið til kynna að núverandi stjórn flokksins hefði ákveðið að slíta allri samvinnu við íhaldið innan verkalýðssamtakamia og Alþýðusambandsins. Önnur greinin er eftir dr. Gunnlaug Þórðarson, og kcmst hann m. a. svo að orði: „Ncesta haust verður kosið til Alþýðusambandsþings innan verkalýðsfélaganna. Þá má það ekki koma fyrir að Alþýðuflokkurinn eigi neitt samstarf við íhaldið. Látum það heldur ráðast, hvort þeir ihaldsfulltrúarnir, sem sceti kunna að eiga á þinginu, vilji enn á ný sýna sina sönnu lýðrceðisást með þvi að fá kommúnistum völdin aftur í verkalýðssamtökunum. — Framtíð Alþýðuflokksins byggist á þvi, að hann gangi einn og óstuddur fram og berjist fyrir stefnu lýðrceðis- jafnaðarmanna í ritstjórnargrein blaðsins sama dag segir: „Reynsla undanfarinna ára. . . . leiðir i Ijós, að íhaldið vill vera þátttakandi i verkalýðshreyfingunni til að veikja hana innan frá, en Ijcer aldrei máls á að efla hana til baráttu eða veita henni fulítingi á örlagastund. Þess er heldur ekki að vcenta, þar eð ihaldið vceri með því að svíkja umbjóðendur sina og húsbcendur." Þetta eru stór orð af hendi þeirra manna, sem um fjölda ára hafa stýrt Alþýðusambandinu i náinni sam- vinnu við ihaldið. Séu þau mcelt af heilindum, eru þau vissulega mikið fagnaðarefni allri alþýðu manna. Eng- inn mun hins vegar taka alvarlega þann þvcetting, að „kommúnistar" hafi stýrt alþýðusamtökunum með hjálp íhaldsins, þvi að það hefur aldrei á sér stað og mun aldrei verða. Frumvarp um hækkun á dánar- bótum fyrir lögskráða sjómenn Fjórðungur dauðaslysa er ekki bættur ]i Sjöunda verðlækkunin í Sovét ríkjunum frá stríðslokum Lagt var fram á síðasta Alþingi og samþykkt stjóm- arfrumvarp um hækkun á dánarbótum til ekkna og annarra aðstandenda lögskráðra sjó- manna. Með frumvarpi þessu er farið fram á staðfestingu Alþingis á loforði því, sem ríkisstjórnin gaf sjómönnum, til að greiða fyr- ir lausn vinnudeilunnar um ára- mótin. Lagt var til í fraumvarpinu, að viðbótarbætur til ekkju eða ekk- ils nemi 14 þús. kr. og að viðbót- arbætur til foreldra, uppkominna bama og systkina, sem hefur ver- ið á framfæri hins látna vegna óvinnuhæfni, hækki úr kr. 2000 í kr. 6000. Ef viðbótarbætur þessar nema ekki fullum 6400 krónum 'samtals fyrir hvert slys, skulu þær hækkaðar í þá upphæð. Eigi hinn látni ekki aðstandendur sem rétt eiga til bóta samkvæmt fram anskráðu, skal bæta slysið böm- um hins látna eða til dánarbús hans. Viðbótardánarbætur skal greiða fyrir dauðaslys lögskráðra sjó- manna, sem orðið hafa eftir 31. desember 1953, og skulu þær hækka til samræmis við vísitölu eftir sömu reglum og laun. Jafn- framt er lagt til í frumvarpinu, að ríkisstjórnin setji nýjar reglur um áhættuiðgjöld sjómanna, er taki gildi 1. janúar 1954. Sem dæmi um þessa hækkun bóta má geta þess, að ekkjubætur hækka úr kr. 14.220 í kr. 36.340 sé miðað við núgildandi vísitölu (58 stig). Samkvæmt reynslu fjögurra síðustu ára má ætla, að annar hvor maður, sem ferst af sjóslys- um, láti eftir sig ekkju og að þrír foreldrar komi til jafnaðar á hverja tvo sjómenn, sem farast Gert er ráð fyrir, að allt að fjórð- ungi dauðaslysa sé nú ekki bætt. Sé reiknað með 30 bættum dauða slysum á ári til uppjafnaðar, er útgjaldaaukning sjómannatrygg- inganna áætluð kr. 800 þús. á ári. Þurfa því iðgjöld sjómannatrygg- inganna að hækka um kr. 6.00 á viku, úr kr. 16.00 í kr. 22.00 á viku ,eða um 37,5%. 110 sjúklingar á nýja sjúkrahúsinu Þegar nýja sjúkrahúsið var opnað voru sjúklingar 66 (1. jan- úar). Síðan hafa verið teknir inn 142 sjúklingar, en útskrifaðir 98, og eru sjúklingar því nú 110 tals- ins. í janúar var legudagafjöldi 2659. