Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Page 4

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Page 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. apríl 1954 — Vinnuveitendur neita að breyta... Verðlækkanir í (Framhald af 1. síðu). 1. júní. Að sjálfsögðu hafa félögin áskilið sér allan rétt til víðtæk- ari breytinga á samningunum, þar sem til uppsagnar þarf að koma á annað borð. Naumast þarf að fara í grafgöt- ur um ástaeðurnar fyrir þeirri „tillitssemi“ vinnuveitenda, sem lýsir sér í þessari afstöðu þeirra. Það er nú orðið opinbert leynd- armál, að braskarastéttin og rík- isstjórh hennar, undirbýr nú nýja gengisfellingu, sennilega í formi „togaragjaldeyris", með svipuð- um hætti og „bátagjaldeyririnn". Engum getum þarf að því að leiða hvaða áhrif það hefði á hag launastéttanna, ef ráðagerðimir um álag á allan þann gjaldeyri, sem togararnir afla yrði fram- kvæmdar. Áhrif slíkra ráðstafana mundu verða nákvæmlega þau sömu sem hinna fyrri gengis- lækkana, sem öllu öðru fremur hafa orðið til þess að skerða kjör vinnustéttanna. Afturhaldið vill hafa samninga fasta til langs tíma í trausti þess að alþýðusamtök- unum vinnist þá síður tími til að búast til vamar og kjaraskerð- ingarnar séu orðinn staðreynd áður en nokkrar skorður verði við reistar. Má í því sambandi minna á er bátagjaldeyririnn var á lagður með einfaldri reglugerð, án samþykkis Alþingis. Verkalýðsfélögin hafa að þessu sinni lítils annars krafizt en að samningar yrðu þannig gerðir, að þeim væri unnt að gera sínar vamarráðstafanir, ef kjörin verði skert frá því sem nú er. Þessu hafa vinnuveitendur hafnað og þar með viðurkennt að þeir hafa ekki hreinan skjöld fyrir áform- um sínum. Neitun Vinnuveit- endasambandsins mun því verka í þá átt, að þjappa öllum verkalýð fastara saman um samtökin og búa þau sem bezt til þeirrar bar- áttu fyrir lífskjörunum, sem óef- að er framundan á næstu tímum. 1. maí er mikilvægur undirbún- ingur undir þá baráttu. Þann dag verður alþýðan að sýna, að hún er samhent og sterk og að samtök hennar eru þess megnug að verja launastéttirnar fyrir öllum árás- um, hvort sem til þeirra er stofn- að af atvinnurekendum eða rík- isvaldi þeirra. Búlgaríu 28. marz sl. kunngjörði búlg- arska ríkisstjórnin og Kommún- istaflokkur Búlgaríu fjórðu verð- lækkunina á neyzluvörum. Verðið á brauðum lækkaði frá 9—20 prósent, olíur og feitmeti 6—14 prósent, kjöt og niðursuðu- vörur 5—25 prósent, súkkulaði og sætindavörur 10—25 prósent, fatnaðarvörur 40 prósent, skór 5—28 prósðnt, húsgögn 10—20 prósent, landbúnaðartæki 10—25 prósent o. s. frv. Þessi verðlækkun er sú stærsta sem enn hefur verið framkvæmd í Búlgaríu. ■¥■ AÐALFUNDUR Ferðafél. Ak. verður í Skjaldborg þriðjud. 4. maí. Hefst kl. 8 síðdegis. Sýnd verður kvikmyndin „Everest sigrað“. Félagar sýni skírteini við innganginn. Batnandi hagur almennings í Tékkóslóvakíu 3.500 frá vestri til austurs á hálfum | mánuði Rúmlega 3.500 Vestur-\\ Þjóðverjar fluttu til þýzka: alþýðulýðveldisins á tveim-\\ ur fyrstu vikum marzmán-\ aðar, var tilkynnt opinber-\'< lega i Berlíri. Þeir fengu'ý samstunis atvinnu i Austur- \\ Þýzkalandi, þar eð ekkert ',\ atvinnuleysi fyrirfinnst þar \\ heldur þvert á móti eftir-\\ spurn eftir vinnuafli. — I\\ Vestur-Þýzkalandi rikir\ hins vegar mikið atvinnu-\\ lyesi. ^ j! Samkvæmt ákvörðun Komm- unistaflokks Tékéksóslóvakíu og ríkisstjórnarimiar lækkaði verðið stórkostlega á fjöldamörgum