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88. Einvígi Botvinniks og Smysloffs Þriðjudaginn 16. marz hófst einvígið um heimsmeistaratitil- inn í skák. Eins og kunnugt er, er jað sigurvegarinn frá Ziirich, Vasilij Smysloff, sem keppir nú við heimsmeistarann í skák, Bot- vinnik. Einvígið er háð í Tjajkoff- sky-salnum í Moskva og skák- menn í Sovétríkjunum og um all- an heim fylgjast með mikilli at- hygli með einvíginu. Þrjú ár eru nú liðin síðan Da- vid Bronstein keppti við Bot- vinnik um heimsmeistaratitilinn og beið ósigur eftir 24 skákir. í þetta sinn eru' einnig tefldar 24 skákir. Fari svo að jafntefli verði, þá heldur Botviimik heimsmeist- aratitlinum. Mihail Botvinnik er fæddur 1911. Það var 1925, sem skákunn- endur heyrðu hans getið í fyrsta sinn, hann sigraði þá, aðeins 14 ára gamall, þáverandi heims- meistara í skák, Capablanca frá Cuba. Sex árum síðar varð Bot- vinnik skákmeistari Sovétríkj- anna. f hinni frægu skákkeppni í Amsterdam 1938 sigraði hann Capablanca með yfirburðum og sigraði einnig þáverandi heims- meistara, Alexander Aljechin, sem er talinn einn snjallasti skák maður skáksögunnar. 1948 varð Botvinnik í fyrsta skipti heimsmeistari í skák og hefur haldið þeim titli síðan. Vasillij Smysloff er fæddur 1921, og er þannig 10 árum yngri en keppinautur hans. Smysloff kom fram á skáksviðinu 13 árum seinna en Botvinnik. 1938—1939 vann hann athyglisverða sigra í baráttunni um skákmeistaratitil Moskvu-borgar, en þar átti hann við öfluga andstæðinga að etja. í keppninni um heimsmeistara- titilinn 1948, sem Boavinnik vann, varð Smysloff annar. En tveimur árum síðar varð það Bronstein en ekki hann, sem gerði sig hæfan til að keppa við Botvinnik um heimsmeistaratitilinn. Eins og kunnugt er lauk því einvígi með jafntefli, eða 12 gegn 12, og Bot- vinnik hélt þannig titlinum. Á árunum 1951—1953 hefur Smysloff unnið marga sigra á skákbörðinu og varð hlutskarp- astur, eins og fyrr er sagt, á skák- mótinu í Zúrich, þar sem nokkrir af beztu skákmönnum heimsins kepptu. Hann reyndist þannig hæfastur til að keppa við Bot- vinnik um heimsmeistaratitilinn. Á síðastliðnum sex ármn hafa þeir Botvinnik og Smysloff hitzt níu sinnum á skákmótum og lauk þeim viðureignum þannig, að hvor um sig vann 1 skók en 7 urðu jafntefli. Það má því segja að það séu jafnvígir andstæðing- ar, sem keppa nú í Moskva um heimsmeistaratitilinn, og því báðir jafnlíklegir til að bera sigur úr býtum. + BYGGINGALÓÐIR leyfðar. Þessir menn hafa fengið leyfi fyrir byggingalóðum: Þór St. Pálsson og Jóhannes Hjálmars- son, Valgarður Frímann. Um sl. mánaðamót komu til framkvæmda stórfelldar verð- lækkanir í Sovétríkjunum, og er það í sjöunda sinn frá stríðslok- unum. Verðlækkanirnar ná til lífsnauðsynja, vefnaðairvara og alls konar iðnaðarvamings, og eru frá 5—20 prósent. Brauð, mjöl og makkarónur lækkaði frá 5—15 prósent, te, kaffi og kakó um 10—20 prósent, kom og fóðurvörur um 5—8 pró- sent, ýmsar bómullarvörur lækk- uðu að meðaltali um 20 prósent og bómullarvörur, blandaðar gerfisilki, kathín og satín, um 10 prósent. Að tilhlutn áfengismálaráðu- nauts ríkisins var haldinn fundur um áfengisvamir í Skjaldborg 14. apríl sl. Á fundinum mættu fermenn áfengisvamanefnda í Eyjafjarðarsýslu og austan Eyja- fjarðar, svo og menn úr áfengis- vamanefnd Akureyrar. Fundar- stjóri var Þorsteinn M. Jónsson, skólastjórL Brynleifui- Tobiasson, áfengis- málaráðunautur ríkisins, flutti framsöguerindi um að efna til samtaka í héraðinu um betra eft- irlit á samkomum og fá til þess sérstaka löggæzlumenn. Minntist hann á í því sambandi samtök í þessu efni á Austurlandi og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem gefið hafa góða raun. Samþykkt sýsltmefndar. Sigurður M. Helgason, settur sýslumaður, skýrði frá tilhögun á eftirliti með samkomum í sýsl- unni og mælti með auknu eftirliti. Vitnaði hann í eftirfarandi tillögu um málið, sem samþykkt var á síðasta sýslufundi, svohljóðandi: „Aðalfundur sýslunefndar Eyjarfjarðarsýslu beinir þeirri málaleitan til dómsmálaróðu- neytisins, að það íóti fram fara í liéraðinu námsskeið til lög- reglueftirlits með opinberum skemmtisainkomum. Hreppar sýslunnar sjái fyrir ir kennslukostnaði og uppi- haldi nemenda, en ríkið kosti kennara og nauðsynleg tæki. Að loknu námsskeiði verði menn þessir, ef hæfir þykja löggiitir til starfans, og fái bún- inga eða önnur ytri merki, sem nauðsynieg kunna að teljast.“ í sambandi við framkvæmd héraðsbannsins á Akureyri taldi hann að ölvun hefði minnkað í bænum síðan héraðsbannið gekk í gildi og gaf fundinum eftirfar- andi skýrslu um afbrot vegna ölvunar fyrstu þrjá mánuði árs- ins undanfarandi fjögur ór. Frá 9/1 til 9/4 1951: 51 afbrot Frá 9/1 til 9/4 1952: 44 afbrot Fró 9/1 til 9/4 1953 : 48 afbrot Frá 9/1 til 9/4 1954: 32 afbrot Flestir fundarmenn tóku til máls og voru sammála um ,að nauðsyn bæri til að fá betra eftir- lit á samkomum en verið hefur, Sokkar lækkuðu um 10—25 prósent, skófatnaður og skóhlífar um 7—20 prósetn. Verð á pappír, leikföngum, postulíns-, leir- og kristallsvörum lækkuðu um 10 —15 prósent. Rafmagnsheimilis- tæki, saumavélar, ryksugur, rúm og rúmfatnaður og alls konar hús gogn og heimilistæki um .10—20 prósent. Sportvörur lækkuðu um 15 prósent, brennsluolíur og smumingsolíur um allt að 50 prósent. Verð á matsöluhúsum og kaffi- húsum lækkaði í samræmi við þetta. svo að ölóðir menn spilli þar ekki friði. Áskorun til dómsmálaráðu- neytisins. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt: „Fundur formanna áfengis- varnanefnda í Eyjafj.s. og við austanverðan Eyjafjörð, svo og ófengisvamanefndarmanna á Akureyri, haldinn á Akureyri miðvikudagiim 14. apríl, lajtur í ljósi ánægju sína yfir sam- þykkt síðasta sýslufundar Eyjafjarðarsýslu, varðandi námsskeið fyrir lögreglueftir- litsmenn á samkomum í sveit- um. Beinir fundurinn ein- dregnum tillögum til dóms- mól aráðuney tisins, að það verði við þcssari ósk sýslunefndar- innar. Feiur fundurinn áfengis- varnaráði ríkisins að vinna að framgangi þessarar fram- kvæmdar. Jafnframt beinir fundurinn þeirr ósk til sýslu- nefnda Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu, að þær setji reglugerð varðandi þessi mál eftir nánara samráði við áfengisvamaráð, ,í líkingu við þá, sem sett var í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og gekk í gildi 9. júni 1953“ Réttarsókn vegna greinar í Morgunblaðinu. í sambandi við grein í Morgun- blaðinu 11/4 þ. á. var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að fela Áfengisvarnanefnd Akur- eyrar að skora á dómsmála- stjórnina að láta fara fram rétt- arrannsókn út af fullyrðingu Vignis tollþjóns Guðmunds- sonar, í grein í Morgunblaðinu 11/4 þ. á. um leynivínsölu, toll- smygl o. fl. á Akureyri." Að síðustu flutti Brynleifur Tobiasson erindi um áfengislög- gjöfina nýju og hlutverk áfengis- varnanefnda. Tveir meðlimir löggjafarsam- kundu Missisippiríki í Bandaríkj- um Norður-Ameríku Arlin Med- ford og Dexter Lee, báru nýlega fram frumvarp, þar sem ákvæði eru um, að óheimilt skuli fram- vegis að útskrifa stúdenta, sem hvorki eru læsir né skrifandi. Óskað lögreglueftirliis með opin- berum skemmtisamkomum

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.