nauðsynjavörum frá 1. apríl sl. að telja. Þetta er þriðja verðlækkun- in í röð síðan ríkisstjómin tók þá ákvörðun 15. sept. í fyrra, að hækka lífsstigið. Þessar risa- vöxnu verðlækkanir hafa verið mögulegar vegna hinna miklu framfara á sviði landbúnaðar og iðnaðar. Verðlækkanimar ná til 53.000 mismunandi nauðsynja- vara. íbúar Tékkóslóvakíu hagn- ast um 5,6 milljarða tékkneskar krónur á árinu á þessum verð- lækkunum og um 280 milljónir tj. krónur á ýmiss konar viðgerða- og handverksvinnu, sem verður ódýrari. Verðlækkunin nær yfir allt frá lífsnauðsynjum til vefnaðarvara, Efnagerðarvörur frá REKORD BÚÐINGSDUFT 10 tegundir KRYDDVÖRUR hverskonar NÖNNUSÆLGÆTI Áherzla lögð á vöruvöndun. Lipur afgreiðsla. Rekord-vörur fást í flestum matvöruverzlun- um landsins. Umboðsmaður fyrir allt landið: VILHELM JÓNSSON Miðtúni 50, Reykjavík. Sími 82170. skófatnaðarí ljósmyndavéla, sjón varpsviðtækja og bíla, svo að eitthvað sé nefnt. Kom, kornvörur og alls' konar brauð lækkaði um 7—18 prósent, niðursoðnar kjötvörur um 11—15 prósent, mjólk 10 prósent, smjör 8 prósent, egg 9 prósent, græn- meti 10, kaffi 18, te 10 og kakó 7 prósent. Verðlækkanirnar eru þó sér- staklega eftirtektarverðar á iðn- aðarvörum. Margar vefnaðarvör- ur hafa lækkað um allt að 50 pró- sent, silki og gerfisilki um 43 pró- sent, bómullarvörur um 12 og ullarvörur um 33 prósent. Sæng- urfataléreft um 35 prósent, allir sokkar frá ull til nælon um 30 og vinnuföt um 30 prósent, skó- fatnaður um 8 til 13 prósent. Til þess að létta undir með ein- staklingum til að byggja sér hús voru byggingavörur lækkaðar um 25 prósent. Hv. Strigabúllur Sjóklæði Sjóvettlingar Sjóstígvél V.A.C. Vinnufatnaður Vinnuvettlingar Olíupils og svuntur VÖRUHÚSIÐ H. F. ^MHHMMHMMHMMHMHMIMHMHHtHMHMMMHMHHMHllj Skjaldborgarbíó l ———---------------- • í kvöld kl. 9: Everest sigrað I Myndin, sem allir þurfa að | sjá. *(|MMIIIIIMMIIMIIIIMMIIIMMIIMIIIII|IIMIIIIIIMIIMIIIII|II» < ##################################################»##■###»#»###> | ! Góð bók er prýði á hverju heimili :i Eigið þér eftirtaldar bækur? i; Ritsafn Benedikts Gröndal i ; Rit Kristínar Sigfúsdóttur Ljóð og sagnir Bólu-Hjálmars Ljóð Kolbeins úr Kollafirði Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar : íslenzk úrvalsljóð, 12 bindi í alskinni íslenzka þjóðhætti Jónasar frá Hrafnagili Ljóð Sigurðar Breiðfjörðs Sjómannasögu V. Þ. Gíslason Sjósókn, endurm. Erlends Björnssonar i: á Breiðabólstað, skráðar af síra Jóni j i: Fhorarensen. i| ;; Þessar bækur fást hjá bóksölum og beint frá i; ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. 1 #^############################################################, i Verkamenn! Allir undir fána félagsins í 1. maí há- tíðahöldunum. VERK AM AN N AFÉLAG AKUREYRARKAUPSTAÐÁR 1 * r#############################################################, i Iðja, félag verksmiðjufólks skorar á meðlimi sína að f jölmenna und- ir fána félagsins í kröfugöngunni á morg- un og taka virkan þátt í öðrum hátíða- höldum dagsins. IÐJA, félag verksmiðjufólks. > Erlend blöð, tímarif og bækur ;i útvegum við með óvenjulega lágu verði. ! Blöðin og tímaritin eru s*end beint frá útgefendum : i; til kaupenda. :; BÓKA- OG BLAÐASALAN ;i Hafnarstræti 100. : ii JAKOB ÁRNASON. i; I r##############################################################, I DANSLEIKUR í Alþýðu- húsinu í kvöld Hljómsveit hússins leikur. ALÞÝÐUHÚSIÐ.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.